Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 1968 Kristján Albertsson: Tryggð og hreysti Um sögubækur Þorsteins Thorarensens i. •SÖGUBÆKUR Þorsteins Thorar ensens um aldarfar, menn og viðburði beggja megin síðustu aldamóta hafa verið mikið lesn- ar, hlotið lof blaða og margoft eg sterklega verið með þeim mælt til lestrar í skólum lands- ins. Það má sumt gott um þær segja. Höfundur er fróður, og dregur fram sitthvað nýstárlegt, og víðast af miklum áhuga á söguefni og fjörlegri frásagnar- gleði. Þ. Th. er aðdáandi Hannesar Hafsteins, en gerir sér þó far um að niðra honum, oft með furðu- legu móti, og draga upp mynd af honum frábrugðna þeirri, sem fram kemur í bók, sem ég- hef um hann skrifað. Nokkrar at- hugasemdir af minni hálfu ætti ’því engum að koma á óvart. Þó mun ég á fátt eitt minnast. Mér er óljúft að gerast um of margorður út af ritun sem þess- um, sömdum af jafnmargháttuðu skeytingarleysi um alkunn- ar sannanlegar staðreyndir, af höfundi, sem virðist trúa nálega hverju því sem í hann er borið um atburði og menn liðins tíma, auk þess sem honum hættir til að gefa ímyndun sinni lausan tauminn, og staðhæfa allan þrem ilinn um hluti, sem hann veit ekkert um. Ég hef hvergi komizt í eins subbulega sagnfræði og víða er í þessum bókum Þ. Th. Hvaðan hefur hann þann fróð leik, að Hannes Hafstein hafi í utanför sinni 1901 reynt að sýna dönskum valdamönnum fram á það að Valtýr Guðmundsson hafi verið „leiguþý Hægri—manna“ í Danmörku? Að bæði Hannes og Valtýr hafi fengið sig til þess „að baknaga og níða hvorn ann- an niður fyrir framan hið danska ■ vald“? Hverjir eru hér til frá- sagnar? Sögðust þeir H.H. og V.G. hafa talað þannig hvor um annan? Eða hafa danskir stjórn- málamenn sagt frá þessu, og þá hverjir — með leyfi? Hér virðist vera um heilaspuna ein- an að ræða, og allt annað en þokkalegan. Mér er ekki kunnugt um nema eina sanna sögu af 'fraimíkomu Hannesar Hafsteins gagnvart Valtý Guðmundssyni þegar báð- ir voru að berjást fyrir máli sínu frammi fyrir dönskum stjórn- völdum 1901 — Hannes fyrir íslenzkri ráðherrastjórn í Reykja vík, en Valtýr gegn innlendri stjórn, og fyrir íslenzkum ráð- herra sem væri búsettur í Kaup- mannahöfn og danskur embættis maður. Sú saga er í bók minni um Hannes Hafstein, og er ein fegursta saga um drengskap, sem til er um íslenzkan mann. Þeir hittast einn dag, Hannes og Valtýr, í biðstofu forsætis- ráðherra Dana, og Hannes veit að nú er þar komið, að hann hefur haft mál sitt fram. Valtýr hefur tapað, og með slæman mál- stað. Þá skýrir Hannes Valtý frá því hvernig komið sé, og leggur til að nú slkuli þeir að síðustu fylgjast að málum, fara saman inn til forsætisráðherrans, sátt- ir og samlyndir, og sé þá orð- inn góður endir á d'eilu þ-eirra. En Valtýr hafnar þessu boði, get ur ekki brotið odd af oflæti sínu — eða heldur að ekki sé öll nótt úti enn. Hann og flokk- ur hans halda áfram baráttu sinni gegn heimastjórninni — fallast ekki á hana fyrr en til- neyddir, og svo seint að þeim er ekki við bjargandi. Hannes Hafstein vildi vinna það til samlyndis og sátta, á geigvænlegum sundrungartímum, að bjarga höfuðandstæðingi sín uim frá pólitúsku skiplbnoti. Hann bauðst til að gera sigur sinn að sigri þeirra beggja, sem þeir tækju við, hlið við hlið frammi fyrir æðsta valdsmanni Danastjórnar. Illa kemur þetta heim við 'rásögn Þ.Th. að því er Hannes Hafstein snertir, að hann hafi gert sér far um að bak'bíta og níða Valítý Guð- mundsson við danska valdhafa, vegna þesis að báðir Iha/fi keppt „um hylli hins erlenda valds, hvor skyldi verða jarlinn yfir íslandi“. Sagnaritun af þessu tagi, heimildalaus með öllu, er ósæmi- leg og gersamlega óþolandi. II. Hvað eftir annað sakar Þ. Th. bæði Hannes Hafstein og Tryggva Gunnarsson um að hafa vanrækt að veita erlendu fjár- magni til íslands. Á þeirra tím um hafi verið leikur einn að fá stórlán hvarvetna í Evrópu og með afa'rlágum vöxtum. Við hefð um getað