Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 22
22 KÖHGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUH 18. MARZ 1967. Elísabet Halldórsdóttir Minning Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld ég kem á eftir kannski í kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld brynju slitna, sundrað sverð og synda gjöld. Mér fltaug þetta erindi Bólu- Hjálmars í hug, er ég frétti lát vinkonu minnar, Elísabetar Hall- dórsdóttur, en hún lézt á sjúkra- húsi Hvítabandsins þann 10. þ.m. Hún var ein sú persóna, sem enginn getur gleymt, sem eitt sinn kynntist henni. Hún var greind kona og geðprúð og svo góðviljuð að blámi himins- ins vaeri bjartari og skyn sólar- innar heitara í návist hennar. Aldrei heyrðist hún æðrast, þótt •tundum blési á móti, eins og oft vill verða á langri leið. Við hlið vina sinna stóð hún traust og trú og miðlaði þeim því, sem hjarta hennar var ríkast af, tryggð og kærleika. Elísabet var fædd í Magnús- skógum í Dalasýslu þann 13. september árið 1900. Hún var dóttir hjónanna er þar bjuggu, Ingibjargar Sigriðar Jónsdóttur og Halldórs Guðmundssonar, sem nú eru bæði látin. Elísabet ólst upp í foreldrahúsum í stór- um systkinahópi, og byrjaði því fljótt að taka þátt í störfum til hjálpar á heimilinu, og hélt þvi áfram þótt hún yrði uppkomin, og stundaði þá atvinnu utan himilisins að vetri til. Þá var hún á sumrin heima við störf sem áður, þar til hún kynntist eftirlifandi manni sínum, Sig- urði íshólm, sem þá var ekkju- maður og átti börn. Stjúpbörn- um sinum reyndist hún með slíkum ágætum að þess eru fá dæmi. Ég veit að þegar þau líta yfir liðinn dag, þá minnast þau stjúpmóður sinnar með sömu orðum og skáldið Einar Bene- diktsson, minnist móður sinnar: Til þín bar ég mín brot og minn harm þú brostir með ljúfum sefa, þá vógst þú upp björg á þinn veika arm þú vissir ei hik eða efa í alheim ég þekkt hefi einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgefa. Etísabet og Sigurður eignuðust þrjá syni, sem ajlir eru á lífi. Halldór, fæddur 11. 7. 34, hann er vélstjóri á m/s Hofsjökli, kvæntur og á 3 börn. Kristinn, fæddur 29. 12. 1940 og Harald, fæddur 31. 8. 1947. Þungur harmur er nú kveðinn að sonum hennar og sonartoörn- um, sem eiga á bak að sjá ást- rikri móður og ömmu. Þau munu án efa taka undir með orðum skáldsins, sem þannig kvað: f>á kvaddi ég þig móðir mín en mildin þín fylgdi mér alla æfi. Eiginmaðurinn aldurhniginn á nú á bak að sjá traustustu uppistöðu lífs síns, sem sannaði honum svo gjörsamlega orð ritn- ingarinnar, góð kona er gulli betrL Þakkar samfylgdina, og veit að bak við móðuna miklu bíður trausta trúfasta konan hans þegar hann verður kallað- ur að leiðarlokum. Kæra vinkona, við sem áttum því láni að fagna að njóta sam- fylgdar þinnar, biðjum konung lífsins að launa þér allt það, sem þú hefur fyrir okkur gjört. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðú þökk fyrir allt og allt. Sigurunn Konráðsdóttir. Óskar Eyjólfur Gunn ursson — Minning Eiginmaður minn, Þorgeir Daníel Lúðvíksson, frá Fáskrúðsfirði, andaðist 13. þessa mánaðar að Elliheimilinu Grund. Jarðsett verður miðvrkudag 22. marz, kL 3, frá Fossvogskirkju. Kristín Jóhannesdóttir, börn og barnaböm. Kveðja frá foreldrum og systkinum. Barnið mitt kæra, blessuð sé þín minning, brosin þín öll og hvert þitt gengið spor. Þökk fyrir alla ástúðlega kynning, á okkar veg þú breiddir sól og vor. Sorg er í hjörtum, sumarblómin fölna sólbjartar vonir byrgir raunaský, eins og á haustin grænu grösin sölna. Guð minn, til þín í angist minni ég flý. Gef þú mér styrk að bera þessa byrði blessaðan son að kveðja í hinzta sinn. í þínum augum var hann mikils virði þú vildir fá hann til þín, dreng- inn minn. Hvað er sælla en vita á drottins vegi