Morgunblaðið - 12.08.1966, Page 8

Morgunblaðið - 12.08.1966, Page 8
8 MORCUNBLAÐIÐ r Föstudagur 12. ágúst 1966 Áheyrendur hlýða á Mossige verkíræðing, yzt til liægri er Gunnnr Bjarnason skólstj. Mannlaus vélariím í skipum innan fárra ára — segir norski verkfræðingur- inn Mossige NORSKI verkfræðingurinn Moss ige hélt fyrstu tvo fyrirlestrana um sjálfvirkni í véiarúmi skipa í hátíðasal Sjómannask ólans í gær. Fjallaði hann um máiið með tilliti tii útgerðarinnar. Áheyr- endur voru margir og meðal þeirra þekktir útgerðarmenn og framámenn vélstjórastéttarinnar. Gunnar Bjarnason skólastjóri Vélskóla íslands bauð Mossige velkominn og kvað það fagnaðar- efni að fá slíkan mann til fyrir- lestrahaids á þessu sviði. Mossige hóf mál sitt með því að segja að hann hefði nýlega rekizt á það í norsku dagblaði að 9 íslenzkir togarar væru til sölu, en Norðmenn gera ekki út stóra togara og ekki er líklegt að þeir geri það fjrrst um sinn nema hægt sé að hægræna rekst- urinn. Mossige sagði að fyrsti togaraskipstjóri Norðmanna hefði verið íslendingur Finnur Þórðarson að nafni. Mossige sagði að Norðmenn ættu nú þriðja stærsta kaup- skipaflotann í heimi og því eðli- legt að norskir útgerðarmenn leggi mikla áherzlu á hagrænan Mossige llytur ræðu sína rekstur og sjálfvirkni um borð í skipum er ein af leiðunum til hagrænni reksturs. SFI (Skipfartens Forskings- Institut) er rannsóknarstofnun skipareksturs í Noregi. Stofnun- in hefur rannsakað sjálfvirkni í vélarúmi skipa og þær leiðir sem hugsanlegar eru í því máli. Til þessara rannsókna hafa þeir skip sem heitir Brattvág sem þeir búa út með þeim tækjum sem til rannsóknar eru hverju sinni. Tækin eru síðan prófuð þarna og endurbætt ef rneð þarf. Með þessu móti fást vísindalegar nið- urstöður um eiginleika slíkra tækja. Þá má einnig geta þess að við vélskólann í Ósló (Oslo Maskinist skole) er haldið nám- skeið fyrir vélstjóra og skipa- rafvirkja þar sem kennd er með- ferð og notkun sjálfvirkra tækja. Námskeiðum þessum var komið á fyrir tilstilli „Norsk Skipfart- ens Arbeidsgiver Forening", sem einnig greiddi kostnaðinn. Þetta er þeim mun nauðsynlegra sem sjálfvirkni er þegar komin í all- mörg norsk skip. Að því er Nor- eg viðvíkur þá er mikill skortur á þjálfuðum mönnum eins og er til að stjórna útbúnaði sjálf- virkra skipa. Vélarúmin líkjast meira rafeindamiðstöðvum. í vélarúminu verða æ færri menn og þetta atriði hefur verið mjög til umræðu meðal þeirra manna sem þetta snertir, þ.e.a.s. vél- stjóranna. En nú er svo, að skip- unum fjölgar svo ört að ekki er nein hætta á atvinnuleysi vél- stjóra vegna sjálfvirkninnar. Þvert á móti. Meðal allra siglingarþjóða ei verið að taka upp nýjar leiðii í menntun vélstjóra, og það lanc sem sennilega er lengst komif á þessu sviði er Japan. Til þesí Enn um Möðruvelli — Andsvar í MORGUNBLAÐINU 6. ágúst *L birtist grein um Möðruvalla- mál hin nýju, sem flestir fara nú að kannast við. Grein þessi er undirrituð af tveim mönnum — Eggert Daviðssyni og Steini Snorrasyni — sem fáir kunnugir trúa þó, að séu höfundar henn- ar. All-langan tíma hefir tekið að sjóða saman þessa ritsmíð, sem aðallega á að vera svar við grein Bernharðs Stefánssonar, fyrrum alþingismanns, sem fyrst birtist í „Degi“ fyrir tæpum mánuði og síðan í „Tímanum" aokkru síðar. Er það ekki ætl- un mín að svara fyrir hann. Til þess er hann einfær, finnist hon- um umrædd grein svaraverð. Tilgangurinn með þessum