Morgunblaðið - 12.08.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.08.1966, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. ágúst 1966 Emar B. Kristjánsson bygg- ingameistari — Minning F. 22. feb?. 1802 D. 2 ágúst 1966. NÚ heíur só' brugðið sumri, ógleyman’egur vinur og frændi er skynddega burtkallaður — horfinn at' s.iónarsviðinu. Mér verður hugsað tiJ svo margra ánægju- og gleðistunda með þessum vini mínum og hans ágætu konu og börnum. Ég minnist h arts og sólríks júní- dags 1919 er Jeiðir okkar Einars lágu fvrst saman, og við eldri systkinin iögðum í ferðalag með foreldrum okkar og Einari frænda okkar- leiðin lá yfir erfiðan fja'Jveg og var ferðinni heitið að Stað í Steingrímsfirði, þar sem biúðkaup þeirra Einars og Guðrúnar dóttur síra Guð- laugs Guömundssonar og Mar- grétar móðursystur minnar skyldi haldið. Mér er enn í fersku minni glæsileiki ungu brúðhjónanna fyrir altarinu í Staðarkirkju, þar sem þau bond voru bundin er aldrei l:om snurða á eða rofn uðu. Þegar t bvrjun var merkið sett hátt hiá þessum samstilltu ungu hjónurn, þó torfærur og erfiðleikar yrbu á veginum skyldi allt sl'kt yfirvinnast, það var vor og hJýja í lofti. Heimili v?r stofnað þar sem æskuástin friður 'og glaðværð entust til æfiioka. A skólaárum mínum var ég langdvölum á heimili þessara frændsystkina minna og síðar oft komið þar, hefi ég þaðan aðeins husljúfar endurminn- ingar um ögleymanlegar ánægju stundir, þar naut sín hin ein- læga gestrisni glaðværð og góð- vildarhugur húsbændanna. Það kom snemma í ljós hjá Einari hve óvenjuJegt manns- efni var hér á ferð. Hann byrjar á því að vinna algeng störf til sveitar og sjévar. Hann fór. að fást við smíðar því allt lék í höndum hans, unnið var af kappi og dags- verkið var langt, og eftir stutt- an tíma hpfðí hann áunnið sér án undar.gonginnar skólamennt- unar slíka þekkingu í allskon- ar smíðurn og byggingarlist, að hann fór að taka að sér hinar margbrotnustu byggingarfram- kvæmdir, y firsmiður eða fram- kvæmdastjéri við fjölmargar byggingar bæði fyrir einstakl- inga og hið npinbera, t. d. bygg- ingu sjúkrahússins í Stykkis- hólmi, Laxárvirkjunina í Þing- eyjarsýslu Háskóla íslands, Iðn- skólann í Reykjavík og fl. Hann naut mikils trausts stéttar- bræðra sinna o,g fólu þeir hon- um ýmis í.törf íyrir stéttina — ■ sömuleiðis gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Reykja- víkurborg, veliast að jafnaði ekki nema góðir og gegnir menn í slíkar stöður. Það bar margt til þess að E.nar naut þessa mikla trausts. Hann hafði fast- mótaða skapgerð, var skarpgáf- aður, glaðlyndur, gamansamur, góðgjarn og drenglunda ar og átti því hægt með að fá sam- starfsmenn sem nú á dögum reynist morgum svo erfitt Hann var hjápfús og studdi margan sem hann vissi afskiptan í lífs- baráttunni Það var fyrir Einari eins og mörgum fleirum að heimilið var honum alJt. Hjónabandið var farsælt og ástúðlegt, og bar þar aldrei skugga á. Þó frú Guðrún gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum fyrir Reykjavíkurborg, í bæjarsfjórn i barnaverndar- nefnd o. fl o fl. var heimilið ekki vanrækt, hún var manni sínum stoð og stytta í blíðu og stríðu, enda mat hann hennar miklu hæfiieika, ástúð og um- hyggju að verðleikum. ; í