Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 32
Helmingi útbi^iddaia en nokkurt annað íslenzkt blað Lang stærsta ■ og íjölbreyttasta blað landsins ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1967 Umf erð bönnuð um aðal bryggju Akureyringa vegna skemmda sem vart hefur orð/ð Akureyri, 13. feb. HMFERÐ hefur verið bönnuð um syðri Torfunesbryggju vegna skemmda, sem þar hefur orðið vart, og verður bryggjan ónot- hæf nokkra daga meðan viðgerð fer franu í sumar vildi svo til, að Sel- foss laskaði bryggjuna nokkuð að sunnan og austan verðu. Dregizt hefur að gera við skemmdirnar á stálþilinu, og hafa þær ágerzt í vetur. í sunnanáttinni undanfarnar <?'vikur hefur svo uppfyllingin eða ofaníburðurinn undir bryggju- gólfinu étizt burt, og runnið út, svo að eftir því var tekið á laugardaginn að ein steinsteypu- platan í gólfinu var tekin að síga nokkuð. Var þá umfreð um bryggjuna bönnuð, en nokkrum klukku- stundum síðar féll platan alveg niður, og mikið hafði einnig grafizt undan tveimur plötum öðrum, sem teknar voru að síga. Unnið er nú að viðgerð, og er ekki búizt við að hún taki marga daga. Þessi bryggja er aðal haf- skipabryggja Akureyringa. — Sv. P. Beið bana við raflost Hér birtist mynd af Ingólfi Jónssyni, loftskeytamanni, sem beið bana er hann fékk í sig háspennustraum í Loftskeyta- stöðinni á Rjúpnahæð sl. laug- ardag. Ingólfur var 36 ára að aldri, tii heimilis í Bogahlíð 16. Trillu rak upp I ÓVEÐRINU, sem gekk ytfir Grimsey fyrir helgina, rak trillu á land og mun hún vera ónýt. Hvessa tó(k að morgni föstu- dagsins atf suðvestan og um há- degi, þegar hvassast var, voru 13-14 vindstig. Þá var það að trillan dró upp legutfærin og fór upp í fjöru, þar sem hún brotn- aði. Myndin er tekin á slysstað sl. sunnudag. Harður árekstur og út afakstur við Lögberg — vegna hálku á Ausfurvegi á sunnudag HARÐUR árekstur varð í Lög- bergsbrekkunni um kl. 16 á sunnudag. Mikill fjöldi bifreiða var á leið til Reykjavíkur austan úr Hveradölum, en flughálka á veginum. Áreksturinn varð milli tveggja bifreiða og mun öku- maður annarrar bifreiðarinnar hafa siasazt, en hinn skrámast í andliti. Skömmu síðar, er lög- reglumenn úr Reykjavík voru Framboðslisti Sjálfstœð- isflokksins á Austurlandi að Ijúka við hælingar sínar á slysstað, kom bifreið að austan. Gat bifreiðastjórinn ekki stöðvað bifreiðina vegna hálku og ekki komizt framhjá árekstursbifreið unum. Tók hann því til bragðs að aka út af veginum. Rann bif- reiðin spölkorn fyrir utan veg- inn, unz hún stöðvaðist á stór- grýti, þar sem hún seig hægt á hliðina. Allar bifreiðarnar skemmdust mikið. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var Bronco-bifreið á austurleið, en Ford-fólksbifreið að koma að austan. Lentu bif- reiðarnar hvor framan á annarri og er lögreglan kom að stóðu þær á syðri vegkanti. Eigi hefur verið unnt að taka skýrslu af ökumanni Forbifreiðarinnar, þvi að sá slasaðist á fæti og var fluttur í Slysavarðstofuna, en samkvæmt framburði ökumanns Broncosins voru bifreiðarnar á nyrðri vegkanti, er þær skullu saman, en runnu við árekstur- Framhald á bls. 31. Hlaut mikiS sár FRAMBOÐ9LISTI SjálfstæSis- 2. fiokksins í Austurlandskjör- dæmi hefur verið birtur. Var 3. listinn samiþykktur á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks ins, sem haidinm var á Reyðar- firði sl. sunnudag. Listann skipa 5. eftirtaldir menn: 1. Jónas Pétursson. alþm. ' 6. Sverrir Hermannsson, viðskiptafr. Pétur Blöndal, framkvstj., Seyðisfirði. Benedikt Steflánsson, bóndi, Hvalnesi. 