Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 19«8 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. ÞAÐ SKILJA ALLIR málaráðherra gaf á aðalfundi Kaupmannasamtakanna um þróun þjóðarbúskaparins hafa að sjálfsögðu vakið gífurlega ahtygli, því að þær sýna að tjón það, sem íslenzka þjóðin hefur orðið fyrir af aflabresti og verðfalli er ennþá meira en menn áður höfðu haldið. Þjóðarframleiðsla á mann hefur minnkað um 3% en vegna versnandi viðskipta kjara nemur það 9% tekju- rýrnun á mann. Og útflutn- ingstekjur landsmanna lækk- uðu á síðasta ári um hvorki meira né minna en 30 %■ Hvert einasta mannsbarn skilur, að þegar slík áföll ber að höndum, þá fær enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir, að þjóðin í heild beri byrðamar, að nokkur kjaraskerðing verði hjá lands mönnum öllum. Að undanförnu hefur mjög verið um það rætt, að hagur íslenzkra atvinnuvega væri slæmur og einkum hafa þó stjórnrandstæðingar notað það sem árásarefni á stjórn- arvöldin. Vissulega er það rétt, að íslenzkir atvinnuveg- ir hafa að undanfömu átt við að stríða mjög mikla erfið- leika, og væntanlega gera all- ir sér grein fyrir því, að ekki má nú íþyngja þeim með nýjum útgjöldum, annars væri lítið samræmi í mál- flutningi manna. En enda þótt erfiðleikar at- vinnuveganna séu miklir þá hefur þó þrátt fyrir allt tek- izt að tryggja rekstrargrund- völl þeirra og atvinnulífið hefur nú síðustu vikurnar verið að fara í fullan gang og útlit fyrir, að full atvinna gæti orðið að nýju og mikil framleiðsla. Það er sannarlega engin furða, þótt menn eigi bágt með að trúa því, að sú ógæfa verði nú látin dynja yfir Jandsmenn, að standa í lang- varandi verkfalli á dýrmæt- asta tíma ársins — vertíðinni. ■Ef nú væru uppgripatímar, .nýr fengur hefði fallið þjóð- inni í skaut ,sem menn ættu erfitt með að skipta milli sín, væm slík átök út af fyrir sig skiljanleg, en þegar það er hverju mannsbarni aug- Jjóst, að nú er engum nýjum auði að skipta, þá eru slík átök algjörlega ófyrirgefan- leg. Eina leiðin til að um litla Jcjaraskerðingu verði að ræða, þá kjaraskerðingu, sem þegar er orðin, er sú, að verk- föllum verði nú afstýrt, bægt frá hækkunum sem þrengja munu hag atvinnuveganna og kapp lagt á það að fram- leiða sem allra mest í öllum atvinnugreinum landsins. Ef þannig verður að farið er fyllsta ástæða til að ætla, að þetta erfiðleika tímabil ís- Jenzku þjóðarinnar taki •skjótt enda, en verði lagt út í verkföll, verður kjaraskerð- ing landsmanna ekki 5% held ur kannski 15-20%. Kröfur um almennar og verulegar kauphækkanir eru andstæðar hagsmunum laim- þega. Hitt er allt annað mál, að vissulega má tala um vísi- tölubætur á laun þegar við höfum komizt yfir þann erfiða hjalla, sem nú er við að stríða. í dag og á morgun biður þjóðin þess og einkum þó þeir tekjulægri, að fulltrúum launþega og vinnuveitenda takizt að sætta sjónarmið ,sín, enda eru hagsmunir þeirra samtvinnaðir en ekki andstæðir. Og fólkið treystir því, að öllum annarlegum sjónarmiðum verði ýtt til hliðar og allt gert sem unnt er til að ráða fram úr vand- anum. NÁTTÚRUHAM- FARIR OG TRYGGINGAR GEGN TJÓNUM rnóð þau, sem orðið hafa suðvestanlands síðustu daga og talin eru ein- hver mestu á þessari öld, hafa valdið gífurlegu tjóni á miklum verðmætum, hús- eignum, húsbúnaði og marg- víslegum tækjum- Slíkar náttúruhamfarir eru sem bet- ur fer sjaldgæfar hér á landi, en þó eru ekki nema 20 ár síð- an mikil flóð urðu í Ölfusá. Það er erfitt að gera við- hlítandi varnarráðstafanir gegn slíkum atburðum, þar sem enginn veit hvar flóðin