Morgunblaðið - 12.08.1966, Side 16

Morgunblaðið - 12.08.1966, Side 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 12. ágúst 1966 Jlfattgmtfrlftfrffr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Rits t j ðrnarf ulltr úi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigúr Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti S. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. MENNINGARB YL TING ÞURSANNA TTin svonefnda „menningar- bylting“, sem nú stendur yfir í Kommúnista-Kína, hefur vakið mikla athygli um heim allan, ekki sízt hjá menntamönnum. Hún fer fram samtímis víðtækri hreinsun, en svo fallegu orði kalla kommúnistar það, þeg- ar menn eru reknir úr em- bættum, sviptir starfi, reknir í útlegð eða dæmdir til þrælkunar í fangabúðum. — Þeir, sem verða fyrir barðinu á menningarbyltingunni og hreinsuninni, eru menn, sem hin háaldraða valdaklíka Maós óttast, að vilji slaka á hörkunni í innan- og utanrík ismálum og séu orðnir óþol- inmóðir eftir að komast sjálf- ir til valda, áður en þeir náig- ast sjötugsaldur. Maó hefur komizt að því, að hinn strangi byltingarandi gömlu kommúnistaforsprakk anna á sér ekki nægilegan hljómgrunn meðal yngri manna. Alllangt er síðan far- ið var að bera æskumönnum það á brýn, að þeir væru syfj aðir á byltingarverðinum. í nóvember síðastliðnum hófst hreinsunin með því að farið var að „útrýma flokksfjanda- skrímslunum“, og var byrjað á háttsettum embættismönn- um, stúdentaleiðtogum, blaða mönnum og listamönnum. — Síðan hvarf Maó í sex mán- uði samfleytt. Mörgum geturn var leitt að hinu dularfulla hvarfi eins valdamesta manns á jarðríki. Þegar hann birtist dauðleg- um mönnum að nýju, var eng in skýring gefin á hvarfi hans. Það var ekki fyrr en í síðustu viku, að Alþýðudag- blaðið í Peking skýrði frá því, að „leiðtogi lýðsins, son- ur sólarinnar og ástmögur alls mannkyns“ hefði legið undir feldi heilt misseri „til þess að finna vísindalegt svar við spurningunni um það, hvernig koma ætti í veg fyr- ir, að kapítalisma yrði aftur komið á í Kínaveldi". Fróðlegt er að frétta, að kapítalisminn skuli enn vera svo sterkt afl í Kommúnista- Kína, að sjálfur Maó þurfi að engjast af áhyggjum þess vegna í sex mánuði. Svarið fann sá vísi maður, og það er ,(skv. frásögn Alþýðudag- blaðsins): „Gerið alla menn að hermönnum“. Gera á al'lt landið að allsherjar „bylting- ar- og hermennskuskóla", og til þess að menn meðtaki boð skapinn enn betur, eru þeir hvattir til þess að borða a.m. k. eina „byltingarmáltíð“ á degi hverjum. Sú tegund af máltíð er gerð úr Óhýddum hrísgrjónum, villtum græn- metisjurtum og laufblöðum. í ljós kemur, að Maó og fé- lagar hans neyddust stundum til þess að lifa á þess konar fæði, þegar þeir voru að hefja blytinguna fyrir mörgum ára tugum, og þá er það nógu gott handa lýðnum nú, eink- um ef það getur minnkað korninnflutninginn frá -vest rænum ríkjum, sem hefur haldið sárasta sultinum niðri hjá Kínverjum undanfarin ár. Mönnum finnst menning- arbyltingin mikla að ýmsu leyti skopleg. Rithöfundar á borð við Dante, Shakespeare, Goethe, Balzac, Victor Hugo, Túrgenéff og Tolstoj eru tald ir hættulegir og tónskáld eins og Mozart, Beethoven og Bizet stórhættuleg andlegri heilsu manna. í rauninni eru það engin gamanmál, að í fjölmennasta ríki veraldar skuli þeir þursar sitja að völd um, sem vilja drepa niður alla menningu, er ekki hæf- ir andlegum búrahætti þeirra sjálfra. En þannig er eðli kommúnismans. Öll list og öll menning skal steypt í mót hans. Menn skyldu aðgæta það, að andleg kúgun í kommúnistaríkjum er aldrei staðbundið eða tímabundið fyrirbæri, heldur eðlisbund- inn eiginleiki og óhjákvæmi- legur förunautur kommún- ismans. Hitt er líka alvarlegt um- hugsunarefni, að kínverskir kommúnistar hafa nú ófeimn ir tekið upp argvítugt kyn- þáttahatur á stefnuskrá sína. Guli kynstofninn er talinn æðstur meðal ættkvísla mannkyns, en hinn hvíti lak- astur. Þess vegna geti ekki verið neitt gott að sækja til andlegrar menningar hvítra manna, (nema líklega komm- únismann, sem þýzkur sér- vitringur „fann upp“ sem alls herjarlausn á vandamálum jarðarbúa fyrir hundrað ár- um). Pekingstjórnin telur, að gulir menn geti verið sjálfum sér nægir um alla hluti (nema kannski kornmat?), og því eigi þeir hvorki að hlýða á vestræn tónskáld né lesa skáldrit hvítra manna. Þursinn vill vera sjálfum sér nægur. BREYTINGAR í BRETLANDI TTarold Wilson hefur nú til- kynnt breytingar á ríkis- stjórn Bretlands, sem vafa- laust er ætlað að styrkja stjórnina sérstaklega fyrir Hóf rannsóknir sínar í kjaflarageymslu Lise Meitner, Otto Hahn og Fritz Strassmann deila með