Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 1908 Þórarinn Þorarinsson, fyrrverandi skólastjóri Er tímabært að leggja landsprófið niður? SAGT ER, að Cato gamli, róm- verskur öldungaráðsmaður til forna, hafi aUtaf endað ræður sín- ar á þessum orðum. „Praeterea eeneseo Carthaginem esse delend- am“, sem útLeggst: Auk þess legg ég til að Karþagoborg verði lögð í eyði. Hafði þaS einu gUt, hvert hann var að tala gegn tízkutUdri rómverskra kvenna eða dásama rómverskan landbúnað. Ósjálfrátt kemur þessi gamla saga upp 1 huga manns, þegar maður sér og heyrir allar þær mörgu funda— og flokkssamþykkt ir, sem gerðar hafa verið út af íslenzka skólakerfinu. Tæplega hefur verið gerð svo fundarsamþykkt undanfarið hér í Reykjavík, að ekki sé klykkt út með því að gerbreyta þurfti hinu fslenzka Skólakerfi, og þó fyrst og fremst að leggja niður lands- prófið hið allra fyrsta. Engan vafa tel ég á þvi, að þessar og þvHíkar samþykktir, yfirlýsingar og ummæli, séu hent á lofti og þarmeð fundin orsökin fyrir gengisleysi margra unglinga i skólum borgarinnar. Enda ekki nema von. Undir þetta hafa tekið kunnir Skólamenn og hver eftir annan hafa þeir geist fram á ritvöUinn þeir lærðu og ritslyngu menn, helt úr skálum reiði sinnar yfir fræðslu kerfið í heild, en þó fyrst og fremst yfir landsprófið. Talað er um að foreldrarnir séu Skyldaðir til að framselja börn sín skólakerfi, sem verki á taugar þeirra eins og óvigir herir, spú- andi eldi og eimyrju. Maður gæti haldið að hér væri verið að lýsa styrjöldinni í Vietnam. Sagt er að ríkið heyji styrjöld við æsku landsins o.s.frv. „Verst af öUu er sú andlega plága, sem kölluð er landspróf", svo vitnað sé orðrétt í grein Matthíasar Jó- hannessen, i grein hans í Sam- vinnuhefti því, sem helgað var íslenzkum skólamálum. Að dómi þessara manna, virð- ist landsprófið vera undirrót flests þess, sem aflaga fer I þjóðfélagi okkar, og það gerir meira. Þetta próf er talið valda því að of fáir ljúki stúdentsprófi árlega og með þvi sé framtíð þjóðarinnar stefnt í voða, hagvexti hennar og menn- ingu yfirleitt. Það er ekki aðeins þjóðfélagið, sem er í voða. HeimiU eru lögð í rústir, vegna þeirrar tauga- spennu, sem er undanfari og af- leiðing þessa voðaprófs. Og ungl- ingamir mundu ekki kvíða meira fyrir heimsendi. þó hann væri á næstu grösum, en þessu prófi. Þessi tUfærðu gífuryrði eru öU tek in úr fyrmefndu Samvinnuhefti. Engum getum skal að því leitt, hvað að baki liggur samþykktum þessum og stóryrðum um svokall- að landspróf, en nokkum vegin held ég að slái megi því föstu, að ekki er til að dreifa þekkingu á viðfangsefninu. Fátt eða ekfcert er lagt jákvætt tíl þessara mála. í flestum þess- ara greina er leitast við að kenna fræðslukerfi og prófum um tafc- markaðan árangur nemenda 1 námi, án þess að bent sé á annað betra. Það er vafalaust vinsælt að leita að erfiðleifcum manna og ó- förum útfyrir þá sjálfa, en þroska vænlegt fyrir viðkomanda verður það tæpast talið. Hófsamlegast er á þessum mál- (um tekið í grein, sem Stein- dór Steindórsson, settur skólameist ari, á Akureyri, birti í tímariti sínu „Heima er bezt“ í nóv. sl. og var greinin endurprentuð 1 Morgunblaðinu þ. 9. des, sL Þótt grein þessi sé hófsamleg og þar lögð til breyting á núverandi landsprófsfyrirkomulagi, varð hún kveifcjan til þess að ég sting niður penna. Eins og kunnugt er, er skólameistarinn einn af kunnustu skólamönnum landsins, og því ékfci ólíklegt að m-ark verði á honum tekið, enda er greinin talin athyglisverð í Morgunblaðinu. En einmitt þess