Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 1998 sss er of the Order of the British Empire). Ungfrú Redgrave hefur getið sér heimsfrægðar fyrir leik sinn í kvikmyndum og á leik- sviði, en auk þess er hún þekkt fyrir að vera hörð og ákveðin í baráttu fyrir mannréttindum og á móti strfðinu í Víetnam. Brezkum ráðherra rænt um hábjartan dag! BREZKIR ökmenn hafa undan- fama mánuði haft horn í síðu samgöngumálaráðherra lands- ins, Barböru Castle. Eins og kunnugt er, eru „belglögin" svonefndu frá ráðuneyti henn- ai komin, en þau lög heimila vörðum laganna að láta öku- menn blása í belg til að rann- saka alkóhólmagn í blóði þeirra. Þetta finnst mörgum hin mesta vanvirða og hafa hugsað frúnni þegjandi þörf- ina. Fyrir nokkrum dögum var frúnni rænt er hún var að bjór að andvirði 40 þús. pund, sem rennur eftir götunum í Birmingham. Bjórflóðið' var svo mikið, að vegfarendur urðu að taka til fótanna til að komast á „þurrt land“, bílaum- ferð stöðvaðist og menn stó’ðu bjargarlausir og horfðu á bjór- inn renna niður í göturæsin. Það versta var, að bærinn var að verða bjórlaus, en samt var þetta óumflýjanlegt, því bjór- gerðarmennirnir eru í verk- falli og þessi bjór hafði verið bruggaður fyrir verkfallið, og enginn mátti setja hann í tunnur. verzla um hábjartan dag í kjör dæmi sínu, Blackburn. Hún var borin á burt og höfð í haldi í hálfa klukkustund. Ræningj- arnir sendu skeyti til Harolds Wilsons og kröfðust 50 punda í lausnargjald fyrir frúna. — Ræningjarnir voru þó ekki reiðir ökumenn, eins og ætla mætti, heldur stúdentar vi’ð tækniháskólann í Blackburn, sem rændu frúnni eingöngu í auglýsinga- og fjáröflunar- skyni fyrir árlega söfnunarher- ferð brezkra háskólastúdenta, svokallað „Rag“. Ágóða af þess ari söfnunarherberð, sem stend ur i viku, er skipt á milli alls- konar góðgerðastofnana. Frúin sagði stúdentunum, að Wilson mundi án efa segja þeim að hirða hana og finnast það vel sloppið. En stúdentarnir eru enn vongóðir um að fá sent lausnargjaldið frá Wilson, þó frúin hafi verið látin laus eftir hálftíma, þar e'ð hún átti skyldustörfum að gegna. Með- fylgjandi mynd var tekin, er ræningjarnir gengu með ráns- feng sinn um eina af verzlun- argötum Blackburn. Ótrúleg sjón í Bretlandi — Óhugsandi á íslandi Á ÞESSARI mynd siáum við Kattarpólitík ARTHUR nefnist köttur, hvít- ur að lit, sem milljónir sjón- varpsnotenda þekkja úr aug- lýsingum fyrir niðursoðna kattafæðu. Leikur nokkur, Ton eye Manning, sem telur sig eiga köttinn, segir að Arthur hafi fengið pólitískt hæli hjá sovézka sendiráðinu í London. En sendiráðsmennirnir eru ekki eins ánægðir yfir þessu. Þegar brezka utanríkisráðu- neytið hafði samband við sendi ráðið til þess að kanna póli- tíska stö'ðu Arthurs, sögðust sendiráðsmenn enga vitneskju hafa um köttinn eða eiganda hans. Mál þetta hefur vakið at- hygli, vegna þess að framleið- endur kattafæðunnar, sem Arthur auglýsir, þykjast líka eiga hann, og vilja fá hann aftur. „Við vitum ekkert um þetta“, sagði talsmaður sendiráðsins. „Við höfum um annað að hugsa en að telja kettina hér í sendi- ráðinu". Brezka utanríkisráðuneyti'ð er í mestu vandræðum út af máli þessu. Talsmaður ráðu- neytisins hefur sagt, að hann fái ekki séð, að kisa sé tækur sem pólitískur flóttamaður, því hann hafi ekki framkvæmt neinn pólitískan verknað, sem gæti ógnað lífi hans eða ör- yggi- Vanessa Redgrave, CBE LEIKKONAN Vanesso Red- grave var ein af 166 manns, sem hlutu heiðursmerki frá Englandsdrottningu við virðu- lega athöfn í Buckinghamhöll nú fyrir skemmstu. Hlaut leik- konan orðuna CBE (Command- LÍFIÐ brosir við þessari ungu brúður hér á myndinni, en þa’ð hefur ekki alltaf igert það. Því Halina Grzegorzewska, 21 árs gömul fóstra, sem nú fyrir skömmu gekk í hjónaband með Uaul Newman, laganema í Blaekhead, fæddist í nazista- fangabúðunum í Belsen, sá móður sína deyja þegar hún var 5 ára af afleiðingum þess að hún hafði verið tilraunadýr nazista og faðir hennar liggur nú í sjúkrahúsi í Þýzkalandi og fær aldrei heilsuna af sömu ástæðum. — Foreldrar hennar kynntusit í fangabúðunum og hún fæddist þar skömmu eftir að friður komst á, og kom til Bretlands 9 ára gömul ásamt mörgum öðrum börnum, sem stríði'ð hafði leikið grátt. „Enn er stríð í heiminum og enn verða börn foreldra- og heim- ilislaus af völdum þess, því megum við ekki gleyma", segir þessi unga brúður. „Höfum við e.t.v. gleymt?“ 6 vikna gömlum dreng rænt úr barnavagni ÞESSUM 6 vikna gamla snáða var rænt síðastliðinn föstudag úr barnavagni fyrir utan verzl- un í Coven'try. Lögreglan fann hann sólarhring seinna hjá 25 ára gamalli giftri konu. Hún hafði hugsað vel um hann, og hann var hreinn og saddur þegar lögreglan fann hann. — Þegar hann var færður móður sinni, hinni 19 ára gömlu Sir- ley Ward, brast hún í grát og sagði: „Ég skil hann aldrei við mig aftur í eina mínútu". Ahrifarík mótmæli SKRIFSTOFA sú, sem sér um verðlag á eggjum í Bretlandi, fékk óvænta sendingu nú fyrir skemmstu. Bóndi nokkur, Henry Neusinger, birtist þar með tvo pappakassa fulla af eggjum og hellti úr þeim á tröppurnar fyrir utan skrifstof una. Aflei’ðingarnar: Einn á- nægður bóndi, nokkrir ráðvill't ir skrifstofumenn og ein alls- herjareggjakaka. Með gerðum sínum var Neus inger bóndi að mótmæla á á- þreifanlegan hátt að bændur fengju ekki nógu mikið greitt fyrir egg. Þar eð atvik þetta átti sér stað á Shaftesbury Avenue í London, leið ekki á löngu áður en lögraglan kom á vet'tvang. Neusinger samþykkti, að hann væri með þessu að orsaka umferðartruflun og réði því tvo menn til að hreinsa upp eftir sig. Yfirgaf hann sið- an ftaðinn í leigubíl. Verð á eggjum hefur nú ver- ið tekið til athugunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.