Morgunblaðið - 15.04.1966, Side 8

Morgunblaðið - 15.04.1966, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 15. apríl 1966 ÆMsærm Miklar umræður um verð- tryggingu fjárskuldbindinga I gær voru þrjú stjórnarfrumvorp afgreidd sem lög ÞRJU stjórnarfrumvörp voru af- greidd sem lög frá Allþingi í gær. Voru það frumvörpin um atvinnuleysistryggingar og Iðn- lánasjóð, er afgreidd voru frá efri-deild og frumvarpið um fuglaveiðar og fuglafriðun, er afgreitt var frá neðri-deild. Þá var frumvarpi Jóns Skaftasonar og fl. um réttindi og skyldur starfsmanrva ríkisins vfísað til ríkisstjórnainnar að tillögu alls- herjamefndar neðri-deildar. Matt hías Bjarnason mælti fyrir áliti nefndarinnar og sagði það vera álit hennar að rétt væri að setja í þessu máli ákveðnar reglur og þyrfti að fara fram rannsókn á hlið«tæðum reglum í nágranna- löndum okkar. Væri því málinu vísað til ríkisstjórnarinnar í trausti þess, að hún gengist fyrir rannsókn málsins og legði það fyrir næsta þing. í neðri-deild lauk einnig 2. umræðu um stofnlánadeild verzl unarfyrirtáekja og um frumvarp- ið um lánasjóð sveitarfélaga. At- kvæðagreiðslu um þau var frest- að. í efri-deild mælti Friðjón Skarp/héðinsson (A) fyrir áliti heiibrigðis- og félagsmálanefnd- ar deildarinnar um frumvarpið um iögfestingu 1. maí sem frí- dags. Var nefndin sammála að mæla með samþykkt frumvarps- ins og var því að ræðu fram- sögumanns lokinni vísað tiil 3. umræðu. Búnaðartnálsjóður. Gunnar Gislason mælti fyrir frumvarpi um breytingu á lög- um um stofnun búnaðarmála- sjóðs. Er frumvarpið flutt af landbúnaðarnefnd eftir beiðni land'búnaðarráðuneytisins. Er á- kvæði frumvarpsins það að á ár- unum 1966—'1969, að bóðurn ár- um meðtöldum skuli greiða 14% viðbótargjald af söluvörum land- búnaðarins, og rennur það gjaid til Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda til hús- byggingar félaganna við Haga- torg í Reykjavik. Gat framsögumaður þess að landbúnaðarráðuneytinu hefði borizt bréf frá Búnaðarfélagi íslands, þar sem ráðuneytinu væri send ályktun búnaðarþings 1966 um erindi stjórna Búnað- arfiélags íslands og Stéttarsam- bands bænda um framlengingu á búnaðarmálasjóðsgjaldi til Bændahallarinnar, með eindreg- inni ósk um ,að ráðuneytið hlut- ist til um, að málið verði tekið fyrir til afgreiðslu á Al/þingi því, er nú sæti. Væri þvá frum- varpið flutt nú, samkvæmt þess- um óskum. Málinu var síðan vísað til 2. umræðu. Taka sætí á þincpi ÞRÍR varaþingmenn tóku sæti á Allþingi í gær. Voru það Sigfús J. Johnsen kennari í Vestmanna- eyjum er tekur sæti Guðlaugs Gíslasonar 3. þingmanns Sunn- lendinga, Jón Kjartansson er tekur sæti Skúla Guðmundsson- ar 1. þingmanns Norðurlands- kjördæmis vestra og Vilihjálmur Hjálmarsson er tekur sæti Hall- dórs Ásgrímssonar 2. þingmanns Austfirðinga. Allir þessir vara- þingmenn hafa setið áður á Al- þingi. Verðtrygging fjárskuldbindinga Frumvarpið um verðtryggingu fjárskuldbindinga kom til 3. um- ræðu á ný í gær. Tók þá fyrst- ur til máls Einar Ágústsson (F) Gerði hann enn að umtalsefni einstök atriði frumvarpsins og undirstrikaði þá skoðun sína, að nú hefði átt að vísa málinu frá og láta milliþinganefnd fjalla um það og rannsaka í samráði við Seðlabankann og viðskipta- bankanum í því skyni að gera ákvæði þess fyllri og ýtarlegri. Síðan hefði átt að leggja það fyrir næsta þing. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra, gerði að umtals- efni atriði er fram höfðu komið í ræðu Einars Ágústssonar. Sagði ráðherra að fjárfestingarlána- stofnanirnar sjálfar réðu því hvort þær tækju upp verðtrygg- ingu eða ekki. í frumvarpinu væri viðmiðunargrundvöllurinn lagður, sem væri vísitaLa íram- færslukostnaðar, þó nota mætti aðra Viðmiðun ef hún væri tal- in gefa réttari mynd. Þá bæri að taka fram, að þessi ákvæði mundu ekki breyta möguleikum á að taka lán hjá lífeyrisjóðum og Húsnæðismálastofnuninni. Ráð- herra taldi að nauðsynlegt væri að hefja framkvæmdir þessa máls sem fyrst og bæri því ekki að fresta afgreiðslu þess. Lúðvík Jósefsson (K) sagði ráðstafanir þessar ekki vænlegar til þess að sporna gegn verð- bólguvextinum. Aðrar aðgerðir þyrftu að koma til, — aðgerðir er ríkisstjómin sýndi lítinn lit á að taka upp. Verðbólgan mundi halda áifram að vaxa meðan verzl unin hefði lausa tauma á verð- lagningunni og bæri þvi að snúa sér að því vandamáli. Þórarinn Þórarinsson (F) gerði verðbólguna að umtalsefni og mælti síðan fyrir breytingartil- lögum er hann flytur við frum- varpið ásamt Sigurvin Einars- synL Eru tillögur þeirra á þá leið, að aftan við frumvarpið bætist 3 ákvæði til bráðabirgða. 