lífinu skiptast venjulega á skin og skúrir. Það var þungt áfall fyrir Einar er kona hans missti heilsuna fyrir 2—3 árum og sýndi sig þá eins og endranær hvíiíkur ágætismaður að Einar var. hann hjúkraði henni og hjálpaði á allan hátt meðan mcgulegt var fyrir hana að vera 1 heimahúsum. Við slík. áföll verður maður einmana og hálf rótarslitinn, þó börnin og aðrir ástvinir leggi sig alla íram til hjálpar og að- stoðar. Eftir að konan lagðist á sjúkra hús dvaldi hann síðustu márfuði á heimili yngsta sonarins, Krist- ins og konu hans. Þar naut hann ástúðar og umhyggju svo á betra var ekki kosið. Nú, þegar bú vinur minn og frændi ert hcrfinn flyt ég þér hjartans þakkir fyrir allt, sem þú gerðir fvrir mig og mína — og fyrir allar ánægjustundir á heimili ykkar. Guð einn getur sefað sorg og trega, og ég bið alföður að styðja og hugga konu þína og börn í þúrra þungu sorg og söknuði og leiða þig á eilífðar- brautinni. Kristján Sveinsson. t VINTR berast burtu á tímans straumi. Hjá því verður ekki komizt, hversu sárt sem okkur þykir að sjá þeim á bak. Samferðamaður er horfinn úr hópnum, Einar B. Kristjánsson, húsasmíðameistari, Freyjugötu 37 hér i borg, en hann lézt skyndilega 2. ágúst s.l., 74 ára að aldri. Tæpri viku áður höfð- um við starfað saman og var hann þá hr-ess í anda sem hann átti vanda til. Langt er liðið frá því að ég heyrði Einars fvrst getið sem mikils athafnamanns á sviði húsabygginga og mannvirkja- gerðar, eri aðeins rúm fjögur ár. eru nú liðin frá því að ég kynnt- ist honum persónulega, en það var um bað bil, er ég réðist til starfa við borgardómaraembætt- ið í Reykjavík. Strax við fyrstu kynni varð Einar mér óvenju hugþekkur vegna aðlaðandi framkomu og fjölþættra mann- kosta, en þeim mun meir mat ég hann hó eftir þv: sem kynni okkar urðu nánari Það fylgdi honum alhaf einhver hressandi hlýja, hvar sem hann fór. Ég segi hressandi af því, að deyfð og drungi átti ekki griðland þar sem hann var, heldur ávallt líf, starf og gleði. Auk fjölmargra annarra starfa, sem Einar sinnti, var hann um árabil tíður gestur við borgardómaraembættið sem með dómsmaður í ýmsum þeim mál- um, sem sérþekkingar í iðn- grein hans þurfti við, og hann var alltaf aufúsugestur. Réttar væri bó ef til vill að telja hann til heimamanna við embættið, því að svo oft þurftum við að leita til hans. Það var alltaf gott að starfa með Emari. Réttlætis- kennd hans var rík, dómgreind- in örugg og samvizkusemin óbrigðul. Auk þess hafði hann sérstakt Jag á að gera miður skemmtileg viðfangsefni viðun- anleg með glaðværð sinni og hóf legri kímni, sem hann kunni að beita, þegar við átti Hann horfði jafnan í sólarátt og kunni að hrífa aðra með sér til fagnaðar og dáða. Slíkum mönnum er gott að kynnast, og minningin um þá „lýsir sem leiftur um nótt“, þá að þeir séu sjálfir horfnir sjéimm okkar um sinn. Það er góður skóli yngri mönn um að kynnast jafn lifsreyndum og þroskuðum manni sem Einar var. Lífshamingian streymir til okkar eftir ýmsum leiðum og ekki hvað sizt í kynnum okkar af góðum mörjium. Það er mér mikið þalrkarefni að hafa átt þess kost að kynnast Einari B. Kristjánssyni, og þessi fáu og fátæklegu orða eiga fyrst og fremst að tjá þakklæti mitt til hans fyrir traust