Morgunblaðið - 21.06.1967, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.06.1967, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1967, 19 1 Akureyri, 18. júni. MENNTASKÓLANUM á Akur- eyri var slitið í Akureyxar- kirkju kl. 10.30 í gær. í fegursta sumarveðri gengu stúdentaefnin fylktu liði undir fánann frá skólaihúsinu til kirkju ásamt sett- um skólameistara, Steindóri Steindórssyni. Kirkjan var þétt skipuð fólki þ. á. m. júbilstú- dentum, vandamönnum nýstú- denta og öðrum gestum. Meðal gesta var rektor Hóskóla ís- lands, Ármann Snævarr, próf- essor. Eftir að skólasöngurinn hafði verið sunginn hóf Steindór Steindórsson ræðu sína og lýsti skólastarfinu á liðnu skólaári í stórum dráttum. I upphafi skólaárs var 491 nemandi í skólanum, 328 piltar og 163 stúlkur. Skiptust þeir svo eftir bekkjum: I 6. bekk 100, 55 í máladeild og 45 í stærð- fræðideild, í 5. bekk 118 (70 í md., 48 í stfrd.), í 4. bekk 120 (62 í md., 58 í stfrd.) og í 3. bekk 153. Bekkjardeildir voru 19 og kennarar 25. Nemendur voru úr öllum sýslum og kaupstöðum landsins, flestir frá Akureyri (113), þar næst úr Reykjavík (40) og Eyjafjarðarsýslu (38). Stúdentahópurinn sem útskrifaðist nú frá M. A. Lögfaeðingar Til sölu er Y2 hluti í þekktri fasteignasölu í Mið- borginni. Tilvalið tækifæri fyrir ungan lögfræðing til þess að skapa sér sjálfstæða atvinnu eða auka- tekjur. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðsins fyrir 26. þ.m. merkt: „Fasteignasala — 763“. næðismál skólans. Væri nú svo komið, að þar sem útlit væri fyrir að bekkjardeildum fjölgaði um 2—3 næsta vetur, yrði að tvísetja í stofur skólans í fyrsta sinn. Hins vegar yrði slíkt ekki lengi, því að afráðin væri ný- bygging við skólann, hús fyrir kennslu í raunvísindum með rúmgóðum samkomusal í kjall- ara. Væri nú lokið teikningum og hefði verkið verið boðið út. Verkinu á að hraða svo, að kennsla geti hafizt þar haustið 1969. Þakkaði skólameistari menntamálaróðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrir margháttaðan máladeild hlutu Margrét Skúla- dóttir, Abureyri, 8,76, Steinunn Jóhannesdóttir og Þuríður Baxt- er, báðar 8,72. Efstur í stfrd. og þar með á stúdentsprófi varð Guðmundur Pétursson, Akur- eyri, 8,91, og næstur Ásbjörm Jóhannesson, 8,81. Verðlaun úr Hjaltalínssjóði fyrir afburðakunnáttu í íslenzku Frá skólaslitum M.A. Hæstu einkunn í skóla hlaut Alda Möller frá Siglufirði, nem- andi í 5. bekk stfrd., 9,53. Undir stúdentspróf gengu 105 nemendur, 60 í md., þar af 7 utanskóla, og 45 í stfird., þar af 4 utanskóla. Einn nemandi á ólokið prófi vegna veikinda, þannig að brautskráðir stúdent- ar eru 104. Hæstu einkunnir í Steindór Steindórsson, skólameistari, afhendir sonarsyni sín- um Steindóri Gunnarssyni stúdentsskírteinið, og er þetta sennilega í fyrsta skipti í sögunni, sem skólameistari útskrif- ar barnabarn sitt. hlaut Margrét Skúladóttir og úr Minningarsjóði Þorsteins J. Halldórssonar fyrir afrek í námi og fþróttum hlutu Ásbjörn Jóhannesson og Guðmundur Pét- ursson. Ýmsir nemendur hlutu bókaverðlaun frá skólanum fyrir nám og starf í þágu skólans, auk þess sem Dansk-íslenzka félagið í Rvk, Stærðfræðafélag Islands í Rvk, Íslenzk-ameríska félagið á Akureyri og franska og þýzka sendiráðið gáfu bókaverðlaun. Var þeim öllum úthlutað við skólaslit. Skólameishari gat þess, að Skólanum ' hefðu borizt ýmsar gjafir og væri þeirra mest 50 þús. kr. frá Rafveitu Akureyrar í Minningarsjóð Stefáns Stefáns- sonar skólameistara, en Stefén var einn af