Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1967 3 -V Stigið út úr vélinni. Til vinstri er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, þá Tor Myklebost, sendiherra, Guðmundur Benediktsson, deildarstjóri í forsaetisráðuneytinu, einn af fylgdar- mönnum ríkisarfans, Haraldur ríkisarfi og herra Ásgeir Ásgeirsson. Milli forsetans og ríkisarf- ans er Agnar Klemenz Jónsson, ráðuneytisstjóri. Aftast er Páll Ásg. Tryggvasn. Avarp forseta Isiands — #// Haralds krónprins Noregs á Bessastöðum í gœrkveldi Yðar komunglaga ti'gn, Haraldur, krónprins Nonegs! É G býð uður Ihjairtanlega vel- kominn hingað til íslands. Það er ekiki ofmælt, að vér ísltending- ar höfum beðið kiomu yðar með eftirvæntinigu. Ég mdnnist opin- bernar h'simsóknar vorrar til Noregis, og frændsamtegrar mót- töku afa yðar, Hákonar konunigs sjöunda og norsku þjóðarinna.r, árið 1956. þá daga.na stóðuð þér í stúdentsprófi, herra krónprins, og hinn aldni konungur var inni- lega glaður yfir því, hvernig sonarsonur hans og væntanlegur rikiserlfinigi stóðst próifið. Ég minnist heimsðknar föður yðar Ólafs, þáverandi krónprins, þegar norska þjóðin færðd oss að gjöf styttu Snorra Sturluison- Hólahátíðin á sunnudag HIN ÁRLEGA Hólahátíð verð- ar núna eins og venjulega hald- In sunnudaginn í 17. viku sum- ars, sem að þessu sinnj er 13. ágúst. Dagskrá hátiðarinnar verður óvenju fjölbreytt og Hóla félagið vonast til þess, að Norð- lendingar fjölmenni heim að Hól um og eigi þar ánægjulegan dag. Hólaihátíðin er að þessu sinni helguð minningu fyrsta biskups- ins á Hólum, Jóns Ögmundsson- ar hins helga. Jón biskup var mikili söngmaður og gerðist frumkvöðull íslenzkrar tón- menntar er hann réð sérstakan mann til þess að kenna sönglist og versagerð við Hólaskóla. Ey- þér Stefánsson tónskáld, skóla- stjóri Tónlistarskóla Skagfirð- inga hefur nú samið tónverk; sem hann nefnir Da Nobis Pac- em (Gef oss frið) og tileinkar það minningu Jóns helga. Þetta er tónverk fyrir orgel og kór og verður frumflutt á hátíðinni, sem stólvers í messunni. Þetta er orðinn fastur siður á ný að efna til Hólahátiðar. í tíð Jóns biskups helga sótti fjöldi fólks, bæði karla og kvenna, heim að Hólum, einkum á hátíðum. Þótti þetta góður sið ur og na-un svo enn. Hólafélagið beinir þeim tilmæl um til presta að þeir komi hempuklæddir til messunnar. air, sem reist var í Reykholti, í þakklætisskyni fyrir þá miklu Noregssögu, sem bezt hefir varð- veitzt hér á íslandi. Og síðan hefir gjöf íslendinga, stytta Ing- ólfs Arnarsonar, verið reist á hans fornu feðraslóð í Noregi til minniingar um landnám vorra ágætu nonsku forfeðra. Vér höf- um orð fyrir það, íslendingar, að vera stol'tir af þessari ætt og uppruna, og óg leyifi mér nú vilð komu yðar til landsins að af- henda yður ljósprentun af hand- riti landnámssögunnar, skxaut- hundið oig silfurbúið. Ég v>eit ekki um aðra þjóðv sem eigi sivo ágæta heimild um uppruna sinn. Allt þetta bér s'kýran vott um vor,a nánu frændisemi, sem hefir verið betur rækt nú í seinni tóð, en nokkru sinni fynr. Það var áð'ur löng leið og torsótt yfir