Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 1968 21 Siglaugur Brynleifsson skrifar um: ERLENDAR BÆKUR GAGNRÝIMI A History of Modern Criticism. 1750—1950. René Wellek. Vol. III— IV. Jonathan Cape 1966. T.L.S. Essays and Reviews from The Times Literary Supplement — 1966. (Vol). 5. 45— Bókmenntagagnrýni er jafngömul bókmenntum. f henni er íólginn dómur um hvort rlt höfundar sé gott eða slæmt. Matið er forsenda dómsins. Saga bókmenntagagnrýn- innar hefst með Hellenum. í Kvið- um Hómers og Hesíódusar kemur fram mat á skáldskap sem guð- legri inspirasjón. Hómer telur hlut- verk skáldskapar vera skemmtan, en Hesódus telur það vera fræðsl- una. Heraklítus gagnrýnir kveðskap Hómers. Aristófanes gagnrýnir leik rit Evrlpídesar I leikritum sínum. Bókmenntagagnrýni má finna hing að og þangað I ritum Platós og hann áleit heppilegast, að skáld- menni skyldu útlæg úr fyrirmyndar rlki sínu, vegna þess að I sliku rlki væri þeirra ekki þörf. Aristó- teles setti saman rit um skáldskap á slðari árum. Hann flokkar skáld- skap I nokkrar greinar og byggir þar að nokkru á flokkun Platós. Hann ræðir einkum leikritsgjörð, sem vonlegt var og lýsir aðferðum og máta mest metnu leikritahöf- undanna. Rit Horatíusar Ars poe- tica" hafði mikil áhrif á skáld endurreisnarstefnunnar á ftaliu og víðar. Skáldið notaði bæði hellensk rit og ýmislegt úr ritum Cicerós við samantekt rits síns. Á fyrstu öld eftir Kristsburð er sett saman rit um skáldskap, sem kennt er við Longinus. Hann vitnar í margvís- legustu rit og þar á meðal I rit Gyðinga, biblíuna, sem hefur orðið mönnum tilefni til margvíslegra hugrenninga. Rit Longinusar var þýtt á frönsku á síðari hluta 17. aldar og hafði lengi vel mikil áhrif á skáld og gagnrýnendur. Þeir gagnrýnendur sem hafa haft mest áhrif á bókmenntir allt frá upphafi miðalda, voru kirkjufeðurn ir. Afstaða þeirra og mat réð þvl hvað hinna fornu bókmennta varð- veittist síðari tímum. Mat þeirra var mjög sundurleitt, sumir þeirra dáðu flesta forna höfunda meðan aðrir máttu aðeins það, sem stang- aðist ekki of hastarlega við kristn- ar kenningar. Tertullianus var þeirrar skoðunar, að menn skyldu ekki rita um það, sem þeir töldu ósæmilegt að gera. Þessi skoðun hefur orðið lífseig, en það er hætt við því að yrði þessi kenning Ter- túllianusar framkvæmd yrði fátæk- legt um að litast I bókasöfnum. Talið er að nútíma gagnrýni hef j ist með Dante. Hann setur fram kenningar sínar I De Vulgari El- opuentia" um það, á hvern hátt skuli tjá sig I ljóðum á móðurmál- inu og hvernig. Á endurreisnartíma bilinu varð sú kenning ofan á, að sanna fyrirmynd alls skáldskapar væri að finna með klassíkerum forn aldar. Þá og lengi siðan var þvl haldið fram, að frávik frá þeirri fyrirmynd væri alltaf neikvæð. Pet rarca og Boccacció settu saman for skriftir fyrir skáld og voru þær reistar á kenningum fomra höfunda sem aðlagaðar vom itölsku og þeirra tíðar aðstæðum. Sumir höf- undar álitu að illgjörlegt væri að skrifa á þjóðtungunum og töldu að binda skyldi sig við latínu og grísku Þetta var ekki jafn fráleitt og það hljómar