Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 3
3 * r MORGXJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 1966 FUNDUR Stúdej^tafélags Reykja víkur um giltti verkfalla, er fram fór í Sigtúni sl. fimmtu- dagskvúld var nokkuð vel sótt- ur. Frammælendur voru Sveinn B.jörnsson, verkfræðingur, Sveinn B. Valfells, forstjóri og .Tón B. Hannibalsson hagfræð- ingur. Formaður félagsins Ólaf- ur Egilsson setti fundinn og skipaði Braga Hannesson banka- stjóra fundarstjóra. Tveir hinir fyrri frummæl- endur voru þeirrar skoðunar, að verkföll væu ekki lengur tæki, er beita ætti í hinni almennu kjarabartxttu, en Jón taldi, að verkföll væru enn í fullu gildi. Tóku margir til máls og sýnd- ist sitt hverjum. Urðu umræður fjörugar en fundinum lauk, er klukkan var langt gengin í eitt. Sveinn Björnsson mælti fyrst- ur frummælenda. Harrn sagði í upphafi, að það væri þairtft verk, ef einhver tæki sig til að skrá sögu ísl. verkfalla, þar sem m.a. væri greint frá upphaflegu ágreiningsefni og hver árangtur hefði orðið, og hvað verkföllin hefðu verið vðtæk í tíma og rúmi. Hversu margir gerðu séir t. d. ljóst, að til þess að ná upp tekjumissi í 3ja vikna löngu verkfalli, sem lyktaði með 5% kauiphækkun, þyrftu menn að Frá fundi stúdentafélagsins um gildi verkfalla. (Ljósm. Mbl. Kt. Ben). Fjörugar umræður á fundi Stúdenta- félagsins um gildi verkfalla hólgu og orsakir hennar og vinna í 60 vikur unz minnsti ávinningur næðíst. Ef verkfallið væri almennt ,væri öruggt að tíminn yrði lengri, Allir myndu vilja fá sitt og kauphækkunin færi beina leið út í verðlagið. Ræðumaður sagði, að þetta einfalda dæmi sýndi, að verkföll væru launþegum í hæsta máta vafasamt voipn. Bæri því að grípa til alls ann- ars áður en verkfallsvopninu sé beitt. Frummælandi sagði, að alls ekki mætti skilja orð sín svo, að æski'legt væri að afsala sér verkfallsTéttinum, helduir ætti að nota hann sem heilagt vopn í ýtrustu neyð til varnar hinum æðri markmiðum verkalýðsihreyf ingarinnair. Vék ræðumaður síðan að þeim leiðum, er hann taldi, að frekar bæri að fara en verkfalls- leiðina. Vitnaði hann í því sam- bandi í samþykkt norska ailþýðu sambandsins frá 1953, en þax er sagt, að barátta verkalýðssam- takanna beindist nú ekki ein- göngu fyrir réttlátri skiptingu þjóðartekna ,heldur og til þess að auka í framleiðslulþáttum, sem gerðu mögulegt aukið vöru framboð og iægra verðlag. Sagði ræðumaður, að þessi yfirlýsing væri ekki nein skraut fjöður heldur hefði verið unnið eftir henni, og vildi hann sér- staklega minnast á eitt atriði, en það væru samstarfsnefndir starfsmana og stjórnenda at- vinnuf yrirtæk j a. Tilgangur nefndanna væri að reyna að finna leiðir til að auka framleiðni fyrirtækjana, svo og að fjalla um aðbúnað á vinnu- stöðum. Þessar nefndir væru ráðgefandi, og væru þar rædd þau vandamál, er uppi væru í fyrirtækinu hverju sinni. Þá er einnig séð fyrir því, að fulltrú- um launþega séu gefnar upplýs- ingar, eir varða hag fyrirtækj- anna. Frummælanidi sagði, að báðir aðiljar teldu sig hafa hag af þessum samstarfsnetfndum. Þær