Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. april 1966 Rekstur . ins árið Síldarverksmiðja ríkis- 1965 stendur í járnum Afköst síldarverksmiðjanna á Morðaustur- og Austurlandi verða aukin veruíega fyrir næstu vertíð í NÝÚTKOMNU tölublaði Ægis ritar Sveinn Benedikts- son, formaður stjórnar Síld- arverksmiðja ríkisins, grein um síldarverksmiðjurnar á Norður- og Austurlandi árið 1965. — Hefur Morgunblaðið fengið leyfi höfundar til birt- ingar greinarinnar, sem rekur alla helztu þætti síldveið- anna eystra og nyrðra. Þó er sleppt kaflanum um síldar- leit. . Síldveiðin fyrir Norðaustur- landi og Austfjörðum á sl. ári var einstök í sinni röð. Veiðarn- ar byrjuðu fyrr en nokkurntíma áður. Heildarafli og afli ein- stakra skipa fór langt fram úr því, sem áður hafði þekkzt. Samt var afli mjög tregur á venjuleg- um síldarmiðum fyrir Austfjörð- um í júlí og fram yfir miðjan september, þ. e. á aðalsíldveiði- tímanum, sem, verið hefur. Al- gjör ördeyða var fyrir Norður- landi allt síldveiðitímafcilið, sem að þessu sinni var frá 24. maí fram undir jól, er síldveiðum var hætt vegna jólanna.^ Sl. sumar sóttu fslendingar í fyrsta sinn á síldarmið alla leið norðan frá Jan Mayen og suður til Hjaltlandseyj a. í júlí- og ágústmánuði sótti fjöldi skipa á síldarmiðin við Hrollaugseyjar og fékkst þar all- góð veiði, sem að mestu leyti var landað á Austfjörðum og í síld- arflutningaskip. Alls tóku 10 skip meiri og minni þátt í síldar- flutningum. Síldin var óvenjulega mögur, einkum í byrjun veiðitímans, en árið áður hafði fitumagn hennar náð hámarki. Lengst af var síldin mjög mis- jöfn að stærð og misfeit, jafnvel úr sama kastinu. Verð á bræðslusildarafurðum, lýsi og mjöli, var hagstætt. Þó fór lýsisverðið lækkandi, en mjölverð hækkandi, þegar leið á sumarið og haustið. Síldarútvegsnefnd tókst að eemja um verulega hækkun á saltsíldarverði og engir samning- ar voru gerðir um sölu saltsíldar til Sovétríkjanna, þar sem inn- kaupastofnun þeirra taldi sig ékki geta samþykkt hækkað verð og hliðstæða skilmála við þá, sem aðrir kaupendur sam- þykktu. Afli síldveiðiskipanna var mjög misjafn eins og áður. Skáru stærri skipin, sem lengra gátu sótt og athafnað sig i misjöfnu veðri, sig úr um góð aflabrögð, enda hættu flest smærri skip- anna veiðum, þegar fram á haust ið kom og veður tóku að gerast rysjótt. Veiðamar Eins og fyrr segir byrjuðu veið arnar fyrr en nokkurntíma áður. Fyrsta síldin veiddist 24. maí á ms. Jón Kjartansson SU 111, -skipstjóri Þorsteinn Gíslason, 100 sjómílur A af Glettinganesi. Met- veiði var í júnímánuði. Síldin var i byrjun veiðitímans óvenju- lega stór, mestmegnis 13—20 ára gömul, er. mjög mögur. Veiði var lengst af mjög treg á venjuleg- um síldarmiðum Norðaustan- lands og fyrir Austfjörðum í júlí- og ágústmánuði. Seinni hluta júlímánaðar og í ágúst var ailgóð veiði við Hrollaugseyjar og var þeirri síld landað jöfnum höndum á Austfjörðum og í Vest mannaeyjum og einnig í flutn- ingas*kip. Síðast í júlí sóttu nokk ur skip á síldveiðimið við Hjalt- land. I ágúst og fram í septem- ber aflaðist öðru hverju talsverð síld djúpt NA af Langanesi og allt til Jan Mayen. Við sóknina á hin fjarlægu mið komu flutningaskipin í góð- ar þarfir. Án þeirra hefðu veiðar á þessum fjarlægu miðum verið óhugsandi fyrir mörg síldveiði- skipanna, ef