Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 196« 17 Snorri Sigurðsson, skógfræðingur: Þáttur skógræktarfélaga í gróðurvernd og landgræðsiu Með stofnun Skógræktarfé- l'ags fslands árið 1930 'verða þáttaiskil í steógrækt á íslandi, og fer (þeirra einikum að gæta, er Steó>græktarfél.ag ís- lands er gert að sambandsfé- lagi héraðsskógræktarfélaga ár ið 1940. Með því víkkaði starfs- grundvöllur þess og varð til þess, að auðlveldiara reyndist að koma ýmsum málum skógræktar innar áleiðis. Um og eftir 1940 voru stofn- uð skógræktarfélög í flestum sýslum landsins. Nú er svo kom- ið, að skógræktarfélög eða deild ir þéirra starfa í öllum sýslu— og bæjarfélögum, nema Vestur— Húnavatnssýslu og Vestmanna- eyjum, og eru skógræktarfélög- in með fjölmennustu almanna- samtökum í landinu. Eins og að líkum lætur, hvíl- ir það á aðalfundum og stjórn svo fjölmennra samtaka að finna leiðir, sem stuðla að framgangi þeirra mála, er varða skógrækt og skyld mál. Fyrri grein Eftir að Skógræktarfélag ís- laiids var gert að sambandsfé- lagi, hafa aðalfundir verið haldnir á mörgum stöðum víðs- vegar um ,land og hafa þeir ávallt verið mjög fjölsóttir. Um hundrað manns hafa tekið þátt í fundum þessum hin síðari ár og þar hafa verið rædd flest þau mál, sem varða skógrækt, landgræðslu og gróðurvernd. Hér verður sagt frá því, hvaða þátt aðalfundir og stjórn Skóg- ræktarfélags íslands hafa átt í gró ðurverndanm'álunuim. Aðdragandi að lagasetningu um gróðurvernd. Mörgum fslendingum hefur runnið það til rifja, hve skóga- eyðing hefur verið ör hér á landi á síðari tímum. En þeir eru færri, sem gera sér ljóst, hve sú gróður- og jarðvegseyðing var afdrifarík og hættuleg, sem fylgdi í kjölfar eyðingar íslenzku birkiskóganna. Meðal almenn— ings var það ekki skógleysið, sem vakti menn til umhugsunar og aðgerðar gegn frekari land- spjöllum, heldur hin augljósa staðreynd, að með eyðingu gró- iris lands voru verðmæti að ganga landsmönnum úr greipum sem seint eða aldrei verða bætt að fullu. En hinsvegar hefiUþeim, sem að sk 'grækt starfa, öðrum frem- ur verið Ijóst samhengi milli eyð inigar s'kóganna oig jarðveg'seyð- ingarinnar. Er því að vonum, að þessi mál hafa lengi verið rædd innan félagsins og að aðalfund- ir hafi sent frá sér ályktanir og tillögur þar um. f greinini ábúð og örtröð, sem Há'kion Bjarnasion riitaði í Áns- rit Skógræktanféliags íslands 1942, rekur hann ítarlega orsak- ir og afleiðingar gróðureyðingar hér á landi. Hann bendir þar m.a. á, að næktuninni hafi fleygt fram undanfarna tvo áratugi, og að með aukinni ræktun hafi bú- sbaparhættir breyitzt mjög frá því sem áður var. Aukin ræktun .hafi m.a. orðið til þeiss, að á- 'hafnir búa stækbuðu, en m'eðþví væri gengið m'iklu nœr gróðri útjarðar en áður. Þær framfar- ir, sem átt hefðu sér stað í bú- skap lægju nær eingöngu innan takmarka hins ræktaða lands, en hins vegar hefði örtröð sam- tímis aukizt ískyggilega á órækt uðu landi. f lok greinarinnar bendir skóg ræktarstjóri á ýmsar leiðir til bóta og í því sambandi telur hann hlut skógræktar og sand- græðslu merkasta þáttinn í rækt unarmálum fram til þessa. En til þessa að ná skjótum árangri ,yrði að efla oig ihefja margs kon- ar rannsóknir á orsökum gróður eyðingar. Enginn vafi er á því, að grein þessi, sem skrifuð var