Morgunblaðið - 26.07.1966, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.07.1966, Qupperneq 15
ÞriðjuðagtJf 5®. júlí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 Prófessor Ölafur Bjórnsson: Það er aðeins um tvær leiðir að velja í efnahagsmálum 1 snjöllu ávarpi, sem forsætis- ráðherra, dr. Bjarni Benedikts- son, flutti í Varðarferðinni 3. þ.m. komst hann m.a. að orði: „Að ári liðnu eigum við að kjósa um það, hvort valfrelsið eigi að vera borgaranna sjálfra eða einhverra yfirvalda. Þær fjölmörgu konur, sem hér eru geta ráðið því með atkvæði sínu íhvort þær fá að velja sér sínar eigin vörur eða hvort einhverjir menn á stjórnarskrifstofum eigi «ð skammta þeim að sinni vild“. í leiðara í Tímanum, sem helg •ður var ávarpi forsætisráðherr- ans, voru ofangreind ummæli hans afgreidd með því einu að segja að þetta væru gamlar „lummur“. Auðvitað er slíkt ekki nein málefnaleg gagnrýni á ummælum forsætisráðherra, heldur Ihitt, að vikist er undan því með almennum vigorðum að ræða málefnin. En eins og kunnugt er, hefur í efnahags- málum hér á landi, einkum ver- ið um það deilt, allt frá því að hin ströngu innflutningshöft voru innleidd á kreppuárunum fyrir stríð, hvort þessum mál- um skyldi stjórnað með hafta- og skömmtunarkerfi, eða hvort stefna bæri að því að ná því jafnvægi í þessum málum, að borgararnir gætu ráðstafað afla fé sínu eftir eigin valdi og geð- þótta. í>að er þetta tvennt, sem um hefur verið að velja, þó að þeir tímar hafi vissulega komið, að frjálsræði í þessum efnum hef- ur verið talið eiga svo langt í land, að meira hafi verið deilt um framkvæmd haftanna en hitt, hvort hægt væri að af- nema þau. Þannig var það t.d. á verstu kreppuárunum og ár- unum 1947 til 1949. Hvað sem öðru líður, er það vissulega tímabært, ekki sízt með tilliti til þeirrar stjórmála- baráttu, er fyrir dyrum stendur á næsta ári að gera sér grein fyrir því, hvort einhver ný viðhorf hafi í þess- um efnum skapazt, er geri það megin sjónarmið úrelt, er fram kmur í ofangreindum ummæl- um forsætisráðherra, svo sem Tíminn gefur í skyn, eða hvort baráttan hlýtur eins og að und- anförnu að verða háð um það, hvora hina áðurnefndu leiða skuli fara. fslenzk stjórnmálabarátta og „ismar“ 19. aldarinnar. Þó að ég sé þeirrar skoðunar, svo sem ég mun færa nánari rök fyrir hér á eftir, að það séu aðeins þær tvær leiðir, sem nefnd ar hafa verið sem raunihæfar megi teljast til úrlausnar þeim efnahagsmálum, sem efst eru á baugi hér á landi í dag, þá má ekki skilja það svo, að ég haldi því fram, að í rauninni séu ekki til nema tvær stefnur í efnahagsmálum. Slíkt væri auð- vitað fjarstæða. Nærtæk sönnun þess að svo er ekki, eru hinir mörgu „ismar“ í efnahagsmálum og þjóðfélagsmálum, sem flest- ir mótuðust á sl. öld. Flestir kannast við anarkisma, liberalisma, sósíalisma og komm únisma, svo þekktustu dæmin séu nefnd. Á okkar öld bættust svo við fasismi og nazismi, sem *ð mínu áliti eru raunar aðeins afbrigði af sósíalismanum þótt ekki verði því gerð hér nánari skil. Eins og annars staðar á Vesturlöndum hafa þeir þessara „isrra“ sem mestri útbreiðslu hafa náð, haft meiri og