Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1967 BÍLALEIGAN ~ FERÐ ■ Daggjald kí. 350,- og pr. km kr. 3,S0. SÍMI 34406 SENDUM MAGMÚSAR SKIPHOITJ2} símap 21190 eftrrlokuirsimi 40381 S,M' 1-44-44 mfíiF/m Hverflsgötu 103. Sími eftir tokun 31100. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstraeti 1L Hagstætt ieigugjaid. Bensín innifalið < leigngjaldl Sími 14970 BÍLALEIGAlXi - VAKUR - Sundlaugaveg 13. Síml 35135. Eftir lokun 34936 og 36317. LP/&{L/vng? RAUDARARSTÍG 31 SlMl 22022 Flest til raflagna: Bafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Suðurlandsbraut 12. Simi 81670 (næg bílastæði). HAIR STOP NO HAIR OG VAX SIUYRTIHIJSIÐ s.í. Austurstræti 9, uppi. Sími 15766. 'A Erfið Langadalsleið Guðmundur Dlugason sendir eftirfarandi bréf með ofan- greindri fyrirsögn: „Vegna lýlegra skrifa um hina alkunnu vísu „Ætti ég ekki, vífavad“, þykir mér rétt að taka það fram, að ég tel mestar líkur til þess, að hún sé eftir Árna Böðvarsson, sem kenndur var við Akra á Mýr- um, enda hefir hún lengst af verið honum eignuð. Vísan er eldri en svo, að hún geti verið eftir Guðmund Einarsson á Hofsósi (f. 1823, d. 1865). Mik- ið af kveðskap hans er til, bæði prentað og í handriti, en þar er þessa vísu ekki að finna. Ég hefi líka nokknð örugga vissu fyrir því, að vísa þessi var kunn í Stafholtstungum í Mýrasýslu snemma á 19. öld, eða áður en Guðmundur var farinn að yrkja ástarvísur. Langidalur, sem vísuhöfund- ur telur erfiða leið til ásta- funda, er trúlega Langidalur á Skógarströnd, enda hefi ég oft ast heyrt, að svo væri. Þó hefi ég líka heyrt nefndan Langa- vatnsdal í sambandi við vísu þessa, en hann var nokkuð fjöl farin leið milli Mýra Qg Dala á fyrri timum. Árni Böðvarsson, f. 1713, d. 1776, var stúdent að lærdómi. Hann bjó fýrst úti á Snæfells- nesi, líklega bæði í Helgafells- sveit og Eyrarsveit. Síðar mun hann hafa verið bæði á Narf- eyri og Ósi á Skógarströnd, en þeir bæir eni sVo að segja sinn hvoru megin við mynni Langadals. Fyrir eða um 1750 varð hann bóndi á Ökrum á Mýrum, þar sem hann var síð- an til dauðadags. Lítið er nú vitáð um vinkon- ur eða ástkonur Árna, en þó er vitað, að 1742 átti hann harn fram hjá konu sinni með giftri konu á Narfeyri, og olli það skilnaði við fyrri konu hans, Helgu Sigurðardóttur frá Saurum í Helgafellssveit, auk þess sem slíkt útilokaði hann frá embættisveitingu. Hann fékk þó, — eftir sektargreiðsl- ur og nokkurn málarekstur, að kvænast aftur árið 1748 og kvæntist þá Ingveldi, dóttur Gísla Þórðarsonar, lögréttu- manns í Vogi á Mýrum. Með henni fékk hann nokkurn hl-uta Akra, sem hann bjó á síðan. Sé svo, sem oftast hefur ver ið talið, að vísa.n sé eftir Árna Böðvarsson, er ekki ólíklegt að ætla. að þá hafi hann ort hana á meðan hann átti heima á Skógarströnd, en vinkonan, sem hann var að fin.na, hafi þá verið sunnan fjalls. „Leíð- in eftir Langadal“ er allmiklu erfiðari inn og upp dalinn held ur en niður han.n. Þessi leið milli Skógarstrandar og Hnappadals, er nefnd að fara inn Flatir eða suður Flatir, — var þjóðleið á fyrri tímum og sannaxlega eðlilegasta og stytzta leiðin af utanverðri Skógarströnd suður á Mýrar. Má því ætla, að „vífaval", sem nefnt er í visunni, hafi verið Ingveldur í Vogi, sem hann lagði allmikið kapp á að ná i og fékk eftir alknikið amstur og erfiði. Annars er erfitt að fullyrða neitt um höfundia gamalla og landfleygra vísna, en þassar skýringar mínar og athuganir styðja nokkuð líkurnar fyrir því, að Árni Böðvarsson sé réttilega talinn höfundur þess- arar alkunnu vísu. Guðmundur Illugason". ★ Danir sagðir engu kurteisari en við „Ein íslenzk í Höfn“ svar-ar hér bréfi húsmóðurinnar, sem kvartaði sáran hér í dálkunum undan ókurteisi íslendinga og bar þá saman við Dani, er hún hafði kynnzt í Ka-upmannahöfn upp úr fyrri heimsstyrjöldinni. „Kæri Velvakandi! Það er ekki af því að mér finnist bréf húsmóðurinnar í Hlíðunuim svaravert, að ég sendj þessar línur. Ég aðeins furða mig á því, að nokkur manneskja láti svona nokkuð frá sér fára. Ég veit vel, að íslendingar mega margt gott af öðrum þjóð um læra, en að bera okkur saman við Dani í þessum mál- um er hlægilegt. Ef „Húsmóð- irin“ hefur ekki komið til Dan merkur síðan í fyrra stríði, ætti hún að bregða sér þang- að hið fljótasta og vara sig á að ganga ekki ofan í spýjuna og hundaskítinn á gangstéttun- um, en það er kannski heilsu- samlegra en íslenzkur hráki. Satt er það, að íslendingar kunna ekki að bíða í biðröð, sem betur fer þurfa Danir það minna nú en