fáu orðum mínum er að mótmæla enn á ný þeim móðgandi og mannskemmandi ummælum, sem eru endurtekin í umræddi grein úr hinu alræmda kæruskjali, sem þessir tveir menn hafa nú með undirskrift sinni játað opin- berlega, að þeir eru frumkvöðl- ar að. Undirskriftarmenn kæruskjals Ins hafa raunar margir borið af «ér þessi ummæli, en þá hefir þeim verið bent á, að annað hvort hafi þeir ekki lesið kær- una eða verið sagt annað en þar stendur. Fær rannsóknardómari að sjálfsögðu úr því 9korið. Að hinu leytinu er þakkarverð umhyggja þeirra Eggerts og Steins fyrir heilsu minni, þar sem segir, að ég sé „farinn að heilsu“. Hitt vil ég þó taka fram, að ég er ennþá allvel ferðafær og hefi raunar verið viðstaddur flestar helgiathafnir hér í prestakallinu fram að þessu og jafnvel unnið prestverk nú í. sumar. Annars virðast þessir menn og aðrir kærendur ekki hafa haft miklar áhyggjur af heilsufari mínu að undanförnu. Þá hefðu þeir tæp- lega stefnt slíku að mér og mínu heimili, sem þeir hafa gert. Og svo að lokum: Finnst ekki mönnum nóg komið af svo góðu? Blöskrar ekki fleirum en yfir- gnæfandi meirihluta fyrrverandi sóknarbarna minna- þessar að- farir og ofsóknir? Sjálfan tekur mig það sárast, hve hlífðarlaust er hér vegið að syni mínum, sem fullur áhuga og af einstakri kost- gæfni hefur rækt embætti sitt og við almennar vinsældir er mér óhætt að segja. En honum eru vonandi allir vegir færir, þó að hann hefði helzt kosið sér verksvið þar, sem hann hefur unnið með mér undanfarin ár, fyrst við predikanastörf, með- an hann var enn í skóla, og síð- an sem settur prestur. Er mér það að vonum ekki sársauka- laust, að nú skuli brugðið fæti fyrir hann svo eftirminnilega af fáum mönnum. Og er mér það raunar undrunarefni, hve fálát prestastéttin er í þessu máli, og væri það sannarlega verkefni fyr ír stjórn Prestafélags íslands að láta hér til sín taka, því eitthvað var til hér á árunum, sem hét Codex ethicus. En ef til vill er svo ekki lengur. Læt ég svo útrætt um þetta mál, sem ég hefði að vísu kosiö á annan veg nú, er ég kveð Möðruvelli eftir 38 ár. En þakkir og einlægar kveðjur til allra minna, og okkar, fjölmörgu og góðu vina. Möðruvöllum í Hörgárdal, 8. ágúst 1966, Sigurður Stefánssou. PRAG — Sovétríkin, A-Þýzka- land, Ungverjaland og Tékkó- slíkavía munu taka þátt í her- æfingum á vegum Varsjárbanda- lagsins í næsta mánuði, áð því er tilkynnt hefur verið í Prag. Æf- ingarnar fara fram i Tékkósló- vakíu. að öðlast yfirvélstjóramenntun þurfa menn að vera stúdentar. En í Japan er þetta ekkeft vanda mál, því að ekkert land í heim- inum útskrifar jafnmarga stúd- enta og Japan. Þýzkaland er í öðru sæti en iþar heita yfirvélstjórar See- Ingenieur. 1 Svíþjóð eru þeir nefndir Sjöingniör og í Noregi er yfirvegað að taka svipað nafn. í Japan er nú meðal áhöfn á 10000—12000 lesta skipum 32. Til eru athyglisverðar upplýsingar um mannahald á japönskum skip um. Á 10000 lesta skipi án sjálf- virkni voru árið 1961 samtals 50 menn. Árið 1965 41 maður og með sjálfvirkni árið 1965 36 menn. Á 60000 smálesta olíuflutn ingaskipi voru 1961 52 menn, ár- ið 1965 39 menn og með sjálf- virkni árið 1965 33 menn. Menn gera sér þegar í hugarlund að 60000 smálesta olíuflutningaskip geti hæglega siglt með 20 manna áhöfn. Sagðist Mossige nýlega hafa siglt með japönsku skipi, 70000 smálestir, sem hafði sam- tals 36 manna áhöfn, en gat hæg- lega siglt með 22 manna áhöfn. Mossige