Morgunblaðið - 26.07.1966, Side 14

Morgunblaðið - 26.07.1966, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. júlí 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. YFIRÞ YRMANDI LYGI Grein Freysteins Þorbergs sonar, skákmeistara um heim sókn Valerys Tarsis og stjórnarhætti í Sovétríkjun- um hefur að vonum vakið mikla athygli. Hér kemur enn frarn á sjónarsviðið ís- lendingur, sem af eigin reynslu hefur kynnst lífinu í Sovétríkjunum og gerir nú upp sín mál við þau. Eins og menn muna gerðu komm- únistar og fylgifiskar þeirra ítrekaðar tilraunir til þess að varpa rýrð á Valery Tars is og frásagnir hans af lifnað- arháttum og stjórnarfari í Sovétríkjunum. En Frey- steinn Þorbergsson segir í grein sinni: „Lýsing Tarsis á sovézk- um stjórnarháttum og heims feommúnismanum er sú bezta og sannasta, sem ég hef lengi heyrt. Og tvímælalaust sú nákvæmnasta, sem ég hef fengið hér heima á íslandi. Til þess að finna samjöfnuð verð ég að fara aftur til dval- ar minnar í Rússlandi til sam tala við þá fáu menn og kon- ur, sem þorðu að tala við mig af einlægni. Þetta merkir þó ekki, að örugglega sé allt hárrétt, sem Tarsis hefur sagt hér, raunar er mér ekki feunnugt um, að neitt af því hafi verið hrakið með rök- um, en öllum getur skjátlast nofekuð um smáatriði og í nákvæmni, sérstaklega þegar menn verða að notast við tungumál, sem þeir hafa ekki fullt vald yfir.“ Síðan heldur Freysteinn Þorbergsson áfram og lýsir frá eigin brjósti lífinu í Sov- étríkjunum og segir: „Lygin í Sovétríkjunum er hinsvegar svo yfirþyrmandi, að það er ókunnugum manni nær ógerlegt að gera sér slíkt í hugarlund. Lygin er hefð- bundin, fastmótuð af herj- um hugmyndafræðinga og flýtur yfir almenning í út- varpi 18 stundir á sólarhring, sem sálardrepandi holskefla. Þungar dagblöð og tímarit og flokksbundnir meðlimir kommúnistaflokksins og millj ónir annarra skyldaðir til að lesa sum blöð, eins og til dæmis blað það sem ber hið bráðfyndna nafn Pravda- sannleikur. Sem námsmaður varð ég að læra greinar úr því blaði efnislega og læra og ræða þær við kennarann, til þess að hann gæti fylgst með andlegu ástandi mínu fyrir yfirboðara sína. Sjálfur varð kennarínn að læra sömu greinar til að geta lagt út frá þeim á flokksfundum, svo flokkurinn gæti fylgst með „félagslegri heilbrigði“ hans“. Og enn segir Freysteinn Þorbergsson: „Það er sízt að undra, þótt hinn venjulegi rússneski al- múgamaður sé ofdrykkjumað ur. Stjórningerirhonumhvers dagslífið óbærilegt eða öllu heldur umhverfið sem stjóm ast aftur af margra ára ó- stjórn dauðs bókstafs, alda- kúgun þar áður og ýmsum áföllum í gerfi styrjalda og óhappa. Jafnvel þótt góð stjórn settist að völdum í dag, tæki það mörg ár að koma öllu í gott horf“. Sérstaka athygh munu vekja ummæli Freysteins um aðstöðu vestrænna stúdenta í Sovétríkjimum, en um það segir hann: „Naumast þarf að geta þess, að sjálfur var ég ekki látinn líða skort í Rússlandi. Fékk ég þar þá fyrirgreiðslu, sem gestrisni og rúblur veita. Kann ég þakkir fyrir, en tel mig nú hafa greitt þá skuld Vestrænir stúdentar í Rúss- landi hafa þar svipaða að- stöðu og rómverskir borgarar höfðu í hemumdum löndum til foma — forgang um frelsi og lífsþægindi á ýmsum sviðum. Hefur sérstaða þessi þaggað niður hugsaða gagn- rýni fjölda lítt þroskaðra unglinga frá ýmsum löndum. í mínu tilfelli var misræmið hinsvegar til að auka athygli á eymd og volæði hins þræl- bimdna borgara“. Þetta em orð íslenzk náms manns, sem dvalið h-efur lang dvölum í Sovétríkjunum og haft hefur náin kynni af líf- inu þar í landi. Hann hefur nú skipað sér í þann vax- an-di hóp, sem gert hefur upp sakir við Sovétríkin, og vitn- isburður hans hlýtur að vega þungt þegar rætt er um stjórnarhætti kommúnista hvar sem er í heiminum. „ÞETTA ER STYRJÖLD HEIMSKOMMÚN- ISMANS " Þótt ummæli Freysteins Þorbergssonar um stjórnar- far kommúnismans í Sovét- ríkjunum séu eftirtektar- verðar mun þó vekja mesta athygli í grein hans stuttur kafli, sem fjallar um styrj"- öldina í Vietnam. Þar segir Freysteinn: „Bandaríki Norður-Ame- ríku em að berjast fyrir frelsi okkar í Vietnam hvem ig sem ofekur líka þær bar- dagaaðferðir. Raunar em að- gerðir þeirra svertar í frétt- um hér, ef miðað er við frá- sagnir af fjendum