Morgunblaðið - 12.08.1966, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.08.1966, Qupperneq 13
Föstudagur 12. ágúst 1966 MORGU NBLAÐIÐ 13 Búnaðarskdlinn á Steini 100 ára L Bréf til Halldórs Kr. Friðriks- sonar yfirkennara, sem Jón Sigurðsson forseti ritar horium 26. sept. 1874, hefst á þessum ©rðum: „Hvernig getur þú talað, að ásaka mig fyrir heimtufrekju. lÉg heimta ekkert, en ísland heimtar einna fremst af öllu að allt sje gert jarðyrkjunni til framfara, sem gjört verður“. Og það er í sama bréfi sem Jón segir, að „með öðru eins á- haldi og hingað til hefir verið“ — — — „þá gengur ekki neitt, og Öskjuhlíð verður með sama sandroki á næstu þúsund ára hátíð eins og nú“. Þannig var hljóðið í Jóni for- seta Sigurðssyni er hann gekk að því eins og grjótpáll að greiða fyrir því að ungir bænda synir réðust til búnaðarnáms er- lendis. Ein helzta leiðin sem Jón valdi þessum búnaðar-skjólstæð ingum sínum var, að senda þá til náms í búnaðarskólanum að Steini, í Fana við Björgvin. Af bréfum Jóns má sjá að margt ómakið hefir hann tekið á sig við þá fyrirgreiðslu. Það er t.d. athyglisvert hve hart hann geng ur að því að greiða götu Sveins Sveinssonar, er dvaldi á Steini 1869—1872, og síðar við fram- haldsnám í Kaupmannahöfn. Og búfræðin og búfræðiáhuginn í bréfum Jóns er ekkert gutl, þar segir hann mörg vísdómsorð, sem enn geta verið í fullu gildi. Bréfaskipti Jóns við Wilson ekólastjóra á Steini munu vera órannsökuð, en vitað er að þau voru nokkur. T.d. getur Jón þess í bréfi dags. 6. nóv. 1876, að „Wilson lætur vel yfir þeim sem læra á Stend núna“. Þá munu hafa verið 6 piltar íslenzkir við nám á Steini, en raunar útskrif- uðust ekki nema 3 þeirra. Og hvað um þennan skóla á Steini? Hann er nú 100 ára, og í dag 12. ágúst — er þess minnst með mikilli samkomu á SteinL Þessa mikla afmælis og tíma- bils í búnaðarsögu Hörðalands fylkis. Býlíð Steinn eða að Steini er fornmerk jörð. Var þar all- mikið herrasetur löngum, og var það raúnar allt til þess að Hörðalarid fylki keypti jörð- ina og gerði að skólasetri 1861. Áður hafði fylkið haldið uppi 1 inaðarkennslu og skóla í Sand -c í Kvinnhéraði á árunum *9—1862. Hörðaland fylki ypti Stein af dr. philos. Woll- Konow þingmanni. Hann var í . Lur Marie dóttur danska s.cáldsins Adam Oehlenschlæger. Hún gróðursetti „túntré" það sem enn stendur á húsahlaðinu á Steini, en það er beykitré eitt mikið. ViÖ söluna tók. Konow undan landspildu nokkra og vatnsréttindi og rak þar korn- mylíu. Þar bjó hann til dauða- dags 1924, og myllan er nú horfin. n. Elsta byggingin á Steini er frá 1681. Hún er nú friðlýst. Á árunum 1921—1922 fór fram mikil viðgerð á þessari fornu byggingu og hún öll færð í sitt upphaflega form eftir því sem frekast var hægt. Kom þá í ljós á bak við þiljur fornt veggfóður og rósamálning merkileg. Ridd- arasalur byggingarinnar er nú hinn mesti helgidómur. Stein- verja og notaður sem hátíðasal- ur þegar sérstaklega mikið skal við hafa. Öll landstærð jarðarinnar Steinn er um 210 ha. 22,5 ha er fullræktað land en 16 ha rækt- aðir sem bithagi. Um 140 ha eru ræktaður skógur, og er hann með ágætum, margbreytilegur og afurðagóður, en hitt skiptir þó mestu hve góður hann er til kennslu og náms. Þar má líta risavaxin grenitré 33 metra há. Mikið af því landi sem nú er nytjaskógur var berangur eitt er skólinn tók til starfa, svo sem Steinafjallið, sem þá var talið til einskis nýtt. Við alla plógræktun á Steini er túnræktin mest um verð, töðufall mikið, 100 hestar af ha þykir vart meira en sjálfsagt þar á túnum. En eins og tölurnar sýna er þetta ekki neitt stórbú, enda er búskapurinn mjög miðaður við kennsluna. Garðyrkja margvís- leg er stunduð til fyrirmyndar. Áhöfnin á skólabúinu er samt stór miðað við stærð hins rækt- aða lands, 38 mjólkurkýr en nautgripir alls 67. Fróðlegt er að athuga nythæð kúnna á