vininn, sem hvarf svo ungur héðan braut. Nú lifir hann við ljóma af nýjum degi í Ijóssíns heimi fjarri allri þraut. Elsku bróðir, allt við þakka rnegurn ástarkveðju systkin færa þér. Þína kæru minning eftir eigum er ævi þinni lauk á jörðu hér. Vertu nú sæll og sértu guði falinn, sonur og bróðir, hjartans barnið mitt. Þótt jarðlífsþráður sé í sundur kalinn í sálum okkar lifir nafnið þitt. R. G. Árni Ásgeirsson Minningurorð VIÐ urðum harmi slegin, er skyndilega varð uppvíst, að Árni Ásgeirsson væri haldinn alvar- legum sjúkdómL er leiddi hann til dauða hinn 4. þ. m. kl. 15:00 eftir íslenzkum tíma. Jarðarförin fór fram hinn 7. sl. Árni heitinn var bróðir forsfta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar. Listhög var þess mærings mund, máttug greindar hreysti. Orðprúður á æðru stund, allra vanda leystL Þannig gæti ég bezt í fæstum orðum lýst Árna ÁsgeirssynL Margir, sem þekktu hann, vissu um listræna hæfileika hans. Hann teiknaði vel, skar út og málaði bæði á unga aldri og manndómsárum. Sérhvert verk- legt viðfangsefni lék í höndum hans og bar aðalsmerki með- fæddra, listrænna hæfileika. Óvenjulega glöggri greind var hann gæddur. Svo virtist sem viðfangsefnin lægju algjörlega opin fyrir honum — svo mjög, að ég skynjaði oft athöfn vitund- ar hans áður en hann leiddi orð að því, sem um var að ræða. í rökræðum gerði hann oft svo glöggar og hárfínar athugasemd- ir, að unun var að hlýða, og fremur þó að sjá, hvernig hugur hans starfaðL Víðlesna-ri var hann flestum þeim, sem ég hef verið samtíða og var ótrúlega vel að sér um hin fjölbreyttustu og fjarskyld- ustu mélefni. Þetta fundu þeir bezt, sem áttu þess kost að sitja ''""'HTn einum þar, sem hann opnaði hug sinn um dýpri hugð- a. íug var einn þeirra og tala því af persónulegri reynslu. Á slíkum stundum kom vel í ljós innri auðlegð, sem venjulega var prúðlega hulin, og almenningur hafði litla hugmynd um. Minni hans var svo gott, að hann mundi allt, sem hann ‘las. Þannig kunni hann t.d. ótrúlega mikið af ís- lenzkum ljóðum, sögum og vís- t Sonur okkar t Jarðarför föður okkar Sigurjóns Sigurðssonar Hörður Hlíðarvegi 25, ísafirði, lézt 15. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. marz kl. 1Ö,3Ö f. h. Jarðarförinni verður út- varpað. Blóm afþökkuð. Sigriður Ásgeirsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, Jón Valdimarsson. Magnús Sigurjónsson. Útför eiginmanns míns, föð- ur, tengdaföður og afa, Tryggva Siggeirssonar, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. marz kl. 3 e.h. Lára Guðlaugsdóttir, Helga Tryggvadóttir, Agnar Tryggvason, Lára Þorsteinsdóttir og bamabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, Kristínar Magnúsdóttur, Langeyrarvegi 15, Hafnarfirði. Magnús Magnússon, börn, tengdabörn og bamabörn. - VAKA Framhald af bls. 2 samtaka í alþjóðlegu stúd- entastarfi og hvetur til frek- ari eflingar þess. Ráðstefn- an fagnar aðild færeyskra stúdentasamtaka (Meginfelags Föroyskra Stúdenta) að nor- rænni stúdentasamvinnu. Landhelgismál Enda þótt mikilsverðum á- fanga sé náð í landhelgismál- inu vill ráðstefnan vekja at- toygli á, að endanleg lausn þess er ekki fengin og athuga verður hvort ekki sé tíma- toært að fiskveiðilögsagan Verði færð út með friðun alls landgrunnsins í huga. Víetnam I Víetnam er háð bar- átta alheimskommúnismans og hins frjálsaheims. Víetnamska þjóðin hefur orðið fórnarlamb þeirrar blóðugu baráttu. — Hryðjuverkum Víetkong er of og tíðum beinlínis beint gegn saklausum borgurum. Bandaríkjamenn hafa gert sprengjuárásir á fbúðahverfi í N orður-Víetnam. Víetkong, sem einnig er ■nefnd þjóðfrelsishreyfing, lýt- ur stjórn kommúnista. Tak- mark hennar er að leggja S- Víetnam undir yfirráð komm- únista, her Norður-Víetnam toerst við