Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 196« 11 NORRÆN HÁRGREIÐSLUKEPPNI KVENNADÁLKUNUM hefur borizt í hendur norskt hár- tgreiðslublað, Den Norske (Dame— og Herrefrisör, þar sem greinir frá norrænni hárgreiðslu keppni, sem fram fór í Oslo 19. nóvember s.l. ísland tók nú í fyrsta sinn þátt í þessari keppni, sem var tvíþætt, annarsvegar keppni hár Hér er ungfrú Bára Kemp með kvöldgreiðsluna, sem Svava Har aldsdóttir greiddi. Áætlaður tími fyrir þessa greiðslu, voru 45 mínútur, og varð að nota allan þann tíma. Tíminn, sem ætlaður var til þess að greiða úr dag- greiðslunni, voru 10 mín. Hér er ungfrú Erna Jónsdóttir með kvöldgreiðsluna, sem Elsa Haraldsdóttir greiddi. Eins og sjá má, eru þetta ákaflega glæsi- legar kvöldgreiðslur. greiðslumeistara og hins vegar keppni hárgreiðslunema. 2 ungar íslenzkar stúlkur. þær Svava Haraldsdóttir og Elsa Haraldsdóttir, sem báðar eru lærlingar, tóku þátt í keppn inni, og tryggðu íslandi þriðja sætið. Sigurvegarinn varð Nor- egur, Danmörk í öðru sæti, fs- land í þriðja sæti og síðan komu Finnland og Svíþjóð. Dómarar voru frá Hollandi, Þýzkalandi og Austurríki. Um íslenzku stúlkurnar segir í blaðinu, að þær hafi verið verðugir fulltrúar lands síns og auk þess sem þær hafi unnið hugi allra með aðlaðandi fram- komu sinni, sýnt ótvíræða hæfi leika í hárgreiðslu. Keppnin var fólgin í því að greiða tvenns konar greiðslu, og var áætlaður ákveðinn tími kvöldgreiðslu og daggreiðslu, til hvorrar greiðslu. m. íslenzku þátttakendurnir við setningu keppninnar, lengst til vinstri er Elsa Haraldsdóttir, Við hliðina á þeim eru finnsku þátttakendurnir. Svínakótelettur í ofni. 4 svínakótelettur, (lamba—eða kálfakótelettur) 1 kg. kartöflur 1 grænn piparávöxtur 1 stór laukur 1 dós sveppir rjómi smjörlíki salt, pipar, múskat. Kartöflurhar afhýddar og skornar í sneiðar. Kótelettunum velt upp úr hveiti, sem hefur verið kryddað með salt og pipar. Brúnað í feiti á pönnu. Kjarn- inn er tekinn úr piparávextin- um, og ávöxturinn skorinn í lengjur, laukurinn saxaður. Leggið nú kartöflurnar í botn- inn á eldföstu móti, kótelettum- ar settar ofan á þær ásamt feit- inni, sem þær voru brúnaðar í, síðan aftur kartöflusneiðar, sax Klæ&naður unglingsins ÞAð ER mikið lán, þegar tízk- an er í samræmi við veðurfarið. Við höfum nú verið svo heppin hér á íslandi, að undanfarin ár hefur margt það verið efst á tízkulistanum, sem mjög vel hef- ur hentað veðráttu okkar, og nægir þar að benda á síðbuxur, loðhúfur, þykkar úlpur o.s.frv. Þegar svo er, eru engin vand- ræði á ferðum. Verra er, þegar tízkufyrirbrigði grípa um sig með al unglinganna, sem bókstaflega eiga ekkert erindi hingað til okk ar, sé einungis hugsað um veðr- áttu og aðstæður. Ein flík er það, sem unglingar hafa mikið sést í hér í vetur, sem að mínum dómi telst til þess, sem ekki hefði átt að notast hér að vetrinum, og er það sláin, sem virðist hafa komið í staðinn fyr- ir skjólflíkur undanfarinna ára hjá mörgun skólaunglingum. Slá þessi geta á engan hátt talizt heppilegar yfirhafnir í vetrar- kuldum og roki, þar sem þær falla alls ekki nógu vel að og veita ekki þá hlýju, sem góðar skjólflíkur eiga að gera, auk þess að vera ermalausar. Ef börn in og unglingarnir væru vel klædd undir, væri ekki um neitt að sakast, en þau virðast ekki klæða sig sérlega vel, og því er það, að oft sést í beran hand- legg út um handopið. Þarf eng- inn að segja