Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 28
HEIMILIS TRYGG ALMENNAR TRYGGINGARí* PÓSTHÚSSTHXETI S SlMI 17700 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 10«1QQ FOSTUDAGUR 11. AGUST 1967 Dagfari frá Húsavík afla- hœstur á síldveiðunum 13 skip hafa fengið yfir 2 þúsund lestir — Heildaraflinn rúmlega 80 þúsu,nd lestum minni en í fyrra DAGFARI frá Húsavík er nú aflahæsta skipiC á síldarmiðun- um. að þvi er segir í sílðar- skýrslu Fiskifélags íslands um veiðamar fyrir austan Segir þar ennfremur að vitað sé um 113 skip, með einhvern afla, en þar af hafa 108 þeirra aflað 100 lest- ir eða meira. 11 skip hafa fengið yfir 2000 lestir á Austurlandsmið- um, en 10 aflahæstu skipin era þessi: Dagfari með 2.908, Jón Kjartansson Eskifirði með 2.767, Héðinn, Húsavík, 2.699, Harpa Reykjavík með 2.577 tonn, Nátt- fari, Húsavík með 2.214 tonn, Gísli Árai 2.210 tonn, Hannes Hafstein, Dalvík með 2.191. Jón Garðar GK með 2.150, Ásgeir RE með 2.107 og Fylkir RE með 2.082. >ess má geta að í hópi þeosara 10 aflahæstu skipstjóra eru þrír bræður, Árni á Hörpu, Þorsteinn á Jóni Kjartanssyni og Eggert á Gísla Árna, Gíslasynir. Ennfrem- ut er athyglisvert, að af þeim fjórum sikipum frá Húsavík, sem fengið hafa yfir 100 tonn. eru þrjú þeirra í hópi 10 hæstu skipanna. I s.l. viku bárust á land 6.972 lestir og er heildaraflinn þá orð- inn 110.729 lestir bræðslusíldar. Hefur um 3.835 lestum þess magns verið landað erlendis. Á sama tírna í fyrra var heildar- aflinn 192.049 lestir, í bræðslu 186,884, í salt 4.997 og i frystingu 186. Hæstu löndunarstaðirnir nú eru: Seyðisfjörður 29.579, Siglu- fjörður 21,264, Raufarhöfn 19,037 og Neskaupstaður 10.456 tonn. Af veiðum sunnan lands og suðvestan er það að segja, að 57 s'kip hafa komið með afla að landi, en 23 þeirra voru áður að veiðum í norðurhöfum, en eru nú hætt. 48 skip eru komin með meira en 100 lestir, og þar hafa tvö fengið yfír 2000 tunnur. Eru það Þórkatla II. frá Grindavik m'eð 2.130 tonn, og er því 9. hæsta skip íslenzka flotans, og Geir- fugl Grindavik með 2.007 tonn. Afldnn í s.l. viku varð 1.165 lest- ir, og er heildaraflinn orðinn 40.611 lestir en var á sama tíma í fyrra 29.257 lestir. Löndunar- staðir eru: Vestmanneyjar 9.582. Grindavík 6.441, Keflavik 7.202, Reykjavik 5.403, Þorlákshöfn 3.369, Sandgerði 2.580, Hafnar- fjörður 1.597 og Akranes 4.377. (Aflaiskýrslan á blis. 5) 2 skipver jar á Haf- erninum meiddust — og skipið laskaðist er verið var að ferma síld á miðunum Siglufirði, 10. ágúst. HAFÖRNINN losaði hér í gær 3300 tonn síHdar af Svaltoarðamáð- um. Erfiðlega gekk að losa síð- ustu veiðiskipin vegna óhagstæðs veðurs á miðunum. Meðal ann- ars varð Haförninn fyrir nokkr- um skemmdum af vöildum þess. T.d. urðu miklar skemmdir á handriðum á diekki, er um 30— 40 metra lönguim kafla stjórn- borðsmegin sópaði af. Einnig brotnuðu tvö kýraugu á setustofu1 um borð, sjór flœddi um stofu, matsal og ganga með þeim af- Brezkur leikritahöfundur myrtur? Brezki leikritahöfundurinn Joe Orton er látinn, 34 ára gamall. Hann fannst látinn í íbúð sinni og illa til reika og er allt sagt benda til þess að hann hafi ver ið myrtur. Málið er í rannsókn. Horfur á að síldin sé að færast nær HORFUR eru nú á því, að síld- in sé heldur að færast nær land- inu, en í síldarfréttum LÍÚ fyrir fimmtudaginn, segir að veiði- svæði hafi færzt um 60—70 míl- ur í suð-vestur. Var gott veður á síldarmiðunum við Svalbarða Sl. sólarhring, og tilkynntu 10 skip þaðan um afla. Jón Kjartansson mun hafa fengið 200 lestir í Norðursjó. Var sól- arhringsaflinn 2860 lestir. f gær voru fá skip á veiðimiðunum, því flotinn var annað hvort á landleið með aflann, eða biðu eftir því að losa í Haförninn, sem fór til Siglufjarðar til að Iflfea síld. Skip þau sem tilkynntu afla til Raufar'hafnar voru: Gullver NS 240 lestir, Harpa RE 330, Ás- geir RE 375, Grótta RE 220, Sel- ey SU 240, Sigurbjörg ÓF 240, Jörundur III RE 240, Guðmund- ur Pétursson ÍS 135, Loftur Bald vinsson EA 330 oð Sóley ÍS 310. leiðingum, að skilrúmsveggur milli setuistofu og gangs brast, og fleira geikk úr skorðum. Tveir hásetar meidduist íítil- lega er sjór tók þá og henti þeim undir göngubrú. 