Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1967 27 — Þótt við séum Framhald af bls. 11. Einn liður í þessum athug- unum mínum á fjallagróðri er hvernig jökulsker, sem mynd- ast hafa við samdrátt jöklanna að undanförnu. Jökulsker þau, sem ég hef sérstaklega til rann- sóknar, eru uppi í Breiðamerk- urjökli og hafa myndazt sfðustu áratugi. Hef ég rannsakað hvernig gróður hefir numið þar land og hvernig svæðin hafa svo klæðst gróðri. Ég hef beint rannsóknum mínum aðallega að tveimur skerjum, annað er 30 ára gamalt, en hitt aðeins 5 ára. í skerjum þessum hef ég merkt þó nokkra reiti, sem ég hef síðan farið og rannsakað flest árin allt frá 1962. Skerið, sem var nýkomið upp þá, árið 1962, og var aldautt af gróðri er nú svo á vegi statt, áð í það eru komnar 20 tegundir af blómplöntum, eða svo var í fyrra, og nokkrar mosategund- ir. Stór þáttur í þessum rann- sóknum mínum er að gera sam- anburð á gróðurfari milli ein- stakra landshluta. Af þeim sam anburði er ætlunin að fá sam- anburð á gróðurþróun til fjalla. Þessar rannsóknir geta sýnt fram á, að hafi íslaus svæði verið til hér á landi á jökul- tíma, þá eru býsna margar ís- lenzkar plöntur það harðgerðar að þær hafa getað lifáð á þeim stöðum, en einmitt þessi kenn- ing um ísaldarplöntur vakti áhuga minn á rannsókn fjalla- plantna. Hitt er svo annað mál að erf- itt er að meta á þessu stigi, hve mikla hagnýta þýðingu þetta getur haft 1 þeirri þjóðhagslegu merkingu er varðar brauðstrit og fylling buddu og maga. Þá hef ég einnig ætlað að gera samanburð á landnámi í fyrrnefndum jökulskerjum og landnámi plantna í Surtsey þótt aðstaða sé mjög ólík á margan hátt þá eru bæði sker- in og Surtsey einangruð frá grónum svæ'ðum, þótt allar aðr- ar aðstæður séu ólíkar. Og að síðustu ræðum við Ey- þór lítillega um grasaáhuga al- mennings. Um það segir hann: — Ég vil mjög hvetja þá, sem áhuga hafa á grasafræði og plöntusöfnun, að haldá sínu starfi ótrauðir áfram, enda hafa margir slíkir áhugamenn unnið mikið gagn í sambandi við útbreiðslu einstakra plöntu- tegunda. Flóra íslands er það rit, sem bezt getur leitt byrj- andann, sem vill helga sig plöntusöfnun og raunar hið eina rit, sem hér er að hafa sinnar tegundar og í henni eru ýtarlegar lefðbeiningar um plöntusöfnun. — Og að lokum ofurlítið um aðstöðu ykkar vísindamann- anna, Eyþór? — Þótt við séum stöðugt að kvarta og vinnuaðstaða okkar sé ekki sem ákjósanlegust, frek- ar en hjá öðrum vísindamönn- um á íslandi, hef ég mikla gleði af þessu starfi mínu, þótt lífs- afkomuna verði ég að bæta með kennslustörfum á vetrum, segir Eyþór Einarsson grasa- fræðingur að lokum. Með þáð heldur hann með sitt snyrtilega skegg og veðurbitna andlit út í ágústsólina og stefnan er tekin til fjalla á ný. vig. Saltvík opnar um aðra helgi SÁLTVÍK — hinn nýi skemmti- staður ung-a fólksins á Kjalar- nesi verður opnaður helgina 19. og 20. ágúst. Upprunalega var ákveðið, að skemmtistaðurinn yrði opnaður um næstu helgi, en af því getur ekki orðið, vegna þess, að framkvæmdir við gólf í hlöðu, þar sem verða á dans- salur, hefur ekki