vegna, tel ég að skoð- unum St. St. megi ekki vera ómót- mælt, þar sem ég er honum ósam- mála í flestum atriðum, en áður en það er gert, langar mig að hafa nokkum formála, öllu þessu máli til nofckurrar skýringar. H. Á þessu ári eru liðin 38 ár síðan undirritaður fór að fást við kennslu og fræðslu unglinga, og man hann tímana tvenna 1 því sambandi. Um 1930 ríkti hinn megnasti glundroði og skipulagsleysi í is- lenzkum skólamálum. En ekki skorti þó lög, reglugerðir og til- skipanir, en öll voru þó þessi fyrir- mæli miðuð við einstaka skóla og skólaflokka. Samræming var engin í neinu námi. Miklum tíma, fjármunum og námsorku var sóað 1 endurtekn- ingar á námsefni og prófum. Lang harðast urðu þeir þó úti ungling- arnir úti á landsbyggðinni. Að- staða þeirra til framhaldsnáms varð með hverju árinu erfiðari og óréttlátari. Menntaskólar voru þá aðeins tveir, i Reykjavlk og á Akureyri. Með hraðvaxandi íbúatölu þessara tveggja staða og bættum efnahag, urðu þeir æ fleiri unglingar, sem frá þessum „aðsetursstöðum" menntaskólanna, sóttu um inn göngu í þá. '• Vegna sívaxandi þrengsla I menntaSkólanum 1 Reykjavík var ákveðið 1928 að einungis 25 nem- •endTir mættu fá inngöngu í skól- -ann ár hvert, hélst þessi skipan allt til ársins 1948, eða í 20 ár. Hverjir áttu svo þessir ham- ingjusömu 25 unglmgar að vera, sem að öllu forfallalausu luku sínu stúdentsprófi að sex árum lokn- um og fengu þar með rétt til að setjast i háskóla, embættismanna- skóla þjóðarinnar, og þar með möguleika á að verða leiðtogar hennar og væntanlegt forystulið í menningarmálum. Einkunn á inntökuprófi í 1. bekk réði þessu vali. Eins og að líkum lætur var mikið kapp á það lagt að komast eða koma unglingum í tölu þessara útvöldu. Þessi síharðnandi samkeppni leiddi til stofnunar einkaskóla tU að búa unglinga undir þetta inn- tökupróf, þar sem helmingur og vel það var dæmdur tU falls ár hvert. f grafgötur þarf ekki að fara um það, hversu erfið var aðstaða unglinga utan Reykjavikur til þessa síharðnandi samkeppnis- prófs. Fyrir þá var raunar óhugsandi að komast inn í menntaskólann í Reykjavík nema með þvi að eyða heilum vetri í undirbúningsdeUd- inni, ef þeir þá komust þar inn vegna þrengsla. Margir þessara 25 útvöldu kom- ust í gegnurn hreinsunareld inn- tökuprófsins eftir margs konar þrengingar. Stundum eftir faU við fyrstu tUraun, eftir aukakennslu og viðbótar einkatíma og sérstaka studéringu í því, hvemig átti að taka svona próf með árangri. Hér *var það aðstaða og efnahagur foreldranna, sem réði úrslitum. • Menntaskólinn á Akureyri þúrfti ekki að gripa til þessara örþrifa- ráða, og með þvi að fara bónar- veg að þáverandi sfcólameistara, Sigurði Guðmundssyni, veittihann nemendum utan af landi, sem ver- ið höfðu í héraðsskólum í tvo vet- ur, leyfi tU að setjast próflaust í annan bekk skólans. Flestir þessara nemenda voru þá orðnir 17 til 18 ára gamlir og höfðu i héraðsskólunum lokið mest öllu námsefni þriðja bekkjar m-enntaskólanna. Fylgja varð nem endum þessum eindregin meðmæli viðkomandi skóla. Menntaskólinn á Akureyri þurfti gagnfræðadeild sinni, þ.e. tveim neðstu bekfcjunum, í nokkur ár eftir að í lög var leitt að þessa tvo bekki skyldi leg-gja niður við menntaskólana. Þau ár réði því þessi skóli mestu um það ,hverj- ir fengu að hefja þar nám. Til þess að komast I gagnfræðadeild- ina þurftu því nem-endur að gera sér sérstaða ferð tU að taka inn- tökupróf, sem haldið var að vor- inu til. Fyrstu fjögur árin eftir að landspróf var upptekið, voru það aðeins 8 nemendur, sem lands