koma næst, eða hvemig þau haga sér. En hins vegar er nauðsvnlegt að sjá svo um, að fólk verði ekki fyrir stór- felldu fjárhagslegu tjóni vegna náttúruhamfara á borð við þær, sem orðið hafa suð- vestanlands síðustu daga. I viðtölum við nokkra Sel- fyssinga í Mbl. í gær kemur fram, að reynsla þeirra er sú, að þeir geti ekki tryggt eign- ir sínar gegn slíkum vatns- flóðum. Það kemur vissulega Asíufólk til Bretlands: Þeir eiga hvergi Asáufólkið í Kenya líka óvel- komið í Indlandi og Pakistan London, Nýju Delhi og Nair- obi. — AP-NTB LÁVARÐADEILD brezka þings- ins hefur hraðað mjög afgreiðslu frumvarpsins um hömlur á inn- flutningi Asíufólks frá Kenya til Bretlands, sem Neðri mál- stofan samþykkti að loknum næturlöngum fundi á fimmtud. með 145 atkvæðum gegn 31. Orsök hinnar hröðu afgreiðslu þessa máls er sú, að brezka sitáórnin vill gieta takmarkað sem fyrst hina miklu flutn- inga fólks frá Kenya, Reynt er að hraða afgreiðslu frumvarpsins til að takmarka mikla flutninga fólks frá Kenya, sem jukust um allan helming þegar frumvarpið var tekið til meðferðar fyrir nokkrum dögum. 5000 Asíumenn hafa tekið sig upp frá Kenya og komizt til Bretlands og fleira fólk keppist um að komast þangað áður en lögin taka gildi. Sett hafa verið lög í Kenya þar sem þess er krafizt að allir brezkir borgarar af asískium uppruna verði að fá vegabréfaáritun áður en þeir halda til Kenya. Þessi lög munu bitna á mörgum Asíumönnum. sem farið hafa til Bretlands að undanförnu og vilja ef til vill snúa aftur til Kenya, til dæmis ef þeim verður neitað um land- vist í Bretlandi. Fréttk frá Nýju Dellhi benda til þess að Asíumönnum er bera brezk vegabréf verði ekki leyft að setjast þar að, og áskilur indverska stjórnin sér rétt til að fella úr gildi laga- ákvæðj um frjálsan innflutning fólks frá samveldislöndunum. Jafnframt hefur verið haldfð uppi harðri gagnrýni á indverska þinginu á frumvarp brezku stjórnarinnar á þeirri forsendu, að það gerði ráð fyrir kynþátta- misrétti, og margir ræðumenn kröfðust þess að Indland segði sig úr brezka samveldinu og að brezkar eignir á Indlandi yrðu þjóðnýttar. í fréttum frá Pakist an segir, að stjómin þar hafi í athugun hvort banna skuli inn- flutning Asíufólks frá Kenya, sem ber brezk vegabréf. HarSar deilur i Bretlandl Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í lávarða- deildinni var dr. Michael Ramsey, erkibiskup af Kantara- borg, sem er eindregið á móti frumvarpinu af siðferðilegum á- stæðum og er þeirrar skoðunar að frumvarpið sé brot á skuld- bindingum við Asíumenn frá Kenya og aðra innflytjendur sem bera brezk vegabréf, og muni auk þess kynda undir kyn þáttaólgu í Bretlandi. Nokkrir þingmenn úr Frj-áls- lynda flokknum reyndu að koma því til leiðar að afgreiðslu frumvarpsins yrði frestað er þeir afhentu Elísabetu drottn- ingu bænarskjal þar sem þess er farið á leit að hún neiti að staðfesta frumvarpið á þeirri for sendu að samkvæmt því sé brezkum borgurum gert misjafn lega hátt undir höfði eftir því hvern litarhátt þeir hafa. Stú- dentar í London, Oxford og Man cester fóru í mótmælagöngu til Buckingham-hallar til þess að leggja áherzlu á and- stöðu sína við frumvarpið. Viku blöðin Tribune, eitt vinstrisinn- aðasta blaðið í Bretlandi New Statesman, sem einnig er vinstri sinnað og Spectator, hið hægri- sinnaða málgagn Ian MacLeods fyrrverandi ráðherra íhalds- manna, gagnrýndu öll frumvarp ið. Skeleggasti andstæðingur frumvarpsins í lávarðadeildinni Byers lávarður, sem er leiðtogi frjálslyndra, sagði i umræðunum að það bryti í bága við