frumkvöðlum þess, að Glerá var virkjuð, og formað- ur í undirbúningsnefnd þeirra framkvæmda. Þá ræddi skólameistari hús- stuðning, áhuga og góðvild við skólann og einnig fjármálaráð- herra Magnúsi Jónssyni fyrir skilning og góðvild, svo og fjár- veitingarvaldi Alþingis. Þá lét skólameistari þess getið, að menntamálaráðherra hefði leyft, að gerð yrði tilraun með kennslu í náttúrufræðideild í skólanum á komandi vetri, og kvaðst hann binda miklar vonir við þá nýbreytni. Hófst nú brautskráning stú- denta og afhending verðlaiuna, en að þvi búnu tók til máls full- trúi 25 ára stúdenta, sr. Bjami Sigurðsson á Mosfelli, flutti skól anum kveðjur og þakkir og af- henti gjöf frá bekkjarsystkinun- um. Síðan kom fram fulltrúi 10 ára stúdenta, sr. Heimir Steins- son, og bar einnig fram gjafir, þakkir og góðar óskir. Loks ávarpaði settur skóla- meistari nýstúdenta. Hann sam- fagnaði þeim vegna unnins sigurs á ertfiðri námisþraut, en kvað þessa fyrstu vígslu aðeiins opna nýtt verksvið og nýtt markmið, það að verða þjóð sinni til heilla og nytja. Ef það mark væri ekki Dúxarnir Guðmundur Pétursson og Margrét Skúladóttir ásamt inspector scholae, Steingrími Blöndal. sett, væri tii Mtiilis barizt. Hann kvað hin miklu umbrot og öru þróun raunvísinda sam- tíðar vorrar hafa skapað ný menningarleg lífsviðhorf, nýjan þjóðfélagsheim. Þannig voru orð- in til tvö menningairviðhorf, sem kalla mætti raunvísindahorfið og hugvísindahorfið. MiUi þess- ara tveggja menninganstefna hefði skapazt óheUlavænlegt djúp, sem sífellt breikkaði. Hvor heimurinn um sig talar tungu- máli, sem hinum er torskilið, slikt ylli úlfúð og andúð, jafn- vel fyrirlitningu. Þetta væri hugsandi mönnum mikið áhyggju efni, því að í raun réttri væri svo, að hvorug stefnan gæti án hinnar verið, ef vel ætti að fara. Því væri það hlutverk mennta- manna framtíðarinnar að brúa þetta djúp og koma á sættum og skUningi öllum til blessunár. Síðan mælti skólameistari: „Verið minnugir þess, að aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar hefir jafnmikið verið gert og nú fyrir skólaæskuna, allt frá bamaskóla til háskóla. En því meira, sem fyrir yður er gert, því meiri kröfur á þjóð yðar á hendur yður. Hún krefst þess, að þér hlaupið ekki undan merkjum hennar og látið ginnast af ljóma gullsins í fjarlægum löndum. Og minnizt þess, þegar annarleg öfl toga í yður brott frá ættjörð yðar, „að rótarslitinn visnar vís- ir“ og fáir eru þeir, sem fóma ættlandi sínu, að þeir hafi ekki um leið höggvið á helgasta þráð lífShamingju sinnar. Yðar hlut- skipti er að standa og starfa á vettvangi íslenzkrar þjóðar, vera henskarar íslenzkrar menningar og framfara.“ „Hafið hugfast, að velferð sjálfra yðar og styrkur þjóðfé- lags vors er öllu fremur fólg- inn í sterkri siðferðiskennd.“ „Að lokum vil ég bera fram þá ósk, að þegar þér hljótið síðasta dóminn við lokaprófið, þá hljóði hann eins, um hvern og einn, að þar sé góðs manns getið þá hefir líf yðar verið yður sjálfum og umhverfinu ávinn- ingur. Farið svo heil. Guð og gæfan fylgi yður á öllum yðar leið- Danskar vindsængur J árs ábyrgð Nóatúni \Jy Ferðavörudeild. Hestamamiafélagið Fákur Þeir félagsmenn sem 'ætla á vegum félagsins á hestum á fjórðungsmótið á Hellu í sumar mæti á fundi í Félagsheimilinu fimmtudaginn 22. júní kl. 2.30. — Áríðandi að allir mæti. Athugið, munið Jónsmessuferð félagsins laugar- daginn 24. júní. — Lagt af stað frá Hafravatnsrétt, kl. 6 síðdegis. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.