próf höfðu tekið, sem hófu nám sitt í 3. bekfc, lærdómsdeild, mennta skólans á Akureyri. Alla hina lagði skólinn til sjálfur. Loksins dró að því að misrétt- ur sá, er unglingar landsbyggðar- innar utan Reyfcjavikur og Akur- Þórarinn Þórarinsson eyrar, voru beittir, varð nógu mörgum augljós. Með þingsályktun 1941 var skip- uð nefnd tU að undirbúa löggjöf um íslenzk skólamál. Nefnd þessi, sem skipuð var k-unnustu skólamönnum lansins, aflaði sér upplýsinga víða að, m.a. með fyrirspurnum til allra þeirra aðila innanlands, sem lun skóla— og fræðslumál fjölluðu. Allt var starf þessarar nefndar unnið af mikilli samvizkusemi, virðingu fyrir íslenzkri reynslu í skólamálum, og ótrúlegri gerhygli. Um starf n-efndarinnar og vinnu- brögð hennar ber gleggstan vott langlífi þeirra laga, sem á tillög- um hennar voru byggð. Á alþingi 1946 voru svo sam- þykkt lög þau um skólakerfi og fræðsluskyldu, sem enn eru í gUdi. Með setningu þessara laga voru mörkuð timamót í íslenzkum fræðslu og menningarmálum. Þau eru róttækasta tilraunin sem gerð hefur verið tU að breyta bændaþjóðfélagi 1 nútíma tækni- þjóðfélag. Jafnframt var hér um að ræða einhverja þá merkilegustu mannréttindalöggjöf, sem nokfcru sinni hefur tekið gildi á íslandi. Þessi löggjöf tryggði, svo sem kostur var á, jafnan rétt þegn- anna og sömu aðstöðu þeirra tU að afla sér þeirrar menntunar, sem áhugi þeirra og hæfUeikar stóðu til, hvar á landinu, sem þeir voru og hvað sem efn-ahag þeirra leið. Fyrr mætti nú vera lánleysi landsbyggðarinnar, ef hún á einn eða annan hátt, léti svifta sig þess- um sjálfsögðu mannréttindum. Þrjú voru merkilegust nýmæli þessara nýju fræðslulaga, lenging skólaskyldunnar, samræming skóla kerfisins og landspróf miðskóla með þeim réttindum, sem það veitti. Lenging skólaskyldunnar var orðin óhjákvæmileg. Með samræm- ingu skólakerfisins var bundinn endi á þá óhæfu að tefja fyrir nemendum, sem skiftu um skóla, með endurlestri námsefnis eða endurtekningu prófa, sem oft laiddi tU aukakostnaðar. í raun réttri má segja að með samræmingu skólakerfisins hefji hvert það bam nám í samfeUdum skóla aUt til stúdentsprófs, sem byrjar nám I heimaskóla sínum við 7 ára aldur. í þriðja lagi var svo ákvæði laganna um landspróf miðskóla, sem veitti „rétt til inngöngu i sér- skóla með þeim ta-kmörkunum, er kunna að verða settar í lögum þeirra eða reglugerðum", eins og fcomist er að orði í umræddum lögum. Ekki get ég stiUt mig um að láta hér fljóta m-eð hluta af grein- argerð þeirri, sem skólamálanefnd in lét fylgja með lagafrumvarpi sínu, svo ljóst verði hvers konar mannréttindalöggjöf hér var um að ræða. „ ... Enn verður það að teljast óheppilegt að vissu leyti, að sami skóli, sem velur nemend- urna í lærdómsdeUd eftir sam- keppnispróf, annist sjálfur, í gagnfræðabekkjum, undirbúning nokkurs hluta keppendanna. Get ur það valdið aUs konar mis- skilningi og tortryggni. Þá er það bersýnilega ofvaxið fjárhag alls þorra utanbæjarmanna að standast kostnað við samfellt 6 ára nám í menntaskólanum í Reykjavífc eða á Akureyri. — Loks hefur sú skoðun gert tals- vert vart við sig, að mennta- skólarnir (einkum Menntasfcól- inn í Reykjavík) séu eins konar forréttindaskólar fyrir börn efn- aðra foreldra, sem geti kostað börn sín í ýmiss konar auka- kennslu. Að visu er með öUu ranglátt að beina þessum að- finnslum að kennurunum —þeir eiga enga sök, heldur óviðim- andi húsnæðisvandræði —, en þó er núv. fyrirkomulag í þessurn efnum mjög óheppUegt. í lýð- írjálsu landi á að g-era sem flest- um sem tU þess hafa