Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 19&8 SJALFKJÖRIÐ í STJÖRN IÐJU —Guðjón Sigurðsson endurkjörinn form. f FYRRADAG var útrunninn frestur til þess að skila fram- boðum til stjórnar- og trún- aðarmannaráðs Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík. Aðeins einn listi kom fram, listi stjómar og trúnaðar- mannaráðs og var hann því sjálfkjörinn. Guðjón Sigurðs- son var endurkjörinn formað ur Iðju og er þetta 12. árið, sem hann hlýtur kosningu til þess starfs. Víðost hvor nægilegt vntn í GÆR var ástandið í vatns- veitumálum borgarinnar orðið nokkuim veginn eðlilegt á flest- um stöðum, að því er vatns- veitustjóri tjáði blaðinu í gær- kvöldi. Var unnið við það í gær að gera við 16 tommu leiðsl- una, sem fór í sundur við Vatnsveituibrúna, en aðrar skemmidiir verður tekið til við strax og um hægist, sagði vatns- veitustjóri .Eru það varnargarð- arnir við Gvendarbrunna og aðalæðin nýja, sem fór í sund- ur á fjórum stöðum. Aðrir í stjórn eru Inigiimundur Erlenidssion, varaíonmað'ur, Guð- roundur Guðni Guðimu'ndBision, ritari, Runólfur Pétunss'on, gajld keri og mieðistjórnendur Ragn- heiður Sigurð'ardóttir, Kliara Georgs og Guðmundur Þ. Jóns- son. Varamenn vioru kjörin, Kriistín Hjörvar og Gisli Sivan- bergs’son, en enduns'k'oðendur Jón Björnission oig Sigurður Valdi marsison. Guðjón Sigurðsson í trúnaðartmannar'áð voru kjörnir 12 aðalmenn og 8 vara- roenn, í báðum tilvikum til tveggja ára. Verkfærum fyrir þúsundir króna stolið — stolið úr nýbyggingum IÐNAÐARVERKFÆRUM fyrir tugi þúsunda króna var stolið úr þremur nýbyggingum við Látraströnd á Seltjarnarnesi seint á miðvikudagskvöld. Þjóf arnir, sem að öllum líkindum hafa verið tveir og haft bíl, Múrarar samþykkja verkf a 11 shei m il d \ GÆRKVÖLDI lauk atkvæða- greiðslu í Múrarafélagi Reykja— víkur um heimild til verkfalls- boðunar. Var samþykkt, með 86 atkvæðum gegn 48, að veita stjóm Múrarafélagsins þessa heimild. Fimm seðlar voru auð- ir. Verði af verkfalli, kemur það til framkvæmda 11. þ.m. auka tengslin milli Bretlands og aðildarrikja Efnahagsbandalags brutu upp hurðir á Látraströnd 1, 12 og 14 og stálu þaðan 4 verkfærakistum, misjafnlega stórum, með verkfærum í, auk þess að þeir stálu miklu af tausum verkfærum. Þegar iðnaðarmenn mættu til vinnu klukkan 8 á fimmtudags morgun brá þeim heldur betur í brún, því mikið af verkfær- um var horfið af vinnustöðun- um. Tilkynntu þeir lögreglunni þegar um þjófnaðinn. Lausu verkfærin, sem þjófarn- ir tóku, voru naglabyssur, hefti byssur, tvær borvélar, topplykla sett, rafsög og kassi með efni til raflagnar í. Þá voru verkfæra- kisturnar fjórar allar fullar af verkfærum. Ekki liggur Ijóst fyrir ákveðið verðmæti þessara verkfæra, en talið er öruggt, að þa'ð skipti tugum þúsunda. Þeir, sem kynnu að verða var- ir við grunsamlegt framboð á iðnaðarverkfærum, eru vinsam- legast beðnir að láta lögregluna vita. Myndin sýnir Þorstein Ö. Stephensen og Önnu Kristínu Arngri msdóttur í hlutverkum sinum í leikritinu „Romm handa Rósalin d“ eiftir Jökul Jakobsson, sem flutt verður í Sjónvarpinu mánu- daginn 4. marz kl. 20:30. Ölfusá niður í bukkn sínu — Unnið að við- gerðum í gær SELFOSSI 1. marz: — Dregið hefuT allverulega úr vexti Ölfus- ár og er hún komin niður á mil'li bakka sinna. Hefur áin brotið klakastífluna framan við Selfossbæinn og þar er ekki lengur fyrirstaða. f dag hafa menn ausið og dælt vatni úr húsum sínum hér á Selfossi og hefur slökkvilið stað- arins aðstoðað við það starf. Nú hefur jarðýta unnið að því að ýta íshrönninni af Selfossvegi og Þóristúni og frá kirkjunni. Unnið er að viðgerð vatns- leiðslunnar þar sem hún bilaði hjá brúarstöplinum og standa vonir til að þeirri viðgerð verði lokið í kvöld. Enn liggja ekki fyrir neinar töluir um hve miklu tjónið vegna flóðanna nemur hér á Selfossi. — Tómas. Drengur klemmd- ist á milli bíla — Ætlaði að harsga aftan í TÓLF ára drengur klemmdist milli tveggja bíla í gær, þegar hann ætlaði að hanga aftan í öðrum þeirra. Var drengurinn fluttur í Slysavarðstofuna og þaðan Landakotsspítala til frekari rannsóknar, en meáðsli hans eru ekki