staðizt áætlun. Unnið hefur verið af kappi við allan undirbúning. Gengið hefur verið frá veitingastað, sal ernum og húsakynni öll hafa ver ir máluð. Þá hefur verið komið fyrir bifreiðastæðuim og fl. Að öllu forfallalausu geta Því reyk- vískir unglingar skemmt sér í Saltvík um aðra helgL Hafin smíði göngubrúar yfir Jökulsá á Löni Sffifði brúarinnar yfir Jökulsá á BreiÖamerkursandi langt komin Hornafirði, 3. ágúst HÉR er heyskap viðast hvar að verða lokið. Var grasspretta yf- irleitt allgóð, og einkanlega á sandræktum, en lélegri á göml- um túnum, sem voru beitt iangt fram á vor. Er heyfengur víða mikill og nýting með ágætum. Ekki verður um neinn háarslátt að ræða, né engjaslátt, því að þær eru aliar einskisnýtar síð- an hætt var að nýta þær. Hengibrúin á Jökulsá á Breiðamerkursandi er að verða langt komin, og lýkur smíði hennar sennilega síðar í þess- um mánuði, en yfirbrúarsmiður er Jónas Gíslason. Þá er hafin smíði á göngubrú yfir Jökulsá í Lóni hjá Kollumúla, en upp- setningu hennar annast Haf- steinn Jónsson, verkstjóri. Var efni til hennar flutt á bílum inn á Illakamto, dregið á flekum yfir kambinn, en síðan flutt á hestum það sem eftir var af leiðinni að brúarstæðinu. — Gurmar. Góöur afli hjá sjó- stangaveiðimönnum H Ó P U R manna úr Sjóstanga- veiðifélagi Reykjavíkur fór nú um verzlunarmannahelgina á veiðar á Breiðafirði. Gisti fólkið í hótelinu í Grundarfirði og stundaði veiðar tvo daga á þrem ur bátum. Voru þátttakendur í ferðinni tæplega 30, og voru bæði heppnir með veður og feng. Maignús Valdimansson, fram- kvæmdastjóri, tjáðd Mbl. að þetta væri í sjötta skiptið, sem efnt væri til slíkrar farar á vegum fé- lagsins til Grundarfjarðar. Heföu ávaOllt verið farið um verzlunar- mannahelgina og hefði veður ætíð verið mjög gott. Nú um helgin-a var rjómalogn. - DE GAULLE Framhald af bls. 1. fjögurra eða fimm annarra ríkja í það, í viðhorfi sínu til austurs, til hins alþjóðlega pen- ingaikerfis, eða nú fyrir skemmstu til hins einróma og ólýsanlega vilja til frelsis, sem frönskumælandi Kanadamenn hefðu sýnt frammi fyrir forset- anum. Sú staðreynd, að Frakk- land hefur megnað að gera allt þetta, hefur komið á óvart og hefur hrætt ,málsvara hnignun- arinnar", sagði forsetinn. De Gaulle sagði ennfremiur, að það hefði verið í þágu frið- arins, að Frakkland hefði bund ið endi á hernaðaraðgerðir sín- ar í Alsír og komið á vinsam- legum samskiptum við fyrri ný lendur sínar í Afríku. Þetta hefði einnig verið ástæðan til þess, að Frakkar hefðu látið fyrri dei’lur sínar við Þjóðverja tilheyra fortíðinni og tækju nú þátt í vinsamlegu samstarfi við þá. Af sömu ástæðu kynnu Frakkar að því, að samstarfið á meðal hinna sex ríkja Efna- hagsbandalagsins yrði að stjórn málalegri staðreynd og mikil- vægur þáttur í friðarjafnvægi heimsins. Þetta væri einnig ástæðan fyr ir því, að í stað hinnar hættu- legu afstöðu til Austur-Evrópu kysu Frakkar nú vinsamleg og árangursrík tengsl við ríkin þar. Þetta væri og einnig ásæðan fyr ir því, að Frakkar hefðu tekið upp stjómmálasamskipti við Pek ingstjórnina, enda þótt árangur þess