Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1967 15 AFI MINN VAR MIKILL PERSÓNULEIKI Samtal við dótturdóttur Konrads IVIaurers, * Islandsvinarins mikla Dr. Konrad von Maurer. „VOR fátæka og fámenna þjóð hefur átt því láni að fagna að eiga marga góða vini meðal útlendra þjóða, en engan betri vin hefur hún átt en prófessor Kon- rad von Maurer. Flestir les- endur almanaksins munu þekkja hann að nafni en hinir munu færri, sem kunna glögg skil á æviatrið um hans, eða vita, hvað Is- land á honum að þakka, og mun ég nú reina að fræða menn um þetta í fám orð- um. Því miður leifir rúmið ekki að gera það svo greini- lega, sem maðurinn á skil- ið“. Þannig hefst grein, sem Björn M. Ólsen, fyrsti rekt.or Háskóla íslands, reit hinn 29. apríl árið 1897 á 74ra ára af- mæli Konrads Maurers og birt- ist í A'lmanaki hins íslenzka Þjóðvinafélags 1898. Ástæðan fyrir því að við rifj um þetta upp nú, er sú, að hér er um þessar mundir stödd frú Weihrauch, dótturdóttir hins mikla fslandsvinar, sem átti svo ríkan þátt í því, að ísland hlaut sjálfstjórn. Frú Wei- hrauch, sem fædd er 1883 hef- ur undanfarna daga ferðazt um ísland ásamt dóttur sinni, *rú Schafer, og litu þær inn á rit- stjórn Míbl. einn daginn í fyrrt viku í fylgd Stefáns Edelsteins, skólastjóra. Frú Wei'hrauch er einkar al- úðleg gömul kona, og ern, þrá't fyrir háan aldur. Af viðtaunu við hana varð mér ljóst, að afi hennar hefur verið stórbrot- inn persónuleiki, því að oft og tíðum brá fyrir lotningar- glampa í augum gömlu kon- unnar, er frásagnargleðin hafði komizt í hámark. Hún virtist h-afa ánægju af því að segja frá afa sínum, sem okkur lang- aði til að kynnast sem persónu. Um vísindamanninn höfðum við grein Björns M. Olsens, sem þekkti Maurer persónu- lega, svo að þeirri hlið þuvft- um við ekki að kynnast. — Ég ólst upp í húsi afa míns og hann dó tveimur dög- um áður en ég trúlofaðist. Hann hafði ákaflega mikil áhrif á mig í barnæsku, en við bjuggum í stóru húsi — því að hann var vel efnum búinn — og var íbúðin niðri. Á efstu hæðinni var stórt og mikið bókasafn. Þetta var í Múnchen og var húsið stórt, sem sjá má af því að þarna uppi var ann- að stærsta einkabókasafn í Þýzkalandi. Eftir lát afa fór allt safnið til prófessors Harvard, sem líklegast hefur keypt það í heilu lagi Harvard var lögfræðingur eins og afi minn og ég býst við því, að hann hafi þar af leiðandi viljað fá safnið. í safn inu var mi'kið af gömlum ís- lenzkum bókum, enda minnist ég þess, að margir íslendingar heimsóttu afa minn, þÓtt ekki muni ég eftir neinum sérstök- um. — Vinnúherbergi afa míns var uppi á lofti. Varla var unnt að fá hann til þess að konna út úr herberginu, nema til mál- tíða — hann sat þar ávallt og vann. Þótt fólk kæmi í heim- sókn lét hann sér fátt um finn- ast og það drakk þá bara kaffi úti í garðinum. Hann var af- skaplega ómannblendinn, nema þegar um íslendinga var að ræða. Þá kom hann ávallt fram og ræd’di við þá tímunum sam- an. Hann var greinilega eng- inn samkvæmismaður, nema íslendingar væru annars veg- ar. Svo að við gerum augnabliks hlé á frásögn frú Weihrauch þá væri ekki úr vegi að kynnast þeim Maurer, sem Björn M. Olsen lýsir í Almanakinu: Maurer fæddist hinn 26. aprfl 1823 í Frankenthal í Rínpfalz og var einkasonur Georges Ludvig's von Maurer, nafnfrægls lögfræðings og prófessors við háskólann í Múnc'hen. Níu ára gamall flutt ist Konrad með föður sínum til Grikklands, þar sem faðir hans varð ráðgjafi