Morgunblaðið - 15.04.1966, Side 4

Morgunblaðið - 15.04.1966, Side 4
4 M0RGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 15. apríl 1966 fw h adi i~5t7 EIMSKIP A NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Brottf arardagar: ANTWERPEN: Reykjafoss 19. apríl Katla 27. apríl * Bakkafoss 6. maí HAMBORG: Dettifoss 22. apríl Reykjafoss 22. apríl Askja 29. apríl** Selfoss 11. maí ROTTERDAM: Dettifoss 16. apríl Askja 26. apríl** Selfoss 6. maí LEITH: Gullfoss 29. apríl GAUTABORG: Vinland saga 1«. aprxl Fjallfoss 5. maí** HULL: Bakkafoss 15. apríl** Norstád 20. apríl Tungufoss 29 apríl** Bakkafoss 11. maí LONDON: Norstad 18. apríl Tungufoss 27. apríl Bakkafoss 9. maí KAUPMANNAHÖFN: Vinland saga 15. apríl Gullfoss 27. apríl Fjallfoss 2. maí** NEW YORK: Brúarfoss 9. maí Goðafoss um 26. maí Dettifoss 26. mai OSLÓ: Fjallfoss 7. maí KRISTIANSAND: Vinland saga 19. apríl Fjallfoss 9. maí GDYNIA: Lagarfoss KOTKA: Skógafoss Rarmö VENTSPILS: Lagarfoss * Skipin losa um 30. apríl 20. apríl 30. apríl 26. apríl á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, Isa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. “Skipin losa á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vest- mannaeyjum, Siglufirði, — Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykjavik. ^ Vinsamlegast athugið, að vér áskiljum oss rétt til breytinga á áætlun þessari, ef nauðsyn krefur. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS LOGI GUÐBRANDSSON héraðsdómslögmaður Laugavegi 12 — Sími 23207. Viðtalstími kl. 1—-5 e.h. B O S C H ÞOKULUKTIR ^ Ódýrt ferðalag Ég hef orðið þess var, að páskablaðið okkar með öllum ferðaupplýsingunum, var mikið lesið, enda hefur ferðaáhugi löngum verið mikill á íslandi. Möguleikar til ferðalaga hafa líka stórvaxið að undanförnu: Gjaldeyrisyfirfærsla er nú rýmri — og ferðaskrifstofurnar bjóða ódýrari ferðalög til landa sem heilla okkur norðurbúa. I auglýsingu í þessu páska- blaði var m.a. nefnd ein ferð, sem vakti athygli mina vegna verðsins. Hér var um að ræða 16 daga ferð til Kaupmanna- hafnar og Mallorka. Flugfar, hótel og matur var þar inni- falinn þó með þeirri undan- tekningu, að hádegisverð þurfa ferðalangar að greiða í Kaup- mannahöfn þá fjóra daga, sem staðið er við þar. Að öðru leyti virðist þetta prýðisferð: Sjö dagar á Mall- orka í fyrsta flokks hóteli skammt frá baðströnd, sér sund laug fyrir hótelgesti, þrjár mál tíðir á dag o.s.frv. Furðulegt Til gamans fór ég að reikna út hve mikið það kostaði að fara jafnlanga ferð — þ.e.. as. vera sextán daga að heiman, en fara ekki til Mallorka, held- ur til Akureyrar og búa þar á hóteli allan timann — og borða morgunverð, hádegisverð og kvöldverð á sama hóteli á hverj um degi. Hótelreikningurinn að viðlögðu flugfari til Akureyrar og aftur til baka yrði kr. 12,305,—. Það er með öðrum orðum fimm hundruð krónum dýrara að fara í sumarleyfi til Akureyrar en til Mallorka. — Og svo tala menn um túrisma á íslandi. -A Loftleiðahótelið Já, það virðist vera ódýr- ara að skoða ýmis önnur lönd en Island. J>ví er nú ver. Að ferðast um og skoða eigið land ætti að vera ódýrara en að fara í aðrar skoðunarferðir, ekki sízt fyrir okkur íslendinga, sem búum fjarri öðrum löndum og þurfum að eyða svo og svo miklu fé í fargjald áður en kom ið er á áfangastað. En sem betur fer láta menn sér ekki allt fyrir brjósti brenna í þessum efnum — og íslendingar halda áfram að skoða landið sitt þrátt fyrir kostnaðinn. Útlendingum fjölg ar hér líka í sömu erindum — og bezta dæmið um þróunina í