Morgunblaðið - 09.06.1966, Side 12
12
MORGUNBLADID
Fimmtudagur 9. júní 1966
iin Jónsson, Hofi á Höfða-
strönd — Minningarorð
1 DAG er til grafar borinn frá
Hofskirkju á Höi’óaströnd, Jón
Jónsson, bóndi, sem andaðist 30.
maí sl.
Jón á Hofi, eins og hann var
jafnan nefndur, var fæddur í
Valadal í Seyluhreppi í Skaga-
firði 29. apríl 1894.
Foreldrar hans voru merkis-
hjónin Sólveig Eggertsdóttir og
Jón Pétursson frá Álfgeirsvöll-
um. Bjuggu þau hjón fyrst í
Valadal, síðan að Nautabúi og
loks í Eyhildarkoti í Skagafirði.
Börn þeirra voru 12, fimm dætur
og sjö synir. Þessi systkini, sem
oft voru kennd við Nautabú í
Skagafirði, voru öll óvenju glæsi-
leg og vel gefin. Þrátt fyrir fá-
tækt foreldranna, komust börnin
öll upp til góðs þroska og meiri
mennta en þá var títt.
Jón á Hofi fór í Bændaskól-
ann á Hvanneyri og útskrifaðist
sem búfræðingur árið 1915.
> Næstu ár var hann í Reykjavík
við ýmis störf, m.a. á vegum
elzta bróður síns, Eggerts Jóns-
. sonar frá Nautabúi, sem snemma
hafði mörg járn í eldinum í bú-
skap og útgerð. Hann lauk námi
í Samvinnuskólanum 1919.
Árið 1921 gekk Jón að eiga
eftirlifandi konu sína, Sigurlínu
Björnsdóttur frá Brekku í Seylu-
hreppi í Skagafir'ði, og hófu þau
búskap að höfuðbólinu Hofi á
Höfðaströnd, sem Jón festi kaup
á sama vorið.
Jón stundaði búskapinn af
miklu kappi, enda karlmenni
mikið og þrekmaður. Bætti hann
jörðina mjög, bæði að ræktun g
húsakosti.
Ekki hafði Jón lengi búið á
Hofi, er honum voru falin ýmis
trúnaðarstörf í sveit sinni. Hann
var kosinn í hreppsnefnd 1931,
oddviti 1934 og sýslunefndar-
maður 1938. Hélt hann þessum
trúnaðarstörfum til dauðadags.
Formaður Kaupfélags Austur-
Skagfirðinga var hann um langt
skeið. Fulltrúi á áðalfundum
Stéttarsambands bænda frá stofn
un þess 1945 og fulltrúi Norð-
lendingafjórðungs í fulltrúaráði
Sambands íslenzkra sveitarfélaga
frá upphafi. Fulltrúi á Kirkju-
þingi frá 1957.
Öllum þeim trúnaðarstörfum,
sem Jón á Hofi voru falin, hélt
hann svo lengi, sem hann sjálíur
kaus. Sýnir það bezt það traust,
sem til hans var borið heima í
héraði.
Störf Jóns á Hofi að félags-
málum sveitar sinnar og sýslu
voru unnin af hugsjónaeldi ung-
mennafélagsskaparins, sem ent-
ist honum til hinztu stundar.
Hann sparaði hvorki tíma né
erfiði til að leysa þau af hendi
sem bezt og var alla tíð sam-
vizkusamur og kröfuharður við
sjálfan sig. Hann var mála-
fylgjumaður mikill og sótti mál
sitt af þunga og alvöru, og lét
ekki hlut sinn fyrir neinum. Eng-
inn mannlegur máttur gat fengið
hann til áð hvika frá því, sem
hann taldi rétt. Þetta fengu bæði
samherjar hans í stjórnmálum
og mótherjar að reyna.
Jón á Hofi var gáfaður maður,
sem treysti dómgreind sinni í
hverju máli, hreinskiptinn og
undirhyggjulaus og því farsæll
samningamaður, er því var að
skipta.
Jón á Hofi var merkur og dug-
andi bóndi. Hann var mikill af
störfum sínum í þágu sveitarfé-
lags síns, sýslu og annarra fé-
lagsmála. En mestur var hann
af því, að hann var óvenju góður
og heilsteyptur maður. Allt líf
hans einkenndist af trúmennsku
og skyldurækni við samferða-
menn sína og ættingja.