snúið okkur beint til Englands, Þýzkalands og Frakk Lands. „En Hannes Hafstein hafði engan áhuga fyrir að leggja út á nýja brautir". Hér er farið rangt með alla hluti. Bæði Hannes Hafstein og Landsbankinn reyndu hvað eft ir annað að fá lán í Noregi, Þýzkalandi, Englandi — en ár- angurslaus't. L'ánsfié sem lá boð- stólum var út um Evrópu á þess um tímum var öllum falt nema einu landi álfunnar — fslandi. Hvergi var sú þekking á hög- um þessa fátæka, afskekkta lands, að okkur væri treyst. Þeg ar loks kom til mála franskt lán, á stjórnarárum Björns Jónssonar, var það bundið því skilyrði að danska rikið gengi í ábyrgð. Því boði var ekki sinnt. Stjórn Björns Jónssonar gat hvergi út- vegað fjármagn nema í Dan- mörku — ekki fremur en Hann- es Hafstein eða Tryggvi Gunn- arsson. Þetta finnst manni að Þ. Th. ætti að vita, úr því hann er að skrifa um þessi efni. IH. í sögu Hins íslenzka prentara- félags, sem birtist í afmælisriti þess 1922, segir frá því að 1904 hafi prentarar gert ítrekaðar til- raunir til að fá ísafoldarprent- smiðju til þess að taka afstöðu til samþykktar félagsins um samn ingakjör, en engin svör fengið við bréfum sínum. Þá sögðu prentairar ís'afloddar uipp stör'fiuim og gerðust meðstofnendur að nýrri prentsmiðju, Gutenberg. Að þetta kom sér illa fyrir eig- enda ísafoldar er augljóst. Þ. Th. þekkir auðvitað frásögn sögurits prentarafélagsins, því í hana er vitnað í bók minni um Hannes Hafstein. En Þ. Th. læzt ekkert vita. f stað þess fullyrðir hann að Hannes Hafstein og Tryggvi Gunnarsson hafi verið bakhjarl- ar að launráðum um að ráða ísa- foldarprentarana í laumi til hins nýja fyrirtækis — og hafi þetta verið „ósæmilegt samsæri", og „ein svæsnasta tilraun sem stjórnvöld hér á landi hafa gert, til að bæla niður prentfrelsi“. Hvernig fer Þ. Th., skyldur að virða einföldustu kröfur um heið arleik í sagnaritun, að ganga al- gerlega fram hjá söguriti prent- arafélagsins? Hvernig fer hann að skella við því skollaeyrunum að upphaf máls var árekstur milli Björns Jónssonar og prent- aranna, að þeir voru í baráttu um kjör sín, án þess þeim tæk- izt að herja út svar við bréfum sínum? Þeir reiðast og segja upp, mynda samtök um stofnun eigin fyrirtækis, fara í Lands- bankann og biðja um lán. Hlaut Tryggvi Gunnarsson að neita? Segja þeim að beygja sig heldur fyrir þögn og þvermóðsku prent smiðjueigenda? Að brigzla Hannesi Hafstein í þessu sambandi um svikráð við prentfrelsið í landinu er vægast sagt furðulegt. Bar honum skylda til að sjá einstök- .um prenbsmiðjum fiyrir stiarfls- liði? Þ. Th. reynir að læða þeim grun inn í vitund lesenda, að Hannes Hafstein hafi verið meir en lítið viðriðinn það sem Þ. Th. Kristjián Albertspon telur verið hafa ofsókn Magnús- ar Stephensens landshöfðingja á hendur Skúla Thoroddsen. Rann sókn Skúla—mála hafi verið fal- in Lárusi H. Bjarnasyni „mági Hannesar". En Lárus varð ekki mágur Hannesar Hafsteins fyrr en meir en þremur og hálfu ári síðar. Þ. Th. segir frá því hróð- ugur, að sum bréf landshöfð- ingja—skrifstofunnar út af mál um þessum hafi verið með rit- hönd Hannesar Hafsteins. Hvers vegna er Þ. Th. að láta sem hann viti ekki, að skrifstofa landshöfðingja var svo fáliðuð, að landritari varð að skrifa með eigin hendi mikinn hluta af bréf- um hennar? Þetta má meðal ann- ars lesa í bók minni um Hannes Hafstein. Hvaðan sækir Þ. Th. kjark í þá staðhæfingu, að sú skoðun hafi verið almenn að Hannes Haf stein „væri lítill ráðdeildarmað- ur í einkalífi sínu“? Ég hef aldrei fyrr heyrt þá skoðun. Þau einu rök fyrir henni segir Þ. Th., að Hannes Hafstein hafi þrátt fyrir háar embættistekjur verið „mjög skuldugur þegar hann fór frá völdum" 1909. Er það ráðdeildarleysi að skulda hluta af láni vegna húsbygging- ar? Hannes Hafsteins hafði til engra annarra skulda stofnað meðan hann var ráðherra. Og það sem eftir stóð þeirrar skuld- ar færðist yfir á landssjóð þeg- ar Alþingi keypti ráðherrabú- staðinn