hefðu leitt til meiri festu á vinnumarkaðnum, og taldi hann litla hættu á, að menn mistigju sig á ótímabærum launabriöfum, ef slíkar netfndir væru starfandi. Taldi hann brýnt að reyna að koma slíkum nefndum á hér á landi. Sveinn B. Valfells rakti í upp- hafi ræðu sinnar þær orsakir, er lágu til stofnunar verkalýðs- samtakanna. Benti hann á, að barátta þeirra, með verkföll að vopni, hefði orðið sigursœl og fært verkalýð bætt kjör og einnig hetfði hún hvatt atvinnu- rekendur til meiri vélvæðingar og vinnuihagræðingar. Væri þetta grundvöllurinn undir f jölda framleiðslu nútímans. Þá benti frummælandi á þá staðreynd, að oft hefðu kaup- kröfur launþega orðið til þess að lama atvinnufyrirtæ'ki til stór- tjóns fyrir launþega sjálfa. Það væri staðreynd, að ekki væri 'hægt að fá meira úr neinu fyrir- tæki en það framleiddi. Sé það tekið og ekkert skilið eftir staðn: fyriirtækið. Frummælandi vék þvi næst oð þróun efnahagsmála á ís- landi eftir síðari heimstyrjöld og sagði, að vegna óraunsærirar kaupkröfupólitíkur hetfði hér orðið stórtfelld verðbólga. Benti hann á, að þrátt fyrir gítfurlegar kauphækkanir frá stríðslokum, hefðu lífsskjör ekki batnað að sama skapi, því að hækkun varnings og þjónustu hefði sí- fellt siglt í kjölfarið. Kauphækk- anir væru að vísi meiri en hækk un verðlags, þær hefðu verið í samræmi við hagvöxt og öl’l kaupgjaldsaukning umtfram það hetfði runnið í sandinn. Þá benti frummælandi á, að öll þjóðfélagsbygging væri nú á annan hátt en í upphatfi hinnar klassisku verkalýðsbaráttu. Nú . væru allar stéttiir 'lan'dsins skipulagðar í samtökum og beittu þær samtökum sínum til þess að hlutfailsleg staða þeirra í iaunakerfinu minnkaði ekki. Hlytu menn því að velta því fyrir sér, hvort skynsamlegt sé að fara í verkföll til að kretfjast hækkaðs kaups í krónutölu, þegaT vitað væri að kaupmáttur gæti ekki þegar til lengdar léti hækkað meir en svaraði hag- vexti .Annað spilltist í verð- bólgu. Ef menn stöldruðu við og íhuguðu, hvort ekki væri þess vert að kanna nýjar leiðir til þess að bæta lífskjörinn kæmi í Ijóst, að verkföll væru úrelt, og yrðu nú til þess eins að skerða Hfskjör almennings. Síðastur frummælenda var Jón B. Hannibalsson. Hann sagði í upphafi að væru verkföll úr- elt, væri fleira úrelt í þjóðfé- laginu t. d. embættismanna- keríið og flokkakerfið. Rakti hann síðan þróun verkalýðsbaráttunnar og hverj- ar fórnir hefðu verið færðar og hvað 'hefði fengizt. Frummælandi taldi fjarstætt að hal'da því fram, að verkföll væru úrelt, verkalýðhreyfin'g án þess vopns væri einungis pappírstígrisdýr og væri alls ekki fær um að gegna hlut- verki sínu í þjóðifélaginiu. Frjáls verkalýðsihreyfing væri einn af hornsteinum lýðræðis og væri hún svipt vopni sínu, gæti margt illt af hlotist. Vissulega gætu þær aðstæður skapast, að mörgum þætti verka 'lýðshreyfingin misbeita valdi sínu og nú væri talað um, að stét'tarlegt vald veTkalýðshreyf- ingarinnar hefði vaxið ríkis- valdi yfiir höfuð. En þessi gagn- rýni væri ekki ýkja sanntfærandi. Verkalýðshreyfingin væri al'ls ekki eins öflug og af væri látið. Hún væri pólitiskt margklofin, févana, skipulagslega í lama- sessi og félagsstarfsemi hennar nær aldauða. „Hitt er annað mál, sagði frummælandi, að fagleg eining launþega getur skapazt, og þá er verkaiýðshreyfingm sterk, en slí'kt gerðist aðeins, er á hanna væri hallað í kjaramál- 'um, og getur slíkt alls ekki ver- ið hættulegt fyrir íslenzkt þjóð- félag.