Steini allt frá því er skólinn tók til starfa. Fardagaárið 1867—68 var meðalnytin 1531 kg. en 1964—65 5608 kg. og fita 4,10%. Sauðfé er ekki nema 45 kindur á fóðr- um, hestar 3 (vegna námsiris og til vinnu í skógi), svín 8—9 gylt ur, varphænur um 100 o.s.frv. III. Skólinn á Steini varð — eins og fleiri skólar í Noregi — illa fyrir barðinu á hernámi Þjóð- verja á stríðsárunum. Árið 1922 hófst endurbygging skólans að nær öllum húsum. Á árunum 1922-—1966 hefir verið byggt á Steini fyrir um 4 millj. króna norskar. Tel ég ekki ósennilegt að það jafngildi nær 40 millj. króna íslenzkra, ef miðað er við hið raunver/lega verðgildi pen- inga og hvað fæst fyrir þá í byggingum. Er þetta fróðlegt til samanburðar við bændaskólana hér á landi, en ekkert sérstakt um norska skóla sem endur- byggðir hafa verið eftir stríð. Mér verður hugsað til Hóla, hér , stoðar lítið að nefna smáupp- hæðir, hér gagnar ekkert klast- ur. Sjálf skolabýggingín nýja á Steini kostaði n.kr. 2.873.837.00 og var þó byggð á árunum 1954 til ’57, en þá var norsk króna í mun hærra gildi heldur en nú er. Þótti mörgum óhóf er bygg- ing þessi var reist, — nú talar enginn um slíkt. Um allt þetta og margt fleira má lesa í minningarriti sem út er komið um Stend jordbruks- skole 100 ár, greinagott rit 191 bls. samið af núverandi rektor skólans á Steini Asbjörn Öye. Á árunum 1866—1966 hafa alls útskrifast 3144 nemendur frá Steini. Auk hins venjulega búnaðarskóla hefir síðan 1957 verið þar námsdeild fyrir þá er hyggjast stunda landskiptafræði nám við Búnaðarháskólann í Ási. IV. í minningarritinu er sérstak- ur kafli um nemendur frá ís- landi og Færeyjum. Eru þar nafngreindir 15 menn ísl. sem lokið hafa námi við skólann á Steini. Ekki koma þar öll kurl til grafar. Eftir heimildum þykist ég geta nafngreint 16 nemendur ísl. sem lokið hafa námi, og þar við bætast, að ég hygg, að minnsta kosti 6 piltar sem stundað hafa nám á Steini án þess að ljúka fullnað- arprófi. Tel ég rétt að nefna hér þá er lokið hafa þar námi svo að fullvíst sé, og árið sem þeir útskrifast. 1. Ólafur Bjarnason, 1869, varð bóndi á Kolbeinsá í Hrúta- firði. 2. Sveinn Sveinsson, 1872, skólastjóri Hvanneyri. 3. Páll Jónasson, 1877, Þverá í Reykjahverfi. 4. Jónas Eiríksson, 1877, skóla stjóri Eiðum. 5. Guttormur Vigfússon, 1887, skólastjóri Eiðum. 6. Halldór Jónsson, 1878, bóndi Rauðamýri við ísafjarðar djúp. (Halldór varð efstur allra bekkjarbræðra sinna við brott- fararpróf, og hlaut hærri aðal- einkunn heldur en nokkur nem- andi á Steini hafði hlotið til þess tima. Sá undarlegi „mis- skilningur" hefir komizt inn í íslenzk skrif um þessa hluti, að Halldór hafði orðið lægstur allra við brottfararpróf frá Steini 1878. Er slíkt óþörf skrif og með endemum). 7. Bogi Helgason, 1879, bóndi Brúarfossi. N 8. Ólafur . Ólafsson, 1879, bóndi Lindarbæ í Holtum. 9. Jósep Björnsson, 1880, skólastjóri Hólum. 10. Björn Bjarnason, 1880, bóndi Grafarholti. 11. Eggert Finnsson, 1882, bóndi Meðalfelli í Kjós. 12. Gisli Gíslason, 1883, bóndi í Selvogi (?). 13. Sigurður Sigurðsson, 1898, búnaðarmálastjóri. 14. Vigfús Helgason, 1918, kennari Hólum. Kjartan Helgason, 1956, bóndi Hvammi Hrunamanna- hreppi. 16. Halldór Valgeirsson, 1958, Véladeild S.Í.S. Af þessari upptalningu má sjá að 5 búfræðingar frá Steini hafa orðið skólastjórar við bændaskóla hér á laridi, og aðr- ir urðu framámenn í búnaði og félagsmálum. Þannig er ljóst að búfræði- nám ísl. pilta á Steini markaði Framhald á bls 25 Ekki aðeins vel klæddar, heldur.BEZT klæddar í sokkum frá CIIRISTIAN DIOR Útsöluverð með söluskatti: DIORLING kr. 60,00 LADY DIOR kr. 75,00 DIOR CANTRECE kr. 115,00 Tízkuliturinn nú er SOLERA Einkaumboð: INCíVAR SVEINSSON UMBOÐS- OG HEILDVERZI.UN, AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI 16662

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.