ís- landsála, en nú er adlt breytt í því efni, einikanlega eftir hdna síðari geigvænlegu heimsstyrj- öld. Nú teljum vér þá leið í klukkustundum, sem áður var talin í daglieiðum þegar 'bezt gaf. Samsikipíi ísiendinga og Norð- manna hafa farið vaxandi að sama skapi. Norðmenn voru ein bezta siglir.igaþjóð heims á Landnáms- oig Söguöld, og eiga enn lang- samlega stærstan flota eftir mannfjölda. Það er stundum lögð áherzla á, að norskir stór- bændur og sjóhetjur hafi flúið land á d'ög.um Haraldar hárfagra, en þar munu ýmsar fleiri ástæð- ur hafa ko'mið til: Fundur Is- lands og framför Norðmánna í hatfskipasmíði, og þé ekki sízt, að ísland var gott land, og mörg ma-tarholan, fugl og fiiskur og frjó mold. Og þó ballæri hafi gengið' yfir landið, þá sést það bezt nú á tímum nútimatækni að landgæðin eru sízt minni en í suðlægari löndum. Því eigið þér etftir að kynnaist, herra krón- prins, á ferðum yðar um landið, oig hinu séhkennilega landslagi, skærum litum — og fólkinu sjálfu, sem ég vona að þér teljið í ferðalok að hatfi ekiki úrkynj- ast. Ættlerar viljum vér sízt vera. Menningartengslin við Noreg metum vér mikils, bæði þá sögu, sem 'hér hefir verðveitzt, og hin- ar beimiskunn.u nonsku bók- menntir síðairi tíma. Nöfnin sjáltf, Hákon, Ólaíur og Haraldur bera skýran vott um náinn skyld- leika. Og örlög þjóðanna hér við norðanvent Atlantshafið munu reynast áþekk í framtíðinni. Þér sjáið hér í þðssari stofu mynd eftir Revold prófessor, atf Hákoni afa yðar sjöimda, er hann stígur á land í Ósló að lokinni útlegð og iheimisstyrjöld. f fylgd hans eru m.a. Ólatfur konungur fimmti og þér sjállfur, herra krónprins, á hairrasaldri. Samúð vor va.r rík á þeim erfiðu árum og heitar til- tfimningair. En sú ,,Saganatt“ hef- ir „sænklt drömme“ á norska j'örð. Guð gefi norskri þjóð gæfu og glæsitega framtíð! Ég lyfti glaisi mínu fyrir yðar tign, herra Rrónprins, og voirri norsku frændþjóð! Veiztu, ef þú vin átt þann er þú vel trúir Rœða Haralds Olafssonar, ríkisarfa Noregs að Bessastöðum í gœrkveldi Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Við þessa fyrstu heimsókn mina til íslands, hafa mér dött- ið í hug þessar fallegu línur um vináttuna úr Hávamálum: „Har du en venn som du tror vel far da og finn ham ofte. .... gjenvei gár til en god venn selv om han bor langt av lei“. Hverjum Norðmanni sem veit- ist sá 'heiður og sú gleði að heimsækja ísland stendur ljós- lega fyrir sjónum hinn sameig- inlegi söguarfur og sameiginlegi menningararfur sem á svo marg- an hátt tengir ísland og Noreg. Með þakklæti í huga gerir hann sér ljóst að þessi aitfur hefur verið vel varðveittur og vel haldið uppi, af körlum og kon- um íslands, allt frá tíð Ingólfs Arnarsonar. Fremstur í hópi þessara and- ans höfðingja, fyrir okkur Norð- mönnum, er Snorri Sturluson — skapari konungasagna Noregs — verks sem á mjög afdrifaríkan hátt hefur fóstrað þjóðernis- kennd okkar. Með því að blása lífi í sögu vora og forfeðraarf endurfæddist í huga vorum styrkur til þjóðlegs uppvaxtar, einmitt á tímum mótlætis þegar þess var mest þörf. Persónulega er mér það