talin alvarleigs eðlis. Þetta átti sér stað um klukkan þrjú í gær á móts við húsið Grænuhlíð 34. Þar ætlaði öku- maður að taka af stað út úr stæði, þegar hann veitti því at- hygli, að nokkur böm stóðu fyr- ir aftan bílinn, reiðubúin að hanga aftan í honum, þegar bíll inn æki af stað Ökumaðurinn fór út og bægði börnunum burt,. en Bretar samþykkja tillögur Itala — um aukna samvinnu Bretlands og — aðildarríkja Efnahagsbandalagsins GEORGE Brown, utanrikisráð- herra Breitlands, skýrði frá því í hádegisverðarboði í London í dag, að stjórnin brezka hefði samþykkt tiliögur ítölsku stjórn- arinnar, sem miðuðu að því að auka tengslin milli Bretlands og aðildarríkja Efnahagsbanda- lags Evrópu. Hann sagði ennfremur, að brezka stjórnin hefði einnig Pressuballið 15. marz samþykkt tillögur Benelux- landanna um aukna stjórnmála- og efnahagssamvinnu Efnahags- bandalagsríkjanna og ríkjanna fjögurra, sem hafa óskað eftir upptöku í Bandalagið, það er Bretlands, Noregs, Danmerkur og Jrlands. Sagði Brown, að til- lögur Beneluxlandanna gæfu Bretum færi á því að vinna að aukinni -einingu og eflingu Evr- ópu, meðan þeir biðu eftir því að verða fullgildir aðilar að Efna- hagsbandalaginu. einn drengur sinnti ekki orðum hans og laumaðist aftur að bíln- um, án þess að öfcumaðurinn tæki eftir honum. Til að komast út úr stæðinu þurfti ökumaðurinn að aka fyrst aftur á bak og klemmdist dreng urinn þá á milli bílanna. Fundur um hús- næðisvundumúl luunþegu SUNNUDAGINN 3. marz mun Iðnnemasmband íslands gangast fyrir öðrum menningar- og fræðslufundi sínum á bessum vetri. Umræðuefnið verður að þessu sinnf 'húsnæðisvandamálin og áhrif verkalýðshreyfingarinn ar á gang þeirra mála. Frummæl andi á fundinum vverður Guð- mundur J. Guðmundsson, vara- formaður Dagsbrúnar, en síðan verða almennar umræður og fyrirspurnir. — Fundurinn verð ur í Lindarbæ, efri sal og hefst kl. 2 síðdegis. Þá hefur blaðinu borizt eftir- farandi ályktun, sem samþykkt var á fundi stjórnar Iðnnema- sambandsins: „Stjórn Iðnnemasambands ís- lands lýsir yfir samstöðu sinni með verkalýðshreyfingunni í baráttu hennar fyrir að fá aftur vísitölubindingu á laun. Og jafnframt skorar stjórnin á iðn- nema um allt land að styðja verkalýðshreyfinguna af öllu afli, um leið og hún vill minna þá á að þeir megi ekki taka þátt í framleiðslustörfum meðan verkbann stendur yfir á vinnu- stað þeirra“. Fyrri ára gestir ganga fyrir PER Hækkerup verður heið- ursgestur á Pressuballinu í ár, sem haldið verður í Súlna sal Sögu föstudaginn 15. marz nk. Mikið og vel verður til þessa balls vandað að venju, salurinn skreyttur og valin skemmtiatriði flutt. í dag milli kl. 2 og 5 munu forráðamenn ballsins taka á móti miðapöntunum á skrif- stofu Blaðamannafélagsins áð Vesturgötu 25, sími 13190. Þeir sem verið hafa á pressu böllum áður ganga fyrir með miða. Á pressuballinu í ár verða dagskráratriði með svipuðum hætti og áður. Heiðursgestur inn flytur ræðu og má vænta þess að hún verði gamansöm að þessu sinni, þar sem Per Hækkerup á í hlut. Þá flytja Elín Sigurvins- dóttir og Ingimar Sigurðs- son einsöng og tvísöng, en þau hafa or’ðið fyrir valinu að ráðleggingu færustu dóm- ara í sönglist. Loks fer Jón Gunnlaugs- son með gamanmál, og þar á meðal sérstakan þátt sem Loftur Guðmundsson blaða- maður hefur samið fyrir þetta ball og gest þess. Sá þáttur verður hvergi annars staðar fluttur. VEGIRNIR AO KOMAST í LAG BRÁÐABIRGÐAVIÐGERÐ á vegum lauk víðast hvar í gær, en er er ekkert ákveðið hægt að segja um tjónið af völdum flóðanna, sagði Snæbjörn Jóns- son, yfirverkfræðingur Vegager’ð arinnar, við Mbl. í gær. Það eitt er víst að tjónið nemur milljónum króna. Flestir skað- arnir urðu við ræsi og brýr, en aðeins tværi minni brýr skemmd ust verulega, önnur hjá Háfsósi við Þykkvabæ og hin á Holta- kíl í A-Skaftafallssýslu. I gær var umferðin að komast aftur í eðlilegt horf og var þá að eins á tveimur stöðum um lok- un vegar að ræða, við Holtakíl og hjá bænum Hvammi í Norð- urárdal, en þar flæddi Norðurá enn yfir veginn í gær. Stórir bílar fóru þó þar yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.