Morgunblaðið - 09.06.1966, Side 15
Fimmtudagur 9. júní 1966
MORGUNBLAÐID
15
að geta komið þessum málum
í framkvæmd?
— Eftir að ég fékk þetta til-
boð frá Rolls-Royce um þessa
hreyfla, sem eru ekki dýrari
en raun beri vitni, eygi ég nú
loks möguleika á að koma
þessu í framkvæmd. Kunningi
minn, vélvirki, segir mér, að
unnt sé að smíða grindina að
vélinni á viku til hálfum mán-
uði, þannig að fengi ég styrk
nú, gæti ég farið a’ð reyna
vélina eftir 2—3 mánuði. Ekki
mega menn halda að unnt sé
að fljúga af stað strax og vél-
in er smíðuð. Það verður að
reyna hana til hins ítrasta
áður, t.d. með því að binda
hana við jörðu.
— Hefurðu ekki smíðað
lítið líkan, sem hefur flogið?
— Jú, þegar ég var
hjá Sikorsky-verksmiðjunum
sýndi ég flugvélasérfræðing-
um þar líkan af vélinni. Ég
setti hana á skrifborð, sem
þar var og setti í gang. Vélin
hóf sig á loft og flaug út í
stofuna. f>að var þá, sem þeir
fóru að sýna þessari hugmynd
áhuga og bjóða í hana.
Einar sýnir okkur nú
möppu með umsögnum ým-
issa mætra manna. í einu
meðmælabréfinu, sem ritað er
af Gunnari D. Lárussyni, flug
vélaverkfræðingi, segir m.a.:
Islenzk flugvélauppfinning
Rætt við Einar Einarsson, sem fundið hef-
ur upp flugvél, sem hefur sig ióðrétt til flugs
skýrði fyrir okkur hug-
myndir sínar og áttum við
í því sambandi við hann
viðtal.
— Hvenær fórst þú að
brjóta heilann um þessi mál?
— í>að var um 1955. Ég fór
þá til Bandaríkjanna eftir að
ég hafði sýnt ýmsum flugvéla-
sérfræðingum á Keflavíkur-
flugvelli hugmyndir mínar.
Ég var þá að gera flugvél, sem
var allmiklu öðruvísi, en þessi
flugvél mín, sem ég er nú að
vinna að. Ég vann síðan hjá
Sikorsky Aircraft í Connecti-
cut í um eitt ár, en fór þaðan
til Republic Aviation Corpora-
tion í New York og vann þar
í um 4 ár. Þar starfa'ði ég að
teikningum og útreikningum á
þeirra eigin vélum, en ég sá
að langur tími myndi líða
þar til þeir hefðu tíma til að
fást við mínar hugmyndir,
svo að ég hætti og fór heim.
Þær flugvélar, sem þá voru í
smíðum voru t.d. F-105, sú,
sem mest er nú notuð í Víet-
nam.
— Buðu þessi félög aldrei í
hugmyndir þínar?
— Jú, Sikorsky fór að
bjóða mér, fyrst 100 dollara,
en þegar ég neitaði hækkuðu
þeir sig smám saman, unz
þeir voru komnir upp í 1800
dollara, þá hættu þeir, hafa
líklega haldið að ég vildi ekki
selja.
— Hefurðu fengið styrk til
þessara rannsókna?
— Já, ég fékk styrk hér um
árið til þess að smfða flug-
bílinn sem ég minntist á áðan.
Ég smíðaði hann, fékk í hann
tvo gamla hreyfla, sem voru
hvor um sig 250 hestöfl. Sá
vagn lyfti um 760 kg.
— En hvenær fékkstu hug-
myndina að þessari vél?
— Það eru nú ekki nema
nokkrir mánuðir síðan. Ég
hef sent teikningar af henni
til Englands, til Rolls-Royce-
verksmiðjanna og þeir segjast
geta útvegað tvo hreyfla, 100
hestafla hvorn, og segja þeir
að nægi til lóðrétts flugtaks,
þegar tveir menn séu í vél-
inni. Þessir hreyflar kosta
hvor um sig um 85 þúsund
krónur, svo að unnt myndi
verða að smíða vélina fyrir
um hálfa milljón króna. Það
er mér bráðnaúðsynlegt að
geta smíðað eina slíka vél, svo
að unnt sé að endurbæta hana,
því að þótt hugmyndin sé góð
er ekki þar með sagt, að ekki
sé unnt að endurbæta hana
og gallar hennar koma ekki í
ljós fyrr en í reynd.