hlið Víetkona-her- manna. Sovétríkin, Kína og önnur kommúnistaríki styðja toernaðarátök Norður-Víetnam á allan hátt. Ofbeldi kommún- ista olli íhlutun Bandaríkj- anna og fleiri ríkja, en Banda- ríkjamenn höfðu skuldbundið sig til að verja Suður-Víetnam gegn árásum. Hörmungar hins toryllilega stríðs virðast vaxa með degi hverjum. Nauðsyn samningsviðræðna Um frið verður æ brýnni. Harma ber þrákelknislega af- atöðu ýmissa stórvelda til ■friðarumleitana, einkum Kína. Skilyrði samningaumræðna toljóta að vera þau, að báðir áðilar láti af árásum, sprengju árásum á Norður-Víetnam verði hætt og vopna og liðs- flutningar frá Norður-Ví- etnam verði hætt og vopna- og liðsflutningar frá Norður- Víetnam stöðvaðir. Efnt verði til nýrrar Genfar-ráðstefnu með þátttöku allra stríðsaðila. Alþjóðlegt stúdentastarf Ráðstefnan bendir á mikil- vægi þátttöku Stúdentaráðs Háskóla íslands í alþjóðlegu stúdentasamstarfi, svo sem aðild að International Stúdent Confrence og samstarfi nor- rænna stúdentasamtaka. Ráðstefnan telur íslenzkum stúdentum nauðsynlegt, að fylgjast ávallt gaumgæfilega með málefnum erlendra stúd- entasamtaka í sókn þeirra (fyrir aukinni menntun, menn- ingu og hagsæld stúdentóu Ég þakka ðllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu. Sigurjón Þ. Árnason. um, er hann lærði hér heim» sem drengur og unglingur. Sem persónuleiki var hann sér stæður, traustur og stefnufastur. Við hann áttu ágætlega orð skáldsins: Það er hollt að hafa átt heiðra drauma vökunætur, séð með vinum sínum þrátt sólarrönd um miðja náitt, aukið degi í æviþátt, aðrir, þegar stóðu á fætur. Hann hélt jafnan venju sinni að ganga snemma til náða, þótt aðr- ir sætu um kyrrt, er lengur vildu vaka. Klukkan fjögur til fimm reis hann úr rekkju, erjaði garð sinn, sló grasflatirnar, ryksugaði húsið og haÆði morgunverð reidd an þeim, er seinna fóru á fætur. í hversdags umgengni var hann hlédrægur og orðfár. Þetta þýddi þó ekkL að hann hafi ver- ið einrænn og fáskiptinn. Bezt kom það í ljós, er hann var gest- ur eða hafði gesti sjálfur. Dáðist ég þá oft að honum, þessum dag- farshljóða og fátalaða manni, hve reifur hann var, tók þátt i og lífgaði samræður með glögg- um og hótfyndnum atlhugasemd- um sínum. Kom þá vel í ljó* gnótt þekkingar hins víðlesna manns. Hann kunni vel að blanda geði við aðra menn. Liðlega tvítugur fluttist Árnl heitinn til Bandaríkjanna, stofn- aði þar heimili og bjó þar ætíð síðan. Eftirlifandi kona hans er Kristín Ásgeirsson, Jónsdóttir Antonssonar. Fjögurra barna varð þeim auðið, er öli lifa föður sinn. Elzt þeirra er Sólveig, hjúkrunarkcma, Jón Ásgeir, lög- fræðingur, PáÚ, gleraugnasmið- ur, og Árni Gunnar, tannlæknir. Heimili þeirra var staðsett á fag- urrL skógivaxinni klettaíhæð í út borg frá Boston. Þar undi Áml bezt, því hann var mjög heima kær. Ha-nn var smiður góður og haíði byggt hús sitt sjálfur. Heimilið stóð jafnan opið íslend- ingum, sem áttu þar ferð um eða dvöldu við nám, og var hið mæt- asta minnismerki íslenzkrar þjóð menningar og rausnarskapar öll- um, sem þar gengu úit og inn. Arni heitinn fylgdist ávaHt gjörla með málum hér heima og tók þannig þátt í sögu lands sín» og baráttu þjóðar sinnar. Við, sem bezt þekkjum, vitu-m, að með dauða hans er einn hinna allra beztu sona íslands fállinn. Nú er skarð fyrir skildL skilja það fæstir menn. Ó, hvað ég, ó, hvað ég vildi eiga þig enn á lífL lifa og njóta listar þinnar. Ókunn málefni með þér brjóta margvíslega í grunn. Víst get ég sagt með sanni, — sú ér játningin ber: AJ engum einstölkum manni annað eins lærði sem þér. Við samhryggjumst ástv!n-! um okkar f jær og nær vegna fráfaUs okkar kæra föður, tengdaföður og afa. Sólveig, Jón Hj. Jót og bönnn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.