þeirra, árásaröflunum úr norðri, sem Á fimmtudag sl. lentu þeir farkosti sínum Gem- ini 10 á Atlantshafinu geim fararnir John Young og Michael Collins, ellefu kíló metmm frá þyrlumóðu- skipinu „Guadacanal“ sem svo kom að sækja þá, og 870 fem. austur af Kenn- edyhöfða. Þá hafði ferð þeirra með Gemini 10 stað ið í 70 klukkustundir og 47 mínútur. Þessi geimferð Gemini 19 er hin fjórtánda í röðinni af geimferðum Bandarikja- manna og þeirra bezt heppn- uð, ef miðað er við afrek þau sem unnin voru í ferð- inni. Sjálfir voru -geimfararn- ir sallarólegir ferðina á enda og komst hjartsláttur þeirra aidrei upp fyrir 80 slög á mínútu og þótti sumum eft- irlitsmönnum á jörðu niðri nóg um. Þeir létu mjög vel af sér hið efra og er þeim barst fyrirskipunin um að koma nú niður sagði Young og andvarpaði „Æ, mig iang- ar ekkert niður. Það er svo gaman hérna uppi. Ég heimta þá að fá að vera lengur næst“. Frá Kennedy-höfða barst hon um þurrlegt svar: „Þú verð- ur þá að nesta þig betur góðurinn". Gemini 10 svífur til jarðar í skrautlegri hlif sinni. Velheppnuð ferð Gemini 10 merkur áfangi í kapphlaupinu til tunglsins Froskmaður festir flotholt við geimfarið þar sem það veikist á sjónum. Annað urðu þeir þó enn frægari fyrir geimfararnir Young og Collins en óhagg- anlegt rólyndið og það var stakur hæfileiki þeirra til þess að losa sig við eitt og annað sem til trafala var í hinum þrönga klefa Gemini 10. Þeir kvörtuðu sáran und- an „bölvuðu rótinu“ og sögðu að vistarverur þeirra minntu á ekkert meir en slöngubúr- ið í dýragarðinu-m. Meðal annars sem þeir losuðu sig við og reyndar ekki allt vilj- andi, var dýrmæt myndavél, sem nú hringsólar umhverfis jörðu á braut sinni, litmynda filma sem slæddist út meðan Collins hafði opnar klefadyrn ar og einhvers staðar er líka tækið sem þeir náðu frá ann- arri Agenaeldflauginni, að ó- gley-mdri ruslafötu með hinu og þessu sem þeir höfðu haft meðferðis á uppleiðinni, en fannst þeir ekkert hafa við að gera lengur. Myndavélarmissirinn var aftur á móti mjög tilfinnan- legur, því fyrir bragðið eru Framhald á bls. 25 þegar var farið að þjálfa fyr- ir átta árum er ég dvaldist í Rússlandi. Kennari minn einn í Moskvu, sem ég gæti nafngreint, talaði með til- hlökkun þegar árið 1958 um þá komandi daga, þegar kommúnistar yrðu reiðu- búnar að rjúfa Genfarsam- þykktina endanlega og leggja undir sig gjörvallt Suður- Vietna-m, þegar þeir hefðu nógu 1-engi stundað neðan- jarðarstarfsemi sína í skjóli sáttmála, sem gagnaðilinn hélt í heiðri að mestu eða öllu leyti. Kvað hann fjölda íbúa Norður Vietnam senda á laun inn í Suður Vietnam þar sem þeir stjómuðu greftri á geysi víðtæku neti neðan- jarðarganga og gerð skógar- fylgsna, sem verða myndu illvinnandi ví-gi og skjól skæruhermanna síðar. Síð- an yrði hafizt handa um hernaðaraðgerðir, þegar und irbúningurinn væri orðinn nógu mikill til að tryggja sigur. Tíminn leið og innrás- in kom með aðstoð innfæddra skæruliða, sem heimskomm- únisminn hafði þjálfað. Stjórn Suður Vietnam fékk aðstoð Bandaríkjamanna og annarra friðelskandi þjóða. Eftirleikurinn er flestum kunnur af ólj ósum fregnum, gömul og velútbúin sfeot- hreiður innrásaraflanna voru illvinnandi og miklu fleiri en Bandaríkjamenn óraði fyrir í upphafi. En með þraut segju hefur Johnson forseta orðið mikið ágengt við vörn Suðaustur Asíu gegn ógnar- öflunum úr norðri og mest á óbeinan hátt. Hugleiðið til dæmis friðun Malasíu ®g hreinsun Indónesíu, sem Bandaríkin eiga ekki beinan þátt í, en þeir atburðir ger- ast vafalaust að nokkru sö-k- um einbeittra varna Banda- ríkjamanna í þessu-m heims- hluta. Ekki ætla ég að verja aðgerðir Bandaríkja-manna í Vietnam í einstökum atrið- um. Ætíð má deila um hvaða gagnráðstafanir eru heppileg astar hverju sinni þegar ein- hver verður fyrir árás. Styrj aldir eru ætíð hræðilegar og verða jafnt saklausum sem sekum til ógæfu, en þetta er styrjöld heimskommúnis- mans fyrst og fremst, sem hann hafði undirbúið í ára- tug á sviksamlegan og djöf- ullegan máta. Breytr þar engu um, þótt þátttakendur í Viet Cong séu margir raun- verulega frá Suður Vietnam, og hafi jafnvel í svo góðum dagblöðum, sem Tímanum, hlotið hið fagra nafn — þjóð frelsisfylking“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.