Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1967 Útgefaiidi: Framkvæmdastjóri: ÍRitstjórar: Ritst j ór narf ulltr úi: Auglýsingar: Œtitstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu-: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johann-essen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-1100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. GOÐ LÖG- REGL USTJÓRN /kllum ber saman um, að ^ stjórn og skipulag um- ferðarinnar um Verzlunar- mannahelgina hafi farið mjög vel úr hendi. Er gleðilegt til þess að vita að bifreiðastjór- ar skuli veita athygli þeim aðvörunarorðum, sem til þeirra er beint um þessa ■ helgi og gera sér far um að aka gætilega. Má af þessu sjá, að allt það starf, sem unnið er í því skyni að koma í veg fyrir slys er sannarlega ekki unnið fyrir gíg. Eiga þeir aðilar allir þakkir skild- ar, sem áttu þátt í slysalausri Verzlunarmannahelgi. Einn er sá aðili, sem öðrum fremur ber að þakka fyrir góða stjórn umferðarmála, og er það íslenzka lögreglan. Hefur frammistaða hennar um Verzlunarmannahelgina vakið mikla ánægju allra sem með starfi hennar fylgdust, og óhætt að fullyrða að yfir- stjóm lögreglunnar er sterk og aðhaldssöm. Það hefur löngum verið vitað, að lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sigurðs- son, er öðrum fremur sam- vizkusamur embættismaður, sem stjórnar liði sínu með festu og lipurð. Undir forustu hans hefur stjórn lögreglu- mála í Reykjavík verið í ör- uggum höndum, enda hefur hann kosið sér einvala lið til aðstoðar, þar sem eru yfir- lögregluþjónar hans og varð- stjórar. Ber að fagna því að lögreglumálin skuli vera í svo góðum höndum, sem raun ber vitni. Á Sigurjón lög- reglustjóri þakkir skildar fyr ir brennandi áhuga á því að .skapa lögreglunni í senn nauðsynlegt aðhald inn á við — og virðingu út á við. NYLUNDA U’inn þáttur í umferðarstjóm inni um Verzlunarmanna- helgina var nýlunda. Það var umferðarstjórn úr þyrlu, sem lögreglan fékk léða frá land- helgisgæzlunni. Var samstarf þessara tveggja opinbem stofnana, landhelgisgæzlunn- ar og lögreglunnar, til fyrir- myndar og árangur þyrluum- ferðarstjórnarinnar mjög at- hyglisverður. í samtali við lögreglustjóra hér í blaðinu í gær segir hann m.a., að þessi tilraun hafi gefizt mjög vel „og verða þyrlur án efa mjög mikilsverð tæki í um- ferðarlöggæzlu. Þyrlan hefur t. d. mikið notagildi varðandi það, að fá sem bezta heildar- yfirsýn yfir umferðina og ennfremur til beinna lög- gæzluathafna. Þá kemur þyrla sér líka mjög vel við liðsflutninga. Við gætum tek- ið sem dæmi ef við værum með mikinn liðsafla í Þórs- mörk, en skyndilega þyrfti liðsafla t. d. í Þjórsárdal, þar gem talsvert var af fólki um þessa helgi, þá tæki það mjög stuttan tíma að flytja menn þangað frá Þórsmörk.