landa átti aflanum á íslandi. Hinn 12. september aflaðist vel 50—100 sjómílur NA af Langanesi. Næstu viku var reyt- ingsafli á svipuðum slóðum. Hinn 18. september tók að aflast úti af Digranesi og Glettinganesi. Einn bezti veiðidagur sumarsins var í Norðfjarðardýpi 23. september. Frá aðfaranótt 30. september a-llt fram undir jól, að síldveiði- skipin hættu veiðum, mátti heita uppgripaafli einhversstaðar á svæðinu frá Glettinganesi suður í Reyðarfjarðardýpi, þegar veð- ur og straumar leyfðu. Mest afl- aðist 45—65 sjómílur ASA-SA af Dalatanga. Þótt flest smærri sikpin hættu veiðum þegar kom fram á haust- ið, þá stunduðu 135—140 skip veiðarnar fram undir miðjan desember. Eru það töluvert fleiri skip en í október og nóvember 1964 og nærri þrefalt fleiri í des- ember en þá, enda varð heildar- aflinn nú miklu meiri. fslenzki síldarstofninn ört minnkandi Hundraðshluti síldar af íslenzk um uppruna hefur farið ört minnkandi ár frá ári undanfarin 4 ár í síldveiðinni norðanlands og austan. Skv. yfirliti, sem Jakob Jak- obsson, fiskifræðingur, hefur gert, hefur þróunin á þessum fjórum árum verið þessi: Ár íslenzk síld: Norsk síld: 1962 53% 47% 1963 29% 71% 1964 13% 87% 1965 6,5% 93,5% Taflan sýnir þannig, að hlutur íslenzku síldarinnar hefur minnk að úr 53% 1962 í aðeins 6,5% á sl. ári. Full ástæða er til að ætla, að á sumri komanda muni síldaraflinn norðanlands og aust an eigi siður en á sl. sumri og hausti byggjast á göngum norska síldarstofnsins á fslandsmið." Deilur um bræðslusíldarverðið Eins og fyrr segir byrjaði síld- veiðin 24. maí og var ágæt fyrstu vikurnar. Síldarverk- smiðjurnar höfðu flestar orðið óvenju síðbúnar vegna hafíssins, sem á fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum fram í miðjan maímánuð og vegna mikilla end- urbóta, sem unnið var að hjá flestum síldarverksmiðjum á þessu svæði. Fylltust þrær verksmiðjanna sem næst lágu miðunum 5. til 10. júní. Jafnframt kom í ljós, að síld sú, sem aflaðist, var mjög mögur. Var verðmæti af- urða úr hverju máli bræðslusíld- ar af þeim sökum 93—116 krón- um minna á þessum tíma, en áætlað meðalverðmæti á venju- legum veiðitíma. Eigendur verksmiðja þeirra, sem verið höfðu tilbúnar að hefja vinnslu í byrjun veiðitím- ans, töldu sig ekki geta greitt 185.00 krónur fyrir málið af þess air síld, sem væri samt miklu hærra verð en greitt væri fyrir samskonar bræðslusíld á Suður- og Vesturlandi skv. ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Verðlagsráð sjávarútvegsins hóf fundi sína um bræðslusíld- arverðið norðanlands og austan hinn 21. maí. Kom þá fram, að verð á síldarlýsi og mjöli hafði hækkað frá því um sama leyti árinu áður og einnig var reikn- að með meira lýsismagni úr máli vegna hagstæðrar útkomu 1964. Námu þessar hækkanir alls 40 —50 krónum á mál. Hinsvegar voru horfur á því, að ekki myndi nást tilsvarandi hækkun á salt- Sveinn Benediktsson síld, en verðmunur á bræðslu- síld og síld til söltunar hafði farið minnkandi undanfarin ár. Ef þessi munur yklst enn, var talin hætta á því að svo erfitt myndi að fá síld til söltunar, að hætta yrði á því að saltsíldar- markaðirnir töpuðust. Ekki náðist samkomulag um það í Verðlagsráði að flutninga- sjóður síldveiðiskipanna skyldi starfa áfram með svipuðum hætti og árinu áður. Að vísu mun ekki nema einn eða tveir full- trúar hafa verið því andvígir, enda hafði starfsemi sjóðsins reynzt vel árinu áður. Hinn 18. júní, þegar haldnir höfðu verið 11 fundir um bræðslu síldarverðið í Verðlagsráðinu án þess að samkomulag tækist, var málinu vísað til yfirnefndar. Nefndin starfaði dagana 21.