1. Meðan ekki hefur verið kom- ið á verðtryggingu innlánsfjár í bönkum og öðrum lánastofnun- um, skulu lög þessi ekki ná til lífeyrissjóða einstakra stétta, nema að fengnu samþykki við- komandi stéttarfélaga. 2. Meðan ekki hefur verið komið á verð- tryggingu innlánsfjár í bönkum og öðrum lánastofnunum, skulu lög þessi ekki ná til fjárfesting- arsjóða, sem njóta framlaga frá atvinnuvegunum, nema að fengnu samþykki viðkomandi stéttarsamfcaka og 3. Meðan ekki hefur verið komið á verðtrygg- ingu innlánsfjár í bönkum og öðrum lánastofnunum, skulu falla niður visitöluhækkanir á lánum Húsnæðismálastofnun ríkisins. Sigurvin Einarsson (F) gerði húsbyggjendamál einkum að um- talsefni og sagði að sú reynsla sem fengizt hefði með verðtrygg ingu Húsnæðismálastjórnarlán- um hefði verið mjög alvarleg. Óhjákvæmilegt væri að leið- rétta það ranglæti sem þessi visi- tölubinding hefði í för með sér. Gylfi Þ. Gíslason viðsikipta- málaráðherra sagði að það væri ekki tilgangurinn með þessu frum varpi að draga úr lánum til fjár- festinga. Tilgangurinn væri að stuðla að sparifj'ármyndun og bæta úr því félagslega óréttlæti er rikt hefði, það að sparifjár- eigendur hefðu tapað á verð- bólgunni, en skuldaramir hefðu hagnast. Ráðherra sagði að í raun og veru væru tillögur Fram óknarmanna óþarfar þar sem vit anlega hefði það alltaf verið ætlunin að ákvæði um verð- tryggingu lána og sparifé kæmu til framkvæmda samtímis. Að lokinni ræðu ráðherra var umræðu um málið frestað. Jarðvegsskipti Tökum að okkur jarðvegs- skipti og fjarlægingu á mold- arhaugum. Matbikun hf. Suðurlandsbraut 6, 3. hæð. Sími 36454. Ung reglusöm stúlko óskar eftir atvinnu. Er vön afgreiðslustörfum. Uppl. í síma 11951. Tveir ungir menn óska eftir góðri fjárjörð, helzt með áhöfn. Þarf að hafa góða ræktunarmöguleika. Þeir, sem hafa áhuga á þessu, leggi tilboð ásamt upplýsingum inn á afgr. MbL fyrir 25. apríl, merkt: „850 — 9096“. Ung konn óskar eftir vel laimaðri at- vinnu í 3 mánuði (júní-ágúst). Margt kemur til greina. — Tillboð óskast send til afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m., merkt: „Áhugasöm — 9639“. Glugga- þjónustan Hótúni 27 Hringið i sima 12880 Þar fást al'lar þykktir af rúðu- gleri, ennfremur tvöfalt gler. Vanir menn sjá um ísetningu á gleri. Allt í gluggann á einum stað. Sandblástur og málmhúðun Tökum að okkur sandblástur og málmhúðun. — Sækjum og sendum. — Stuttur afgreiðslutími. Stormur hf Garðavegi 13. — Hafnarfirði. — Sími 51887. ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum í sölu á götuljósastólpum fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. — Útboðslýsing ar eru afhentar í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykj avíkurborgar. Stúlka óskast til vélritunarstarfa, enskukunnátta nauðsynleg. SölumiÖstöÖ HraÖfrystihúsanna Gluggaþjúnustan Hátúni 27. Sími 12880. toOidirt Laugavegi 31. — Sími 12815. Til fermingagjufa Undirfatnaður í miklu úrvalL Vatteraðir nælonsloppar. Leðurjakkar, verð aðeins kr. 2338. m toCiöirk Laugavegi 31. — Sími 12815. I Til sölu Þriggja herbergja ibúð, ásamt góðu geymslurisi, við Hverf isgötu. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6. S.: 1-2002, 1-3202 og 1-3602. Til sölu 3ja herb. íbúð í Hlíðunuim, lau,s strax. 3ja herb. íbúð við Álfliólsveg og SeltjarnarnesL lra og 5 herb. hæðir í Kópa- vogL 5 herb. nýtt raðhús í Kópa- vogi. 190 ferm. einbýlishús í smíð- um í KópavogL Hagkvæm lán áhvílandi til 25 ára. íbúðir í Ytri-Njarðvík og Þorlákshöfn. Ffl5TEI6l\lflSfll.fl SKJOLBRAUT 1 -SÍMI 41250 KVOLDSIMI 40647 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigun Ingólfsstræti II. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 mfílF/BIR Volkswagen 1965 og ’66. •—IBÍLALEIGAN 'ALUR F át' RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 J 6IFREIÐALEIGAH VECFERÐ Grettisgötu 10. Sími 14113.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.