— Hvernig er bygging þess-
?rar vélar frábrugðin venju-
legum flugvélum?
— Venjulegar flugvélar
byggja á því kerfi, að skrúf-
an kýr flugvélina áfram, sem
síðan svífur á loftmótstöðunni.
Þessi vél hins vegar myndar
með hreyflum sínum mikinn
loftstraum, sem fer aftur með
vélinni og kemur í stað
hraða hinna venjulegu véla.
Skrúfuspaðarnir eru mjög
stórir og ná yfir allan flöt
vængjanna, þannig að mjög
mikil orka nýtist. Aftast á vél-
inni er svo mótstaða, sem ger-
ir vélina stöðugri í loftinu
við flugtak og lendingu. Þá
mætti hugsa vélina þannig, að
unnt sé að taka af henni væng
ina og stélið. Er þá komin all-
myndarlegasta bifreið.
— Hvenær hefur þú von um
„Ég hef fyigzt með teikn-
ingum, sem Einar Einarsson
hefur gert að undanförnu, og
mér finnst þær mjög skemmti
legar og frumlegar. Einar hef-
ur með þessu sýnt hæfileika
til að nota þekkingu sína á .
flugvélasmíði á þann hátt. að
ég er viss um, að nokkúð af
hugmyndum hans myndi
hat’a framtið fyrir sér eftir að
þær hafa verið reyndar“.
Annar verkfræðingur, Sig-
urður Magnússon, vélaverk-
fræðingur, segir m.a.:
Framhald á bls. 18
EINAR Einarsson heitir
ungur vélstjóri, sem vakið
hefur á sér athygli fyrir
skemmtilegar hugmyndir
um flugvél, sem hefur þá
eiginleika að geta hafið
sig lóðrétt til flugs. Hefur
hann dvalizt í Bandaríkj-
unum um fimm ára skeið
og kynnt sér ýmislegt í
sambandi við flugtækni og
flugvélagerð. Við hittum
Einar nú fyrir skömmu
og sýndi hann okkur teikn-
ingar af vél sinni og út-
r
Likan, sem Einar gerði fyrir nokkrum mánuðum, og sýnir útlit vélarinnar.
Á þessum myndum sýnir Ein-
ar, hvernig unnt er að útbúa
flugvélina sem flugbíl. Unnt
væri að koma því svo fyrir að
taka mætti vængi og stél a1 og
er þá kominn allmyndarleg bif-
reið. Þá kemur hann með þá
skemmtilegu hugmynd, að ef til
vill gæti eitthvert fyrirtæki átt
stél og vængi og leigt út, þannig
að menn þyrftu ekki að eig'a
nema bifreiðina sjálfa.
Á efri myndinni sýnir hann
einnig hvernig kraftarnir verka,
og stöðu vélarinnar við flugtak.
R er lokakraftur, a er togkraftur
skrúfanna, b er kraftur undir
væng og e er togkraftur vélar-
innar sjálfrar.
Þetta er vélin, sem Rolls-Royce telur, að þurfi ekki flugvöll. Hér sést vélin frá öllum hliðum. Xakið eftir hve skrúfur hreyfl-
anna na yfir mikinn hluta vænghafsins (mynd séð beint framan á vélina efst til hægri). Á myndinni í hægra horni að neð-
an ma glogglega sja loftstrauminn. hvernig hann leikur um skrokk vélarinnar. Myndin séð ofan á flugvélina sýnir, hve væng-
hafið er stutt, en flötur vængsins hins vegar stór. Loftmótstaðan aftan í flugvélinni er einungis nötuð við flugtak og lendingú
eða þegar vélin stendur kyrr í loftinu. Hún dregst inn í vélina, þegar hún er á flugi.