nú. Þjóðtungurnar þróast smátt og smátt til þess að verða bókmenntamál. Franskan verður fyrst bókmenntamál I Evrópu síðar fylgir ítalskan og spænskan, og enskan. Áhrif franskra bókmennta gætti um alla Evrópu, en latínan var eftir sem áður tunga lærðra manna og latneskar bókmenntir fyrirmyndin og gætti þessa langt fram eftir öldum. Þjóðtungurnar voru lengi vel ekki taldar hæfar til þess að vera réttarmál, enskan er ekki notuð sem slík fyrr en á 14. öld og franskan ekki fyrr en á 16. öld. Þvl furðulegri er sú þróvm, sem verður hér á landi 1 þessum efnum á 12., 13., og 14. öld. Bókmenntagagnrýni 17. og 18. aldar einkenndist mjög af þeirri trú að skynsemin réði afstöðu manna og menn gætu áttað sig á heiminum og skilið sögu mann- kynsins með því að beita skyn- samlegu viti. Þá fyndust þær reglur sem stjórnuðu veraldarrásinni á sama hátt og þeirrar tíðar menn voru að átta sig á náttúrulögmál- unum". Bókmenntirnar skyldu sam hæfast vissum reglum, sem reistar voru bæði á arfleifð frá endurreisn artimunum og skynsamlegum á- lyktunum samtímamarma. Menn gerðu reglurnar algildar fyrir alla sögu mannkynsins og töldu mat og hugsunarhátt eins á dögum Platós og Miltons. Þessi skoðun breyttist þegar kemur fram á 18. öld. G.B. Vio komst að þeirri niðurstöðu, að mismunur laga og reglna meðal hinna ýmsu þjóða á ýmsum tímum, starfaði ekki af eðlismun þjóðanna, heldur af sundurleitum hugsunar- hætti og viðmiðun á mismunandi tímabilum. Vico áleit að þetta gilti einnig um bókmenntir. Skynsemin og skoðun manna á náttúrunni breyttust, hugsunarhátturinn var mismunandi og hann mótar tíma- bilin meira heldur en uppfinding- ar og tækni. Nú á tlmum er álitið að saga bókmennta og lista endur- spegli mat og viðmiðun hvers tíma- bils. Á hverju tímabili eiga sér stað stöðugar breytingar, um mynd anir og áhrif fyrri tímabila segja tH sín og hvert tímabil er því I senn hnignunar tímabil þeirra eig- enda, sem eru að hverfa og blómg unartimi nýrra viðmiðana. René Week skrifar tvöhundruð ára sögu bókmenntagagnrýninnar. Fyrstu tvö bindin spanna síðari hluta 18. aldar og Rómantíkina, en þessi bindi, það þriðja og fjórða ná frá Rómantík fram undir lok 19. aldar. Síðan History og Criti- cism" eftir Saintsbury kom út á árunum 1900—1903, hefur enginn orðið til þess að skrifa heildarsögu gagnrýninnar fyrr en Wellek. Aukin framleiðsla, aukinalmenn ingsmenntun og margföldun fólks- fjöldans, allt þétta varð til þess að stórauka útgáfustarfssemi á 19. öld. Breytingarnar ýttu undir bók- menntaiðju og pólitísk átök urðu mönnum kveikja til skrifta. ítarleg saga gagnrýninnar verður jafnfram veraldarsaga Evrópu á þessu tíma- bili. Gagnrýnendurnir voru margir hverjir áhrifamiklir höfundar á öðr um sviðum. Heine, Nietzsche og Dilthey höfðu ekki síður áhrif með gagnrýni sinni en öðrum verkum. Áhrif gagnrýnenda á 19. öld voru mjög víðtæk og róttæk, fáir menn hafa haft slik áhrif á Islenzkar bók menntir og George Brandes enda urðu áhrif hans mikil um alla norð anverða Evrópu. De Sanctis á íta- líu og Matthew Arnold á Englandi áttu ekki lítinn þátt I mótun