í fyrri heims- styrjöld. Það hefUT löngum þótt íslenzk kurteisi, að karlmaður stæði upp fyrir konu í strætis- vagni. Það hef ég aldrei séð í dönskum strætisvagni. Og síð an ég kom til Danmerkur hef ég vaknað kl. hálf-sjö á hverj- um morgni við skóspark og hurðaskelli. Sjálfsagt hefur „Húsm“ átt við, að fólk sé að koma heim á þeim tíma, en ég sé engan mun á að vakna við skóhljóð fólks, sem er að koma heim eða fólks, sem er að fara að heiman. Aldrei hef ég heyrt, að flasa væri þjóðarsjúkdómur fslend- inga, en ef til vill hafa Dan- ir smitast af okkur. Og að Danir séu ekki fyrir að klæmast kemur mér til að hlæja, sá er bara munurinn, að þeir þurfa ekki vín til þess, — þeir tala um svoleiðis hluti eins og við um veðrið. Þó fáir fslendingar kunni að þéra, er hægt að vera kurteis án þess. Ég sé engan merking- armun á því að segja: Haltu kjafti eða haldið þér kjafti, eins og Danir eru ósparir á. Og ekki get ég betur séð en Danir þurfi að klóra sér í höfði og iiefi, eins og aðrir. „Húsm.‘ hefur kannski bara fengið sér gleraugu eftir að hún kom heim. Það er áreiðanlegt, að „Hús- móðirin“ er íslenzk því að eng- um Dana myndi nokkru sinni detta í hug að gagnrýna land® sína svona þeir eru of danskir til þess. Að öðru leyti læt ég þessu ósvarað. Með þökk fyrir birtinguna. Ein íslenzk í Höfn". ★ Nefdropar ekki til „Reið frænka skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég er svo rasandi vond, að ég get varla haldið á penna. Við þurftum að sækja næt- urlækni handa 6 vikna gömlu barni, sem var með hálsbólgu og nefkvef. Barnið fékk lyf- seðill upp á nefdropa. Það var farið strax í næturapótekið í Stórholti, og það er ótrúlegt að segja frá því. en þjónustan var svo fín, að þeir fengust ekki, — jafnsjálfsagt meðal og nef- dropar fengust ekki í sjálíu apótekinu. Gangi maður um Miðbæinn kemst maður varla hjá því að fyrirhitta einhvem vesalinginn útúr drukkinn af eiturlyfjum, sem er algjörlega forboðin af- greiðsla á — en það virðist vera í lagi þótt ekki fáist nef- dropar handa lítilli veikri stúlku. Hver hefur eftirlit með þess- um hl-utum. Reið frænka". ★ fslenzkur gaullisti mótmælir Morgun- blaðsleiðara „Gaullisti“ skrifar Velvak- anda og segist vilja láta í ljós furðu sína „vegna dóms, sem Morgunblaðið felldi yfir de Gaulle, Frakklandsforseta, I leiðara sínum 27. júlí. Þykir mér gárungslegt að kalla rétt- lætanlegan málstað gaullista (þ.e.a.s. de Gaulles) hlægilega endaleysu . . . Getur hugsazt að Morgunblaðsmönrvum finnist stjórnmála-taktik de Gaulles Mægileg? Hefur Morguniblaðið gleymt þeim orðum dr. Aden- aiuers sáluga að gaullisminn einn geti hindrað valdatöku „alþýðufylkingar" eða vinstri haftastjórnar í Frakklandi? Þrátt fyrir leikbrellur de Gaull es í refskák stjórnmálarma, kom greinilega í ljós (eins og vænta mátti) í síðustu kosning um og forleik þeirra í Frakk- landi, að þar í landi er fylk- ing Gaullista „Fiimmta lýðveld ið“, hægra aflið.......“. Síðar í bréfinu segir, að vissulega hafi Bandaríkjamenn frelsað Frakkland og komið höfðing- lega fram við Frakka, eins og af bandarísku þjóðinni hafi mátt búast, en þeir beri þó að miklu leyti ábyrgð á skiptingu Evrópu. „Þykir mér gott til þess að vita, að de Gaulle skuli ekki fella sig við skiptingu Evrópu um járntjaldið, þótt í gegnum Berlín liggi en ekki París“. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 70. og 72. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1966 og 4. tbl. þess 1967, á hluta í Bústaðavegi 61, efri hæð, talinn eign Magnúsar Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Þorvaldar Þórarinssonar hrl., á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 15. ágúst 1967, kl. 10.30 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 70. og 72. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1966 og 4. tbl. þess 1967 á hluta í Ásenda 14, efri hæð, þingl. eign Guðbjargar Sumarliðadótt- ur, fer fram eftir kröfu Sveins Snorrasonar hrL, og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri, mánudaginn 14. ágúst 1967, kl. 10.30 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 20., 23. og 27. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Fellsmúla 12, hér í borg, þingl. eign Guðmundar Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Ólafssonar hdl. og Hafþórs Guð- mundssonar hdl., á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 15. ágúst 1967, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Beykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.