Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1967 - MAURER Framhald af bls. 15. kam 'hann oft til þess að fá sér eitt glas. — Ég hafði þjón, sem var lít ið eitt eldri en ég. Var hann ákaflega góður vinur minn og fór með mér í leikhús og á tón leika. Hét hann Leo og gekk ávallt þremur skrefum fyrir aftan mig. Annað kom ekki til greina, þótt ég skildi það aldrei og mér væri meinilla við það. — Eitt sinn meðan ég var barn kallaði afi á mig og syst- ur mína, og bað okkur um að koma inn til sín í vinnuher- bergið. Okkur varð hverft við og skipaði hann okkur að setj- ast í stóran leðursófa, þar sem við sátum og þorðum varla að mæla. Þá kom hann með stóra súkkulaðiöskju og bauð okkur mola úr sinni stóru hendi. Við vorum svo hrifnar og gagntekn ar af þeim heiðri að fá að koma inn í herbergið, að við höfð- um varla lyst á súkkulaðinu. Hann var mikill persónuleiki. Og um leið og frú Weihrauch segir þetta starir hún dreym- andi augunum út í loftið og síðan heldur hún áfram: — Eins og ég sagði áðan minnist ^ ég ekki neinna sér- stakra fslendinga, sem komu í heimsókn. Hins vegar man ég eftir Björnstjerne Björnson, því að hann gaf mér áritaða bók áður en hann fór. Móðir mín sagði við mig, að ég skyldi geyma hana, því að maðurinn væri mjög frægur. Þetta gerði ég og gaf síðan syni mínum. Bókin glataðist hins vegar, eft ir síðari heimsstyrjöldina, er við flúðum frá Austur-Þýzka- landi. Var það skaði, að bókin skyldi tapast. Árið 1857 fór Maurer til Kauponannahafnar og dvaldist þar um hríð. Kynntist hann þá Jóni Sigurðssyni mjög náið og öðrum íslendingum, er í Höfn bjuggu. Urðu þessi kynni til þess að ári síðar sigldi Maurer til íslands og ferðaðist allvíða um. Um þessa för segir Björn M. Ólsen: „Betra gest höfum vjer íslendingar aldrei haft, enda var honum tekið tveim höndum.“ Arangurinn af þessari ferð Maurers til íslands varð mik- ið safn þjóðsagna, er hann gaf út í Leipzig 1860 og hét ,Is- lándische volkssagen der geg- enwart“. Þetta safn er undan- fari hins mikla þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar, er var mikill vinur Maurers. Á því sviði sem öðru ruddi Maurer brautina. í bréfi tál Björns M. Olsens eftir Islandsheimsóknina sagði Maur er: „Að vísu á ísland einkum frægð sína að þakka þeim dírðarljóma, sem af fornöld- inni leggur, enn þó á einnig hin síðari saga landsins sinn rjett og sinn fróðleik. Ekkert verra gæti að minni higgju komið firir landið, enn ef menn altaf skoðuðu það eins og nokkurs konar smurling (,,mumie“) eða liðið lík frá löngu horfnum tímum, enn til Snæbjörn Eyjólfsson — Afmæliskveðja SJÖTUGUR er í dag (6. ágúst) Snæbjörn Eyjólfsson frá Kirkju- hóli í Staðarsveit, nú búsettur í Reykjavík. Hann er fæddur á Syðra-Lága- felli í Miðholtshreppi 6. ágúst 1897 og voru foreldrar hans, Eyjólfur Snæbjarnarson, bóndi þar og kona hans, Sesselja Pét- ursdóttir. Þau fluttu þegar Snæ- bjöm var á barnsaldri vestur í Staðarsveit og bjuggu þar á nokkrum stöðum, en lengst og síðast á Kirkjuhóli. Þau eru nú bæði látin fyrir löngu. Á Kirkju- hóli ólst Snæbjörn að mestu leyti upp og hefir jafnan verið við þann bæ kenndur, sem nú er í eyði Snæbjörn þótti snemma efnis- piltur og vel gefinn til sálar og líkama, söngmaður góður