Ottós Grikkjakonungs, en tveimur árurn síðar hóf hann skóla- göngu í Múnchen. Hann lagði stund á lögfræði við háskólana í Múnchen, Leipzig og Berlín, en jafnframt laganáminu hneigðist ’hugur hans til sagn- fræði og málfræði og í Berlín hlýddi hann m.a. á fyrirlestra Jakobs Grimms, sem var fremstur málfræðinga í Þýzka- landi þá. Hafði þetta mikil og góð áhrif á hinn unga martn. Árið 1844 leysti Maurer af hendi próf í lögfræði og tveim- ur árum síðar varð hann auka- prófessor (próf. extraordinari- us) í lögfræði við háskólann í Múnchen og 1856 reglulegur prófessor við sama skóla. Gegndi Maurer því emibætti unz hann lét af því fyrir elli sakir í marzmánuði 1888. Um það leyti, er Maurer dvaldist í Berlin, tók hann að fást við norræn fræði, sérstak- lega íslenzk og las hann fyrst þýðingu Jakobs Aall's á Heims kringlu. Því næst tók hann að lesa sögur og önnur fornrit, einkum lögin. Gerði hann það af hinu mesta kappi, þrátt fyr- ir mikla erfiðleika og skort á nýtum orðabókum. Ávöxtur þessa starfs hans kom fyrst í Ijós, er hann gaf út bókina: „Upphaf allsherjarríkis á Is- landi og stjórnskipunar þess“, sem kom út á þýzku 1852. Um þetta afrek segir Björn M. Ol- sen: „Þetta rit lís'ir svo nákvæmri og djúpri þekkingu á máli voru og fornritum, á lögum vorum og stjórnskipun, að það er al- veg óskiljanl'egt, hvernig svo ungur maður hefur getað aflað sjer slíkrar þekkingar suður í Þískalandi á þeim tímum og með þeim hjálparmeðulum, sem þá voru til. Með þessu leggur Maurer firstur manna grund'völlinn til sannrar og rjettrar þekkingar á stjórnskip un íslands á þjóðveldistíman- um og á hinni elstu sögu vorri og sá grundvöllur stendur í öll um aðalatriðum óhaggaðar enn í dag. Fám árum síðar gaf hann út stórt rit og engu ómerkilegra en hið fyrra, um kristnisögu Noregs og íslands í t'veim þikkum bindum (Die bekehrung des norwegischen stammes zum christenthume I—II. Múnchen 1855—1856). Þetta rit er og verður altaf undirstaðan undir öllum hin- um síðari rannsóknum um kristnitöku Noregs og íslands“. Og frú Weihrauch heldur áfram frásögn af afa sínum: —• Einu sinni á ári var unnt að gera vinnuherbergi afa míns hreint. Það var þegar hann fór í opinbera móttöku til prinsins af Bayern, en hann bauð til sín prófessorum ár- lega. Þá fór allt úr skorðum á heimilinu, því að aðra daga var ekki unnt að hreinsa hjá hon- um. Ég man eftir því, að er hann kom einu sinni úr slíkri mót- töku, sagði hann okkur skemmtilega sögu af atviki, sem henti 'hann. í upphafi mót'tökurnar, er hann gekk fyrir prinsinn og hneigði sig slitnaði einn buxna- hnappur gamla mannsins af, datt á gólfið og skoppaði eftir því endilöngu og hafnaði síðvn í hinum enda salarins. Enginn sagði orð og það hefði mátt heyra saumnál detta utan hljóðsins frá hinum skoppandi hnapp. Allir fylgdust með hnappnum og þegar hann loks stöðvaðist, sagði prinsinn: „Þar liggur hann þá“. Var þetta hið fyrsta sem sagt var við mót- tökuna, Vakti þetta mikla kát- ínu eftir á, en afa mínum var ekki alveg sama meðan á þessu stóð. — Afi minn var mjög ná- kvæmur með öll útgjöld. Hann hélt bókhald yfir allt — allt frá hinu smæsta til hins stærsta. Skrifaði hann þetta niður rneð meitlaðri smáskrift, sem ég held að hafi verið mjög lík skrift Jóns Sigurðssonar. — Nei, afi minn lenti aldrei í neinu leiðindamáli sem lög- fræðingur, utan einu sinni. Lenti hann þá í málaferlum við klerk nokkurn, sem reynt hafði að sölsa undir sig pen- inga dóttur hans. Hann