Mörgum þótti svipur Jóns á
Hofi alvöru|efinn og harður við
fyrstu sýn. Þeir, sem kynntust
honum, fundu þó fljótt að inni
fyrir bjó óvenju viðkvæm lund
og hlýtt hjartaþel, sem ekkert
aumt mátti sjá. Þeir, sem þekktu
hann bezt, mátu hann mest.
Mér er minnisstæð ástríki
hans og sysikina hans. Þar bar
aldrei skugga á. Það var gaman
að heyra þá bræður ræða um
hesta og hestamennsku, langt
I fram á nætur. Það var hjartans
mál þeirra allra, ekki sízt Jóns,
sem var mikill tamningamaður
og hestamaður á yngri árum.
Ég minnist hins ástúðlega sam-
bands Jóns við tengdamóður sína
alla tíð og alveg sérstaklega
elsku hans og umhyggju fyrir
öldruðum foreldrum sínum, sem
bjuggu í skjóli hans á Hofi síð-
ustu árin. Hver frjáls stund var
notuð til að hafa ofan af fyrir
þeim og gleðja þau. Hann var
sólargeislinn í lífi þeirra allt til
hinzta dags.
Þau Jón á Hofi og Sigurlína
eignuðust þrjú börn. Elzta dótt-
irin dó á fyrsta ári. Á lífi eru
tviburasystkinin, Sólveig og
Pálmi Jónsson, eigandi verzlun-
arinnar Hagkaup í Reykjavík.
Auk þess ólust upp á heimili
þeirra þrír drengir: Andrés
Björnsson, fyrrv. dagskrárstjóri
Ríkisútvarpsins, bróðir Sigur-
linu, bróðurson Jóns, Friðrik
Pétursson og son hans, Sigurð,
sem nú er bóndi á Hofi. Þá hafa
og barnabörnin oft dvalið á Hofi
langdvölum hjá afa og ömmu.
Fjórar kynslóðir hafa því um
langt skeið búið á Hofi í sátt og
samlyndi svo til fyrirmyndar
hefur verið. ■
Heimilið var því lengst af
mjög mannmargt. Við það bætt-
ist óvenju mikil gestakoma,
skyldra og óskyldra alla tíð. Á
sumrin varð heimafólkið ekki
ósjaldan að sofa í tjöldum eða í
hlö'ðu vegna næturgesta.
Allt var þetta mjög að skapi
Jóns á Hofi.
En störf húsmóðurinnar á
þessu mannmarga heimili hafa
vissulega verið æði umfangs-
mikil og erfið, ekki sízt þegar
einnig þurfti að annast lasburða
gamalt fólk árum saman. Er
hætt við að margri nútímakon-
unni hefði þótt nóg um. Þessi
störf leysti Sigurlína á Hofi af
hendi með einstakri prýði og því
jafnaðargeði sem aldrei hefur
haggazt. Hefur enginn maður
séð hana æðrast eða skipta skapi.
Hún var geðríkum bónda sínum
ómetanlegur og samhentur lífs-
förunautur, enda mat hann hana
áð verðleikum.
Nú, þegar Jón á Hofi er allur.
finnst mér að manngerð hinna
fornu dyggða, skapfestu, heiðar-
leika og samvizkusemi, hafi
kvatt. Gamall og góður tími er
á enda runninn og kemur aldrei
aftur.
Er ég nú kveð kæran tengda-
föður minn hinztu kveðju, eru
mér hugljúfar minningar liðinna
ára um heilsteyptan mann og
góðan dreng, efst í huga. Ég mun
jafnan minnast hans, er ég heyri
góðs manns getið.
Ásberg Sigurðsson.
t
ÉG veit ekki fyrri til en komin
er fyrir framan mig myndabókin
hans Ríkarðar og á blaðsíðu 91
stalraði ég við einn kjörgripinn
hans: Gullbrúðkaupsskjöldinn.
Og í eigendaskránni standa nöfn
Jóns Péturssonar og Sólveigar
Eggertsdóttur á Nautabúi. Lista-
verkið sýnir beinvaxinn og styrk
an stofn vaxinn tylft greina. Og
óðara er mér kippt svo sem tvo
áratugi aftur í tímann, í kvist-
herbergið hlýja á Hofi á Höfða-
strönd. Þar eru þau þá enn á lífi
þessi öldruðu heiðurshjón í skjóli
Jóns sonar síns og Sigurlínu
Björnsdóttur, konu hans. Og sem
við stöndum þarna í hljóðlátu
andrúmi gamallar minningar,
þykir okkur baðmurinn á veggn-
um hafa fellt greinarnar og það
mikils til of snemma. Og nú er
hann einnig farinn bændahöfðing
inn, Jón á Hofi.