minni bæði bein og óbein áhrif á hin- ar yfirlýstu stefnu allra starf- andi stjórnmálaflokka hérlend- is. En stefnuskrárnar eru að jafn aði ekki endurskoðaðar nema við einstaka hátíðleg tækifæri með áratuga millibili, og síðan hafð- ar í gleymskukistunni á ný til að dúsa þar a.m.k. næsta áratug og oftast lengur. Það ber sízt að lasta, að rosknir stjórnmála- menn haldi fyrirlestra á stjórn- málanámskeiðum fyrir unga menn um hina mikilvægustu „isma“ efnahags- og þjóðmál- anna og höfunda þeirra svo sem Marx, Engels samvinnufrömuð- urinn Robert Owen og jafnvel Hitler. Það getur haft sitt gildi bæði fyrir þá og áheyrendur þeirra að lyfta sér stöku sinnum í anda upp úr dægurmálaþras- inu og sögulegur fróðleikur hef- ur líka sitt gildi. En ég er þó hræddur um það, að mest af þessum boðskap fari að jafn- aði inn um annað eyrað og út um hitt hjá hinum ungu mönn- um, vegna þess að þeir finna að kenningar þessar tilheyra for tíðinni og eru án lífrænna tengsla við það þjóðfélag sem þeir lifa í. Það sem raunhæfa þýðingu hefur fyrir lausn þeirra vandamála sem við er áð etja í dag, eru þær leiðir eða þau úr- ræði sem miðað við ríkjandi viðhorf og aðstæður eru líkleg- ust eru til að leiða til árangurs til framkvæmdar þeirrar stefr u, er ríkisstjórn og þingmeirihluti telur í samræmi við vilja og óskir umbjóðenda sinna. Auð- vitað ber þó að gera sér sem bezta grein fyrir þeim breyting- um aðstæðna, sem sífellt eiga sér stað. Úrræði, sem e.t.v. voru þau beztu í gær, eiga ekki við í dag, vegna breyttra viðhorfa. Þegar velja skal milli úrræða, sem fyi-ir hendi eru, þá koma gamlar kokkabækur sjaldnast að gagni heldur raunhæft mat á því, hvort ný viðhorf hafi mynd ast og að hve miklu leyti þau krefjast þess, að nýjum tækjum sé beitt. 1 sambandi við hugsan- leg úrræði til lausnar efnahags- vandamálum okkar íslendinga í dag, er spurningin að mínu áliti einmitt sú, hvort einhver ný tæki hafi komið til sögunn- ar, einhver „þriðja" eða „fjórða" leið fyrir utan þær leiðir, sem áð ur hafa verið farnar og allir þekkja sem gefin tilefni til end- urskoðunar frá grunni á því sem áður hefur verið rætt og ritað um þetta málefni. Hver er „hin leiðin?“ Það bar við að mig minnir fyrir sl. jól, að allt í einu var farið að boða í Tímanum að því er mönnum skildist, alveg splunkuný úrræði í efnahagsmál um, er skýrð voru „hin leiðin“. Reið þar á vaðið enginn ómerk- ari en sjálfur formaður Fram- sóknarflokksins, Eysteinn Jóns- son. Nokkuð þótti þó greinar- gerð hans og annarra fyrir því í hverju hin nýju úrræði voru fólgin, óljós í upphafi, og varð það til þess, að sumir, e.t.v. mið- ur góðgjarnir, efasemdamenn, komu með getgátur um það, að hin leiðin væri ekkert annað en gamla haftaleiðin, það ætti bara að endurreisa gömlu gjaldeyris- nefndina, fjárhagsráð og skömmt unarskrifstofu og annað þeirrar ættar. Slíka túlkun töldu Framsókn- armenn þó mjög móðgandi fyr- ir sig, og fullyrtu, að hin leið- in væri jafn óskyld gömlu hafta leiðinni eins og viðreisnarstefnu r íkisst j órnarinnar. Ef boðun hinnar leiðarinnar hefði svo verið fylgt eftir með skýringu á því, hvaða ákveðin úrræði það