—25. júní. Hinn 24. júní voru gefin út bráðabirgðalög, sem heimiluðu að taka kr. 10,00 gjald af hverju máli bræðslusíldar, er aflaðist á síldarvertíðinni eftir 15. júní, til verðjöfnunar milli bræðslusíld- ar og síldar til söltunar og til greiðslu í flutningasjóð síldveiði- skipanna og til þess að styrkja fersksildarflutninga af fjarlæg- um miðum til Norðurlandshafna. Yfirnefndin kvað upp úrskurð sinn hinn 25 .júní. Skyldi verð- ið vera kr. 235.00 á málið, en kr. 10,00 á mál skyldi haldið eftir skv. heimildarlögunum frá 24. júní í því skyni, sem þar greinir, af þeirri síld, sem veidd- ist eftir 14. júni. Lægra verð, kr. 190.00 fyrir málið ,skyldi greitt fyrir síld, sem landað hafði verið fram til 14. júní, að þeim degi meðtöldum. Skv. bráðabirgðalögunum skyldi greiða af umræddu gjaldi styrk til flutninga á fersksíld af fjarlægum miðum til Norður- landshafna í tilrauna- og at- vinnubótaskyni og var þessi styrkur áætlaður fjórar millj. króna. Úrskurður yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins var kveðinn upp með atkvæðum oddamanns og fulltrúa hráefnis- kaupenda, en gegn atkvæðum fulltrúa sjómanna og útvegs- , manna. Landssamband ísl. útvegs- manna mótmælti hinn 25. júní úrskurði yfirnefndarinnar og bráðabirgðalögunum, sérstaklega því ákvæði, sem snerti greiðslu á flutningskostnaði fprsksíldar til Norðurlands af fjarlægum miðum. Aðfaranótt næsta dags hins 26. júní ákváðu skipstjórar síldveiði flotans að sigla skipunum í höfn í mótmælaskyni. Er það skemmst af að segja, að verkfall þetta leystist hinn 1. júlí fyrir atbeina ríkisstjórnar- innar, sem gaf út svohljóðandi yfirlýsingu að kveldi þess dags: „Ríkisstjórnin hefur m.a. með viðræðum við fulltrúa síldveiði- skipstjóra og Landssambands ísl .útvegsmanna, kannað, með hverjum hætti unnt verði að tryggja, að síldveiðar hefjist tafarlaust að nýju og lýsir af sinni hálfu yfir því, sem nú skal greina: 1) Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir, að síldarverksmiðjur á Áustur- og Norðurlandi greiði á tímabilinu frá og með 10. til 14. júní, sama síldarverð og ákveðið hefur verið fyrri tímabilið 15. júní til 30. september. 2) Þar sem náðst hefur sam- komulag um verð á síld til sölt- unar án þess að á jöfnunarverði þurfi að halda og í trausti þess að samkomulag náist um, að af kr. 235.00 verðinu, sem greiðist fyrir bræðslusíld í sumar, renni kr. 3,00 í flutningasjóð, sem starfræktur sé á sama hátt og var á sl. ári, en greiðslur úr sjóðnum séu kr. 15,00 á mál til veiðiskips, enda greiði verksmiðj an, sem síld er flutt til, einnig kr. 10,00 á mál, þá mun ríkis- stjórnin ekki nota ‘heimildina samkv. bráðabirgðalögum frá 24. júní 1965. 3) Ríkisstjórnin mun mæla með því, að áður en sumarsíld- veiðar hefjast 1966, verði upp tekin vigtun á síld, sem lögð er inn í síldarverksmiðjurnar. Ríkisstjórnin telur sig hafa ör- yggi fyrir að með framansogðu sé tryggt, að síldveiðar hefjist nú þegar.