Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1967. 19 Áhrif EFTA á norrænan iðnað — Nidurfelling tollanna hefur leitt til stóraukinna viðskipta ingu, sem útlit er fyrir, og þá söluerfiðleika, sem tvískipting Evrópu leiðir af sér. Ekki aðeins landbúnaðurinn, heldur líka iðn- aðurinn munu á næstu árum í sívaxandi mæli eiga að mæta þeim hindrunum, sem segja munu til sín eftir því sem tolla- og efnahagsbandalagi sex-veld- anna þokar áfram. Á þessum stóru mörkuðum mun iðnaður- inn eiga við vaxandi erfiðleika að etja — og jafnvel er hætta á, að eitthvað af þeim árangri, sem við hér höfum náð, muni fara forgörðum á ný, ef of lengi dregst að markaðsaðstæðurnar batni. UM SÍÐUSTU áramót var merk- um áfanga náð í fríverzlunar- samstarfi EFTA-ríkjanna. Þá voru felld niður síðustu 20% tolla af iðnaðarvörum í viðskipt- l»m milli landanna. Var þessu marki náð þrem árum fyrr en áætlað var, þegar fríverzlunar- bandalagið var stofnað árið 1959. Margir voru þó í byrjun van- trúaðir á, að áætlun sú um nið- urfellingu tollanna stig af stigi, eem sett var með Stokkhólms- sáttmálanum, mundi reynast framkvæmanleg. Og enn fleiri áttu bágt með að ímynda sér, að markinu yrði náð án þess að jafnframt yrðu sköpuð stórvaxin vandamál fyrir fjölda iðngreina. Margir efuðust því um, að hér Væri hyggilega af stað farið. Með þetta í huga er ekki ófróð legt að kanna, hver dómur reynslunnar er, nú þegar hann liggur fyrir. Hvernig hefur t. d. iðnaðinum reitt af á hinum Norðurlöndunum, sem öll eiga aðild, Finnland þó aukaaðild. Aukin iðnaðarframleiðsla — •tórvaxandi viðskipti ■ Einn af forvígismönnum norsks iðnaðar, Rolf Roem Nielsen, forstjóri hjá „Noregs Industriforbund“, lýsti viðhorf- um sínum í blaðaviðtali nú um áramótin. Hann komst þar svo að orði, að iðnaðurinn í heild hefði eflzt í tíð EFTA. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað á framleiðsluaðstæðum og skipu- lagi iðnaðarins. Samkeppnin hafi vaxið og ein- Btök fyrirtæki orðið að draga 6r rekstri sínum, en á sama tíma hafi önnur getað fært út kví- arnar. Þau fyrirtæki séu til, sem •tarfrækt séu áfram án þess að rekstur þeirra beri sig nógu vel, cg geti vandamálin því verið meiri, en þau virðist fljótt á Btið, en í því efni kunni fleira að ráða en EFTA eitt. M. a. hafi enn ekki verið leiddar til lykta lagfæringar á skattakerfinu o. fl., ■em rætt hafi verið um við rík- isstjórnina á sínum tíma. Mikilvægi EFTA fyrir norsk- an iðnað telur Roem Nielsen koma ljósast fram í þeirri miklu aukningu, sem orðið hafi bæði á vöruafgreiðslu og viðskiptum, jafnframt því sem meiri breidd hafi skapast í útflutningnum, en þarna komi þó auðvitað fleira til en EFTA. Meðal heillavænlegra áhrifa megi telja það, að EFTA hafi dregið úr tvístringi og örvað samstarf í norskum iðnaði. Áframhaldandi efling EFTA Hinn norski forvígismaður telur ekki sízt ánægjulegt í sam- bandi við aukningu viðskipt- anna, að það sé einkum útflun- ingur fullunninna vara, sem vaxið hafi. f heild hefur útflutn- ingur Norðmanna til EFTA- landanna (Finnland meðtalið) aukizt um 96,6% á árunum 1959—66, þ. e. í tíð EFTA, og á sama tímabili hefur innflutning- urinn frá löndum þessum aukizt um 90,1%. Viðskiptin hafa því næstum tvöfaldazt. í viðtalinu lýsir Roem Nielsen sig fylgjandi enn nánara sam- starfi Evrópuríkjanna á sviði efnahags- og viðskiptamála en átt hafi sér stað innan EFTA, enda þótt ljóst sé, að af því muni leiða enn aukna sam- keppni. Sú reynsla, sem