voru, sem hér væru höfð í huga, þá hefði líklega verið um að ræða einhverja þá beztu jólagjöf, sem hægt var að gefa þjóðinni, og það raunar ó- háð því, hverjar undirtektir þj^i úrræði hefðu fengið, ef þau hefðu litið dagins ljós. Með því hefðu Framsóknarmenn gert hreint fyrir sínum dyrum í því efni að aflétta þeirri gern- ingaþoku, sem þeir ásamt öðr- um stjórnarandstæðingum höfðu fram til þessa reynt að sveipa efnahagsvandamálin í. En því miður fór þetta á ann- an veg. Eftir að „hin leiðin" hafði verið rædd í Tímanum í eina eða tvær vikur án frekari skýr- inga en þeirra sem gefnar voru í upphafi koðnaði hún og allt umtal um hana skyndilega nið- ur, og síðan hefur ekki verið á hana minnst. Hin leiðin var því aldrei annað en óburður og minnir óneitanlega um vísuna um kölska gamla, — sem ég þó að öðru leyti vil alls ekki líkja Framsóknarmönnum við — er gerð var í tilefni af tilraun hans til að skapa mann og endar svo: „Andanum kom ekki í hann átti að heita Þórarinn." Það er ekki hægt að halda og sleppa. Stjórnarandstæðingar hafa yf- irleitt forðast það eins og heit- an eldinn að benda á nokkrar ákveðnar leiðir til úrlausnar efnahagsvandamálunum, en lát- ið nægja að fordæma úrræði ríkisstjórnarinnar jafnframt því að sverja af sér að þeim komi til hugar að endurreisa gamla Ólafur Björnsson. haftakerfið. Er helzt látið að því liggja, að ef þjóðin verði svo góð að lyfta þeim í valda- stólanna, þá muni hún áfram fá að njóta þess frjálsræðis, sem viðreisnin hefur fært, án þess að þurfa að halda áfram að sætta sig við þær ráðstafanir, sem alltaf hafa auðvitað verið skilyrði fyrir því að hægt verði að aflétta höftunum, svo sem raunhæfa gengisskráningu, tak- mörkun útlána með allháum vöxtum og öðrum ráðstöfunum og gætilega fjárlagaafgreiðslu. Þetta er ekki heiðarlegur mál- flutningur. Þjóðarhagur hefur vissulega batnað síðan núver- andi stjórnarsamstarf hófst, en auðvitað fer því víðsvegar fjarri að þjóðin hafi ótakmörkuð verð- mæti til ráðstöfunar, hvorki gjaldeyri né annað, og svo verð- ur ekki í neinni fyrirsjáanlegri framtíð. Það verður alltaf að takmarka það með einhverju móti hvað mikil verðmæti ein- staklingar og þjóðarheildin get- ur notað til fjárfestingar og neyzlu. Spurningin er aðeins sú, hvernig eigi að takmarka þetta. Og þar koma aðeins tvær leiðir til greina. Önnur er hafta- og skömmtunarleiðin, þar sem op- inberar nefndir og ráð eru látn- ar ákveða það, hvað megi flytja inn og hverjir megi byggja, hverjij- megi fara til útlanda, hverjir kaupa bíl og svo fram- vegis. Hin leiðin er að setja hömlur, sem eru almenns eðlis, en lofa einstaklingum að ráð- stafa tekjum sínum að eigin ósk. Raunhæf gengisskráning og háir tollar takmarka þannig kaup á bílum í stað þess að hafa bílaút- hlutunarnefnd, sem framkvæmir rannsókn á pólitískum ferli um- sækjenda og öðrum verðleikum þeirra. Húsmæðurnar fá sjálfar að ákveða til kaupa á hvaða vörum, þær nota þá peninga sem þær hafa til umráða, í stað þess að láta skömmtunarskrif- stofu ákveða það magn, sem kaupa má af kaffi, sykri eða öðrum nauðsynjum, eða gjald- eyrisnefnd ákveða, hvaða vörur megi vera á boðstólum