Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1967 Alan Williams: PLATSKEGGUR um eftirmiðdaginn, án þess að gera ketti mein, voru myrtir með köldu blóði. Haldið þið raun verulega, að þið getið frelsað landið ykkar á þennan hátt? Sherrif greip höndum um eyr un og andvarpaði: — Þér kallið mig morðingja! Allir kalla mig herra minn, alls ekki! Hann morðingja! En það er ég ekki starði á Neil með þessu dauða brosi sínu, og Neil starði á móti og einkennilegur hryllingur fór um hann. Þessi maður var Ali La Joconde! — Ef þér berið ábyrgð á því, sem gerðist í Casino de la Plage, sagði Neil með dirfsku, sem hann undraðist sjálfur meðan hann var að tala, — þá eruð þér morðingi, hr. Sherrif. Hann hallaði sér aftur og hélt um tebollann og beið átekta. Þessi kurteislegi formáli, þetta austræna slúður um allt og ekk- ert, var af staðið. Það varð dauða þögn. Loks var hún rofin af snöktinu í Ali La Joconde. Neil fannst þetta viðbjóðslegt hljóð. Loksins sneri hann sér að Mar- ouf. — Segið mér, doktor, til hvers var ég boðaður hingað? Þessi afdráttarlausa spurning kom Marouf út úr jafnvægi, hann leit vandræðalega á hend- urnar á sér og hóstaði ofurlítið. Það var rétt eins og Harleys- strætis sérfræðingur hefði verið beðinn að framkvæma fóstur- eyðingu. Það var Boussid, sem svaraði: Hann gaut augunum gegn um tvöföldu gleraugun sín og sagði: — Síðustu þrjá dagana höfum við misst 240, sem hafa farizt — verið myrtir af fasistadólgum á götunum á leið til vinnu, eða í matarferð fyrir fjölskyldur sín- ar. Þetta er tilgangslaust morð, herra minn. Leyniherinn er vit- laus. Hann skilur ekki, að barátta hans er ekki við Arabaherinn — heldur við frönsku stjórnina. Til hvers senda þeir hermdarverka- menn sína gegn okkur ,til þess að drepa saklaust fólk, þegar hinir raunverulegu óvinir þeirra eru í Paris, í aðalstöðvum og há um embættum? Neil svaraði: — Ég get ekki svarað fyrir Leyniherinn. En mér finnst, að hann trúi á hermd arverk af sömu ástæðu eins og þið — til þess að draga kjark úr þjóðinni og eyða lögum og reglu. — Það er svo, sagði Boussid, — Arabaherinn er ekki lög né reglur. Við erum friðsamt fólk, og viljum lifa í friði við alla, þar nieð talda Evrópumennina í landinu. Við viljum ekki halda áfram að drepa þá, ef þeir bara viljia hætta að drepa okkur. Hann talaði liðugt, en ekki með sama ákafa og Ali La Jo- conde. Meira te kom á borðið, og bunan stóð út úr Boussid, eins og atvinnupólitíkusi. Neil horfði í litlu þorskaugun, á sviplaust andlitið á dr. Marouf og dapur- lega brosið á Mohammed Sherrif. — Skil ég það rétt, herr ar mínir, að þið viljið hætta öll- um ofbeldisverkum? Enginn mannanna kring um borðið svaraði og ekkert heyrð- ist, en Sherrif skalf ofurlítið. Boussid hélt áfram, rétt eins og Neil hefði ekkert sagt: — Leyni herinn er ekki vandamál okkar, heldur er hann franskt innan- ríkismál, sem Frakkar verða að útkljá. Fíanska stjórnin kann að gefa okkur sjálfstæði okkar inn- an skamms. Og þá verður engin deila framar við Fra.kka. Alit, sem við heimtum er friður og frelsi. Við skulum hafa frið við Leyniherinn og svo getur leyni- herinn útkljáð sín mál við yfir- stjórnina og París. — Svo að þið viljið þá gera vopnahlé við Leyniherinn? sagði Neil. Boussid þagði. Dr. Marouf lagði saman fingurgómana og kinkaði kolli. En Ali La Joconde hélt áfram að stara niður í borð ið og skjálfa. — Veit Leyniherinn af þessu? spurði Neil. — Nei, sagði