fengist hafi í EFTA-samstarfinu muni í ríkum mæli geta komið að gagni við frekari útfærzlu hins evrópska markaðar. Og ef um áframhaldandi iðnvöxt eigi að geta orðið að ræða, hljóti áhug- inn að beinast að Efnahagsbanda lagi Evrópu og þeirri þróun, sem þar á sér stað. Höfuðmarkmiðið hljóti að vera að ná samkomu- lagi við sex-veldin, sem í raun réttri þýði það, að ganga verði í bandalagið. En EFTA-ríkin geti ekki þvingað sig inn. Gera verði ráð fyrir, að enn geti liðið langur tími unz af því verður, og á meðan verði Norðmenn að byggja eins skynsamlega og frek ast er unnt á því sem þeir hafi. Næst liggi fyrir að efla EFTA enn frekar og færa starfsemina út — í sömu átt og þróunin stefni innan EBE, svo að sem minnst umskipti þurfi að eiga sér stað, þegar þar að kemur. Hefur einkum borið ríkulegan ávðxt fyrir norrænu aðildarríkin Áhrif EFTA á þróun dansks iðnaðar voru fyrir skömmu rædd af formanni Iðnráðsins þar, N. Arnth-Jensen, og var sagt frá skoðunum hans í „Tids- skrift for Industri“ fyrir skömmu. Hann kvað alla hafa verið sammála um það, þegar Danir ákváðu að taka þátt í stofnún EFTA fyrir rúmum 6 ár- um, að sú ráðstöfun mundi krefj ast verulegrar aðlögunar, nýs framtaks bæði á sviði fram- leiðslu- og sölumála. Enginn hafði í rauninni vitað, hvort iðnaðurinn mundi reynast þess- um vanda vaxinn. En í dag væri með ánægju hægt að votta, að þetta hefði tekizt. — Ég held, sagði Arnth-Jen- sen, að allir viðurkenni, að iðn- aðurinn hafi kunnað að hagnýta sér þau tækifæri, sem stofnun hins stóra og frjálsa EFTA- markaðar skapaði. Það hefur ver ið unnið vel, og eins og alkunna er hefur sóknin fram á við eink- um borið ríkulegan ávöxt fyrir Norðurlöndin. Hið aukna við- skiptafrelsi hefur einungis verið til gagns, og viðu erum þeirrar skoðunar, að við getum staðið okkur í framtíðinni — enda þótt hún sé ekki eins björt og verið hefur hingað til. Á ég þar við þá aðstöðub'reyt- Sérhæfingin skapar bæði stærri og minni fyrirtækjum rekstrarskilyrði Arnth-Jensen telur miklu skipta fyrir framtíð dansks iðn- aðar, að ekki verið látið undir höfuð leggjast að hagnýta hina fullkomnustu tækni á öllum sviðum hans. Segja verði skilið við úreltar framleiðsluaðferðir og fylgja kröfum tímans svo sem frekast sé unnt. Samkeppn- isaðstaðan á mörkuðum verði ekki tryggð með öðrum hætti. Eitt af höfuðeinkunnunum í þró- un síðustu ára hafi verið aukin sérhæfing, enda sé hún orðin brýn nauðsyn með stækkun markaðanna. í sumum tilvikum hafi þessi þróun leitt til nánara samstarfs og samruna fyrirtækja, en á hinn bóginn skapi sérhæf- ingin einnig skilyrði til áfram- haldandi starfsemi smærri fyrir- tækja. Með því að færa sérú nyt þá möguleika, sem tæknifram- farirnar bjóða, verði þeim unnt að gefa neytendum kost á margs kyns ,skraddarasaumuðuirí“ vör- um, sem stærri fyrirtækin muni ekki telja sér hagkvæmt að fram leiða. Meðalstór fyrirtæki eigi auðveldara með að laga sig eftir mismunandi þörfum neytend- anna — og hafi það á ýmsum sviðum reynzt hafa þýðingu í hinni alþjóðlegu samkeppni. — Á síðasta áratugnum hafa miklar framfarir átt sér stað í atvinnu- og efnahagslífi, segir Arnth-Jensen. — Danir hafa horfið frá litlum og þröngum markaði yfir í stóran og opinn. Iðnaður landsins hefur verið þungamiðjan í þessari þróun. Hinn öri vöxtur í efnahagslif- inu, sem við höfum okkur til ánægju átt við að búa, er fyrst og fremst árangurinn af þeirri öflugu iðnvæðingu, sem átt hef- ur sér stað í