Hann var fæddur í þann mund,
er þær lifna raddir vorsins og
birta þess og ylur gefur fyrir-
heit um tíð bjartra dægra. Sjálf-
ur var hann trúr sonur vorsins í
lifi sínu og starfi, sonur moldar
og gróðurs, er hann á starfs-
samri ævi lagði gjörva hönd að
hverju því máli, er hann vissi
horfa til þroska.
Á ungum aldri var hann kapp-
samur atorkumaður og ham-
hleypa til verka. Seinna meir
sneru örlögin svo snældu hans,
að hann mátti ekki ganga til
erfiðisvinnu á sama hátt og fyrr.
Trúnaðarstörfin, sem á hann
hlóðust, rækti hann þá af því-
likri kostgæfni sem bústörfin
fyrrum, en hann gegndi þeim
ærið mörgum fyrir sveit sína og
héraðið allt.
En umsvif dægranna fyrnast,
og fyrir hugskotssjónum stendur
meitluð mynd mikils persónu-
leika, hins góðviljaða drengskap-
armanns. Fastur var hann fyrir
og sagði ekki sitthvað eftir því,
sem byrinn blés. Einarður var
hann á málþingum og fylgdi
hlut s-ínum fram af kappi. Hlýr
var hann í viðmóti hvort sem
við hann stóð augliti til auglitis
fyrirmaður eða lítið barn. Sjálf-
ur var hann höfðingi og dreng-
skaparmaður í beztu merkingu
þeirra orða beggja.
Guð geymi ástvinunum dýr-
mæta minningu.
Bjarni Sigurðsson.
t
HÉRAÐSHÖFÐINGI er horfinn
sjónum okkar — góður drengur
dáinn. Þegar helfregn Jóns á
Hofi barst heim í sveitina hans,
setti alla hljóða, því að þó Jón
hefði verið fluttur sjúkur suður
til Reykjavíkur, þótti vinum
hans og sveitungum næsta orú-
legt að þessi trausti sveitar- og
héraðshöfðingi væri fallinn frá.
Jón var myndarlegur hvar sem
á hann var litið, skapfastur, lét
ekki hlut sinn en trúr og trygg-
ur þeim sem hann tók vináttu
við, viðkvæmur í lund, en frek-
ar dulur á tilfinningar sínar.
Hann var af kjarnafólki kom-
inn, fæddur 29. apríl 1894 að
Valadal í Seyluhreppi og hinni
alkunnu Valadalsætt, en for-
eldrar hans voru Jón Pétursson
bóndi þar og síðar á Nautabúi í
Lýtingstaðahreppi. Var Jón P#t-
ursson landskunnar sem hesta-
maður og skáld gott. Móðir Jóns
á Hofi var Sólveig Eggertsdóttir,
ein hin ágætasta kona sem ég
hefi kynnzt á minni ævi. Get ég
ekki hælt þeirri konu meir en
líkja henni við móður mína. Ég
geri ráð fyrir að Jón hafi erft
góða hæfileika frá foreldrum
sínum báðum. Á yngri árum var
hann viðurkenndur hestamaður
með ágætum. Hagyrðingur var
hann góður, þó lítið héldi hann
því á lofti, harðskarpur til vinnu
og fylginn sér, enda var hann á
þeim árum talinn einn efnileg-
asti upprennandi maður í hér-
aði sínu.
Hann var búfræðingur frá
Hvanneyri 1915 og í Samvinnu-
skólanum 1918—19, en 3ja júní
1921 hlotnaðist honum að eigin
sögn mesta gæfa lífs síns, er
hann giftist Sigurlinu Björns-
dóttur frá Brekku við Viðimýri,
glæsilegri og stórgáfaðri konu.
Og þá nýgift flytja þau að Hofi
á Höfðaströnd. Má segja að þá
hefjist lífsstarf Jóns er hann
gerist kirkjubóndi á gamla þing-
staðnum á Hofi. Ég heyrði föður
minn segja þá að hann teldi
sveitinni það stórlán að fá svo
gerðarleg ung hjón til starfa.
Hof var þá ekki stórbýli eða
höfuðból, en átti eftir að verða
það svo af bar vegna atorku Jóns
og Sigurlínu. Strax á fyrstu bú-
skaparárum Jóns fóru að hlað-
ast á hann ýms opinber störf.