væri ef til vill ekki sýni- legur eins og er. Af sömu á- stæðu fordæmdu Frakkar einn- ig sénhverja vopnaða íhlutun á landsvæði annarra ríkja, eins og átt hefur sér stað í Suðaustur- Asíu og Austurlöndum nær. Forsetinn sagði enn fremur, að það væri einnig í þágu friðar- ins, að Frakkland hefði komið sér upp kjarnorkuherafla til þess að bægja frá árás, sem væri þannig, að ekkert land í heimi myndi hafa áhuga á að gera árás á Frakkland, því að það myndi vita það, að ef það gerðist, þá myndi það land verða fyrir hræðilegu tjóni. f innanlandsmálum benti de Gaulle m.a. á þær félagslegu ráð stafanir, sem ríkisstjórnin hefði samþykkt á miðvikudag, en það væru endurbætur á trygginga- kerfinu og áætlun um að laun- þegar fái hlutdeild í hagnaði fyrirtækja. De Gaulle skírskotaði að lok- um til Mephistophelesar í Faust, leikriti Goethes, er forsetinn skoraði á þjóð sína að sækja fram á við. Hann sagði: „Með því að hlusta á ráðleggingar Mephistophelesar rataði hinn ógæfusami dr. Faust úr einni ógæfunni í aðra, unz Ihann hlaut fordæmingu að lokurn. Franskir karlar og konur, við munum ekki gera hið sama. Við munum sækja fram og ýta til hliðar ef- anum, hinum illa anda allrar hnignunar." Veiðin gekk vel og fékk sá er varð fengsælastur 147 fiska, en það var Njáll Símonarson. Tvær ihnátur, 10 ag 11 ára, fengu til samsns 140 fiska. Mestur hluti aflans var þorsk- ur og ufsi og fóllkið reyndi við lúöuna, en hún lét ekki ginnast. Stærsiti þorskurinn, sem veiddist mun hafa verið um 14 pund. Maignús sagði, að hér hefði ekki verið um mót að ræða, held ur hafi ferðin verið farin til skemmtunar eingöngu. Eiftir um það bil mánuð verður haldið á Akureyri á sjóstangaveiðimót, en alls gengst Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur fyrir þremur mót- um á þssisu sumri. Kostnaður við þessa ferð til Grundarfjarðar, sagði Magnús, að væri um 500 krónur á stöng á dag og væri þá allur kostnað- ur innifalinn. Sumir þátttakend- ur notuðu einnig tækifærið og skoðuðu fuiglalíf, en það er blóm legt á Breiðarfjarðareyjum, eins og kunnugt er. — Jdrnbrautarslys Framhald af bls. 1. tnu og fjölda björgunarmanna, m.a. frá Falck's, sem létu sam- stundis taka gildi neyðarástands áætlun sína fyrir svæðið. Danska þjóðvamarliðið tók einnig þátt í björgunarstarfinu og fjöldi sjálfboðaliða. öll umferð í þeim hluta Óðinsvéa, sem næst var slyisstað stöðvaðist að balla mieð- an sjúkrabílarnir óku fram og aftur milli slysstaðs og sjúkra- hússins með hina slösuðu jafn- óðum og þeim var bjargað út úr lestarvögnunum, Fyrstu upplýsingamar frá sjúkrahúsinu hermdu að 5—6 manns hefðu farizt. Um klukkan ellefu höfðu 30 manns kamið á sjúkrahúsið til meðferðar og var helmingur þeirra svo illa særð- ur að þá varð að kyrrsetja þar. Um kl. 12,30 var ljóst, að minnsta kosti níu manns höfðu látið lifið í slysi þessu og um 100 særzt meira og minna. Lækn ar á slysstað óttuðust að fleiri kynnu að hafa látizt, en ekki voru öll kurl komin til grafar síðast er til fréttis, þvi ekki var að fullu lokið leit í tveimur lest arvögnunum sem harðast urðu úti í