Morgunblaðið - 14.02.1967, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.02.1967, Qupperneq 11
MÓRGUNBLÁÐIÐ, jÞRIÐJUDAGUR 14. FÉBRUAR 1967. fi * 11 saæsími Læknisþjónusta við síidarflotann Ný mál Alfreð Gíslason ,(K) lagði fram í gaer frv um bann við tóbaks- auglýsingum. Einar Olgeirsson og aðrir þing- menn Alþbl. í Neðri deild lögðu fram í gær lagafrv. um uppsögn varnarsamningsins. Einar Olgeirsson (K) lagðl fram í gær þingsályktunartillögu um samstarf íslands við Önnur lönd gegn alþjóðlegum einok- unarauðhringum. Björn Fr. Björnsson (F) o.fl. hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu um verðiöfnun á áburði. Menntamálanefnd Nd. hefur lagt fram nokkrar breytingar- tillögur við frv. um n'ámslán og námsstyrki. — mikið heilbrigðis- og öryggis- mál — sagði Sigurður Bjarna- son á Alþingi í gær SIGURÐUR Bjarnason hélt á fundi neðri deildar í gær framsögu fyrir frumvarpi, er hann flytur um breyting á læknaskipunarlögunum. Er hún í því fólgin, að ríkis- stjórninni verði heimilt að ráða lækni til þess að veita sjómönnum síldveiðiflotans læknishjálp á fjarlægum miðum. Slíkur læknir skal þá hafa bækistöð um horð í síld- arleitar- eða rannsóknar- skipi. Benti Sigurður á það í ræðu sinni, að brýna nauð- syn hæri til að íslenzki fisk- veiðiflotinn ætti kost á lækn- isaðstoð, þegar slys eða veik- indi bæru að höndum um borð í skipunum, ekki sízt þar sem hann sækti æ meir á fjarlægari mið. Sérstaklega ætti þetta við síldveiðiflot- ann, er sækti til fiskjar langt á haf út. Við hefðum marg- oft notið aðstoðar lækna bæði Norðmanna og Rússa, ef einhvern voða bar að hönd um, en það væri ekki sæm- andi Islendingum, að láta svo stóran hóp þjóðfélagsins vera afskiptan sjálfsagðri heilbrigðis- og öryggisþjón- ustu. (Sigrurður Bjarnason): ÞaS mun ekki þurfa að flytja ýtar- leg rök fyrir nauðsyn þessa frv. Dagskrá AlþSngis í dag Dagskrá Alþingis í dag: Efri deild: 1. Samkomudagur reglulegs Alþingis. 2. Einkasala ríkisins á tóbaki. Neðri deild: 1. Áburðarverksmiðja. 2. Húsnæðismálasofnun ríkis- ins. 3. Verkfræðrráðunautar ríkis- ins á Norður-, Austur- og Vesturlandi. 4. Námslán og námsstyrkir. 5. Stýrimannaskóli í Vest- mannaeyjum 6. Austulandsvirkjun. 7. Verndun og efling lands- byggðarinnar. 8. Sala eyðijarðarinnar Skarðs. 9. Ungmennahús. Sigurður Bjamason i Það er almennt viðurkennt, að mikla nauðsyn beri til bess. að hinn fjölmenni fiskiskipafloti íslendinga, sem sækir á æ fjar- lægari mið, einkum á síldveið- um, eigi kost á læknisþjónustu. þegar slys eða veikindi ber að höndum um borð í skipunum. Þess vegna er lagt til í þessu frv., að ríkisstj. verði heimilað að ráða lækni til þess að veita sjómönnum síldveiðiflotans slíka þjónustu á fjarlægum miðum. Ég tel, að hér sé um mikið heilbrigðis- og öryggismál að ræða, sem þörf er skjótra úr- ræða í. Ég leyfi mér að vitna til þess, að skömmu eftir að þetta frv. kom fram, var stofn- að félag síldveiðisjómanna hér á landi, og gerði stofnfundur þess ályktun einmilt um þetta mál, þar sem áherzla var lögð á nauðsyn þess, að síldveiðiskip, sem sækja á fjarlæg mið, eigi kost læknishjálpar. Það mun hafa orðið að leita læknishjálp- ar norður að Jan Mayen, t.d. annað hvort hjá rússneskum- eða norskum skipum, eða jafn- velr hjá læknum, sem staðsettir hafa verið norður þar. Ég held þess vegna, að það fari ekki á milli mála, að hér sé um mikið nauðsynjamál að ræða. Á það má einnig benda, að í- þáltill., sem flutt var snemma á þessu þingi, er á það minnst, að kannað verði, hvort ekki sé mögulegt að koma á fót lækna- þjónustu, sem fylgt geti síldveiði flotanum, að minnsta kosti á djúpmiðum. Frv. var vísað til 2. umr. og heilbrigðis- og félagsmálanefnd- ar. Þingmál í gær EFRI DEILD: Dr. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, flutti framsögu fyrir stjórnarfrumv. um sam- komudag reglulegs Alþingis, en frv. var afgreitt frá neðri deild í síðustu viku. Frv. var vísað til annarrar umræðu og allsherjarnefndar. NEÐRI DEILD: Geir Gunnarsson (K) flutti framsögu fyrir frv., er hann flyt ur ásamt Hannibal Valdimars- syni (K) um að iðnnemar fái að ild að lánum húsnæðismála- stofnunarinnar. Er hún flutt m.a. vegna ályktunar Alþýðu- sambandsþings um þetta mál. Frv. var vísað til annarrar umr. og heilbr,- og félagsm,- nefndar. Einar Olgeirsson (K) flutti framsögu fyrir frv. er hann flyt- ur um breytingu á núgildandi lögum um Áburðarverksmiðj- una. Frumvarpið felur í sér, að skorið verði úr því ótvlræða, að ríkið eigi verksmiðjuna. Jafn- framt er gert ráð fyrir að ríkið kauipi upp hlutabréf annarra að- ila og verðbæti þau að fullu. Einar hefur flutt þetta frv. i a.m.k. áratug, en það hefur enn ekki fengið afgreiðslu. Var frumv. vísað til annarrar umr. og fjárhagsnefndar. Gísli Guðmundsson (F) flufcti framsögu fyrir frv., er hann flyt ur ásamt Ágústi Þorvaldssyni (F) um verkfræðiráðunauta rík isins, er verði staðsettir á Akur- eyri, Egilsstöðum og ísafirði og hafi þeir, undir umsjón vega- og vitamálastjóra umsjón með vega og hafnarframkvæmdum, svo og hvers konar opinberum bygging arframkvæmdum, enda sé það ábveðið í reglugerð og samþykkt af viðkomandi ráðuneyti. Þeir félagar hafa flutt frv. tvisvar áður. Að lokinni ræðu Gísla var frv. vísað til annarrar umr. og alls- herjarnefndar. Bifvélavirkjar Fíatumboðið óskar að ráða nokkra góða bifvélavirkja nú þegar, gott kaup og góð húsakynni. — ítalskur sérfræð- ingur er til leiðbeiningar. Einnig er hér tækifæri fyrir unga menn er vildu læra að sérhæfa sig í Fíat viðgerðaþjónustu og mun umboðið senda unga menn á námskeið til Svíþjóðar, en þar starfar Fíat viðgerðarskólinn. Upplýsingar hjá Fíat-umboðinu, Laugavegi 178. Stefnuljósablikkarar í úrvali. Varahlutaverzlun * Jóh. Olafsson & Co. Brautarholti 2. Sími 1-19-84. Hraðbátur óskast Óska eftir að kaupa góðan bát og á að gizka 40 ha utan- borðsmótor. Hvort tveggja þarf að vera gert fyrir sjó. Þeir, sem vildu sinna þessu, sendi tilboð, er tilgreini ald- ur, stærð og verð til afgr. Mbl. merkt: „Hraðbátur — 8876“. LONDON- LONDON dömudeild dömudeild Síðasti dagur útsölunnar er í dag LONDON LONDON dömudeild dömudeild ENSKUSKOLI LEO MUNRO Baldursgötu 39. Símar 19456. Nýtt námskeið fyrir fullorðna hefst 20. febrúar Abeins 10 í flokki Sérflokkur fyrir húsmæður á daginn. Innritun í síma 19456 alla virka daga frá IC/. I fi/ 4 eh. PITMAN SCH00L 0F ENGLISH Árlegir sumarskólar í London, Oxford og Edinborg. Góð námskeið í ensku, þar sem sérstök á- herzla er lögð á að gera nemendurna hæf- ari til þess að skilja talaða ensku og tala málið reiprennandi. London (University College) 5. júlí til 1. ág. og 2. til 29. ágúst. Oxford 2. til 29. ágúst. Edinborg 14. ágúst til 8. sept. (á sama tíma og Edinborgarhátíðin). Útvegum nemendum húsnæði þeim að kostnaðarlausu. — Lengri námskeið eru einnig haldin allt árið um kring í skólan- um í London. Nánari upplýsingar og ókeypis upp- lýsingabækling fáið þér hjá: T. Steven, Principal, THE PITMAN SCHOOL OF ENGLISH 46 Goodge Street, London, W. 1. Viðurkenndur af mennta- og vísinda- málaráðuneyti Bretlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.