“ Víða erlendis eru þyrlur mikið notaðar til löggæzlu- starfa, t. d. í Bandaríkjunum og þá einkum í New York- borg, þar sem hafnsögumenn nota jafnvel þyrlur til sinna þarfa. Þarf ekki að fara í grafgötur um notagildi þeirra. Með aukinni umferð hér á landi er nauðsynlegt að grípa til allra þeirra ráða, sem tiltæk eru í því skyni að forðast slys og stjórna um- ferðinni á þann hátt, sem við- unandi er. Þess vegna ber að fagna þessari nýbreytni og er þess að vænta að lögregl- unni verði gefinn kostur á því að færa sér enn rækilegar í nyt þau tæki, sem til ný- lundu má telja. TVENNS KONAR ÖLVUN ITerzlunarmannahelgin fór * yfirleitt mjög vel fram og ber að fagna því. Að því hlýt- ur að verða stefnt að þessi helgi verði ekki svallsamari en aðra helgar ársins. Fólki hlýtur að skiljast það smám saman, að hvíld og útivist í fögru umhverfi veitir meiri unað en að vera í slagtogi með Bakkusi. Oft er talað um náttúruspjöll hér á landi, og þá einkum í seinni tíð. Drukknir menn sem liggja eins og hráviði úti í náttúr- unni, hljóta að flokkast und- ir einkonar náttúruspjöll, svo viðurstyggilegt er að horfa upp á slíka sjón. Og þegar unglingar eiga í hlut, er ekki hægt að yppta kæru- leysislega öxlum og horfa upp á það aðgerðarlaust. Æsk an á að erfa landið. Hún á að kynnast því án leiðsagnar Bakkusar. Hún á að drekka í sig fegurð íslands, tærleika jökla og fjalla, hlýju dala, bláma himinsins. Við eigum að ala æskuna upp í þeim anda að meira virði sé að verða ölvaður af náttúrufeg- urð lands okkar en míssa vit- ið í slagtogi við Bakkus. UTAN ÚR HEIMI 25 ár frá töku Guadalcanal Fyrir hópi hermannanna, sem komu til að minnast at- burðarins á mánudag, var Stanley N. McLeod ofursti, yfirmaður herbúða land- gönguli’ðanna í Pearl Harbor á Hawaii, sem sjálfur var einn þeirra 19 þúsund land- gönguliða er réðust til land- göngu þarna fyrir tuttugu og fimm árum. Liður í minning- arathöfninni var að leggja blómsveig að minnisvarða um þá sem féllu í innrásinni, en minnisvarða þennan hafa íbú- ar eyjunnar látið gera. 1 Japan var þess minnzt, að þrjár tilraunir voru gerðar til að hrekja innrásarliðið frá Bandarískir hermenn á Guadalcanal 1942. Minnzt fyrstu landvinninga Bandaríkja- manna í heimsstyrjöldinni síðari ir sig þessa eyju sem er 6.750 ferkílómetrar, í maí 1942, og sendi þangað um 2000 verkamenn og setulfð eftir að komizt var að því að á eyj- unni var frábært flugvallar- stæði. Það var þó ekki fyrr en bandarísku landgönguliðarnir réðust þar á land — daginn eftir að flugvallargerðinni lauk — að yfirherstjórninni í Framhald á bls. 20. Eftir Kenneth Ishii Tokio í ágúst (Associated Press). Mánudaginn 7. ágúst s. 1. kom hópur hermanna úr land- gönguliði bandaríska flotans saman á eyjunni Guadalcanal í Solomonseyjaklasanum á Kyrrahafi til að minnast þess að þá voru 25 ár liðin frá því að félagar þeirra úr land- gönguliðinu tóku eyjuna úr höndum Japana í heimsstyrj- öldinni síðari. Var Guadal- canal fyrsta landsvæðið, sem Bandaríkjamenn endurheimtu frá Japönum, og landgangan þar því sögulegur viðburður. Guadalcanal áður en gefizt var upp fyrir fullt og allt og japönsku hermennirnir kall- aðir heim uppgefnir og soltn- ir. Herstjórnin vissi ekkert. Japanski flotinn lagði und- Morgunblaðið sendi frétta- ritara á flesta þá staði, þar sem fjölmenni var um Verzl- unarmannahelgina. í blaðinu á miðvikudag birtist yfirlit þeirra. Yfirleitt var það upp- örfandi. Galtalækjarmót bind indismanna var til fyrirmynd ar, svo og sumarhátíðin í Húsafellsskógi. í Þórsmörk var ástandið gott, einnig í Skógarhólum, og að því er fregnir herma einnig í Vagla- skógi og Atlavík, svo að dæmi séu tekin um helztu staðina. Fréttaritari Morgun- blaðsins segir um Galtalækj- armótið, að þar hafi verið um þrjú þúsund manns — „og öll framkoma fólksins einkenndist af glaðværðri prúðmennsku og umgengni til mestu fyrirmyndar.