mikiil alburður að halda í vesturveg til vors forna ættarlands og frænd- þjóðar vorrar. Ég vil tfæra for- seta Islands hugheilar þakkir fyrir þann iheiður sem mér er á þennan hátt sýndur, og þær móttökur sem ég hef fengið á íslandi. Faðir minn, hans hátign konungurinn, hefur beðið mig að bera yðúr kveðju sína, herra forseti, og íslenzku þjóðinni al'lri. ’Hafið milli Noregs og fslands hefur frá því sögur hófust tengt lönd vor saman. Náttúra og lifnaðarhættir hafa kennt Noregi og íslandi að sækja björg í hafið. Þjóðir vor- ar ‘hafa orðið að læra að lifa við, á og aí 'hafinu. í þessu efni eiga lönd vor mikilvæg sameig- inleg áhugamál og verkefni sem vér í dag .höfum nána samvinnu um. í dag getum vér glatt oss við sterk, lifandi og marghliða tengsl landa vorra og lands- manna, eins og sæmir gömlum vinum. Sambandið milli þjóða vorra hefur í stjórnmálalegu, efnahagslegu og menningarlegu tilliti þróazt verulega og stuðlað að því, að staðfesta þá sam- heldni, sem sameigin'legur sögu- legur arfur vor hefur grundvall- að. Atvikin hafa hagað því svo, að nú fylgj'Um vér sömu stefnu hvað snertir varðveizlu þjóðar- öryggis. Með þróun samstarfs hinnar norrænu fjölskyldu hafa hinar fimm norrænu bræðraþjóðir stöðugt færzt nær hver annarri á efna’hagslegum, þjóðfélagsleg- um og menningarlegum sviðum á þann hátt, sem gert hetfur Norðurlönd að einingu og jafn- framt haldið á loft þjóðfélags- og lýðræðisábyrgð sin.ni. Norræn samheldni hefur einnig styrkzt við þátttökuna í hinni alþjóðlegu fjölskyldu Sam- einuðu þjóðanna, sem vér von- umst til að gera að áhrifamiklu tæki friðar og framfara þjóð- anna. Vér höfum einnig getað glaðzt við aukningu í verzlun milli landa vorra tveggja eftir heims- styrjöldina síðari. Efnahagsleg samskipti hafa verið aukin og ná stöðugt yfir fleiri svið. Bytfting hetfur orðið í sam- göngum milli fslands og Noregs á síðustu tveimur áratugum. Vegna þróunar í flugvélatækni hefur fjarlægðin milli landa vorra í dag minnkað niður í nokkra klukkutíma. Þetta hafa verið mikilvæg skilyrði fyrir þeim lifandi tengslum, sem eflzt hafa með vorri kynslóð. Hvað snertir máltengsl eru vandkvæðin öllu meiri, því að þar befur þróunin skilið á milli. Vér munum hins vegar líta á byggingu Norræna hússins í Reykjavík og þá starfsemi, sem fara mun fram innan veggja þess, sem meðal til að auka áhugann á máli hvers annars. Ég er mjög glaður vegna þess, að ég hef af eigin raun fengið tækifæri til að kynna mér' nú- tíma ísland og að fá að hitta persónulega fu'lltrúa þjóðarinn- ar. Að kynnast íslandi veitir sérhverjum Norðmanni meiri innsýn í og útsýn ytfir þann hluta heimsins, þar sem hann lifir og starfar. Hin mikla þró- un, sem orðið hefur á fslandi eftir styrjöldina, vekur mikla virðingu og aðdáun. Hún styrk- ir einnig trú og traust á fram- tíð Norðurlanda og áframhald- andi upphyggingu. Ég hlakka til að fá að sjá Reykjavík og aðra landshluta — bæði í suðri og norðri, austri og vestri. Með þakklæti fyrir að orðið gat af þessu ferðalagi og fyrir þessa ágætu veizlu lyfti ég glasi, herra forseti, og óska yð- ur persónulega