Morgunblaðið - 14.02.1967, Page 30

Morgunblaðið - 14.02.1967, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, KRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1967. FH vann Honved með 5 marka mun 19-14 — en iapaSi samast- Jafft med 2 mörkum ÍÞRÓTTAHÖLLIN var þéttskipuð — og um eða yfir 1000 manns án miða utan dyra — er íslandsmeistarar FH unnu á sunnudaginn, Ungverjalandsmeistara Honved — úrslita- lið í Evrópukeppninni í fyrra — með 19 gegn 14. Sigur FH og allur leikur þeirra er meðal mestu afreka sem ísl. hand- knattleiksmenn hafa unnið og sennilega bezti leikur er ísl. félagslið hefur náð. Tvívegis í keppninni hafði FH 7 marka forskot og hafði þar með unnið upp tap sitt í Budapest fyrra sunnudag. FH var þá nærri því að slá Honved úr Evrópukeppninni. En á þeirri stóru stund örlaði á of miklu bráðlæti hjá íslandsmeisturunum, svo Honved fékk bjargað sér „frá falli“ þó liðið megnaði alls ekki að aftra verð- skulduðum sigri FH. Það var mikil spenna á áhorf- endabekkjunum — og ekki var hún minni á þéttskipuðum á- horfendapöllunum. Fagnaðarlæt in voru gífurleg er Örn Hall- steinsson skoraði fyrsta markið með leiftursnöggu skoti, svo hvein í netinu, er 2 mín. voru af leik. Slík fagnaðaralda end- urtók sig er Kristófer varði fyrsta skotið er að marki FH kom og enn er Örn bætti öðru marki við með jafn snöggu skoti og fyrr. Þrjár mín. voru af leik og FH hafði náð 2—0 forystu. Stemningin var mynduð og helzt til leiksloka — en spenn- ingurinn átti eftir að vaxa jafnt og þétfc Næstu tvö skot Ungverja fóru framhjá og í stöng og einnig átti Birgir skot sem var varið. Fyrst eftir 6t4 min. skorar Varga fyrsta mark Ungverja en sekundum síðar skorar Örn Hall steinsson 3ja mark FH. Þessi forysta FH gerði sitt til að róa taugar liðsmanna og tókst þeim að ná yfirveguðum leik og undirtökum í hinni spennandi baráttu. Ekki spillti það að Kristófer varði næstu þrjú skot Ungverjanna (og hið fjórða hæfði ekki). Skotin voru þó ekki erfið en Kristófer magnað- ist í markinu við velgengnina. Fram og Honved — keppa í kvöld í K V ö L D leika ungversku meistararnir frá Honved síðari leik sinn í Íslandsheimsókninni Mæta þeir þá Reykjavíkurmeist- um Fram. Framarar hafa lengi verið aðalkeppinautar FH um íslandsmeistaratitilinn og eru eina félagið auk FH, sem tekið hefur þátt í Evrópukeppni meist araliða. Verður gaman að sjá hvernig Fram tekst upp móti hinu ágæta ungverska liðL Donír unnu Norð menn tvívegis NORÐMENN og Danir háðu tvo landsleiki í körfuknattleik lun helgina, og fóru báðir fram í Osló. Danirnir unnu báða með aUm.klum mun, þann fyrri á laugardag með 63 gegn 50 stig- um og þann síðari með 76 stig- um gegn 36. Á 11. mín. skoraði Ragnar 4. mark FH og mínútu síðar hið fimmta, og hafði Kristófer var- ið gott skot í millitíðinni. FH verðskuldaði fyllilega þessa „óska-byrjun“ og hafði nú tek- ið frumkvæðið í leiknum, fyrr en nokkur hafði þorað að vona. Kannski þoldu þeir ekki þessa góðu byrjun. Þeir dott- uðu á verðinum í vörninni. Kovacs skoraði eitt glæsileg- asta mark leiksins með því að hoppa upp og slá inn háa sendingu félaga síns og í kjöl- farið fylgdu 2 ungversk mörk til viðbótar skoruð af Kovacs og Adorjan, svo staðan var 5—4 fyrir FH eftir 16 mín. Þá fylgdi mikill baráttukafli og mátti vart á milli sjá næstu 8 mínúturnar. En á rúmum 5 mínútum í lokin tók FH af skar- ið. Skoraði Fáll úr víti, síðan Páll og Geir úr hraðupphlaup- um og loks örn. Var staðan kom in í 11—6 fyrir FH en úr víta- kasti á síðustu sekundum skor- aði Kovacs, svo staðan var 11 —7 í hálfleik — forystan var sem sagt helmingur þess marka- fjölda sem FH þurfti að vinna með til að halda áfram í keppn- inni. Spennan gat ekki verið meiri. Baráttan í upphafi síðari hálf- leiks var geysilega hörð. FH- ingar héldu áfram undirtökun- um, skoruðu fyrsta markið og þó Birgi og Jóni Gesti væri vís- að af velli í 2 mín. hvorum með stuttu millibili var forskot FH komið í 6 mörk eftir 12 mín. Var þetta mótstætt því, sem oft vill Birgir beygði sig snöggt til hliðar, fann smugu í varnarveggnu m og skoraði. — Ljóm. Sv. Þorm. verða hjá ísl. liðum er náð hafa forskoti í fyrra hálfleik. Vilja þá íslendingar verða værukærir og missa að ástæðulausu erfið- lega fengið fotskot. En PH-liðið keppti sýnilega að meiru en venja er til og er 16% mín. voru af leik skoraði Páll Eiríksson 17. mark FH og var þá forskot FH komið í 7 mörk — búið að vinna