Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 2
1 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967. Maí setti glæsiiegt söíumet Hæstaréttardómur í máii Lárusar Jóhannessonar gegn Einari Braga TOGARINN Maí feá Hafnar- firði, skipstjóri Halldór Hall- clórssonar seldi afla sinn í gær- morgun í Cuxhaven. Afli tog- arans var 296,4 tonn og seldist á 363.806 mörk, sem er 3.936.400.— ísl. kr. Er hér um glæsilegt sölumet að ræða og má geta þess til samanburðar, að er Maí setti síðasta sölu- met sitt fyrir skömmu, seldi hann 298,8 tonn á 307.393 mörk. Afli Maí var mestmegnis karfi, sem togarinn hefur aflað við Austur-Grænland á u.þ.b. tíu dögum. Bar þar hvort- tveggja til, að aflinn var góð- ur og vel með farinn og allar söluaðstæður voru sérlega góð- ar. Karfaskortur hefur verið á þýzka markaðinum að undan- förnu. Nú bætist það við, að páskar fara í hönd, og þá er eftirspurn eftir fiski meiri en endranær, því að í Þýzkalandi er margt kaþólskra manna. Verðið, sem Maí fékk fyrir aflann, var 61,33 pfenningar á pundið, eða 13,28 kr. kg., sem er mjög hátt meðalverð. Mbl. átti í gær símtal við Ernst Stabel ræðismann ís- lands í Cuxhaven og spurði hann frétta af þessari miklu og einstæðu sölu. Stabel sagði að sala Maí væri hæsta ísfisk- sala fyrr og síðar í Þýzkalandi l og að því er hann bezt vissi' einnig í Bretlandi. 6 þýzkir tog arar seldu einnig Bremer- haven og Cuxhaven í gær, en enginn þeirra fékk svipað því eins góða sölu og Maí. Meðal- verð þeirra var frá 41—46 Pfenningar, en meðalverð Maí 61.33 Pfenningar, eins og áður segir. Aðspurður um gæði fisksins úr Maí, sagði Stabel að þau hefðu verið mjög góð, en stærð karfans hefði einnig verið heppileg fyrir sölu. Við þetta bætist svo að mikil fiskneyzla er í Þýzkalandi fyrir páskana og álitu margir þýzkir útgerð- armenn, að markaðurinn yrði yfirfullur þessa daga og hefðu því seinkað komu togara sinna, en þeir hefðu nú gert sér ljóst að þar var um mistök að ræða. Sagði Stabel að lok- um, að sala þessi hefði vakið mikla athygli í Cuxhaven, einkum vegna þess að í siðustu söluferðinni fyrir rúmum mán- | uði setti Maí einnig met. S.l. miðvikudag var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í einu af málum þeim, sem Lárus Jó- 'hannesson, fyrrverandi hæsta- réttardómari, höfðaði gegn að- standendum vikublaðsins Frjálsr ar þjóðar. Mál það , sem nú féll dómur í, var höfðað gegn þeim Einari Braga Sigurðssyni, sem var ábyrgðarmaður blaðsins á þeim tíma, þegar hin um- stefndu ummæli birtust, svo og gegn þeim Kristjáni Jóhannes- syni, Sigurjóni Þorbergssyni og Haraldi Henrysyni, en þeir voru stjórnarmenn í hlutafélaginu Huginn h. f., sem rak og gaf út ‘Frjálsa þjóð. Lárus Jóhannesson höfðaði mál þetta vegna ýmissa ummæla, sem blaðið hafði um hann og hann taldi að vörðuðu við hegn- ingarlög. Niðurstaða málsins í Hæsta- rétti varð sú, að tilvitnuð um- mæli voru dæmd ómerk. Einar Bragi Sigurðsson var dæmdur til að greiða kr. 7,500,00 í sekt til ríkissjóðs, en sæti 15 daga varð- hald, verði sektin ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms- ins. Þá var Bragi Einar Sigurðsson dæmdur til að greiða Lárusi Jó hannessyni kr. 40,000,00 í fébæt- ur með 7% ársvöxtum frá 21. marz 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til afgreiðslu- dags. Jþá skyldi Einar Bragi Sigurðs- son greiða Lárusi Jóhannessyni kr. 7,000,00 til þess að standast kostnað af birtingu dómsfor- senda og dómsorða Hæstaréttar í opinberum blöðum. Einari Braga Sigurðssyni var og gert skylt um að sjá um, að dómsorð héraðsdóms og dóms- forsendur Hæstaréttar yrði birt í fyrsta eða öðru tölublaði Frjálsrar þjóðar, sem út kæmi eftir birtingu dómsins. Þá var Einar Bragi dæmdur Framh. á bls. 