þeim efnum er Loftleiðahótel ið nýja. Ég átti leið þangað út eftir nú í vikunni og sá, að tjöld eru komin fyrir herbergis- glugga á tveimur efstu hæðun- um svo að ætla má, að áætlun- in um að opna hótelið 1. maí, standist. Ekki er liðið nema lið- lega ár síðan þeir byrjuðu á hótelinu, sem verður það stærsta á íslandi. Hér er vafa- laust um algert met í byggingar hraða að ræða, þ.e.a.s. íslenzkt met — en Borgarspítalinn mun eiga fyrra metið, eins og kunn ugt er. Fullkomnasta sinnar tegundar Við hótelið munu að jafn aði hafa unnið yfir hundrað manns, alþjóðlegur vinnuflokk ur. Auk íslendinga hafa starf- að þar Norðmenn, Svíar, Belgíumenn, Þjóðverjar og Danir — og margt af því, sem þarna hefur verið smíðað eða sett saman, mun teljast til nýj unga í íslenzkri húsagerð sam- kvæmt því sem mér er tjáð. Er þá einnig átt við eitt og anað innanstokks. Maður veit í rauninni ekki um hvað helzt. á að spyrja þessa, sem þarna eru að vinna, því að hér er ekki verið að ganga frá íbúð í blokk, sem flestir íslendingar kunna hins vegar einhver skil á. En til þess að nefna jitt- hvað- má geta þess, að eldhúsið verður hð fullkomnasta á ís- landi — og þótt víðar verði leitað — samkv. umsögn fróðra manna. I>ar verður ekki aðeins matreitt fyrir hótel- gesti, heldur alla farþega í Loftleiðaflugvélunum. Þetta verða stílhrein, hlýleg og jafnframt glæsileg húsa- kynni, þegar öllu verður lokið. Á götuhæð verða ásamt veit- ingasölum og öðru tvær vin- stúkur, önnur með sæti fyrir 70, hin fyrir „aðeins" 50 manns. Ég nefni vínstúkurnar vegna þess að það hefur frétzt, að hér verði f jölmennasta cocktailboð, sem haldið hefur verið i borg- inni, — um næstu mánaðamót. Danskar kökur — og íslenzkar Hér kemur bréf vegna fyrri skrifa um bakara okkar: „Kæri Velvakandi. Hér með sendi ég þér og bræðrum þínum kökur, bæði íslenzkar og danskar, með kaff inu og bið ég ykkur að dæma hvort mismunurinn sé eins mikill og þú vilt vera láta i blaðinu í dag. Til samanburðar á verði vil ég taka fram, að íslenzka sand- kakan er 500 g og kostar kr. 30.—, ávaxtakakan (plum- kage) er 600 g og kostar kr. 40 — Ég, sem sendi þér þessar könkur, er ekki bakari, en hefi haft tækifæri til að fylgjast með þessari stétt í nokkur ár. Aðstaða hennar er mjög erfið, erfiðari en flestra annarra iðn stétta (iþað væri efni í heila grein). í>ess vegna fylltist ég heilagri reiði, þegar ég sá þig taka svona einarða afstöðu gegn íslenzkum bökurum. Ég bíð spenntur eftir úrslitum at- hugunarinnar.,* Jafngóðar eða betri Við þökkum fyrir kök- urnar, þær voru ágætar. Ég ætla mér ekki að kveða upp ' neinn Salomonsdóm í þessu máli, en þær íslenzku voru ekki lakari en þær dönsku — nema síður sé. En þessar íslenzku kökur voru betri en þær, sem fólk á yfirleitt að venjast frá íslenzk um bökurum. í Reykjavík eru nokkur bakarí, sem bera af — og þangað fer fólk, þegar það vill fá eitthvað gott — og legg ur jafnvel lykkju á leið sína til þess að komast í tiltekin bakarí. Ef öll bakarí borgar- innar seldu jafngóðar kökur g brauð og þessi beztu þýddi ekki mikið fyrir danska bak- ara að þenja sig hér á Fróni. Annars hefði ég viljað borða meira af þessum ágætu kökum — og hefði gert, ef blaðamenn irnir, félagar mínir, hefðu ekki rifið þetta út úr höndunum á mér, því allir vildu auðvitað bragða góðgætið. Hinir holda- meiri töldu íslenzku kökurnar betri, enda hurfu þær skjót- lega. Þeir grönnu voru á báð- um áttum, nokkrir töldu þær dönsku betri. En er ekki frek- ar takandi mark á matmönnun um? ★ Bækur og lestur Hér er bréf um bóka- þjóð: „Kæri Velvakandi. Það er staðreynd að mikið er gefið hér út af bókum mið- að við fólksfjölda. Fyrir hver jól er mikið rætt og ritað um svonefnt bókaflóð. Dagblöðin eru yfirfull af bókaauglýsing- um og getið er í fréttum um söluhæstu bækurnar. Almenn- ingur fylgist af áhuga með þessum fréttum, enda verður ekki af íslendingum skafið að þeir eru mikii bókaþjðð, í öllu falli mikil bókagjafaþjóð. Þá vaknar spurnngin, hváð er hér raunverulega lesið og hverjir eru vinsælustu höfundarnir? Fyrir nokkru voru birtar ár- lega í blöðunum skýrslur um þetta frá bókasöfnunum. Greina góðar fréttir blaðanna um þetta mál voru girnilegar til fróðleiks og áreiðanlega vel þegnar af lesendum. Nú vil ég spyrja, hvernig stendur á því að fréttir um þetta efni eru hættar að birt- ast í blöðum? Viltu, Velvak- andi góður, koma þessari fyrir spurn á framfæri við rétta að- ila. Lesandi“. Hlutaðleigandi aðKIar svara vonandi. ★ Tollskýlið á Suður- nesjavegi Bílstjóri suður með sjó hringdi til Velvakanda og kvað það ekki sanngjarnt, sem sagt var I blaðinu sl. miðvikudag, að afgreiðslumaðurinn í toll- skýlinu við Straum hefði verið seinhentur við innheimtuna á páskadag. Hann hafi verið röskur við afgreiðsluna, en á hinn bóginn hefði umferðin verið svo gífurleg að hjá þvl varð ekki komizt «að nokkur töf hlytist af. Væri vissulega nauðsynlegt, að tveir menn væru við innheimtu á dögum sem þessum. Mætti áreiðanlega búast við mikilli umferð um Keflavíkurveginn næstu helg- ar á meðan frost væri að fara úr jörðu og aðrir vegir frá Reykjavík ófærir. ★ Hundur í Dagbók „Hundi“, sem er greinilega enginn hundavinur skrifar: „Hundur virðist kominn í Dagbók Morgunblaðsins, nema að hún sé að fara í hundana. Lævíslegur áróður fyrir hunda haldi birtist þar við og við, og er nútímasálfræði notuð í bar áttunni. Er skemmst að minn- ast þess, er mynd af framliðn- um hundi var birt ásamt litlu barni. Þeir eru áreiðanlega i miklum minnihluta, sem vilja taka upp hundahald í Reykja- vík. Meginhluti borgarbúa kær ú sig ekki um hundaskít á göt- unum, og eldri Reykvikingar muna enn eftir grimmum hundum, sem hætta stafaði af, einkum fyrir börnin. Ekki er það heldur heilsusamlegt að kjassa hunda, sem hafa verið á flækingi um götur og torg og snuðrandi í göturæsum. Einnig mætti Dagbókin líta á þetta frá sjónarmiði hundanna. Sveitirnar eru þeirra eðliiegu heimkynni, en í þéttbýli eiga þeir ekki heima frekar en aðr ir ferfætlingar. Má ég biðja Storkinn að snúa sér að ein- hverju þaTfara en hunda- áróðri. Hundi.“ Fimm-bíó á vit- lausum stað Hingað hringdi kona nokkur, sem hafði séð Gullna hliðið í Þjóðleikhúsinu annan póskadag: „Þetta var eins og í 5-bíói“, sagði hún. „Fólk var þarna með 4-5 ára börn, sem auðvit- að hafa ekkert að gera á kvöld sýningu — jafnvel þótt um Gullna hliðið sé að ræða. Þau verða leið og syfjuð, þegar líð- ur á kvöldið, rellin og hávaða- söm. Þar að auki hafa þau vit- anlega engan skilning á Gullna hliðinu fremur en öðrum leik- ritum fyrir fullorðna. „Við keyptum okkur inn fyr ir meira en tvö hundruð krón- ur, en nutum leiksins engan veginn vegna hávaða og óró- leika í salnum. Mér finnst þetta mjög slæmt, svo meira sé ekki sagt,“ sagði konan. KLEPPUR-HRAflFERB Revía í tveim þáttum. Sýning í Sigtúni laugardagskvöld kl. 21.00. Sala aðgöngumiða hefst kl. 4 í dag. Borð tekin frá um leið. — Sími 12339. Ath.: Matur framreiddur frá kl. 7. Dansað til kl. 1. BRÆBURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Simi 38820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.