mannréttindayfirlýsinu Samein- uðu þjóðanna. Hann sagði að það værí óþolandj að lávarðadeildin yrði að ræða þetta vanhugsaða og jlla samda frumvarp á aðeins nokkrum klukkustundum eins og hann orðaði það og virtist staðráðinn í að draga afgreiðslu þess langinn með málþófi. Irdveriar gagnrýna f indverska þinginu kom einn ig fram hörð gagnrýni á frum- varp brezku stjórnarinnar. Ráðuneytisstjóri utanrikisráðu- heima neytisins, Bali Ram B'haga, tók undir gagnrýnina þar sem frum varpið gerði ráð fyr.ir kynþátta misrétti og sagði að teknar yrðu til athugunar kröfur sem fram komu í umræðunum þess efnis að indversk yfirvöld neituðu að taka á móti fólki sem ber brezk vegabréf, hvort sem það er af indverskum uppruna eða ekki, ef hér væri um að ræða fólk sem neitað hefði verið um að setjasf að í Bretlandi. Hann sagði einnig, að stjórnin áskildi sér rétt til að endurskoða gild- andi ákvæði um frjálsan inn- flutnings fólks frá samveldinu. Bhagat kvaðst harma um- mæli er komið hefðu fram þess efnis að Indverjar yrðu að taka á sínar herðar ábyrgðina á öllu því fólki sem yrði ríkisfangs- laust vegna frumvarps brezku stjórnarinnar og hélt því fram að slík ummæli þjónuðu ekki hags- munum Asíufólks í Kenya. Hann sagði, að vandamál Asiumanna í Kenya kæmi Indverjum og enn þá frekar Bretum í mikinn sið- ferðilegan vanda. Brezka stjórn in reyndi nú í fyrsta skipti að svipta fól’ki borgararétti. Þau rök Breta, að húsnæðisskortur sé í Bretlandj og innflutningur Asiufólks valdi öðrum vandamál um er ekki sannfærandi sagði Bhagat. Indverjum hefur tekizt að útvega fólki húsnæði þrátt fyrir mikil vandamál, bætti hann við. Nýjar hömlur í Kenya Hinar nýju hömlur, sem stjórn in í Kenya hefur gripið til gagn vart Aisíuimönnuim, hafa vakið mikinn ugg meðal þeirra. Að því er Daniel Moi, varaforseti og innanríkisráðherra Kenya, skýrði frá verða brezkir borgarar af as- ís’kum uppnuna hér eftir að hafa vegabréfsáritun til að kom ast til Kenya hvaðan svo sem þeir koma, en aðrir brezkir borg arar geta hér eftir sem hingað til ferðast óhindrað til og frá Kenya. Jafnframt hefur Kenya- stjórn framlengt frest þeirra sem ekki hafa ríkisborgararétt. til að útvega sér atvinnu- og dvalarleyfi um þrjá mánuði. Varaforsetinn sagði. að þetta væri nauðsynlegt vegna þess að umsóknir -um atvinnuleyfi hefðu aukizt stórlega. á óvart, ef svo er. Vitað er, að hin stóru og öflugu trygg- ingarfélög erlendis tryggja nánast hvað sem er, og erfitt er að trúa því, að íslenzk tryggingarfélög geti ekki náð viðunandi endurtryggingar- samningum við slíka aðila í sambandi við tryggingar gegn tjónum sem þessum. Þetta er í annað skipti á tveimur áratugum, sem sum- ir íbúar Selfoss verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni af völdum vatnsflóða. Þess er að vænta, að tryggingarfélög in í landinu sjái sér fært að veita þeim, sem á slíkum hættusvæðum búa, viðun- andi fyrirgreiðslu í framtíð- inni. Loftárásir á Biafra Lagos, 2. febrúar. AP STJÓRN uppr.eisnarmaima í Bi- afra hélt því fram í dag, að flug vélar Nígeríustjórnar hefðu gert loftárásir á skólahús, kirkj- ur og markaðstorg í Biafra og þannig orðið hundruðum ó- breyttra borgara að bana. Stjórn in í Lagos hefur vísað þessum ásökunum á bug og borið til baka mótmæli af hálfu Alþjóöa Rauða krossins. Biaframenn héldu því einnig fram í dag að þeir hefðu hrund- ið innrás sambandshersveita yf- ir ána Nwandine í Suðaustur- Nígeríu. Þessi á er um 30 km fyrir vestan Calabar, aðalstöðv- ar sambandshersveita í Suðaust- ur-Biafra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.