30 Keflavikurkirkja enðurvígð A MORGUN, sunnudaginn 19. marz kl. 2 endurvígir biskup ís- lands, herra Sigurbjörn Einars- son, Keflavíkurkirkju eftir all- mikla stækkun og gagngerar end urbætur. Vígsluvottar verða séra Garðar Þorsteinsson pró- fastur í Hafnarfirði, séra Guð- mundur Guðmundsson Útskál- um, séra Jón Arni Sigurðsson Grindavík og séra Ólafur Skúla- son, Reykjavík. Sóknarpresturinn, séra Björn Jónsson predikar. Kirkjukór Keflavíkur syngur við undirleik Geirs Þórarinssonar organista. . Haukur Þórðarson syngur ein- söng. Að lokinni athöfn í kirkjunni býður sóknarnefnd Keflavíkur- kirkju kirkjugestum til sameigin legrar kaffidrykkju í félagsheim ilinu Stapa í Ytri-Njarðvík. Árshátíð Sjálfstæðls Tíminn 50 ára DAGBLAÐIÐ Tíminn er fimm- tíu ára um þessar mundir, en fyrsta eintak af blaðinu kom út 17. marz 1917. Var blaðið vikn- \ blað til að byrja með. 1 tilefni afmælisins hefur Ttminn gefið út myndarlegt afmælisblað, 64 síður að stærð þar sem skýrt er frá aðdraganda að stofnun blaðs- , ins og raktir þættir úr sögu þess. | Kemur þar m.a. fram, að Tíminn var gerður að dagblaði árið 1947, að að þvi hafi þá verið stefnt lengi af hálfu blaðsins. Morgunblaðið og starfsfólk þess óskar Tímanum og starfs- fólki hans allra heilla á þessum tímamótum í sögu blaðsins. beiðni ÓGIFT stúlka, Sigríður Valdís Elísdóttir, frá Neðri-Bakka í Norður ísafjarðarsýslu hefur ver ið sjúklingur um nokkurra ára bil. Voru sjúkdómseinkenni henn ar bæði margþætt og óljós svo að langan tíma tók að greina hið rétta eðli meinsins. Að lok- um kom í ljós að um heilaæxli var að ræða. Var nefnt Sigríður Valdís þá send til Kaupmanna- hafnar til heilauppskurðar. Var aðgerð þessi framkvæmd fyrir fullum mánuði síðan og gefur hún vonir um, að bati sé fram- undan. Að sjálfsögðu þarf sjúkl ingurinn að dveljast á sjúkrahúsi enn um nokkurt skeið — Læknis hjálp, ferðir, skurðaðgerð og sjúkrahúsvist hafa sem líkum læt ur haft mjög mikinn kostnað í för með sér. Hefir hin sjúka stúlka því brýna þörf fyrir fjár- hagsaðstoð. Er því hér með leit- að til hjálpfúsra og góðsamra samborgara um að styrkja hana með einhverju fjárframlagi. Vér trúum því, að sérhver slík fórn og framlag reynist gefendum heillarík innistæða, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Morgunblaðið mun að veniu góðfúslega veita framlögum við- töku. Einnig mun ég undiritaður og frú Ingibjörg Arnórsdóttir, Freyjugötu 6, Reykjavík veita viðtöku samskotafé í þessu skyni. Séra Þorsteinn Jóhannesson \ Bugðulæk 18. Heath í Siómanna- skólanum EDWARD Heath, heiðursgestur Blaðamannafélags íslands, flytur í dag fyrirlestur í Hátíðasal Sjó- mannaskólans klukkan 4 síðdeg- is og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Fyrirlest- urinn nefnir Heath „Hin nýja Evrópa“. í fyrirlestri sínum mun Heath ræða þróun Evrópumála á und- anförnum árum. Hann var for- maður samninganefndar þeirrar, er vann að því á árunum 1961- í dag 1963 að kanna möguleika á aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evr- ópu. Hefur hann manna mest unnið að efnahagsmálum fyrir íhaldsflokkinn brezka, og verður fróðlegt að heyra álit hans á þeim málum á fundinum í dag. Þeim, sem hug hafa á að hlusta á fyrirlestur Heaths, er bent á að koma tímanlega, því búast má við fjölmenni. Gengið er inn urn' aðaldyr Sjómannaskólans, og er Hátíðasalurinn á 1. hæð. manna á Suðurner iim SJÁLFSTÆÐISMENN á Suðurnesjum efna til árshátíðar í kvöld kl. 21 og hefst hún í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík. — Ávörp og ræður flytja Matthías Á. Mathiesen alþm., Pétur Benediktsson, bankastjóri og Sverrir Júlíusson alþm. í>á munu Þau Guðrún Á. Símonar og Magnús Jónsson syngja einsöng og Ómar Ragnarsson mun