þjóðfélagi okkar. í dag er Danmörk ekki einungis landbúnaðarland, heldur í ríkum mæli iðnaðarland, og það mun enn í vaxandi mæli verða komið undir framleiðslu- og sölumögu- leikum iðnaðarins, hvort okkur tekst að halda uppi þeirri miklu atvinnu og framleiðniaukningu, sem er forsenda áframhaldandi TIL LEIGU ÓSKAST Iðnaðarhúsnæði CA. 100 FERM. MEÐ INNKEYRSLUDYRUM. SÍMI 13896. Breyttur viðtalstími Viðtalstími minn að Klapparstíg 27 verður með og frá 23. þ.m. mánudögum kl. 13—15, þriðjudögum kl. 16—18 og miðvikud., fimmtud. og föstudaga kl. 10.30—12 og laugardaga kl. 10.30—11.30. Símavið- talstími 20425 klukkustund fyrir og hálfa stund eftir stofutíma. Vitjanabeiðnir til kl. 13 í síma 20425 eða 52142. KAGNAR ARINBJARNAR, læknir. efnahagsframfara, segir hinn danski forystumaður. Norðurlöndin og EFTA Heildarútflutningur Dana hef- ur aukizt á tímabilinu 1959—65 um 61.7%; heildarflutningurinn til EFTA-ríkjanna, að Finnlandi meðtöldu, hefur aukizt meira en þetta, þ. e. 86,3% En aukningin á útflutningi iðnaðarvara einna til EFTA-ríkjanna á þessu tíma- bili nemur 170,3%. Hefur eink- um orðið veruleg aukning á út- flutningi danskra iðnaðarvara til hinna Norðurlandanna, en til þeirra hafa farið um % aukn- ingarinnar. Á sama hátt hafa u. þ. b. % af þeirri heildaraukn- ingu, sem orðið hefur á vöru- útflutningi Dana frá ríkjum EFTA, komið frá Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi. Þessi mikla aukning, sem orðið hefur á viðskiptum Norður- landanna innbyrðis, vegna að- ildar þeirra að EFTA, ber þess glöggan vott, að með EFTA sam- starfinu hefur nú tekizt að koma á því viðskiptafrelsi aS því er iðnaðarvörur snertir, sem ekki tókst í samningaviðræðum um stofnun norræns tollabanda- lags, er fram fóru á árunum upp úr 1950. Hjá Norðurlöndunum fjórum, sem tekið hafa þátt í EFTA samstarfinu, ríkir því mjög almenn ánægja með þann mikilsverða árangur, sem náðzt hefur. Ekki sízt eru þau ánægð með, að þarna skuli hafa fundizt nokkurt mótvægi við þeim erfið- leikum, sem óhjákvæmilega hlutu að leiða af hinni nánu efna hags- og viðskiptasamvinnu ríkjanna sex í Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Þó að sá vandi sé hvergi nærri leystur til fulls með starfsemi EFTA, hefur frí- verzlunarbandalagið stuðlað að miklum framförum meðal aðild- arríkja sinna. Sá ávinningur, sem af samstarfinu hefur hlotizt, styrkir einnig mjög möguleika þeirra til að tryggja stöðu sína í eínahags- og viðskiptamálum álfunnar í framtíðinni. Ibúð óskast Reglusöm og hæglát barnlaus hjón óska eftir 1—2ja herb. íbúð strax. Vinsamlegast hringið í síma 21450 á skrifstofutíma. HAFNARFJÖRÐUR HAFNARFJÖRÐUR Til leigu 83 ferm. húsnæði að Hverfisgötu 25 Hafnarfirði. Leigist fyrir léttan iðnað eða annað. Upplýsingar í síma 51280 eftir kl. 7 í síma 51281. Vön afgreiðsludama óskast í metravöru. Saumakunnátta æskileg. Skrifstofa Grettisgötu 3 — Sími 20950. Framtíðarstarf Duglegur og vel menntaður maður með þekkingu á bókhaldi óskast til þekktrar stofnunar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Framtíðarstarf — 8705“ fyrir föstudag 27. þ.m. Farið verður með þær sem algert trúnaðarmál. VVisconsin Motor Corporation eru stærstu og þekktustu framleiðendur í heimi á loftkældum benzínvél- um frá 3-60 hö. Eigendur Wisconsinsvéla snúi sér viðvíkjandi varahlutum til einkaumboðsmanna á íslandi. Elding Trading Company Hf. Hafnarhvoli — Sírni: 15820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.