fyrir rösk um 25 árum, hafi þá og síðar mðtað mjög afstöðu manna til Lj'isim.: H.B. 1967. þessara mála. Sama ár og grein- in er rituð kemur fram tillaga frá aðalfundi Skógræktarfélags íslands, þar sem félagið hvetur eindregið til að framkvæmdar verði rannsóknir á beitarþoli landsins, á þeim grundvelli, sem lagt er til í fyrrnefndri grein. Máli þessu var síðan haldið vakandi innan félaganna og er tii'laga sa-ma efniis samlþy'kk't á aðal'fúndi árið 1947, en flútninigis maður hennar var Jón Rögn- valdsson garðyrkjumaður á Ak- ureyri. f tillögu Jóns er skorað á hið opinbera, að það geri ráð- stafanir til þess að hafnar verði rannsóknir á beitarþöli gróður- lenda. Á aðiaffundúm voru síð'ar margar tillögur gerðar, sem hnigu í sömu átt. Mörkuðuist þær aðallteiga af tvennu:- Að framfylgt væri þeim lögum, sem sett höfðu verið um verndun gróðurs, s.s. vissum á- kvæðum í lögum um ítölu, sand- græðslu og skógrækt, og að stefnt væri að aukinni vernd- un jarðvegs og gróðurs með nýrri löggjöf. Þeir s'em gleggst þekteja til þessara mála, vita, að 'hér v'ar við ramman reip að draga, og að erfitt hefur reynzt að fram- fylgja þeim ákvæðum um gróð- urvernd, sem fyrrnefnd lög mæla fyrir um. Mönnum varð því fljót lega ljóst, að ættu slík laga- fyrirmæli að niá tilgangi, yrðii að standa á bak við þau stofnun, sem sinnti því hlutverki, að fylgjast með ástandi gróðurs, j'afnfraimt þvi, að hún gerði þær ráðstafanif, sem að gagni kæmu við gróðurvernd. Eftir margítrekaðar áskoran- ir frá Skógræktarfélagi íslands var loks farið að hreyfa við þess um málum af hálfu hins opin- bera. Árið 1957 skipaði þáverandi landbúnaðarráðherra Hermann Jónasson nefnd til að endur- skoða lög um sandgræðslu, en svo og að athuga leiðir til að auka starfsemi sandgræðslunnar. Nefnd þessi skilaði af sér frum- varpi, sem lagt var fyrir Al- þingi, en hlaut þar ekki af- greiðslu. Síðan gékk á ýmsu varðandi þetta mál, en þó var það ekki fyrr en árið 1960 að farið er að ræða um gróður- vernd í sambandi við upp- græðslu að frumkvæði Skóg- rólktarfél. ísl. Leiddi það lok's til þess, að frumvarp að nýjum landgræðslulögum var lagt fyrir Alþingi árið 1964 og samþykkt árið eftir. Með gróðurverndar- kaflanum í þessum lögum er merkum áfanga náð í löggjöf landsins, og takist vel um fram- kvæmd hans verður það til að stöðva frekari gróður og jarð- vegseyðingu. Án þeiss að hallað sé á neinn, þori ég að fullyrða, að ef aðal- fundir og stjórn Skógræktarfé- lags íslands hefðu ekki hamarð á þessum málum, eins og raun ber vitni, væru gróðurverndar- málin ekki komin á þann rek- spöl sem nú er. Undanfarin ár hefur verið unnið að rannsóknum á beitar- þoli afrétta iandsins og niður- stöður þeirra birtar. Rannsókn- um þessum hefir miðað vel á- fram og er þess að vænta að þeim ljúki innan fárra ára, enda er brýn nauðsyn, að þeim verði hraðað sem mest. Landrask við manvirkjagerð. Fyrir röskum tveim áratugum hefst nýtt tímabil í lagningu vega hér á landi. Stórvirkar vélar koma í stað handverkfæra og kerrunnar. Þeim, sem vanir voru gömlu vinnubrögðunum, þótti það ganga æfintýri næs't að sjá lang'a vegi laigð'a á örskömm- um tíma. En það er svo með hina nýju tækni, að hennifylgja oft vankantar, sem mönnum sést yfir í fyrs'tu. Þeir, sem nú leggja leið sína um vegi landsins komast