og vel að manni. íþróttir iðkaði hann einnig, bæði glímu og hlaup og mun hafa verið bezti hlauipari á æskuárum sínum í Staðarsveit. Ég, sem línur þessar rita, ólst upp í næsta nágrenni við Snæ- björn og vorum við því æsku- vinir og leikbræður. Auk þess vorum við saman um skeið í skóla hjá föður mínum og átti það ekki sízt drjúgan þátt í vin- áttu okkar. Þegar við vorum inn an við fermingaraldur, sátum við hjá kvíaám beggja heimil- anna, Kirkjuhóls og Hofgarða, og var þá oft glatt á hjalla hjá okkur. Minningar okkar frá þeim árum eru báðum kærar. Snaebjörn var einn af stofn- endum M.M.F. Staðarsveitar sem orðið er 55 ára gamalt og lengi í stjórn þess. Frá 1919 til 1927 var ég formaður áðurnefnds félags en hann ritari og var sam starf okkar jafnan ágætt. Eftir að hann fluttist til Reykja víkur höfum við sjaldnar sést, en þó hefi ég oftast heimsótt hann þegar ég hefi komið í bæ- inn og notið framúrskarandi gestrisni hans og hans góðu konu. Fyrir það m.a. vil ég færa þeim báðum mínar beztu þakk- ir. Snæbjöm er kvæntur frænd- konu sinni er Sigríður heitir Jónsdóttir, ágætri konu og eiga þau þrjú börn, sem öll eru upp- komin og gift, en þau heita: þess er mönnum mjög gjarnt, einkum útlendingum.* Enn heldur frú Weihrauch áfram frásögn sinni af afa sín- um: — Á jólunum safnaðist þessi stóra fjölskylda ávallt saman á heimili afa. Þetta varð til þess, að er ég hafði stofnað mitt eigið heimili hafði ég sem fábrotnast fæði, því að mér of- bauð annríki þjónustuliðsins á aðfangadagskvöld. í stofunni var stórt jólatré og eftir að afi varð gamall var ekki við annað komandi en hann sjálfur slökkti á trénu hvert kvöld. Blés hann og blés, tútnaði út og roðnaði öll- um til hinnar mestu gremju, því að allir voru dauðhrædd- ir að hann þyldi ekki áreynsl- una, en hans vilji varð að ráða. Hann átti það til undir borð um að standa upp brjóta sam- an pentudúk sinn og ganga orðalaust út, mislíkaði honum eitthvað. Oft vissu menn ekki, hvað hefði farið öðru vísi en hann hafði viljað og sátu því allir hljóðir eftir og fengu ekki mælt. — Um afa má ýmislegt gott segja. Hann hafði raunar mjög hlýtt hjarta. Einhverju sinni varð hann var við, að ein barn fóstran grét í laumi. Hann spurði hana þá af hverju hún gréti og sagði hún þá, að for- eldrar sínir hefðu látizt úr kól- eru og yngsti bróðir sinn ætti ekki í neitt hús að venda, Hann bauð þá stúlkunni, að koma með bróður sinn til sín, hann skyldi sjá um uppeldi hans. Ólst þessi piltur síðan upp með okkur, fór í iðnnám og lærði trésmíðar. Er hann hafði lokið prófi, keypti afi handa honum verkstæði og verzlun og kom undir hann fót unum. Þessi maður varð síðan bezti fjölskylduvinur okkar og var ávallt kallaður Peps frændi. — Nei, segir frú Weihrauch að lokum. Ég heyrði aldrei tal- að um sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga. Líklegast hefur það verið af því að enginn á heim- ilinu hafði áhuga á henni nema afi, og því var hún ekki fallin til samræðna. Dr. Konrad Maurer lézt árið 1902. Þessi mikli íslandsvinur hafði þá orðið íslendingum að ómetanlegu gagni. Það vekur furðu, að Þjóðverji, sem á eng- in þjóðernisleg tengsl við Dani eða íslendinga skuli fá svo mik inn áhuga á sjálfstæðisbaráttu íslendinga. íslendingar