“; á sumarhátíðinni í Húsafells- skógi voru á áttunda þúsund manns og segir fréttamaður Morgunblaðsins þar, að sam- koman hafi farið „fram úr vonum manna að flestu leyti.“ Hann hefur það eftir yfirlögregluþjóninum í Borg- arnesi, að mótið hafi „farið mjög vel fram, fólk vissi að þetta átti að vera vínlaus há- tíð, og ég er mjög ánægður með það hvernig tókst til“; í Þórsmörk komu um tvö þús- und og fimm hundruð manns, og segir fréttamaður Morg- unblaðsins þar á staðnum, að samkoman hafi „farið mjög vel fram, fólk verið kurteist og prútt. Ölvun, sögðu þeir (lögregluþjónarnir) að hefði verið lítil og áberandi minni nú en í fyrra.“ En ein var sú hátíð, sem ekki þótti til fyrirmyndar, það er þjóðhátíðin í Herjólfs- dal í Vestmannaeyjum. Ber að harma að ekki skuli betur hafa til tekizt og unglingar skuli einkum hafa sett leiðin- legan svip á hátíðina með drykkjuskap. í grein frétta- manns Morgunblaðsins á þjóðhátíðinni segir, að skemmtunin hafi verið mjög vel skipulögð, og hrósar ýmsu því sem vel var gert af heimamönnum. En þetta er aðeins önnur hlið málsins. Fréttamaðurinn segir: „Þeir sem af hreinu hjarta og með göfugu hugarfari ræða og rita hvað mest um mannvæn- leik íslenzks æskulýðs ættu að dvelja í þrjá daga á þjóð- hátíð í Herjólfsdal til að kynn ast hinni hlið málsins: Hversu djúpt börn rótlausra tíma geta sokkið. Ber þó um leið að vona að þeir tvö til þrjú þúsund unglingar, sem „gerðu garðinn frægan“ á umræddri hátíð séu ekki rétt úrtak ís- lenzks æskufólks; svo illt má ekki ætla uppeldisstofnunum landsmanna. Sá beizki sann- leikur verður að segjast hér og nú, að þjóðhátíðir í Vest- mannaevjum eru ekki orðnar annað en stanzlaus og tröll- aukin drykkjusamkunda, allsherjar þriggja sólarhringa stjórnleysistímabils í sögu nokkurs þúsund nýfermdra barna.“ Þetta eru hörð orð en vart ástæðulaus. Fréttamaðurinn sá með eigin augum hvernig umhorfs var á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum um síð- ustu Verzlunarmannahelgi. Mun nú svo komið, að ýms- ir Vestmannaeyingar fara að heiman fyrir þjóðhátíðina til þess að þurfa ekki að horfa upp á það, sem þar gerist. Aft ur á móti drífur aðkomufólk að úr öllum áttum, og þó einkum úr þéttbýliskjarnan- um hér á Reykjanesi. Einkum eru þetta unglingar, og eins og fyrr getur, margir hverjir drukknir. Nú, þegar tekizt hefur að setja menningarsvip á flest- ar hátíðir og samkomur um Verzlunarmannahelgina, hljóta Vestmannaeyingar að taka þessi mál til alvarlegrar athugunar og kappkosta að breyta svipnum á þessari virðulegu hátíð þeirra, sem rætur á að rekja til þjóðhá- tíðarinnar miklu 1874. Svo virðuleg og menningarleg for senda þessarar hátíðar hlýtur að eggja þá lögeggjan að hrinda af höndum sér innrás áfengisófreskjunnar. Er ekki nema gott til þess að vita að unglingar sæki Vestamanna- eyjar heim og af reynslu ann- ars staðar á landinu sjáum við að unnt er að koma í veg fyrir, að þeir drekki frá sér ráð og rænu. Að því verður að vinna vel og dyggilega. Samvizka okkar er í veði, hvernig til tekst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.