“ Ástæðurnar fyrir óánægju sjó- í bræðslu mál ................. Uppsaltaðar tunnur............. í frystingu, uppm, tunnur...... Útflutt, ísað, uppm. tunnur .... Flutt til Bolungarvíkur, mál .. Hér við bætast hausar og slóg, m. verið og verðið hækkaði bæði á lýsi og mjöli. Hefur það aldrei komið fyrir nema í þetta eina sinn, að allir þessir áætlunarlið- ir reyndust hagstæðir samtímis, en það leiddi til stórgróða hjá verksmiðjunum og þeim fáu að- ilum, sem lagt höfðu síldina inn til vinnslu hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins. Hagnaðinum hefur verið var- ið til nauðsynlegra endurbóta og stækkunar á verksmiðjunum og til að grynna á skuldum þeirra og kemur þannig öllum síldveiði flotanum að gagni í framtíðinni með betri afgreiðslu og hærra síldarverði, vegna minnkandi vaxtagreiðslna. Síldarverksmiðjurnar hafa orð ið við þeim tilmælum í sættar- gerð ríkisstjórnarinnar að taka upp vigtun á bræðslusíld norð- anlands og austan á komandi sumri. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem eru á því að ákveða bræðslu síldarverðið fyrr en í júnímán- uði, m.a. vegna síbreytilegs verð lags og óvissu um kaupgjalds- samninga, þá munu allir aðiljar sammála um að hraða verði verð ákvörðuninni í framtíðinni a.m. k. svo, að hún komi ekki fimm vikum seina en reglugerð mælir fyrir um, eins og raun varð á sl. sumar. Flutningasjóður Sl. sumar og i haust lögðu síld veiðiskipin kr. 3,00 af hverju máli bræðslusíldar í flutninga- sjóð síldveiðiskipanna. Gert var ráð fyrir því, að þegar fullar væru þrær hjá verksmiðjunum á Austurlandi og löndunarbið á Raufarhöfn, skyldi greiða kr. 15,00 á mál úr sjóðnum í flutn- ingastyrk til veiðiskipa, sem færu með síld af austurmiðum til hafna norðanlands, enda skyldu þær verksmiðjur, sem tækju við síldinni, greiða kr. 10,00 á málið að auki í flutn- ingastyrk. Þrátt fyrir hinn mikla afla i haust voru ekki þær löndunar- tafir hjá síldveiðiflotanum, að sjóðurinn tæki til starfa skv. þeim reglum, sem um hann höfðu verið settar. Voru tillög í sjóð- inn því endurgreidd að fullu í vertíðarlok. Heildarsíldveiðin Hér er ekki talin sild, sem landað var í Vestmannaeyjum eða í höfnum við Faxaflóa beint úr veiðiskipunum, þótt veidd væri fyrir Austfjörðum. Þegar tillit er tekið til þessa, er meðal- talsafli á nót hærri en talið er ’í yfirlitinu. 1965 1964 1963 3.821.125 2.713.544 1.268.856 403.961 362.905 463.236 57.892 51.289 32.859 22.263 21.385 66.017 60.011 83.251 4.371.258 3.209.134 1.848.202 manna má rekja til þess hve bræðslusíldarverðið var ákveðið seint, að verðið hefði verið ákveð ið of lágt, að verðið var í fyrsta skipti tvískipt, þ.e. lægra fyrir þá síld, sem fyrst veiddist, að verðið 1964 hefði verið ákveðið alltof lágt og hagnaður síldar- verksmiðjanna óeðlilega mikill. Gróði verksmiðjanna þá stafaði af því, að aflinn var miklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir og vinnslutími verksmiðjanna lengri, meira lýsi og mjöl fékkst úr hverju máli en áætlað hafði Meðalafli í nót, mál og tunn- ur. (Hausar og slóg frá söltun ekki meðtalið, sjá ennfremur at- hugasemd að ofan): 1965 1964 1963 20.501 12.959 7.809 Móttekin bræðslusíld hjá einstökum verksmiðjum árið 1965: Móttaka bræðslusíldar 'hjá ein stökum verksmiðjum, þar með talin síld veidd við Hrollaugs- eyjar, Hjaltland og Jan Mayen; mál: Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.