eiga að halda minningu hans í háveg- um og því viljum’ við enda þessa grein með niðurlagsorð- um Björns M. Olsens í alman- aksgreininni: „Að endingu leifi jeg mjer að taka undir það, sem Gísli Brynjólfsson segir í kvæði sínu til Maurers (í Níjum Fje- lagsritum 1859): „Nje þín gleimast lið í landi íengi besta minning skaL“ — mf. FJÖLDI Þjóðverja hefur ver- ið handtekinn í Ruhr-hérað- inu í Vestur-Þýzkaiandi, sak- aður um njósnir á vegum kommúnistaríkja. Ekki hefur verið skýrt frá því hve marg ir hafa verið handteknir, né heldur hve alvarleg brot þeirra eru. Brídge EVRÓPUMÓTIÐ í bridge fer að þessu sinni fram í Dublin dag- ana 4.—16. september nk. Bridge samband íslands sendir sveit til keppninnar í opna flokknum og eru það núverandi íslandsmeisit- arar, þ.e. sveit Halls Smíonar- sonar, en auk Halls eru í sveit- inni Símon Símonarson, Þorgeir Sigurðsson, Stefán J. Guðjohn- sen, Eggert Benónýsson og Þórir Sigurðsson. Fararstjóri verður I>órður Jónsson. Bvrópumót þetta er hið 19. í röðinni og hafa 20 lönd tilkynnt þátttöbu í opna flokknum en 14 í kvennaflokki. Löndin sem til- kynnt hafa þátttöku í opna flokknum eru þessi (talin upp eftir töluröð): Spánn, England, Líbanon, ísraeþ Sviþjóð, ftalía, írland, Noregur, Pólland, Belgía, Grikkiand, Fraikkland, Dan- mörk, ísland, Sviss, Holland, Porfúgal, Tékkóslóvakíu, Þýzka- land og Finnland. Samkvæmt þessari töfluröð mætir íslenzka sveitin fyrst gestgjöfunum frá írlandi, síðan ítölsku sveitinni og í þriðju umferð Svíþjóð. Þetta er í 12. sinn sem ís- lenzk sveit keppir í opna flokkn- ur í Evrópumóti. Bezti árangur sem íslenzkt sveit hefur náð var árið 1950, en þá hlaut íslenzka sveitin 3. sætið. Núverandi Evrópumeistari er franska sveitin, sem sigraði á Evrópumótinu, sem haldið var í Varsjá í september 1966. f öðnu sæti var hollenzka srveitin og nr. 3 var nonska sveitin. Denver, 9. ágúst, AP. MJÖG snarpur j arðskjáHtaC .Ipp- ■ur varð á Denverngvæðinu í Colo rado-fýlfki í Bandarítojiunium í dag. Kippurinn mœldist 5.3 stig á Rich t e r - j ar ðsk j álft amæl i. Nökfkrar ííkeimmdir hlutust af jarðbkjálítanuim, en slys urðu efeki á iruönnuim. - 25 ÁR Framhald af bls. 14. Tókíó bárust fréttir af því að eyjan hafði verið á valdi Ja- pana. Flotastjórninni hafði láðst að geta þess. Tanshiro Hattori, sem þá var majór í hemum og starf- aði við yfir-herstjórnina í Tókíó, sag*ði: „Við vissum varla hvar Guadalcanal var.“ Hattori minnist þess að flestir yfirstjórnendur japanska hersins hafi haldið að Banda- ríkjamenn gætu alls ekki haf- ið neina gagnárás, sem heitið gæti, fyrr en á miðju ári 1943. „Margir voru þeir yfirmenn, sérstaklega í hemum, sem ekki höfðu hugmynd um hve gífurlegan ósigur japanski flotinn hafði beðið í sjóorust- unni, sem kennd er við eyj- una Midway, þar sem mörg af fremstu skipum flotans voru eyðilögð," sagði Hattori. Eftir að bandarísku land- gönguliðarnir, undir stjóm Alexanders A. Vandergrifts hershöfðingja, höfðu lagt und- ir sig flugvöllinn varð ja- pönsku herstjórunum Ijóst að japanskar herstöðvar í mörg hundmð kílómetra fjarlægð frá Guadalcanal voru í hættu JAMES BOND ~±~ -*- - - - - -sc- -dc- IAN FLEMING James horfði furðu lostinn á, þegar — Sláðu, Oddjob. Taktu nú vel