bók- menntasmekks Evrópu. Timaritaút gáfa stórjókst og upplög þeirra stækkuðu. Tvö ný lönd koma inn I bókmenntasögunna á þessu tíma- bili, Rússland og Bandaríkin og verða þau til þess að stækka bók ina að mun. Höfundur rekur mjög itarlega allar þær stefnur, sem mót- uðu bókmenntir þessara sjötíu ára, sem bindin spanna, forsendur þeirra og kenningar. Hann lýsir þeim mælistikum sem gagnrýnendur not uðu við mat sitt á bókmenntum, bókmenntasmekk þeirra og almenn ings og leggur slðan sitt mat á þann smekk og gagnrýnendur, sem hann byggir á nútímaviðhorfum. Samtekt þessa rits er þrekvirki og það er ekki vlst, að slíkt verði endurtekið I bráð, sérhæfing er eitt einkenni okkar tlma og upphrúgun staðreynda útilokar æ meir yfir- gripsmikil ritverk af þessu tagi. Þessi bók er I senn, saga gagn- rýninnar, bókmennta saga og eins og áður segir veraldarsaga Evrópu. Nákvæmar bókaskrár fylgja. Times Literary Supplement er ennþá á þann veg skrifað, að höf- undar vita um hvaða efni þeir eru að skrifa og skrifa fyrir skyni gæddar verur. Það hlýtur að vekja furðu, að I því blaði örlar vart á lágkúru eða útþynningu efnis. Þetta er einkar huggunarríkt nú á dögum, þegar fólk er matað á útþynntri lágkúru I flestum fjöl- miðlunartækjum og blöð virðast oft ast höfða tU takmarkaðs skýrleika lesenda sinna, meira að segja stund um að nauðsynjalausu. Þetta blað hefur átt drjúgan þátt I þvl að kveða niður ýmiskonar lágkúru og hleypidóma I bókmenntum og bókmenntamati og staðið dyggan vörð um heiðarleg vinnubrögð I öðrum greinum mannlegrar við- leitni og það sem meira er um vert, hafi höfundur þess fellt ranga dóma, þá hefur það verið leiðrétt þegar þeir reyndust stangast á við staðreyndir. Oxford útgáfan hefur undanfarin ár gefið út nokkra rit- dóma þessa blaðs í bók. Þetta er fimmta bindið og er valið úr ár- gangi 1966. Hlákan færði Húnvetningum gæði Blönduósi, 29. febr.: — MIKIL og góð umskipti hafa orð ið hér í Austur-Húnavatnssýslu í þíðviðrunum undanfarna daga. Vegna langvarandi og óvenju mikilla áfreða- var allsstaðar lé- leg beit og sumsstaðar algjör- lega haglaust frá því í desember. Hins vegar hefur alltaf verið snjó létt. Nú má heita alautt á öllu láglendinu. Blandaruddi sig seint í gær- kvöldi og steig mjög hátt á Blönduósi. Vatn kom upp gegn um skolpleiðslur í kjöllurum nokkurra húsa, en ekki varð af því teljandi tjón. í einu húsi vætlaði inn um dyr. Norðan við Æsustaði í Langadal flæddi Blanda yfir veginn. Þar hafði hlaðizt upp jakastífla. Að öðru leyti færði hlákan Húnvetning- um ekkert annað en gæði. Björn. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 hirðmeyjarnar. En eng- inn gat lagit þekn ráð. Liitlu prinsessurnar fitnm settust á rökstóla og réðu ráðum sínum. — Við 'gætum getfið henni giull og silfur, sagði yngsta prinsessan. — Hún er vond. Og hún er galdranorn. En sillfur og guil myndi gera hana ánægða eins og alla aðra. — Við gætum gefið henni fflöt og s(kó, sagði önnur. — Hún er götnuil. Og (hún er ljót. En allir, sem flá ný föit og nýja slkó hljóta að verða ham ingjusamir. — Við gætum gefið Ihenni