og góð kynni á þeim stutta áfanga, sem við höfum átt samsn á lífsleiðinni, jafnframt því sem ég bið hon- um blessunar Guðs í nýjum heimkynnum. Eftirlifsjidi eiginkonu Einars, frú Guðrónu Guðlaugsdóttur, börnum hans og ættingjum, sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Valgarður Kristjánsson. t — „Kallar mig og kallar þig“ — J.H. KALL þetta lætur misjafnlega í eyrum, hvert sinn. Þessi daglegi boðskapur, hins stundvísa, skyldu rækna þjóns allífsins, sem ekki þekkir það, sem kallað er „mann- greinarmáiið", á skilyrðislaust erindi til eins og sérhvers. Það er ófrávíkjanlegt lögmál í þró- unarferli mannssálarinnar. Þann- ig gefast tækifæri til æðri þroska, stig af stigi, eftir því, sem ástundun og eðliskostir reynast. Slíkum breytingum fylg- ir ævinlega eðlilegur söknuður, hver einstaklingur hefir bundizt samferðamanni sínum. Ég átti því láni að fagna að njóta vináttu Einars Kristjáns- sonar rúmlega 20 ára skeið. Er mér þakklæti ríkt í huga, er ég minnist þeirra samverustunda, er ævinlega voru tilhlökkunarefni, ekki hvað sízt, er við spilafélag- ar hittumst, hver á annars heim- ili vikulega, vetrarlángt. Var Einar þungamiðja og jafn- framt burðarás þessara sam- funda, sökum glaðværðrar, góð- vildar og allrar hófsemi. Hann kunni manna bezt að gleðjast án þess að missa sjónar af allri Prúðmennsku og grandvarleik. Hann var ó ádeilinn um annarra hagi, orðvar með afbrigðum. Færði allt til betra vegar, er flestum öðrum varð á að telja til ávirðinga. Einar var bjargtraust- ur maður. Tel ég hann hiklaust í fremstu röðum þeirra úrvals- manna, er ég hefi átt því láni að fagna að fá að umgangast á lífs- leiðinni Við spilafélagar minn- umst hans með þakklæti og virð- ingu. Við þessi þáttaskil er lokið slíkum heimsóknum að Freyju- götu 37, þar sem okkur mætti hið vinsamlega ávarp húsmóður- innar, hinnar eðlisglöðu sóma- konu, „og verið þið velkomin". Hún hefir um árabil borið þungan kross þjáninga með hetjulegu þolgæði og trúar-1 við djúpa samúð. trausti. I Svo skaL þola og þreyja. Henni ásamt skyiduliði vottum | Helgi Ásgeirsson. Starfsstúlkur óskast á nýjan veitingastað að Súðavogi 50. Upplýsingar í síma 3-77-37. Múlakaffi Fóslra og mntróðskona óskast til starfa við dagheirpilið í Kópavogi frá 1. sept. nk. Uppl. um störfin og launakjör veitir for- stöðukona dagheimilisins alla virka daga nema laugardaga frá kl. 10—12 fyrir hádegi. Kópavogi 10. ágúst 1966 BÆJARSTJÓRI. Framkvæmdamenn - verktakar Lipur bílkrani til leigu í hvers konar verk. Mokstur, hífingar, skotbvrgíngar. Vanur maður. GUNNAR MARINÓSSON Hjallavegi 5 — Sími 41498. Saga þessi kom úr árið 1950 og seldist upp á svip- stundu. Vegna sífelldrar eftirspurnar er hún komin út í nýrri útgáfu. Og viðtökurnar þarf ekki að efa, þar sem upplagið er á þrotum hjá útgefanda. Tryggið yður eintak í tíma. Verð kr. 97.00 með söluskatti. SÖGUSAFN IIEIMILANNA. Hestamannafélagið Andvari Laugardaginn 13. þ.m. kl. 2 e h. verður farið í sam- eiginlegan útreiðartúr á vegum félagsins. Riðið verður í Kaldársel og verða seldar veitingar þar. — Farið verður frá hestarettinni. Hægt verður að fá leigða hesta í ferðina gegn vægu gjaldi. Skemmtinefndin. |

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.