eftir, Bond. Oddjob, arin- Kóreurisinn lyfti hendinni ... — Svona kraftur býr í fótum hans líka. hilian. vegna hugsanlegra loftárása, sérstaklega Rabaul-herstöðin fyrir norðan GuadalcanaL Innrásarforinginn framdl sjálfsmorð. Það ráð var tekið að senda úrvalssveit japanskra her- manna undir stjóm Kiyonao Ichiki ofursta til að taka eyj- una á ný, og höfðu þeir sex tundurspilla sér til stuðnings. Stigu þeir á land á Guadal- canal hinn 18. ágúst, ellefu dögum eftir landgöngu Bandaríkjamanna, og átti ekki að gefa óvinunum tæki- færi til að búa um sig. Japanirnir stigu á land á Taivu, sem er nes norðarlega á eyjunni, og stefndu strax til flugvallarins. Samkvæmt japönskum heimildum urðu Japanir ekki varir við neina Bandaríkjamenn í fyrstu, og varð það til þess að Ichiki ofursti sendi herstjóminni í Tókíó svohljóðandi símskeyti: „Hér eru engir óvinir. Þetta er eins og að fara um friðlýst svæði.“ Þegar japanska innrásar- liðið var svo skömmu seinna að fara yfir Ilu-fljótið og út á bersvæði, varð það fyrir haiðri skothríð frá banda- rískum leyniskyttum, sem vom í felum allsstaðar um- hverfis innrásarherinn. Um helmingur Japananna féll, og Ichiki sjálfur særðist. Varð honum svo mikið um að hann hrifsaði til sín fána herdeild- arinnar og kveikti í honum, en framdi síðan sjálfsmorð með því að reka sverð gegn- um hálsinn á sér. Næstu tilraunir. Þetta var mikið áfall fyrir herstjórnina í Tókíó, sem sendi þegar annan leiðangur til að frelsa Guadalcanal, að þessu sinni undir stjóm Kiyo- take Kwaguchi hershöfðingja. Ekki tókst þessum leiðangri heldur a'ð hrekja Bandaríkja- mennina frá Guadalcanal. Vora um tvö þúsund Japanir felldir úr innrásarliðinu, þeirra á meðal Kwaguchi hershöfðingi. Þriðja tilraun Japana var gerð í september undir stjórn Masao Marayama hershöfð- ingja. Hafði hann fyrirskipun um að taka flugvöllinn á Gua dalcanal, sem Bandaríkja- menn kölluðu nú Henderson Field. Einn af undirforingj- unum í þessum leiðangri seg- ir að herflokk sínum hafi tekizt að ná smáhluta flug- vallarins en öðram sveitum Japana tókst ekki að brjótast gegnum varnarlínu banda- rísku landgönguliðanna, svo flokkurinn neyddist til að hörfa undan. Erfiðlega tókst áð halda uppi vistaflutningum til inn- rásarliðsins vegna þess hve bandarísku flugvélarnar áttu auðvelt með að sökkva skip- unum. Gengu því matvæli skjótt til þurrðar. „Það eina sem við höifðum var vatn og jurtarætur", segir einn af for- ingjum innrásarliðsins. „Við neyddumst til að ferðast um nætur til að forðast loftárásir óvinanna. Margir létust úr malaríu. Hinir særðu létust unnvörpum. Sjúkraliðarnir voru of veikburða vegna hungurs til áð geta gengið.“ Áætlað er að um 24 þúsund af þeim 36 þúsund japönsku hermönnum, sem þátt tóku í þessum tilraunum til að ná GuadalcanaL hafi fallið eða særzt. Samkvæmt japönskum heimildum var mannfall Bandaríkjanna 2.000 hermenn. Sjálfir segjast Bandaríkja- menn hafa misst 1.500. ♦ Hinn 31. desember 1942 komu japönsku herstjórnend- urnir saman til fundar í Tókíó. Ákváðu þeir þar að flytja á brott alla þá her- menn, sem enn voru á Gua- dalcanal. Eftir það var eyjan á valdi Bandaríkjamanna. Til- raunum Japana til að ná henni var lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.