“ Ræddi hann síðan um verð- Róm, 1. marz (AP) OLL umferð stöðvaðist um miðhluta Rómar í dag þegar þúsundir stúdenta áttu í höggi við lögreglumenn, sem beittu þá kylfum og táragasi. Stúdentar við háskólann í Róm hafa undanfarnar þrjár vikur hvað eftir annað farið í kröfugöngur til að knýja fram breytingar á stjórn há- skólans og kennsluaðferðum- Oft hefur komið til árekstra af þessum sökum, en aldrei jafn alvarlegra og í dag. Hundruð manna særðust í átökunum, þeirra á meðal 150 lögreglumenn, og fjöldi stú- denta var handtekinn. taldi, að verkalýðslhreytfingin ætti ekki ein sök á henni, heMur hefðu aðgerðir hennar miðazt við það, að koma í veg fyrir, að launiþegar bæru skarðan h'lut frá borði. Hitt væri annað mál, að menn væru farniir að Hta á verðbólgu eins og sjálfsagðan h’lut, sem enginn réði neitt við. Það væri a.m.k. ljóst, að þjóð- in treysti stjórnarandstöðunni ekkert frekar til þess að leysa vandann og væri það sjáltfsagt ekki út í bláinn. Stjómmála- kerfi þjóðarinar hefði m. ö. o. beðið skipbrot ,þjóðin treysti ekki einum flokki frekar en öðr um og væri það m. a. afleiðing hins steindauða flokkræðisvalds. Að loum benti frumm'ælandi á, að í kjaradeilum væru það oftast fleiri en tveir, sem deiildu. Þjóðhagsmunir væru oft í veði og yrðu hart úti. Ef koma ætti í veg fyrir verkföil, yrði ríkis- val'dið að sjá til þess, að biða ekki aðgerðarlaust eins og nú hefði átt sér stað. Hófust þá almennar umræður. Voru þær fjörugair og fóru margir á kostum. Forystumönn- um vinnu'mahkaðarins hafði verið boðið á fundinn, en þar sem þeir sitja nú á fundum næt- ur sem daga, gat ekki orðið atf því. En þrátt fyrir það, var aug- ljóst ,að menn voru ekki á einu máli um gi'ldi verkfalla, því að fundinum lauk ekki fyrr en klu'kkan langt gengin í eitt. Taflið er að um þrjú þú’sund stúdentar hafi verið saman komnir á torginu Piazza di Spagna í miðlborginni þegar knöfugangan hó'fst, en þaðan var gengið að arkit'ektadteild hiá- skólans, sem lögnagluimenn .höfðu sleigið hrinig um. Voru lög regl'umiennirnir búnir hjlálimium, kyltfuim oig táragais-sprengjum. ÖU umlferð stföðvaðiíst um mið- borgina, s'trætiisiva‘gnar og lei'gu- bffreiðir hættu að g'anga, ag eigendur verzlana flýttu sér að byrgja gluigga verzlamanna, en fótgangendur ag börn úr barna- skóla í n'ágrenninu lögðu á flótita. Stúdentarnir réðusit 'gegn lög- reglumönnumum við hásikólann hrópandi „íbyl'ting, bylting". Rifu þeir upp steinlagða götiuma og Framh. á bls. 19 Stúdentaóeirðir í Róm — Hundruð manna særðust og fjöldi stúdenta var handtekinn STAKSTEIMAR 600 milljónir Það hefur lengi verið eitt helzta árásarefni stjórnarand- stæðinga á ríkisstjórnina, að hún ræki stefnu í