spegil til að spegla sig í, sagði sú þriðja. — Og silfurkamíb til að setja í hár sitt. Og litinn fugl, sem 'gæti sktemmt henni með söng. — Já, já, já, sögðu all- air lMu prinsessurnar, við geturn hj'áipað galdra>- norninni. Við finnum einhver ráð. Liitlu prinsessuirnar gengu fyrir konunginn og háðu um gull og si'lf ur. Og þær gengu fyrir drottninguna og báðu um fal'leg föt og nýja skó. Og þær fóru til ridd aranna og hirðmeyjanna og báðu um söngfugl í gullbúri og spegil og hárkamb. Daginn eftiir héldu litlu prdnsessurnar aft- u-r út í skóginn. — Góðan daginn, galdranorn. sögðu þær. — Við vonum að þér líði betur í dag. — Nei, miér líður ekk ert betur, sagði galdra- nornin. — Þetta er leið indadagur og látið þið mig í friði. Ég þ'arf að gera fleiri slæma hluti í dag. — Ok'kur leiðist að sjá þig svona óhamingjuj- sama, sögðu litlu prin- sessurnar fimm. Sjáðu hvað við færuim þér. Galdranornin stappaði niður fætinum í bræði. — Þetta verður mér ekki til neinnar ániægju, sagði hún. — Og gerilð þið nú eins og ég segi og komið ykikur í burtu. Litlu prinsessurnar hioriðu spyrjandi á galdrnorni'na, en þær hreytfðu sig ekki. — Þið megið vera hérna ef þið endilega vil'jið, sagði gamla nom in. — En þið muinu® sjá etftir að ihatfa komið“. Og igaldraniorni’n gretti sig og hló illgirn is hlátri. — Þetta er vond galdrainorn, sagiði yngsta prinsessan. — Hiún er líka heiimsk, sagði önn- ur. — Og gömul, sagðli sú þriðja. — Og Ijót, sagði hin fjórða. — Hún er lika mjög óh’amiingju söm, sagði fimmta litla prinsessan. — En hvað eigum við að gera? HBvað getum við gert? — Við skulum gefa henni alla hlutin-a, sem við komum með, sagði yngsta prinsessan. — Og síðan sku'lum við fara heim, við getum ekki meira gert. (FkamhaM). Pósturinn Þóra Björg Alexand- ersdóttir, 12 ára, Lyng- brekku 8, Kópavogi. sendi okkur skrítlu og svo smásögu. sem hér fara á eftir: Kennarinn: Hvaða gagn gerir hryggurinn? Nemandinn: Á efri end anum situr höfuðið, en á neðri endanum situr maður. Slæm miisgrip Kona nokkur átti tvær litlar dætur, sem báðar Mgu í mislingum. Var hún í vandræðum með hvað hún ætti að gera og skrifaði því gam alli og reyndri konu og bað hana um ráð við veikinni. Gamla konan skrifaði óðar, en hún þurtfti einn ig að svara annrri kionu er beðið híði um ráð varðandi agúrkur. Vildi nú svo óheppi- lega til að gamla konan fór bréfavillt, og sendi móðuirinni etftirfarandá ráð: Leggiið þær í edik. þær siðan rækilega, og eftir nokkra daga verða þær orðnar góðar. SMÆLKI Dómari nokkur lét raka skegg sitt á hverj- um degi. Einu sinni var leiddur fram fangi með mikið sbegg og svart. Þá sagði dómarinn: — Etf samivizka þín er eins svört og skeggið á þér, þá ert þú saninar- lega enginn þokkapiltur. En fanginn svaraði rólega. — Herra dómari. Fari samvizkan eftir skegginu, þá get ég ekki betur séð en að þér sé- uð alveg samivizkulaus. Faðirinn (við dóttuir sína) „Eftir hverju ertu alltatf að skima, Anna mín, þegar við erum í samkvæmum? Dóttirin: „Ég er að leita að tengdasyni handa þér, pabbi minn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.