8—9 vind stig voru, mikilll sjór og snjó- koma. Alls heifuir Haförninn á þessari vertíð farið sjö ferðir, á mifðl.n og flutt á land síld til SR á Siglufirði 20.700 tonn. — Steingrímur. Konnað hvort Gullfoss hnfi losnð olíu í sjóinn SKRIFSTOFU skipaskoðunar' stjóra barst fyrir skömmiu' bréf frá brezku strandgæzl- | unni, þar sem farið var fram , á að hún léti kanna, hvort átt gæti sér stað, að ms. Gull I foss hefði losað olíu í sjóinn | við brezkar strendur. Hafði ( flugvéi séð skipið skilja eft- ir sig brák, sem líktist olíu. 1 Mbl. hefur fregnað, að gran I nr strandgæzlunnar sé ekki á | rökum retstur, heldur hafi hér verið um að ræða skolp- vatn úr lestum skipsins. Sjó- j réttur verður um þetta mál ( í dag, og ætti málið þar að skýrast. Haraldur ríkisarfi heilsar her ra Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta fslands. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Stórt lán til hita- veituframkvæmda Á FUNDI borgarráðs sl. þriðju- dag var samþykkt að heimila borgarstjóra fyrir hönd borgar- sjóðs að ganga frá og undirrita lántöku til hitaveitufram- kvæmda hjá Hambrosbanka, að fjárhæð 500.000.00 dollarar (21.- 500 millj. kr.)). Verður lánið til 5 ára. Samkvæmf upplýsinigum Jó- han.nesar Zöega, hitaveitustjóra, verður þessari fjárhæð varið til fraimkvæimda, sem þegar eru 'hafnar, eða ákveðið heifur verið að hefja á næstunni. Er t.d. að ljúka gerð kyndistöðvar í Ár- bæjarhverfi og til hitaveitiu- framkvæmda í Fossvogi. Enn- fremur til borana í bæjarland- imu með stóra jarðbornum, sem hefjast væntanlega í þessum mánuði. Haftyrðillinn í hættu Aðeins fjögur eða fimm pör eftir í Grímsey VEGNA þess ónæðis, sem Frakk ar nokkrir gerðu haftyrfflum norður í Grímsey fyrir nokkru og sagt var frá í Morgunblað- inu í gær, snerum viff okkur til dr. Finns Guðmundssonar og r Ásbjörn Úlafsson stofnar 5 millj. kr. sjóð til styrktar námsmönnum og sjúkum ÁSBJÖRN ólafsson stórkm. i Reykjavík hefur stofnað sjóð til minningar um foreldra sína Vigdísi Ketilsdóttur og Ólaf Ásbjarnarson, sem var kaupmaður í Keflavik. Stofn fé sjóffsins er 5 millj. isl. króna og hefur sjóðurinn ver iff stafffestur af dómsmála- ráffuneytinu. Áætlaðir vextir af stofn- fénu eru 480—500 þús. kr. á ári og verður 80% af því veitt, en 20% renna til vaxt- ar sjóðnum. í viðtali, sem blaðamaður MBL. átti við Ás- björn í gær sagði hann, að ný lega hefði endanlega verið gengið frá samþykkt sjóðsins og væri tilgangurinn með hon um að styrkja fátækt efni- legt fólk til náms og einkum tii framihald.s.ná!ms þá, sem lokið bafa háskólaprófi. Er skilyrði fyrir styrkveiting- unni, að viðkomandi geti ekki að öðrum kosti haldið á fram námi. Mun þessi styrk- ur nema um 300 þús. kr. á ári og verður hann veittur í fyrsta sinn 1968. Einnig verður veittur úr sjóðnum árlegur styrkur til handa sjúku fólki, sem þarf að gangast undir læknisað- gerð erlendis, en hefur ekki tök á að greiða þann kostn- að sjálft. Mun sá styrkur nema um 100 þús. kr. Umsjá sjóðsins annast þriggja manna nefnd, sem dómsmálaráðu- neytið hefur samþykkt. Verða styrkirnir auglýstir til um- sóknar. Er þetta í annað sinn, sem Ásbjörn gefur peninga til minningar um föður sinn. Á 100 ára afmæli hans fyTÍr þremur árum gaf Ásbjörn 250 þús. kr sjóð til Fatlaðra og lamaðra. báðum hann um upplýsingar um þessa fuglategund. Haftyrðillinn telst til svart- fuglaættarinnar, sagði dr. Finn- ur. Af honum eru nú aðeins fjögur eða fimm pör eftir á ís- landi og verpa þau öll á einum bletti í Grímsey. Haftyrðillinn er algengur á Grænlandi og Svalbarða, en hefur alltaf ver- ið sjaldgæfur á íslandi. Gizkað er á, að fyrir 100 árum hafi um 150 pör verið í Grímsey og eitt- hvað á Langanesi. Tvær ástæður rnunu vera til fækkunar haftyrðilsins hér á landi. önnur þeirra er sú, að fsland er sunnan við raunveru- leg heimkynni hans og lífsskil- yrði hans hafa ef til vill versn- að með hlýnandi loftslagi. Svo var hann miskunnarlaust rænd- ur. Eggin voru í háu verði og seld til útlanda áður fyrr. Hvergi var auðveldara að kom- ast að honum en í Grímsey og þess vegna varð þessi litla byggð fyrir mikilli ásókn. Það hefur verið reynt aff bægja mönnum frá varpstöðv- um haftyrðílsins í Grímsey, svo að hann yrði fyrir sem minnst- um truflunum, en þrátt fyrir það er hann í mikilli hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.