Morgunblaðið - 16.06.1966, Page 3
Fimmtudagur 16. júní 196W
MORGU NBLAÐIÐ
3
EINS OG skýrt var frá í Mbl.
í gær hefur Flugbjörgunar-
sveitin nú stofnað fallhlífar-
sveit innan ramma síns, sem
verður þjálfuð sérstaklega
með tilliti til að geta varpað
sér niður til hjálpar nauð-
Sveitarmenn fylgjast með undirbúningi undir stökk Sigurðar Þorsteinssonarð sem er lengst
til vinstri á myndinni. — Eals stendur við hliðina á honum.
„Það var eins og að hvíla
á dúnmjúkum kodda"
Sagði Agnar K. Hansen, flugmálastjóri
stöddum við erfiðustu skil-
yrði. Hefur sveitin verið í
undirbúr.ingsþjálfun suður á
Keflavíkurflugvelli í vetur,
en sjálfar stökkæfingarnar
hófust sem fyrr segir í fyrra-
dag, er flugmálastjóri stökk
fyrstur íslendinga í fallhlíf á
íslandi. Er það álit manna, að
með stofnun þessarar sveitar
séu mörkuð tímamót í sögu
björgunar- og öryggismála a
Islandi.
Blaðamaður Mbl. var við-
staddur fyrstu stökkæfingu
sveitarinnar uppi á Sand-
skeiði og fylgdist með því
sem þar fór fram.
þegar hafizt handa um að fá
kennara til að þjálfa okkur
og að útvega nauðsynlegan út
búnað, sem er nokkuð dýr.
í hverju er undirbúnings-
þjálfunin fólgin?
„Fyrst og fremst þarf að
kynna sér allan útbúnaðinn
mjög vandlega. Þá er líkams-
þjálfun og undirbúningur fyr
ir lendinguna. Lendinguna
æfðum við á þriggja og sex
feta háum pölium. Mikilvæg-
asta atriðið í því sambandi er
koma niður á fæturnar og
láta sig síðan falla og skipta
fallinu á 5—6 staði á líkam-
anum.
Eruð þið ekki ánægðir með
L
Elíeser Jónsson flugmaður, Agnar og Eals að loknu vel-
heppnuðu stökki.
Er við komum á staðinn var
þar fyrir nokkur hópur
manna, og voru fallhlífar-
mennirnir auðþekktir á fal-
legum, rauðum búningum,
sem þeir klæddust. Stóðu þeir
í hóp kringum kennarann,
Stuart Eals frá Keflavíkur-
flugvelli og fylgdust af at-
hygli með útskýringum og
siðustu fyrirmælum. Stundin
var runmn upp og nú var að
duga eða drepast. Er við
spurðum þá hvernig þeim
liði, svöruðu þeir allir sem
einn að þeir væru fullir til-
hlökkunar og fyndu ekki fyr
ir neinum seiðingi í magan-
uin.
Við snerum okkur að for-
manni ílugbjörgunarsveitar-
innar, Sigurði Þorsteinssyni
og báðum hann að skýra frá
tildrögunum að stofnun þess
arar sveitar.
„Það hefur oft verið til um
ræðu hjá okkur að stofna með
okkur fallhlífarsveit sem yrði
sérlega þjálfuð til björgunar-
siarla við erfið skilyrði. Á
síðasta aðalfundi Flugbjörg-
unarsveitarinnar bar Agnar
Kofoed Hansen fram tillögu
um aö undinn yrði bráður
bugur að því að stofna fall-
hlífarsveit á íslandi Var þá
sögu hennar svo og sögu björg
unarmála, ef okkur tekst að
koma upp góðri sveit, sem get
ur lent hvar sem er“.
„Þarf ekki mikia æfingu til
að ná góðri þjálfun?
„Jú, mjög mikla. Við mun-
um æfa af fremsta megni í
sumar, helzt 2—3 sinnum í
viku eftir því sem veður og
aðrar ástæður leyfa“.
Rétt í þessu hóf flugvélin,
með Agnar og Eals innan-
borðs, sig á loft og hækkaði
■
Agnar Kofocd Hansen, flug-
málastjóri varpar sér fyrstur
út úr flugvélinni í 3000 feta
hæð. Sveinn Þormóðsson tók
myndina með 400 mm að-
dráttarlinsu.