peningamálum, sem skapaði mikinn lánsfjár- skort og þessu til sönnunar hafa stjórnarandstæðingar bent á hina svonefndu sparifjárbind- ingu Seðlabankans. Það hefur að vísu verið marghrakið að það fé, sem bankar og spari- sjóðir hafa með þeim hætti bundið i Seðlabankanum hafi verið látið ónotað en það hef- ur m.a. gegnt því hlutverki að standa undir gjaldeyrisvara- sjóðnum. En með hliðsjón af þessum stöðuga og ítrekaða áróðri stjórnarandstæðinga er fróðiegt að kynnast þeim upp- lýsingum, sem fram komu í ræðu viðskiptamálaráðherra á aðalfundi Kaupmannasamtaka fslands um stöðu Seðlabank- ans gagnvart bönkum og spari- sjóðum um þessar mundir. En í þeirri ræðu kom fram, að Seðlabankinn á nú útistandandi um 600 millj. króna hjá bönk- um og sparisjóðum og öðrum Iánastofnunum landsins. Hið bundna fé þessara aðila í Seðla bankanum nemur nú um 1900 millj. kr. en útlán Seðlabank- ans til annarra en ríkissjóðs nema um 2500 millj. kr. Af þessu er ljóst, að fráleitt er að tala um „frystingu" sparifjár í Seðlabankanum. Þvert á móti hefur Seðlabankinn veitt meira fé til lánastofnana í landinu en hann hefur móttekið og má segja, að slíkt sé eðlilegt, þeg- ar erfiðleikar steðja að, eins og verið hefur allt síðastliðið ár og er um þessar mundir. Staðan sl. dr Þá er einnig athyglisvert, að skoða þær tölur, sem viðskipta- málaráðherra gaf um afstöðu banka og sparisjóða og ann- arra aðila til Seðlabankans á sl. ári en hann upplýsti, að á ár- inu 1967 hefðu bankar og spari- sjóðir lagt 181 milljón króna inn í Seðlabankann en aukning skulda banka og sparisjóða við Seðlabankann og minnkun inni- stæðna þeirra hjá honum nam hins vegar 356 millj. króna á ári. Samkv. þessum tölum hafa bankar og sparisjóðir fengið nær tvöfallt meira fé hjá Seðlabank- anum á sl. ári en þeir lögðu inn í hann. Auk þess lánaði Seðlabankinn f járfestingarlána- stofnunum sl. ár 192 millj. kr. og hækkun á skuld ríkissjóðs og ríkisstofnana nam 458 millj. kr. Loks námu kaup á verð- bréfum og minnkun mótvirðis- fjár 115 millj. króna. Fé það sem Seðlabankinn lét þannig af hendi sl. ár nam 1121 mUlj. kr., en frá dragast 181 milljón króna, sem hann fékk frá bönk- um og sparisjóðum. Seðlabank- inn lét því af hendi á sl. ári 940 millj. króna meira fé en hann fékk og þetta gat gerzt vegna þess að gjaldeyrisvara- sjóðurinn minnkaði um svipaða upphæð. Ldnsfjdrþörf Allar þessar upplýsingar kippa algjörlega fótunum und- an þeim ítrekaða og stöðuga áróðri Framsóknarmanna og kommúnista, að ríkisstjórnin hafi rekið þá stefnu í lánsfjár- málum atvinnuveganna að svelta þá að rekstrarfé. Ljóst er, að Seðlabankinn hefur gengið mjög langt til þess að sjá at- vinnuvegunum fyrir meira fjár magni og miklu mun lengra en hyggilegt hefði verið, ef eðlilegt ástand hefði ríkt í efnahags- og atvinnumálum landsmanna. En eins og allir vita, hafa miklir erfiðleikar steðjað að á þessu tímabili og þess vegna er verjanlegt að reka nokkuð aðra stefnu í peningamálum en gert hefur verið á ofþenslu- og verð- bólgutímum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.