Hann var kosinn í hreppsnefnd
1931 og var oddviti frá 1934 til
dauðadags, sýslunefndarmaður
frá 1938, formaður Búnaðarfé-
lags Hofshrepps frá 1926 og
heiðursfélagi þess 2 síðustu ár-
in, í stjórn Kaupfélags Austur-
Skagfirðinga og formaður frá
1957, fulltrúi á kirkjuþingi 1957,
í stjórn Búnaðarsambans Skag-
firðinga frá 1947 og formaður
þess frá 1961, fulltrúi á aðalfund
um Stéttarsambands bænda frá
stofnun 1945, fulltrúi Hofshrepps
á aðalfundum Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga frá upp-
hafi og jafnlengi í fulltrúaráði
þess frá Norðurlendingafjórð-
ungi og í Fasteignamatsnefnd
Skagafjarðar í mörg ár. Framan-
talin ábyrgðarstörf sýna að mað-
urinn var vel til opinberra
starfa fallinn, hafði tiltrú fólks-
ins og sýndi sig verðugan þess
trausts, sem tll hans var borið.
Við vorum ekki samherjar í póli-
tík, en það var þegjandi sam-
komulag okkar á milli að minn-
ast aldrei á þau mál og sajnstarf
okkar var með ágætum. Ég hefi
með éngum manni unnið eins
mikið utan míns heimilis. Var
einn Sjálfstæðismaður í hrepps-
nefnd um 30 ára skeið og aldrei
minnist ég að minnihlutinn hafi
þar verið beittur ofbeldi. Sama
má segja um 30 ára samstarf i
Búnaðarfélagi og yfirleitt óðr-
um málum, er við höfum unnið
að fyrir blessaða sveitina okkar
og hérað. í 45 ár höfum við ver-
ið nábýlingar og vitanlega alltaf
verið vinátta á milli heimilanna.
Gestrisnin alkunna á Hofi,
sem bæði hjónin voru sammála
um að sýna hverjum sem að
garði bar, hlýja trausta hand-
takið hans Jóns fáum við ekki
lengur að finna nema í minning-
um liðiíina samverustunda. Jón
var einstakur hirðu- og reglu-
maður. Ég sá hann oft ganga
utanhúss og taka til handar-
gagns allt sem til óþrifnaðar
mætti verða, enda hefir Hofs-
heimilinu verið viðbrugðið fyrir
þrifnað og myndarbrag utan
húss og innan. Sama reglusemi
og snyrtimennska virtist mér
einnig einkenna öll hans störf.
Sigurlína og Jón eignuðust 3
börn, en fyrsta barnið misstu
þau ungt. Tvíburarnir, Sólveig
gift Ásberg Sigurðssyni sýslu-
manni á Patreksfirði og Pálmi
lögfræðingur og stórkaupmaður
í Reykjavík, giftur Jónínu Gísla-
dóttur úr Reykjavík, eru verð-
ugur minnisvarði foreldra sinna
og æskuheimilisins að Hofi.
Einnig ólu þau upp Friðrik bróð-
urson Jóns og son hans Sigurð,
sem nú er að taka við búskap að
Hofi. Auk þess Andrés Björns-
son magister og fjölda marga
unglinga, sem voru þar lengri
eða skemmri tíma.
Við vinir, samstarfsmenn og
sveitungar Jóns á Hofi þökkum
af alhug heillarík störf hans.
Við viljum einnig færa konu
hans og börnum og öðrum ætt-
ingjum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning þessa góða
drengs.
Björn í Bæ.
Gangstéttahellur
MILLIVEGGJASTEINN (brunagjall)
Sendum heim.
Get útvegað menn til að laga lóðir og helluleggja.
Útvega einnig gjall í uppfyllingu.
HELLU- og STEINSTEYPA
Jóns Björnssonar — Hafnarfirði.
Sími 50-994. — (Geymið auglýsinguna).
EPCO
HJÓLATJÁKKAR
HEIIM-WERNER
RÉTTINGAT J AKKAR
fyrirliggjandi.
i, miTEiimi t tintti«,
Grjótagötu 7. — Sími 24250.
Síldarstúlkur
Viljum ráða nokkrar góðar síldarstúlkur á sðltunar
stöðvarnar Borgir á Seyðisfirði og Raufarhöfn.
Stúlkurnar eiga kost á að verða fluttar milli stað-
anna, ef þær óska.
Kauptrygging og ferðakostnaður greiddur.
Hafið samband við okkur strax í síma 2-38-97
(kl. 5—8).
Rorgir lif.
Jón Þ. Árnason, sími 3-27-99.