þennan áfanga í starfsemi
Flugbjörgunarsveitarinnar?
„Vissulega. Það má segja
að þetta séu merk tímamót í
Eiríkur Krist.insson aðgætir
að allur búnaður sé í lagi áð-
ur en farið er af stað.
Sagt írá fall-
hlifarmönnunum
á Sandskeiði
flugið óðum upp í 3000 fet,
en það er sú hæð sem þeir
munu stökkva úr til að byrja
með. Vörpuðu þeir félagar
fyrst út strimli, til að kanna
vindhraðann. Strax og hann
lenti flaug vélin yfir mark,
sem breitt hafði verið á Sand
skeiðið og klukkan 20.32
varpaði Agnar sér út úr vél-
inni og 5 sekúndum síðar opn
aðist fallhlífin. Nokkur vind
ur var, sem bar Agnar frá
marrínu fyrst í stað, en síð-
an náði hann stjórn á fall-
hlífinni og gat sveigt í áttina
að því. Lenti hann rétt innan
við Sandskeiðsgirðinguna
tveim mínútum eftir að hann
stökk út úr vélinni. Félagar
hans hlupu til hans og hann
tók brosandi á móti hamingju
óskum þeirra. Þeir þurftu að
vonum að spvrja ótal spurn-
inga. „Hverr.ig var tilfinning-
in þegar þú stökkst út?“ „Var
rykkurinn mikill þegar fall-
hlífin opnaðist?" „Hvernig
fannst þér að koma niður?“
Leysti hann greiðlega úr
þeim öllum. Er hann hafði
losað sig við fallhlífina náðum
við tali af honum og spurð-
um sömu spurninga.
„Tilfinningin áður en fall-
hlífin opnaðist er stórkostleg.
Það er eins og maður hvíli á
dúnmjúkum kodda. Þegar
svo fallhlífin opnast tekur við
þægileg öryggistilfinning, sem
helzt allan tímann meðan mað
ur svífur. Lendingin var
mjúk, og ég velti mér yfir
eins og reglurnar segja fyrir
um. Það er eitt mikilvægt at
riði, sem verður að hafa hug
fast í lendingu. og það er að
lita alls ekki til jarðar, held
ur líta beint fram fyrir sig
svo að viðbrögð líkamans
verði rétt“.
í þessu kom Eals hlaup-
andi, en hann stökk út rétt á
eftir Agnari, og óskaði honum
til hamingju, en benti jafn-
framt á markið, sem var í um
300 metra fjarlægð og sagði
hlæjandi: „Markið er þarna".
Agnar hló og svaraði: „Ég
hitti þó alltaf Sandskeiðið".
Eals sjálfur hafði lent 5 metra
frá markinu. Agnar viður-
kenndi fyrir honum eina yfir-
sjón. Hann hafði gleymt að
telja upp í fimm áður en fall
hlífin opnaðist, því að opnist
hún ekki þá. á að kippa í
neyðarfallhlífina.
„Sigurður Þorsteinsson
sagði okkur að þú hefðir ver-
ið aðalhvatamaðurinn að stofn
un þessarar sveitar?“
„Já, það má segja að ég
hafi beitt mér fyrir stofnun
hennar. Við þurfum á vel
þjálfuðum mönnum að halda,
sem geta varpað sér niður í
fallhlíf í öræfum, og jöklum
eða við aðrar álika erfiðar
aðstæður til hjálpar nauð-
stöddum. Flugbjörgunarsveit-
in hefur lagt fram mikið og
merkilegt starf i íslenzkum
björgunarmálum, og nú er
enn brotið blað í sögu hennar,
sem Við bindum miklar vonir
við“.
Auk Agnars stukku fimm
aðrir sitt jómfrúarstökk. —
Voru það þeir Sigurður Þor-
steinsson, Gunnar Jóhanns-
son, Eiríkur Kristinsson, Guð-
mundur Magnússon cg Gunn
ar Gunnarsson. Flugmaður
var Elíeser Jónsson. Keykvík-
ingar og aðrsr eiga areiðan-
lega eftir að fylgjast af áhuga
með æfingum þessara dug-
miklu manna á góðviðris-
kvöldum uppi á Sandskeiði.