Marouf. — Veit franska stjórnin það? — Við eigum ekkert samband við frönsku stjórnina, sagði Marouf, og það er þessvegna, sem við höfum beðið yður að koma hingað í dag. 31 Neil þagnaði og reyndi að stilla æsinguna, sem hann var í. Boussid tók til máls, lágt en með ákafa: — Herra minn, oss hefur verið tjáð, að þér séuð mik ilvæg persóna. Þér eruð brezk- ur og standið utan við það, sem hér er að gerast. Þér getið talað við Leyniherinn og þér getið tal að við okkur. Ef þér getið kom- izt í samband við yfirmenn Leynihersins, talað við þá, þreif að eftir skoðunum hans, sagt honum, að við viljum gjarna þyrma saklausu fólki, þá getum við kannski losnað við endurtekn ingu á því, sem gerðist í gær í EMMESS EM < ESS MIX S *. WMHS 'einni Is/ÍYK flösku erallt sem tilþarf i IS*MIlL(ice cream soda), nema EMMESS isinn, en hann fœst i nœstu búð. EINFAl 4 (T)IIdliá lögg af MlXístártglas (Tjhrœrid eina sJceið af EMMESSís saman mð (3)fylliágLasidad3/i hlutum með MIX Qfsetjið Œmatsk. af EMMESSis í MIXIÐ (ð)hrærið lítilsháttar — Ég færi heldur slæmar fréttir. Þeir eru að steypa portið þar sem við grófum peningana. Casino de la Plags. Við getum ekki framkvæmt þetta sjálfir. Frakkar vilja ekki gera það fyrir okkur. Einhver á borð við yður verður að gera það. Neil sötraði teið og hugsaði um hlutverk friðstillisins Ingle- bys. Það fullnægði flestum þrám hans og sumum draumunum. Innst með sjálfum sér hafði hann alltaf þráð frægðina, enda þótt sú frægð, sem flestar opin- berar persónur nutu ylli honum hryllings. Hann langaði til að verða séður í fjarska eins og einhver rómantísk persóna, án allrar auglýsingastarfsemi, en þekktur í sögunni, sem einhver einmana kraftur, sem kæfði nið- ur skemmdarverk og morð. Það hlutverk kunni hann vel við. Eina áhyggjuefni hans var hlutur Pols í þessu verki, en á það minntist hann ekki nú við Marouf og Boussid. Það vanda- mál var hægt að taka til með- ferðar seinna meir. Klukkan var 11.52. Hann var búinn að vera þarna í Cabash í um það bil klukkustund .Hann mundi nú eft ir bílnum úti og sagði: — Þið viljið þá að ég setji mig í sam- band við Leyniherinn og segi honum, að þið séuð reiðubúnir til að gera vopnahié? Og hvað I svo? — Þér skuluð heyra frá okk- ur, sagði Marouf. Neil dró upp pakka af Chester field, sem hann hafði kejrpt af myrta Arabanum við hótelið, og bauð öllum. Þeir hikuðu. Marouf sagði: -— Þetta eru ekta amerísk ar sígarettur! Svo tók hann eina, feimnislega, og Boussid fór að dæmi hans. Ali La Joconde hristi höfuðið og horfði niður á borðið brosandi með tárvotu augunum sínum. — Við höfum ekki séð amerískar sígarettur hér í ein fjögur ár, sagði Marouf og tók upp Zippo-kveikjara. Mikið úrvat aí GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW gólfteppum. — Gott verð. LITAVER S.F., Símar 30280, 32262. Nauðim«aruppIioð sem auglýst var í 20., 23. og 27. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Bólstaðarhlíð 52. hér í borg, talinn eign Þóris Hall, fer fram eftir kröfu Kristins Sigurjónssonar hrl., Hákonar H. Kristjónssonar hrl. og Friðjóns Guðröðarsonar hdl., á eigninni sjálfri, mánudaginn 14. ágúst 1967, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Beykjavík. NITTO Japönsku hjólbarð- arnir vinsælu, af- greiddir beint úr tollvörugeymsla, á innkaupsverði. Mjög fljót afgreiðsla. DRANGAFELL HF. Skipholti 35. — Sími 30360.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.