fyrir fólkið og hvað mikið af hverri Á sama hátt er fjárfesting ein- staklinganna takmörkuð með vöxtum og takmörkun útlána, en ekki með fjárfestingarleyfum. Það er ekki og hefur aldrei verið nema um þetta tvennt að velja. Það er fjarri mér að gera lítið úr nauðsyn þess að stjórn- málamenn og hverjir aðrir sem mikilhæfum trúnaðarstörfum gegna í þjóðfélaginu, fylgist með þeim breytingum sem sífellt eiga sér stað og samræmi starfs- hætti sína þeim. En grundvall- arlögmál efnahagslífsins breytast ekki, a.m.k. ekki í tíð okkar, sem nú lifum og okkar barna, hvað sem ske kynni í þeim efn- um eftir svo og svo margar ald- ir. Þeir, sem þannig lofa bæði frelsi og afnámi þeirra ráðstaf- ana, sem gera frelsið framkvæm anlegt, eru því að blekkja fólk- ið og þannig, að það hlýtur að koma þeim í koll ef þeir ein- hvern tímann koæmust í valda- aðstöðu því að annaðhvort loforðið verða þeir að svikja. Nema þeir treysti sannleiksgildi þess, sem einhvers staðar stendur í „Mein Kampf“ Hitlers, að „fjöldinn sé heimsk- ur og gleyminn“. „Nautið ræður ferðinni". Það er bæði skylt, og þess vert í sjálfu sér, að athygli sé á því vakin, að ég hef orðið var við eina heiðarlega undantekningu frá því, að stjórnarandstæðing- ar byggðu málflutning sinn á því, að lofa fólkinu bæði frelsi og afnámi þeirra ráðstafana, sem gera frelsið framkvæmanlegt. Skömmu fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor birti viku- blaðið Frjáls þjóð grein undir fyrirsögninni „Á nautið að ráða ferðinni?1 Tilefni greinarinnar mun hafa verið orðaskipti, sem urðu við eldhúsumræðurnar á síðasta þingi milli viðskiptamála ráðherra og Gils Guðmundsson- ar út af innflutningi á erlendu kexi og tertubotnum. Viðskipta- málaráðherra dr. Gylfi Þ. Gísla- son hafði réttilega vakið atihygli á því að þegar innflutningur hefði verið gefinn frjáls í þeim mæli sem nú er, þá væri ekki að saka innflytjendur um það, þótt eitthvað væri flutt inn sem sumum kynni að finnast óþarfi, því að innflytjandinn yrði þá algerlega háður því hvað fólkið vildi kaupa og hvað ekki. Þegar haftafyrirkomulag hins vegar er, þá getur kaupmaðurinn eða kaupfélagsstjórinn hins vegar sagt við viðskiptavininn: „Vilj- irðu ekki þetta, sem ég hef á boðstólum, þá færðu ekkert". En þetta, að óskir neytend- anna séu látnar ráða því hvaða erlendar vörur séu fluttar til landsins og seldar, kallar Frjáls þjóð að „nautið sé látið ráða ferðinni“. Menn geta verið á móti því lífsviðhorfi sem í þessu felzt, og það er höfundur þess- arar greinar vissulega og jafn- vel hneykslast á því. En mjög ber þessi málflutningur að mínu áliti, af þeirri loðmullu sem að Ijafnaði er borin á borð fyrir fólkið í hinum útbreiddari mál- gögnum stjórnarandstöðunnar, sem stýrt er af „æfðari“ stjórn- málamönnum. Hér er því haldið fram, að frjálsræðið í viðskipta- málum, sem ríkisstjórnin hifíi ' stefnt að og tekizt að koma á, muni leiða til ófarnaðar fyrir þjóðina. Þar þurfi að koma á annarri skipan. Það á ekki að láta „nautið" þ.e. húsmæðurn- ar og aðra neytendur ráða ferð- inni. Nei, það þarf að nýju að skipa vitringa í gjaldeyrisnefnd, bílaúthlutunarneínd, skömmtun- arnefnd