— ihj.
Verndum 17. júní
gegn ósómanum
Því mið'ur hefur það viljað
brenna við hin siðari ár að nokk-
uð hefur verið um ölvun hinn
17. júni, einkum er líða tók að
kvöldi, og hefur þetta framferði
valdið ýmis konar leiðindum.
Áður var það svo að naumast
kom fyrir ,að ölvaður maður
sæist hinn 17. júní. Slikt var
með öllu talið ósæmandi — og
er auðvitað enn. Hvað sem öllum
drykkjusiðum líður þá verða
menn að hlífa þjóðhátiðardegin-
um við þeim ósóma, að ölvun sé
á almannafæri. Þetta þarf hver
og einn að hugleiða og varast
að láta sfíkt henda sig, en ef á
ölvun ber, er rétt að sýna þeim,
sem um það gerast sekir, verð-
skuldaða lítilsvirðingu, og aettu
borgararnir að aðstoða lögreglu
við að fjarlægja þegar í stað
hvern þann, sem sýnir þjóð-
hátiðardeginum óvirðingu.
Gamli tónninn
Ljóst er að gömlu klikurnar I
kommúnistaflokknum, sem eins-
kis virða þjóðarhag, láta nú mjög
til sin taka í verkalýðsmálum, og
ber kommúnistamálgagnið þess
glöggt vitni. Þannig segir t.d. í
ritstjórnargrein í gær:
„Verkamenn vita það fullvel
af reynslu ,að þeir eiga i höggi
við tvihöfðaðan afturhaldsþurs
um kjaramál sín, steinrunnið
afturhald hins svokallaða Vinnu-
veitendasambands íslands og
rikisstjórn, bar sem ihaldið ræð-
ur öllu sem máli skiptir og beitir
rikisvaldinu gegn verkalýðshreyf
ingunni og sanngjörnum kröfum
hennar“.
Og síðan segir:
„Vandséð er hvort meira má
sín hjá Vinnuveitendasamband-
inu og ríkisstjórninni ofstækið
gegn kjarabótum verkamanna
eða skynsemdarlaus frekja í fram
komu gegn verkalýðshreyfing-
unni. Kjarasamningar eru lausir,
og svo virðist sem nátttröllin í
Vinnuveitendasambandinu kjósi
það helzt, að þeir verði það nm
ótiltekinn tíma“.
Á ofstækið að ráða
Þarna kveður sem sagt við
gamli tónninn, stóryrðin og hót
anirnar, og er engu likara en að
orðrétt sé tekið upp úr gömlu
ræðunni hans Einar Olgeirsson-
ar. Þessi tónn ber þess ljót vitni,
að kommúnistar vilia umfram
allt koma í veg fyrir að gerðir
verði heilbrigðir kaupgjaldssamn
ingar. Þeir stefna vísvitandi að
því að hindra slika samninga-
gerð, enda helzta kappsmál
þeirra að koma í veg fyrir, að
verðbólguþróun verði stöðvuð
og atvinnuöryggi ríki. Þeir hafa
frá fyrstu tíð talið að það ætti að
vera meginhlutverk verkalýðs-
hreyfingarinnar að berjast póli-
tískri baráttu, kaupgjaldsbarátt-
an væri aukaatriði. Þess vegna
hafa gömlu kommúnistaklikurn-
ar barizt gegn heilbrigðum samn
ingum, og nú þykjast þær hafa
nægilega sterka aðstöðu til þess
að ráða förinni, og bess vegna
eru settar fram kröfur, sem
fyrirfram er vitað að ógjöming-
ur er að ganga að og fyrsta tæki
færi átti að nota til að lýsa því
yfir, að upp úr samningaivðræð-
um sé slitnað, þótt vinnuveit-
endur hafi ekkert tilefni gefið
til slíkrar afstöðu, heldur lýsa
því þvert á móti yfir, að þeir
séu reiðubúnir til áframhaldandi
samningaviðræðna.