mér, að það sé notalegt í þeim vetrarkulda, sem verið hefur hér á íslandi undan- farið. Er illt til þess að vita, þegar skynsemin er ekki höfð með í ráðum. Hitt er svo annað mál, að sláin gæti verið snotur flík að sumarlagi, en æskilegra væri að sjá unglinga í öðru en kolsvörtu. Síðbuxur og hlýjar úlpur eru áreiðanlega það, sem hér hentar bezt að vetrarlagi, og er von- andi að ungar stúlkur leggi ekki niður þann klæðnað á næstunni, því að auk þess að vera mjög klæðilegur fatnaður, veitir hann skjól gegn næðingnum, sem hér er mikinn hluta af árinu, að minnsta kosti í Reykjavík. Ekk- ert er mikilvægara en að varð- veita heilsuna, og einn liður í því er að klæða sig eftir að- stæðum. Fegrunarlyf og tízku- föt geta aldrei bætt ungum stúlk um upp það tjón, er heilsa þeirra getur beðið vegna hirðuleysis í þessum efnum. HUSRAÐ Þá týnist númerkið ekki. Ef við erum svo óheppnar að sitja uppi með hálfgerða flík og garnið þrotið, getur oft ver- ið erfitt að fá nákvæmlega sama lit af garni. Þess vegna er það ágæt hugmynd að vinda garnið upp á miðann með garnnúmer- inu á, þannig, að þegar garnið er búið er númerið til og er þá ekki annað en framvísa núm- erinu til þess að fá sama lit. aður laukurinn og piparávöxtur inn, salt og pipar sett á, soðið af sveppunum blandað dálitlu af rjóma og hellt yfir. Nú er lok sett á fatið og það sett inn í heitan ofn og látið krauma í u.þ.b. klukkustund. Stundar fjórðungi áður en rétturinn er tilbúinn, er lokið tekið af og látið vera þannig til enda. Mílanó—kótelettur. M kg. makkaroni vatn, salt 1 grænn piparávöxtur 1 rauður piparávöxtur 100 gr. smjör 1 glas litlar, svartar ólívur 6 svinakótelettur (lamba—eða kálfakótelettur ) smjör, salt, pipar, rifinn ostur Makkaroníið soðið í u.þ.b. 18 mínútur í miklu saltvatni, tekið upp úr og vatnið látið renna af því í gegnum sigti, skolað úr köldu vatni, sett í eldfast mót. Piparávextirnir skornir í ræmur og aðeins velt uppúr smjöri á pönnu (5 mín.) og hellt yfir makkaróníið. Kóteletturn ar steiktar, kryddaðar áður en þær eru settar ofan á makkar- óníið ásamt ólívunum. Nú má hita réttinn eins og hann er, í ofni, lok sett á eða aluminium- pappír. En mjög gott er að strá yfir hann rifnum osti og setja hann inn í vel heitan ofn þar til osturinn er bráðinn. Ef ost- urinn er ekki settur ofaná, er rifinn ostur borinn með í skál. Brauð borið með. Kótelettur með osti. Kótelettunum velt upp úr eggi og raspi, steiktar í smjöri í 2 til 3 mínútur á hvorri hlið, lagðar í eldfast fat: piparávöxt- ur skorinn í ræmur og settur yfir, dálitlu vatni hellt á pönn- una og súputeningur settur í, hellt yfir kóteletturnar. Setjið síðan þykka sneið af feitum osti á hverja kótelettu, og setjið fat- ið inn í ofn þar til osturinn er bráðinn. Allan prjónafatnað verður að þvo varlega, gæta þess að nota ekki og mikla sápu og að vatn- ið sé hæfilega heitt. En þótt far- ið sé mjög varlega með hann, getur svo farið. að peysurnar hlaupi og verði og litlar. Við getum þó ráðið bót á því, með því að rúlla kökukeflinu yfir peysurnar, áður en þær eru al- veg þurrar, og ná þær þá aft- ur sinni fyrri stærð. Vítamín. Gleymið ekki að hafa græn- meti daglega á borðum, ekki veitir okkur af því 1 sKamm- deginu. Hér er hrásaladið bor- ið fram í hvítkálsblooum, og er það bæði skemmtlleg tilbreyt- ing, og óneytanlega er það lyst- ugt að sjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.