upp tap- ið í Budapest fyrra sunnudag. Fagnaðarbylgjan írá áhorfend- um var ólýsanleg. Mönnur var tekið að hitna I hamsi og nú varð Árni Guð- jónsson að víkja af velli í 2 mín. fyrir óþarfa leikbrot. Og á meðan hann var utan vallar skora Ungverjar. Var þar Kad- arabek að verki í hraðhlaupi, sem spannst upp úr mikilli sókn •FH, en í þeirri sókn hafði Geir komizt í gott færi á línu en var gróflega hindraður. Urðu þarna, að mínum dómi, stærstu mistök dómarans. En Ragnar sá um það að FH náði aftur 7 marka for- skoti 18—11 og voru þá 10 mín. til leiksloka. Kristófer varði nú tví- vegis mjög glæsilega og tak- mark FH-inga og óskadraum- ur allra virtist ætla að rætast. En á þessari örlagastundu Geir skorar. — Lengst t.h. er bróðir hans Örn. gerðu FH-ingar sig seka um af mikið bráðlæti. í stað þess að dempa hraðann og ná aft- ur fullu valdi á leiknum, skaut Ragnar úr vonlitilli stöðu og Birgir litlu síðar. Skotin oilu engri hættu við ungverska markið en Ung- verjarnir brunuðu upp og skoruðu úr upphlaupunum. Var dæmt vítakast í fyrra upphlaupinu er varnarmaður FH braut gróflega af sér al- veg að ástæðulausu. Staðan var 18—13 eða 5 marka for- skot og á síðustu mínútunum skoruðu liðin sitt hvort mark ið — bæði úr vítaköstum. — Lokastaðan var 19—14. Liðin FH liðið sýndi bezta leik, sem ég hef séð ísl. félagslið leika. Liðsmenn voru ókveðnir en gleymdu því þó aldrei — ef frá eru skildar síðustu mínúturnar svo og kaflinn er fylgdi á eftir 5—1 byrjun þeirra — að þeir þurftu að beita allri sinni kænsku og öllum sínum hæfi- leikum. Og PH-ingum tókst svo sannarlega að sýna annað og meira en venjulega sézt hér. — Kristófer í markinu átti mjög góðan leik, frekar auðvelt í byrjun en vaxandi skot og hann óx stöðugt og á sinn þátt í sigr- inum. Ragnar var skipuleggjari spilsins og tókst vel upp með 4 mörk í ofanálag. Geir var lakar venju, enda gekk hann ekki heill til skógar. Vörnin með Birgi sem akkeri stóð sig yfirleitt vel, en átti þó til að opnast illa, enda voru Ungverjarnir snöggir og eygðu alla möguleika. Páll átti og góðan leik og örugg víta- köst undir þungri pressu. En að öllum ólöstuðum ber Örn Hall- steinsson hæst í þessum leik. í sókn var hann hinn óstöðvandi skotmaður og á milli gætti hafin hins leiftursnögga Fenyö svo vel, að þessi mikli skotmaður skor- aði aðeins eitt mark. Sú gæzla er e.t.v. lykillinn að sigri FH í þessum leik. f heild náði FH-liðið svo sam- stilltum leik að ég tel þetta bezta leik sem ísl. félagslið hef- ur náð. Ungverjarnir voru alllengi að átta sig á aðstæðum hér, enda tóku PH-ingar þá ákveðnum tökum strax í byrjun. En síðar kom í ljós að liðsmenn þeirra eru þrautþjálfaðir, skotmenn góðir, sérlega liðugir og snögg- ir í hreyfingum og kunna kúnst- ir sem erfitt er að verjast eins og t.d. er Kovacs skoraði mark- ið með uppstökkinu og slætti i netið. Það þarf meira en meðallið til að sigra lið eins og Honved — enda voru þeir í úrslitaleik um Evrópubikarinn í fyrra. Mörk FH skoruðu: Örn Hall- steinsson 5, Páll Eiríksson 6 (4 úr víti), Ragnar 4, Birgir 2, Jón Gestur og Árni Guðjónsson sitt hvor. Mörk Honved: Varga 7 (4 úr víti), Kovacs 4, Adorjan, Fenyö og Kadarabek 1 hver. Dómari í leiknum var Daninn Aage Armann. Að sjálfsögðu eru menn ekki á eitt sáttir um dóma hans, en góðri stjórn hélt hann allan tímann, var alltaf hinn ró- legi stjórnandi sem hafði full tök á þessum leik er varð er á leið all erfiður viðfangs. Þessi ungi milliríkjadómari stóðst því þessa prófraun með sæmd. — A. St. Enska knattspyrnon 29. UMFERÐ ensku deildar- keppninnar fór fram sl. laugar- dag og urðu úrslit leikja þessi: 1. deild: Blackpool — Burnley 0-2 Ghelsea — Manchester City 0-0 Leeds — Stoke 3-0 Leicester — Arsenal 2-1 Liverpool — Aston Villa 1-0 Manohester U. — N. Forest 1-0 Newcastle — Everton 0-3 Sheffield W. Soutíhampton 4-1 Tottenham — Fuiham 4-2 Unglingameistara mót Islands UNGLENGA MEISTARAMÓT fs- lands í frjálsum fiþróttum fer fram sunnudaginn lö. febrúar 1967 í ílþróttáhúsi Háskólans I Reykjavík og hefst klukkan 2 eftir hádegi. Keppt verður í langistökki án aitrennu, hástökki án atrennu, hástökki með atrennu, kúlu- varpi (7,267 kg.). Keppni í stangarstökki mun fara fram með meistaramóti full orðinna í næsta mánuði Þátttökutilkynningax ber að senda Þórði Sigurðssyni, c.o. Landnám ríkisins, Reykjavík, fyrir 16. febrúar n.k. F.Í.R.R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.