ekki hjá því að sjá þau miklu gróð- ur— og jarðvegsspjöll, sem hin ar stórtæku vinnuvélar hafa skil'.ið efltir. Við fyrstú sýn gæti virzt, að þessi gróður— og jarðvegseyð- ing sé ekki ýkja mikil, en ef betur er að gáð munu menn kioma'st að raun utm, að skemimd- irnar ná yfir mörg hundruð ef ekki nokkur þúsund hektara á ári. Að sjálfsögðu verður ekki kom izt hjá meiri eða minniháttar skemmdum á gróðri og jarðvegi við lagningu vega, og mann virkjagerð yfir höfuð, en hitt ætti að vera ljóst, að stefna ber að því, að slík landspjöll verði sem minnst, jafnframt því að bætt sé úr jarðraski og skemmd um, sem óhjákvæmilega hlýzt af þessu. Mál þetta var oft til umræðu á aðalfundum Skógræktarfélags íslands, og um það hafa verið gerðar áskoranir og tillögur til þeirra aðila, sem með vegamál | fara. I þeim hefur verið bent } á nauðsyn þess, að fundnar | y; ðu leiðir til bóta oig að s>ér- | fróðir menn í vegamálum og ! jarðrækt hefðu samvinnu þar ' um. Mál þetta hefur mætt fullum j skilningi fyrrnefndra aðila og eru nú komin ákvæði í vega- lögin, sem skylda vegagerðina til að bæta slík spjöll. Að auki er víðtækara ákvæði um þetta atriði í gróðurverndarkafla land græðslulaganna. Vegagerð ríkis- ina hefur bru'gðizt mjög mynd- arleg'a við eftir setningu iþessa laga. Hefur hún gert áætlun um uppgræðslu meðfram vegum og eftir að tilraunir voru gerðar á þessu sviði 1966 'var 'ha/fiizt handa um framkvæmdir s.l. sum ar með góðum árangri. Gróðurspjöll vegna elds. Á s‘íð:tþ. áruim hefur það miarg sinnis borið við, að eldur hafi komizt í skógræktargirðingar og valdið miklu tjóni. Er það oft lítt bætanlegt t.d. þegar margra ára gamall trjágróður, sem kost- að hefur bæði tíma og erfiði að koma upp, fer forgörðum á skammri stundu. Sl'íkar brunais'kemimdir á trjá- .gróðri enu nær undanitekningar- lauist afl'eiðingar atf simJbruna að vorlagi, einmitt á þeim árs- tíma, þegar gróður er hvað þurr- astur og varhugaverðast er að fara með eld á víðavangi. Stund- um er gáleysi barna og unglinga um að kenna, en í mörgum till- vikum eiga fullorðnir menn sök á þessu, óvitandi um hvaða spjöllum sinubrunar valda á gróðri og jarðfveigi. Tjón af völd- uim ginulbrunia heflur sj aldan fleng izt bætt og aldrei að fullu, enda voru engin lög eða reglur til um framkvæmd hans né bóta- skyldur nema . gömul ákrvæði Jónsbókar, sem aldrei var beitt. Árið 1962 beinir aðalfundur Skógræktarfélags fslands því til landbúnaðarráðherra, að sett verði í lög átevæði um með- ferð elds við sinubruna og aðrar ráðstafanir, sem nauðsynlegar þykja í sambandi við hann, á- samt viðurlöguim ,ef úta'f væri brugðið. Að máli þessu var unn ið næstu ár, og lauk með því, að árið 1965 var láigt fyrir Al'þingi frumvarp um þetta efni, og varð það að lögum árið eftir. Búf járhald í þéttbýli. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fjöldi manns, sem fæst við trjárækt og aðra rætet un í þéttbýli verða árlega fyrir stórtjóni í görðum sínum og rækt unarlöndum sakir ágangs búfjár. Tjón þetta hafa garðeigendur yfirleitt orðið að bera bótalaust. Hér koma vandaðar girðingar og Framh. á bls. 19 Hér er skógargróður horfinn með öllu. Afleiðing þess blasir við, eyðiflákar og rofabörð. Gróðurtorfurnar minnka með ári hverju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.