'Helgi Gísiason, vegaverk- stj.. Heleafelli. Reynir Zoega, vélfræðing- ur, Neskaupstað. 7. Svanur Sigurðsson, skipstj. Breiðdalsvík 8. Helgi Guðmundsson, bóndi, Hoffelli. 9. Jósep Guðjónsson, bóndi, Strandhöfm. 10. Tngólfúr Hallerimsson, framkvstj. Eskifirði. Samtal við Júlíus litla ívarsson, 10 ára, sem hrapaði fyrir Húsavíkurhötða FRÉTTARITARI Mbl. á Húsa vík heimsótti í gær Júlíus litla fvarsson, sem féll 35 m fram af Húsavíkurhöfða sl. fimmtudag og átti við hann eftirfarandi viðtal á sjúkra- húsinu á Húsavík: — Þeir á Mbl. báðu mig að hafa tal af þér og biðja þig að segja frá þessu sem fyrir þig kom. — Ég hef séð Morgunhlaðs- húsið bara úr strætó, en ég hef aldrei komið inn i það. — Ff þeir bjóða þér þang- að inn? — Þá vil ég fara, ef afi í Reykjavik verður með mér. — Þú ert orðinn þjóðfræg- ur fyrir þetta óhapp? — Það er nú ekkert til að verða frægur fyrir, svarar þessi litli 10 ára drengur eins og fullorðinn maður. — Viltu segja mér, hvernig þetta gerðist? — Já, við vorum að hjóla þarna út frá og Kalli var kom inn á undan mér og alveg nið- ur að öskurennunni, en ég ætlaði að snúa við á grasinu, en lenti þá út á svellið og Júlíus fvarsson. rann niður hallann og fram af. — En þegar þú komst nið- ur? við hnífstungu SNEMMA á laugardagsmorg- un viidi það slys til í Stykkis- h^Imi, að Höskuldur Pálsson, fékk mik’ð hnífcir á læri. hann mikið blóð, og varð að Heimþráin knúöi hann heim á sokkunum — Þá reyndi ég að standa á fætur, en mig svimaði þá svo mikið, að ég lagðist niður aftur, en það batnaði fljótt. Ég kallaði á Kalla, en heyrði ekkert svar, svo ég fór að gráta, af því ég vissi ekki, hvort ég kæmist upp. Fyrst var ég að hugsa um að fara suður eftir, (það er í átt til bæjarins), en sá þar hækkuðu björgin. Ég skal segja þér að steinarnir sýnast litlir þegar maður er uppi, en þeir eru voða stórir þegar maður er kominn niður. — En , bjargið hækkar til suðurs, sagðir þú. — Já, ég sá það og iækkaði í hina áttina, svo að ég fór þangað og þegar ég fór að ganga huggaðist ég. Ég fór ekki alveg út í Laugar- dalinn. eins og stendur í blað- inu hérna — og Július bendir FraTnbald á bls. 5. Ieggja hann inn á sjúkrahús. Slysið varð með þeim hætti, að Höskuldur fór um morgun- inn niður að höfn til þess að vitia um bát sinn, sem hann. taldi að gæti verið í hættu, ve<?na óveðurs sem gekk þá vfir. Þeg- ar hann kom niður að höfn var hans fyrsta verk að losa um fest ar bátsins, og sá hann strax að hann varð að skera á festina. Tók hann því hníf sinn, og skar á festina. Einhvern veginn hefur hnífurinn stungizt í læri hans með þeim afleiðingum að af varð mikið sár, svo að hann missti mikið blóð. Hös'kuldur komst af eigin rammleik upp á bryggjuna, en um leið var áætlunarbátur að leggja upp í ferð til Flateyjar, og komu þar að menn, sem gátu veitt honum aðstoð. Náðu þeir í bifreið, sem ók Höskuldi í spítalann. Þar var gert að sár- inu, og honum gefið blóð, þannig að hann er nú úr allri hættu og á batavegi. Verkfalli lyf ja- f ræðinga frestað LYFJAFRÆÐINGAR höfuð boð- að verkfall kl. 4 á sunnudag, ef ekki næðist samkomulag um kaup þeirra og kjör fyrir þann tíma. En á laueardagskvöld hafði sáttasemjari. Torfi Hjartar- son, fund með þeim og náðist þá samkomulag um að fresta verkfallinu um óáéveðinn tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.