og svo framvegis, sem stjórna nautunum, þannig að þau eigi ekki kost á því að kaupa " annað eða ferðast annað en þess ir vitringar telja að sé í sam- ræmi við þjóðarhagsmuni. Hér er ekki um að ræða neina dular- fulla „hina leið“ sem Tíminn var fyrir jólin árangurslaust að glíma við að koma niður á jörð- ina, heldur úrræði, sem eru til og lengi hefur verið beitt hér á landi, með öðrum orðum þá einu raunhæfu leið í efnahags- málum sem til er fyrir utan þá, sem ríkisstjórnin hefur farið. Ef stjórnarandstaéðingar sigra í næstu kosningum undir því merki, sem hér hefur verið haf- ið á loft, þá væru þeir vissu- lega á heiðarlegan hátt að þeim sigri komnir. Og það eru þeir menn, sem þannig skrifa, sem mér finnst, að þeir, sem í al- vöru vilja efnahagsmálastefnu, sem sé önnur en sú sem fylgt hefur verið, eigi að efla til fram boðs og þingsetu, fremar en Loð inbarðana, sem enginn veit, hvað fyrir vakir, varla einu sinni þeir sjálfir. En lífsvenjubreyt- ingin, sem það myndi hafa í för með sér, jafnt fyrir háa og lága ef hverfa ætti aftur að gamla haftakerfinu, hún yrði stórfelld, en ég læt lesandann um að hugsa nánar út í það. Það er og eftir- tektarvert, að Frjáls þjóð er í rauninni sammála forsætisráð- herra um það, sem í þessu sam- bandi er kjarni málsins, nefni- lega hvað það sé sem um er barizt. Hins vegar er auðvitað sá megin munur á, að það sem forsætisráðherra og við, sem teljum að sjálfsforræðið geri fólkið hamingjusamara, köllum valfrelsi, heitir á þeirra máli að „nautið ráði ferðinni“. At- hyglisvert er og, með tilliti til þess að þessi hreinskilni mál- flutningur kemur fyrir í eina málgagni stjórnarandstöðunnar, sem beinlínis kennir sig við frelsi, hvernig hinir svokölluðu vinstri menn snúa alveg við merkingu orðsins, jafnframt því að nota það sem flagg fyrir sig. Þó að ég sé ekki málfræðingur, bygg ég, að alþýða manna leggi þá merkingu í orðið frelsi, að í því felizt sjálfsákvörðunaréttur og það að vera sem óháðastur valdi og forsjá annarra. Á máli hinna svokölluðu róttæku vinstri manna, bæði hérlendis og erlend is, er merking orðsins hins veg- ar alveg hin gagnstæða, eða sú, að fela opinberum nefndum og öðrum stjórnarvöldum sem við- tækast vald yfir einstaklingum og forsjá málefna þeirra í stór- sem smáu. Hefur því verið lofað að stöðva verðbólguna? f leiðara sínum síðastliðinn fimmtudag gerir Tíminn að um- talsefni greinar, sem undanfar- ið hafa birzt hér í blaðinu og í Alþýðublaðinu eftir mig og dr. Gylfa Þ. Gíslason, viðskiptamála ráðherra um verðbólguvandamál ið. Telur blaðið að litlu máli skipti að rekja fræðilegax or- sakir verðbólgu, því að þær séu öllum kunnar, en umræður um þær geri þó að því leyti gagn, að þær skýri myndina. Okkur er áréiðanlega báðum ljóst, að vísindalegar nýjungar eru eng- ar í greinum okkar, enda til- gangur þeirra ékki sá að boða slíkt, heldur hinn, að benda á það hversu margþætt þessi vandamál eru og leiðrétta ein- hliða og villandi málflutning stjórnarandstöðunnar í þessum efnum, þar sem því var a.m.k. óbeint haldið fram, að ríkisstjórn Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.