og allri íslenzku þjóðinni bjartrar framtíðar og alls góðs. STAKSTEIHAR Hvalreki Þjóðviljans TJndanfarið hafa sótt ísland heim 250 æskumenn frá hinum Norðurlöndunum. — Heimsókn þessi tókst ágætlega, eins og kunnugt er af blaðafregnum. Unga fólkið fékk gott veður héir á landi og hreifst af mörgu, sem það -sá í náttúrunni og einnig móttökum hér og ýmsu því sem fyrir augu bar í Reykjavík, eins og komið hefur fram af fréttum og samtölum í dagblöðum borg- arinnar. En Þjóðviljinn átti ekki erindi við þetta unga fólk. Það hafði of jákvæða afstöðu. Það var of bjartsýnt. Það var of ungt fyrir Þjóðviljann. En þá hljóp allt í einu á snærið fyrir þessu bless- uðu afturhalds-málgagni. Það gróf upp tvo menn af þessum 250 manna unglingaskara og áttu við þá samtal í Þjóðvilj- ann. Ástæðan — jú, þeir voru báðir kommúnistar. Þar með tók Þjóðviljinn gleði sína aftur og ekki nóg með það, heldur fengu þeir annan vesalings manninn til að niða það land, sem hafði nú skotið skjólshúsi yfir hann. Maðurinn heitir Anders Calberg og er „forseti æskulýðssamtaka sænskra kommúnista: .Vánstems Ungdomsförbunnet“, að því er Þjóðviljinn segir. Eitt af því, sem hann og Þjóðviljinn ber á borð i sameiningu er það að fs- land sé vanþróað land. Sem sagt, þessi gestur okkar setur íis- land á bekk með Afríkuríkjum og öðrum löndum, sem búa við hálfgert einræði, bræðravíg og flestan þann ósóma sem hægt er að hugsa sér. En Þjóðviljinn tók kökunni fegins hendi og feitletraði ummæli þessa sænska nngkomma: „Ég tel ísland tvi- mælalaust með vanþróuðu lönd- unurn". Stjórnarandstöðublöðin hafa sannarlega i ýmsu að snúast um þessar mundir. Tíminn hefur ekki við að taka undir niðgrein- ar Ólafs Gunnarssonar í dönsk- um blöðum og hrósa ósanninda- vaðli hans upp í hástert. Og Þjóðviljinn tekur ekki gleði sína fyrr en hann er loksins búinn að finna ungkomma, sem lýsir því yfir af blygðunarlausri ókurt- eisi, að fsland sé vanþróað land. Svo halda þessi blöð þvi stund- um fram, að þau tali fyrir munn íslenzku þjóðarinnar; að í þeim birtist hinn eini sanni islenzki andi!! Stríðsglæpir og eiturgas í forystugrein Vísis á miðviku- dag, sem nefnist Gas-Nasser, seg ir svo: „Nasser Egyptalandsforseti hef ur löngum vakið á sér athygli, hrifningu sumra og viðbjóð ann- arra. Hann er með snjöllustu ræðumönnum og þykir sléttmáll og viðfelldinn í viðræðum. En ýmis verka hans eru þess eðlis, að ótrúin á honum fer vaxandi. Hann hefur t.d. átt drjúgan þátt i að skapa sambúðarvandamál Araba og ísraela með linnulaus- um hatursáróðri sinum. Nú síð- ast hafa alþjóðlegar sendinefndir staðfest, að réttur var orðrómur- inn um, að hann léti hermenn sína beita eiturgasi gegn þorp- um í Yemen. Er sovézku eitur- gasi varpað úr flugvélum yfir ó- víggirt og friðsöm þorp og íbú- arnir þannig drepnir á kvala- fullan hátt. Eiturgas hefur ekki verið notað síðan í fyrri heims- styrjöldinni og forðuðust jafnvel nazistar notkun þess. Með upp- lýsingunum frá Yemen hefur Nasser hlotið sæti i hópi mestu striðsglæpamanna þessarar ald- ar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.