hæfileika kleift að stunda það nám, er þeir óska. Það er einkum í þeim til- gangi (leturbr. mín), að nefnd- in leggur það tU, að inntaka í menntaskóla og sérskóla sé bund in við landspróf, er fari fram á sama tíma um land allt við gagnfræðaskólana og sérskólana. Nú eru þessir skólar langflestir annað hvort í Reykjavik eða Akureyri. Þess vegna verða nem endur víðsvegar af landinu að taka sér ferð á hendur til þess að ganga undir inntökupróf við þá, og kostar það ærið fé og tíma, en þeir, sem ebki standast prófin hafa farið erindisleysu. Úr þessu misrétti myndi lands- próf bæta ... “ í heUd má fullyrða að hin nýja fræðslulöggjöf mæltist mjög vel fyr ir. Öllum, sem vildu sjá, voru aug- ljósar úrbætur þær á óviðunandi ástandi, sem með landsprófsfyrir- fcomulaginu. Var þessari réttarbót því fagnað um land allt af skóla- mönnum, ef undanskyldar eru nokkrar óánægjuraddir, sem heyrð ust frá menntaskólakennurunum, einkum Menntaskólans í Reykja- vík, enda ekki óeðlilegt, en þess skal þó g-etið, að aldrei lögðu skólameistari eða rektor orð íþann óánægjubelg. Er tímabært ... 7 Af 20 ára kynnum sem skóla- stjóri af fræðslulögunum tel ég þau mjög frjálsleg. Mér hefur fundist þau, — auk fyrrnefndrar samræmingar og leiðréttingar á misrétti, — vera fremur miðuð við að leggja útlínur að námsbraut- um en kveða á um farkostinn hverju sinni. Að þau vera ramma- löggjöf, þar sem reynsla og þjóð- félagslegar þarfir ættu að fylla út I á hverjum tíma, sem væri auð- velt með námsskrám og reglugerð- um, án þess að þurfa að breyta sjálfum lögunum. í fræðslulögunum er forðast að binda hendur þeirra, sem eftir þeim eiga að starfa. Landsprófið er það eina, sem lög þessi taka afstöðu til innan sjálfs skólastarfs- ins. í umræðum og skrifum um fræðslulögin er oft ruglað saman þessu tvennu, markmiði og leiðum annars vegar, námskrá, kennslu- háttum, starfs aðstöðu og prófkröf um hins vegar. Af þessum hug- takaruglingi hefur svo leitt margs konar misskilning og hleypidóma. Eins og áður hefur verið drepið á, sýnir langlífi þessara laga bet- ur en flest annað hversu framsýn þau voru í upphafi. Á þeim tutt- ugu árum, sem Uðin eru síðan þau tóku gildi hafa orðið stórstígari breytingar og örari þróun í þjóð- lífinu öllu en nokkru sinni áður á jafn skömmum tíma. Ekki verður séð að fræðslukerfið hafi á neinn hátt verið hemill á þessa þróun, fremur hið gagnstæða, það hefur gert hana mögulega. Nú er svo komið að fjórði hver íslendingur er í skóla ár hvert um lengri eða skemmri tíma og þar af er áttundi hver íslendingur í einhverjum framhaldsskóla eða sérskóla. III. Að loknu þessu forspjalli skal nú vikið að grein Steindórs Stein- dórssonar skólameistara, er varð tilefni til þessara skrifa, svo sem áður segir. í uppprentun Morgunblaðsins á grein St. St., og sem lögð er hér til grundvaUar, hefur hún yfir- skrift: Afnema ber landsprófið í núverandi mynd, og eru þetta á- lyktunarorð greinarhöfundar sjálfs. í grein þessari finnur St. St. landsprófinu ýmislegt tU foráttu. Þótt hann telji að margt hafi ver- ið ómaklega sagt um þetta próf. Þar sem aU langt er síðan að grein þessi kom fyrir almennings sjónir og svör mín gegn henni beinast að einstökum atriðum henn ar, leyfi ég mér að rifja upp, fyrst það er greinarhöf. telur á- mælisvert við landsprófið og í öðru lagi tillögur þær, sem gerir tU úr- bóta. Að loknum inngangi, þar sem fjallað er um gagnrýni og um- ræður, sem orðið hafa um lands- prófið að undanförnu, sem þó hafi einkum beinst að einstökum lands- prófsnefndar mönnum, kemst