sér Enrico Fermi verðlaununum fyrir afrek á sviði kjarnorkuvisinda > NÝLEGA voru þrír heims- kunnir vísindamenn sæmdir bandarísku Enrico- Fermi verSlaununum fyrir afrek á sviði kjarnorkuvísinda. Hlutu þau að þessu sinni prófess orarnir Otto Hahn frá Gött- ingen Fritz Strassmann frá Mainz og Lise Meitner frá Vínarborg. Vekur verðlauna- veitingin til handa Lisu Meit- ner hvað mesta athygli — hún er nú 88 ára að aldri og mikilsmetin kjarnorku- vísindamaður en átti í upp- hafi starfsferils síns við ramm preip að draga sökum þess ems, að hún var kona. Varð hún að hefja rannsóknir sínar í kjallarageymslu, þar sem hreinasta goðgá þótti að leyfa konu að stunda til- raunastarfsemi í rannsóknar- stofu. Lise Meitner er Gyðingur fædd í Vínarborg, árið 1878 'Hún stundaði nám í stærð- fræði, og heimspeki og sýndi brátt að hún var gædd ó- venjulegum hæfileikum. Fyrr en varði fór af henni slíkt orð, að hinn frægi eðlis- fræðingur, Max Planck í Ber lín kallaði hana til sín til starfa. Þar fékk hún gull- væg tækifæri til náms og starfa — en átti þó lengi framan í örðugleikum með að fá aðstöðu til tilrauna í rannsóknarstofum. En árin liðu og vegur Lisu Meitner fór vaxandi. Henni Lise Mleitner opnuðust möguleikar til rann sókna á áður óþekktum svið um eðlisfræðinnar, sem tók ógnar framförum á þessu timabili. En jafnframt urðu aðrar breytingar, ekki eins heppilegar — Þýzkaland reyndist Lisu Meitner og hennar kynstofni varasamur lífs- og starfsvettvangur og fór svo, að hún gerði sér ljóst, að hún yrði að komast burt. Hún komst til Holl- ands með ólöglegum hætti og þaðan til Kaupmannahafnar, þar sem hún starfaði um hríð hjá Niels Bohr. Þar var hún stödd þegar Þjóðverjar hertóku Danmörku en þrem vikum síðar tókst að útvega henni ferðaleyfi þaðan og hélt hún þá til Svíþjóðar. Þar starfaði hún um hríð hjá sænska eðlisfræðingnum Manne Siegbahn. Undir stríðslokin hélt Lisa Meitner til Bandaríkjanna og hóf störf við kaþólska há- skólann í Washington. Var hún kjörin „kona ársins“ 1846 í Bandaríkjunum og næstu árin rigndi yfir hana viðurkenningum, — sumum, sem hún kærði sig ekkert um því að nafn hennar var tíð- um tengt tilkomu kjarnorku- sprengjunnar. Hún neitaði jafnan afdráttarlaust að hafa átt þátt í smiði hennar, enda þótt hún hefði ásamt Otto Hahn orðið fyrst til þess að kljúfa uraniumkjarnann. Lise Meitner er nú búsett í Eng- landi. flokksþing Verkamanna- flokksins sem haldið verður í október-mánuði, en talið er að ýmsir ráðherrar Wilsons hafi aflað sér mikilla óvin- sælda, og er búist við hörð- um árásum á þá á flokksþing inu. Brown, efnahagsmálaráð- herra, tekur nú við starfi ut- anríkisráðherra Bretlands, en Michael Stewart, utanrík- isráðherra, tekur við embætti Brown. Miohael Stewart hef- ur verið ákveðinn talsmaðuf þeirra afla í Bretlandi, sem veita vilja Bandaríkjamönn- um fu'llan stuðning í Víet- nam, en af þeim sökum hefur hann aflað sér mikilla óvin- sælda í vinstri armi Verka- mannaflokksins. Með þessari breytingu mun Wilson vafa- laust ætla að draga nokkuð úr óánægju flokksmanna sinna með þann stuðning, sem brezka ríkisstjórnin hef- ur veitt Bandaríkjamönnum í Víetnam. Verulegur skoðanaágréin- ingur hefur verið milli Call- eghans, fjármálaráðherra og Browns um stefnuna í efna- hagsmálum og er þessari breytingu vafalaust ætlað að bæta samvinnu þessara tveggja ráðuneyta. Eftir er að sjá hvort þessar breytingar verða stjórninni til styrktar, en augljóst er að Verkamannaflokksstjórnin í Bretlandi á nú við mikla og vaxandi erfiðleika að etja, og skrif áhrifamikilla blaða um heim allan benda mjög ein- dregið til þess að menn hafi takmarkaða trú á því að efna hagsaðgerðir Wilsons muni verða pundinu til bjargar. LEGGJA Á NIÐUR OPINBERAN BÚREKSTUR i aðalfundi Stéttarsam- bands bænda var sam- þykkt tillaga þess efnis að lögð Verði niður ríkisbú og bú bæjarfélaga, sem ekki þjóni sérstöku tilraunahlut- verki í þágu landbúnaðarins. Hér er um að ræða sjálfsagða tillögu, þar sem engin ástæða virðist til að ríki og sveitar- félög reki búskap, ef ekki er um þýðingarmikla tilrauna- starfsemi að ræða. Tilhneiging er líka til þess að þau bú, sem þannig eru rekin af opinberum aðilum séu rekin með nokkrum halla, og er ástæðulaust, þeg- ar um allmikla umframfram- leiðslu á landbúnaðarvörum er að ræða, að skattgreiðend- ur greiði halla af rekstri slíkra búa. Þess er því að vænta að hlutaðeigandi aðil- ar fagni þessari til'lögu Stétt- arsambandsfundarins og að hið allra fyrsta verði dregið úr búskaparstarfsemi hins op inbera, sem ekki hefur sér- siöku hlutverki að gegna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.