flytja gamanvísur. Að- göngumiðar verða seldir í hinum ýmsu byggðarlögum. — Sjálifstæðismenn á Suðurnesjum eru hvattir til að fjölmenna. r Ályktanir þjóðmáEaráðstefnu V öku 1 Aðild íslands að Atlanishaísbandc- laginu hefur tryggt landinu varnir — Báðir aðilar láti af árásum i Vietnam ÞJÓÐMÁLARÁÐSTEFNA Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, minni á, að hverju sjálfstæðu ríki ber sú skylda að leggja af mörkum svo mik- ið, sem það megnar, til trygg- ingar öryggis þegnanna og al- mennum friði. Markmið utan- ríkisstefnunnar hlýtur jafnan að vera vinsamleg samvinna við nágrannaþjóðirnar og aðr- ar þjóðir, sem miði að auk- inni menntun, menningu og bættum lífskjörum. Hornsteinar íslenzkrar ut- anrikisstefnu eru þátttaka í Sameinuðu þjóðunum, náin samvinna við hinar Norður- landaþjóðirnar og aðild að varnarsamtökum vestrænna r í k j a , Norður-Atlantshafs- bandalaginu. Sameinuðu þjóðirnar Ráðstefnan telur, að Sam- einuðu þjóðirnar gegni ómet- anlegu hlutverki til varð- veizlu friðar og öryggis í heiminum. Styrjöld milli stór- velda ylli gereyðingu. Ráðstefnan vekur sérstaka athygli á hinu mikilvæga hlutverki, sem Sameinuðu þjóðirnar og önnur fjölþjóða samtök gegna, í heimi, þar sem offjölgun veldur hungri fjölda manns, jafnvel þjóðar- heildar. Ráðstefnan lýsir yfir stuðningi við þá, sem berjast gegn hungri í heiminum og minnir á heilladrjúgan árang- ur af starfi Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, (FAO). Ráðstefnan minnir á hinn geysistóra hóp flóttamanna, sem hrakizt hafa af heimilum sínum og ættjörðum vegna einræðis og kúgunar og hvet- ur til stuðnings við þetta ógæfusama fólk. Ráðstefnan vekur athygli á þeirri staðreynd, að milljónir manna eru ólæsar og óskrif- andi, þrátt fyrir ötult starf Meiwiingar- og vísindastofn- unar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Þrátt fyrir örðugleika og vandamál í starfi Sameinuðu þjóðanna, hljóta smáþjóðir að setja traust sitt á samtökin. Norður-Atlantshafsbandalagið Norður-Atlantshafsbandalag ið er varnarbandalag. Frá stofnun bandalagsins hefur haldizt friður í Evrópu, og tekizt hefur að hnekkja út- þenslustefnu kommúnista í álfunni. Ráðstefnan telur, að árið 1969 beri að enihurskoða af- stöðu íslands til Atlantshafs- bandalagsins í samræmi við endurskoðun sáttmála þess, um leið beri að endurskoða varnarmálin í heild með til- liti til þess hve friðarhorfur hafa vænkazt í þessum heims- hluta undanfarin ár. Aðild ís- lands að bandalaginu hefur tryggt landinu varnir og fært landsmenn í nánari tengsl við þær þjóðir bandalagsins, sem þjóðinni eru skyldastar að menningu og stjórnarfari. Varnir Bandaríkjamanna á vegum Atlantshafsbandalags- ins hafa tryggt öryggi ís- lenzka ríkisins og gert landið að hlekk í varnarkeðju hins frjálsa heims. Ráðstefnan var- ar við því, af varnarmál ís- lands eru notuð eingöngu til framdráttar í kosningaáróðri. Raunhæf lausn þeirra næst aldrei á þann hátt. Ráðstefnan vekur athygli á hinu nána samstarfi Atlants- hafsbandalagsríkjanna á sviði vísinda, menningar og félags- mála og fagnar síauknum styrkveitingum til íslenzkra vísindamanna til náms og rannsókna í sérgrein þeirra. Ráðstefnan hvetur til frek- ari þátttöku íslands í sam- starfi hinna vestrænu þjóða. Norræn samvinna Ráðstefnan fagnar þeirri heillaríku stefnu, sem Danir hafa tekið í handritamálinu og að afhending handritanna er tryggð. Náið samstarf við frænd- þjóðir okkar á Norðurlöndum er nauðsynlegt. Norðurlanda- ráðið, fundir norrænna ráð- herra, samstaða Norðurlanda á alþjóða vettvangi auk menn- ingartengsla eru þýðingar- mestu þættir þessa samstarfs. Ráðstefnan minnir á náið samstarf norrænna stúdenta- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.