árekstrinum. Ljóst var að „Norðjyden" ók á „Sydvestjyden" á mikilli ferð, en ékki er vitað nákvæmlega hver hraðinn hefur verið. Al- gengastur hraði á leiðinni yfir Fjón á þessu aðalspori hraðl^st- anna dönsku er um 140 km. á klst. Talsmenn Jámbrautarfélags ins danska í Árósum, höfuðstöð svæðisins, segjast hvorki skilja upp né niður í þvi hvernig slys- ið hafi getað átt sér stað. Hrað- lestarsporin yfir Fjón eru al- gerlega sjálfvirk og merkja- kerfin þar talin eitt öruggasta í Danmörku. Hopferð að VEGNA Hólahátíðarinnar á sunnudaginn kemur verður efnt til hópferðar frá Akureyri að Hólum í Hjaltadal kL 11 á sunnudagsmorgun. Lagt verður af stað frá Ferðaskrifstofunni Sögu, og ættu þeir, sem hug hafa á þátttöku að láta skrá sig þar sem hið allra fyrsta. Tito kominn til Kairo Kaíró, 10. ágúst, AP. TÍTÓ, forseti Júgósiavíu, kom til Kairó í dag tl þriggja daga viðræðna við Nasser, Egypta- landsforseta, í því skyni, að þvi er haldið er, að finna lausn á dailumálum ísraelis og Araba- ríkjanna. Þjóðhöfðingjarnir föðmuðu hvor annan á flugvellinum og skotið var af fallbyssum í heið- ursskyni við Tító. Mannfjöldinn, sem mættur var til þess að fagna Tító forseta, hrópaði m.a.: ,,Lengi lifi Tító.... við munum halda áfram barátt- unni til sigurs“. Á götunum, sem bifreið þjóðhöfðingjanna ók eft- ir, voru einnig menn með skilti, þar sem á stóð: „Velkominn Tító, friðarins maður“. - ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 26 Fyrsti dagur mótsins var sann arlega dagur Finnlands þeir hlutu alls fimm Norðurlanda- meistaratitla og ein silfurverð- laun í sundgreinum mótsins sem voru 6 í dag og auk þess sjötta Norðurlandameistaratitillinn 1 anmarri tveggja greina dýfinga sem á dagskrá voru. Svíiar fengu komið í veg fyrir hreinan sigur Finna í sundgreinum dags- ins, með sigri í fyrstu grein móts ins, 400 metra skriðsundi karla. Uppskera í verðlaunum hjá löndunum fimm á mótinu urðu annars þessi: Finnar 6 gullverð- laun og tvenn silfurverðlaun; Svíar hlutu ein gullverðlaun, fjögur silfurverðlaun og þrjú bronzverðlaun; Norðmenn hlutu tvenn silfurverðlaun og þrenn bronzverðlaun; Danir hlutu ein gullverðlaun, í dýfingum, og ein bronzverðlaun í sundgreinum og fslendingar hlutu ein bronzverð laun. Það, að svo lítið ber á Sví- um á þessu móti, stafar af því, að sænsk sundyfirvöld hafa hrein lega hunsað þetta Norðurlanda- mót og sent tugi af bezta sund- fólki sínu til æfinga í háfjafla- laug á Pireniaskaga til undir- búnings fyrir olympíuleikana I Mexikó. Hefur þetta valdið hneykslun hjá hinum Norðurlöndunum, og svo mjög hjá gestgjöfumum, Dönum, að Svíar hafa séð sig um hönd og einhverjir úr hópi hinna tuttugu útvöldu eru vænt anlegir til keppninnar á morgun, föstudag. ENN var stillt veður um allt land í gær. Smáskúrir voru á víð og dreif um Suður og Vesturland, en fyrir norðan og austan voru þokuloft að morgni, en létti víða til í mið sveitum síðdegis. Fremur hlýtt var um allt land nema svalt var við strendur á Norð ur og Austurlandi. Kl. 15 var hlýjast á Eyrarbakka 15 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.