sagði því næst að þar sem allar hjálparvélar um borð í slíku skipi væru alveg sjálfvirk- ar ssei hann ekkert til fyrirstöðu að hægt væri að nota þennan Sama útbúnað um borð í smærri skipum t. d. togurum og flutn- ingaskipum. Hann sagði það aug- ljóst mál að eftir nokkur ár myndu skip sigla með mannlaus vélarúm. Lauk árdegisfyrirlestr- inum með Iþví að sýnd var mjög athyglisverð kvikmynd frá Burmeister & Wein um starfs- hætti dieselvéla. Klukkan 14.00 lýsti Mossige nánar hvaða atriði í vélarúmi væru með sjálfvirkni og hvemíg þau störfuðu. Að lokum svaraði hann nokkr- um fyrirspurnum. Var gerður mjög góður rómur að máli hans og voru áheyrendur margs vísari. í dag föstudag flytur Mossige aftur tvo fyrirlestra kl. 10.00 ár- degis og kl. 14.00 og verður þá fjallað um málið frá tæknilegu sjónarmiði. Búast má við að allir vélstjórar og tæknimenntaðir menn sæki þá fyrirlestra. VED LILLEB/tLTSBROEN Sex mánaða vetrarskóli fyrir konur og karla. Veittar frek- ari upplýsingar, ef óskað er. Heimilisfang: Poul Engberg. Fredericia, Damark. Sími: ERRITS0 219. APV- SNOGH0J Hofum góðan kaupanda að húseign með 2—3 íbúð- um. Ennfremur kaupendur að 2ja til 3ja herb. íbúðum. 7/7 sölu 4ra herb. nýleg efri hæð á fögrum stað í Kópavogi. — Svalir, gólfteppi tvöfalt gler. Ennfremur er til sölu 2ja herb. góð kjallaraíbúð í sama húsi. 4ra herb. hæð 100 ferm. á Teigunum, ásamt 2ja herb. risíbúð. Góð kjör. 2ja herb. íbúð við Skipasund, með sérhitaveitu. 2ja herb. nýleg kjallaraibúð í Austurborginni. Teppalögð með sérinngangi og sérhita- veitu. 2ja herb. kjallaraíbúð 70 ferm. við Laugateig, með sérhita veitu. 3ja herb. hæð í litlu steinhúsi í Vesturborginni. Góð kjör. 3ja herb. hæð í timburhúsi í gamla Austurbænum. Teppa lögð með sérhitaveitu. Góð kjör. 4ra herb. ný og glæsileg íbúð í Vesturborginni. Teppalögð með vönduðum innrétting- um. 4ra herb. hæð með nýjum inn réttingum og sér hitaveitu í Vesturborginni. Einbýlishús, nýlegt 115 ferm. í Kópavogi, ásamt 40 ferm. bílskúr, sem nú er verk- stæði / smíbum 3ja herb. glæsilegar íbúðir í smíðum í Árbæjarhverfi. Ennfremur lítil 2ja herb. íbúð. AIMENNA f ASTEI6HASAHN IIHDARGATA 9 SlMI 2115» Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. UppL kL 11— í. h. og 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Sími 15306 Og 23714. Til sölu 2ja herb. íbúð við Ljósheima. 2ja herb. góð risibúð við Nökkvavog. íbúðin er öll ný máluð. 3ja herb. kjallaraibúð við Bugðulæk. 3ja herb. kjallaraibúð við Sörlaskjól. Tvær 3ja herb. ibúðir við Soga veg (hæð og ris). Væg út- borgun. 5—6 herb. íbúð (142 ferm.), ásamt herb. í kjallara, við Hvassaleiti. íbúðin er nú þrjú svefnherb. og mjög stór stofa, sem má skipta. * I smiðum Mikið úrval af 3ja, 4ra, 5 og 6 herb. íbúðum við Hraun- bæ. íbúðirnar seljast tilbún ar undir tréverk. Meðal þessara íbúða eru nokkrar endaíbúðir. 4ra herb. fokheld 1. hæð, ásamt bílskúr, við Sæviðar- sund (í fjórbýlishúsi). 3ja herb. íbúð í smíðum við Reynimel. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Hraunbæ. íbúðin er með harðviðarinnréttingum. Til- búin til innfl. Fasteignasala Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögmanns. Kambsvegi 32. Símar 34472 og 38414. 12. til sölu 4 og 5 herb. ibúdir i smiöum við Hraunbæ ólafui* l»opgrfmsson MÆSTAH ÉTTAR LÖGMAOlm Fasie'gna- og veróbréiaviðskiffi Austurstrs&ti 14. Sími 21785

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.