átti þrjár dætur og var þessi minnstum gáfum gædd og eina barn hans, sem ekki fór í lang- skólanám. Gerðist hún díagón- issa og þótti það mikil óvirðing fyrir fjölskylduna. Prestur þessi reyndi að ná út úr henni peningum, en afi, sem var hal'd inn næstum öfgafullri réttlætis kennd fór í mál og vann það. Hann var ekki að ágirnast pen ingana, því að þá gaf hann munaðarleysingjahæli strax á eftir, heldur gat hann ekki þol- að ágang prestsins. Varð þetta til þess að sambandið milli þessarar dóttur hans og fjöl- skyldunnar varð mjög stopult. Tveir synir hans, annar var foringi í hernum, en hinn prófessor í lögum, buðu þess- ari systur sinni eitt sinn í há- degisverð. Völdu þeir til þess föstudaginn langa og fram- reiddu kjöt, en hún var ka- þólsk. Aumingja systirin var svo fegin að komast aftur í sam band við fjölskyldu sína, að hún braut föstuna og át kjötið, þrátt fyrir alla trúarsiði. Þetta gerðu þeir bræður ekki af il’.- kvittni heldur öllu fremur stráksskap, að því er ég held. — Afi minn hafði fremur lít il afskipti af böcnum sínum. Hins vegar dekraði hann mjög við barnabörn sín og lét allt eftir þeim. Ég og systir mín vor um t.d. í miklu uppáhaldi hjá honum. Og til þess að kynnast fleiri hliðum á Konrad Maurer er ekki úr vegi að líta aftur í Almanakið og sjá hvað Björn M. Olsen hefur um hann að segja. „Árið 1855 samdi danskur lögfræðingur og prófessor við Kaupmannáhafnar háskóla J. E. Larsen rit „Um stöðu íslands í ríkinu að lögum, eins og hún hefur verið hingað til“, og var það gefið út sem háskóla boðsrit 1855 og síðan þítt á ís- lensku. Höfundur þessa rits reinir og sannar, að ísland sje firir löngu innlimað konungs- ríkinu og geti því ekki átt til- kall til sjerstakra landsrjett- inda. Móti þessu skrifaði Jón Sigurðsson hina ágætu rit- gjörð sína „Um landsrjettindi íslands", sem kom út á dönsku 1855 og var síðan þídd á ís- lensfcu í Níjum Fjelagsritum 1856 og hrekur hann þar með rökum skoðun Larsens. Jón Sig urðsson vonaðist eftir, að ein- hver af bræðrum vorum í Noregi, Svíþjóð eða Danmörku sjálfri mundu verða til að stiðja málstað vorn á móti Larsen, enn ekkert liðsirði kom úr þeirri átt. Aftur á móti kom hjálpin þaðan, sem síst varði, frá Þískalandi. Þar ritaði Maurer mjög fróðlega grein móti kenningum Larsens í Augsborgarblaðið „Allgemeine zeitung" (í okt. 1856) og var sú grein síðan íslenskuð í Níj- um Fjelagsritum 1857. Upp frá þessu var Maurer altaf brjóst vort og skjöldur á Þískalandi í stjórnabaráttunni, og hafði það eigi litla þiðingu fyriir Jón Sigurðsson að eiga þar svo góð an hauk í horni“. Frú Weihrauch segir: — Tengdamóðir afa míns, þ.e.a.s. langamma mín, bjó á heimilinu. Hún var óskilgetið barn Napóleons keisara og var það einskonar fjölskylduleynd- armál, jafnframt því sem nokk- urs stolts gætti vegna þessa skyldleika. Var stundum hent gaman að mér í skóla, er ég var við frönskunám, því að kennarinn vissi um þessar fjöl skylduástæður. Hafði hann einnig verið kennari móður minnar og eitt sinn, er mér gekk ekki sem bezt í kennslu- stund, sagði hann: „En góða ungfrú. Þér ættuð þó að vita þetta. Heima hjá yður tala jú allir frönsku". — Það var lengi vel siður langömmu að bjóða öllum glas aif Tokaier árdegis kl. 11. Fengu menn þá gjarnan kavíar með. Þetta kunni afi vel að meta og Framhald á bls. 20. Frú Weihtrauch, dótturdóttir Maurers, ásamt dóttur sinni, frú Schafer. (Ljósm.: Ói. K. M.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.