St. St. að þeirri niðurstöðu, virðist raunar slá því föstu, að landspróf- ið hafi verið óvinsælt frá upphafi og vinsældir þess hafi ekki farið vaxandi síðari árin. Segist hann frá því fyrsta hafa verið andvígur þessu prófi (leturbr. mín) og ekk- ert leiðst í kennslu eins og að þurfa að búa undir þetta próf. Það hafi verið farg á öUum landslýð, eins og greinarhöf kemst að orði síðar í grein sinni. Höfuðgalla þessa próffyrirkomu- lags telur St. St. vera þann, hversu vélrænt það sé, og einkunnagjöf verði eftir því, samlagning punkta. Af því leiði að velja verði spurningar að nokkru eftir því, hvort hægt sé að svara þeim með jái eða neii, ef svo mætti að orði kveða. Sáralítið verði oft af svör- unurn séð, hvort skilning sé um að ræða eða hreinan páfagaukslær dóm. En afleiðingin af öUu þessu, segir greinarhöf. er sú að spyrja verður um óteljandi smáatriði, sem eru vel fallin til svars, en skipta raunverulega Utlu máli um kunn- áttu nemandans. Kennarar, sem undirbúa prófið, segir greinarhöf. freistist því vit- anlega til að miða kennsluna við að berja inn í nemenduma svör við tUtefcnum spurningum, en geti efcki gefið sér tóm tU að gæða kennsluna lifi og persónuleika. Eft ir öU þessi ár, segir ennfremur, er spurningaefni margra námsgreina svo upp urrið, að nærri lætur að unnt sé að búa til kennslufcerfi 1 sama formi og bamalærdóm Klav- eness forðum. En þar var fræðun- um skipt I spumingar og svör, sem bömin lærðu hvort tveggja, ef þau gátu, og stóðu sig vitanlega vel, hver svo sem skilningurinn var. Þetta, sem nú hefur verið sagt um verkefnin, telur St. St. versta gallann á landsprófsfyrirkomulag- inu. Kennslan verði þurr og beina- grindarleg, og prófið sjálft gefi aðeins mynd af þululærdómi nem- andans, en á enga lund verði séð, hver er raunverulegur ákilningur hans eða þroski. Og síðan segir orðrétt: „Eins og nú er þvi komið, teldi ég (St. St.) réttast að af- nema landsprófið i þeirri mynd, sem það er nú, en fela skólunum sjálfum að undirbúa nemendur sína undir framhaldsnám í mennta skólunum". Áður en rætt verður um þessar umbótatiUögu, verður efcki hjá því komist að athuga þennan „höf- uðgalla" landsprófsfyrirkomulagB- ins sem nægir því til fordæmingar að dómi greinarhöfundar. En áður en að því kernur, skal lítUlega vikið að þvi, er St. St segir um óvinsældir landsprófs- ins. Við það, sem áður var sagt um viðbrögð manna við hiinu nýja fræðslukerfi, má bæta að árið 1957 sendi fræðslumálaskrifstofan út bréf til aUra þeirra sfcóla, er bjuggu nemendur undir landspróf með fyrirspurn um það, hvort ekki væri athugandi að leggja prófið niður í lesgreinum. Enginn sfcól- anna var því meðmæltur. Aðspurð- ur tjáði núverandi formaður lands- prófsnefndar mér, að aldrei hefði heyrst rödd um það frá landsprófs skólum að leggja ætti niður betta próf, þótt hins vegar hefði stund- um borið á óánægju um val verk- efna tU prófsins. Ovinsældir prófs- ins virðast þvi ekki vera runnar frá landsprófsskólunum. Enginn, allra sízt reyndur skóla- maðiu*, þarf að búast við, að nein próf, hvorki landspróf eða önnur, verði vinsæl hjá nemendum, sem eiga þar í vandræðum eða aðstand- endum þeirra. En meðan skólar þeir, sem búa nemendurna undir prófið og þekkja því getu þeirra, taka ekki undir með þeim óánægju röddum, er tæpast mikið upp úr þeim leggjandi. Um skoðun St. St. sjálfs álands- prófinu er það að segja að hún virðist fremur vera reist á fyrir- fram sannfæringu en reynslu og staðreyndum, þar sem hann segist Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.