af Hannesi Hafstein. Þannig fór hann skuldlaus frá vöM'uim, og sa'fnaði aldr'ei sík'u'ld- um, hvorki fyrr né síðar. Víða verður rógsmjattið býsna langt fyrir neðan allt velsæmi. Andstæðingum Hannesar Haf- stein á að hafa fundist „eins og hann hefði sett upp munnsvip- inn fyrir framan spegil til þess að hafa brosið alveg mátulegt“ og „limaburður hans stöðugt ná- kvæmlega útmældur til að ná vissum leikrænum áhrifum“. ,,Hann tamdi sér settlegt, hægt og virðulegt göngulag". Allt er þetta tómt blaður. Hannes Hafstein var látlaus og karlmannlegur í allri framkomu, hvergi vottur af tilgerð eða leik- araskap. En hann var skrefstutt ur, sem kann að hafa stuðlað að því að göngulagið yrði virðulegt. Árni Thorsteinsson tónskáld minntist á þetta líkamlega ein- kenni, þegar hann var að segja mér frá fyrstu kynnum Ragn- heiðar og Hannesar Hafsteins, og þessi setning í bók minni er eftir honum höfð: „Hannes dansaði lít ið, var smástígur og átti erfitt með valsinn". Bók Þ. Th. úir og grúir af allskonar staðhæfingum út í blá- inn, og ýmist oflofi eða illkvittni. Eða hvað er sprottið af illkvittni — og hvað einber trúgirni? Hann er of ungur til að muna þá menn og þá tíma, sem hann skrifar um, en virðist trúa í blindni öllu „sögulegu", sem mönnum dettur í hug að bera í hann — ekki alltaf í þjónustu sannleikans. Hver hefur t.d. haft gaman af að telja Þ. Th. trú um að al- gengasta ljósmynd af Þorsteini Erlingssyni (sú sem er framan við Þyrina) gie'fi ekki rétita hu'g- mynd um hann — að teiknað hafi verið ofan í ljósmyndaplöt- una, svo að engu sé líkara „en augnabrúnirnar séu málaðar og andlitshúðin mjúk og slétt, en hvorugt er rétt, heldur var and- litshúð hans jafnvel nokkuð gróf“? Ég kom oft til Þorsteins Er- lingssonar síðustu árin sem hann lifði, og tók vel eftir honum, enda var annað ekki hægt. Hann var með fallegustu mönnum, sem ég hef séð, augun stór, björt og yndislega hlý, enni og höfuðlag mikilúðugt, svipurinn hreinn og drengilegur. Myndin af honum framan við Þyrna er eins lík honum eins og ljósmynd getur verið. Mér er ómögulegt að sjá neinn vott þess að krotað hafi verið eða málað ofan í auga- brúnir hans. Og andlitshúðin var eins og myndin sýnir, hrein, björt og slétt. IV. Eins og sýnt hefur verið legg- ur Þ. Th. margan krók á leið sína til þess að ófrægja Hannes Hafstein, mann sem hann þó dá- ir og skrifar um margt bæði fall egt og rétt. En til narts hans og niðrandi frásagna liggja eðli- legar orsakir. fslenzkar blaðaraddir hafa mjög á því tönglast á síðari ár- um að sagnfræði um nýrri tíma ætti að vera „hlutlaus", og greinilega við það átt, að enginn mætti vera öðrum meiri af á- berandi forustumönnum — ekki að neinu ráði. Ef einhverjir hefðu komið illa fram, ætti að breiða yfir það með því að gera hlut annarra ekki með öllu góðan — með því einu móti væri gætt fyllsta „hlutleysis“. Jöfnuð ur skuli ríkja í lofi og lasti um |ramkomu og verknaði stjórnmála skörunga — sem sagt „hlutleysi", Þ. Th. hneigist mjög til þessa hugsunarháttar. En málið vand- ast þegar kemur að Hannesi Haf- stein. En þá er að taka á hreysti sinni, og skella samt á hann all- miklum ávirðingum, svo að jafn- vægi náist í mynd hins pólitíska aldarfars — „hlutleysinu“ sé borgið. Líka kemur annað til. Sannast hefur með vísindalegum til- raunum að augu okkar sjá ekki alltaf rétt, hversu fegnir sem við vildum. Við viss skilyrði eða á- stæður verða sjónskeggjur óhjá- kvæmilegar. „Þótt hluti af því, sem við skynjum, berist til vor um skilningarvitin, kemur annar hluti (og það er e.t.v. meiri- hlutinn) ... alltaf úr okkar eigin höfði". (William J ames). En eins er því varið með okkar and- legu sjónir, þar getur ýmislegt ruglast. Og það er til of mik- ils mælst að maður á þroskastigi Þ. Th. geti litið Hannes Hafstein réttu auga. Því afi og alnafni Þ. Th., hinn mesti sæmdarmaður, bóndinn á Móeiðarhvoli, stóð á bændafund inum um símamálið 1905 og hafði forgöngu um að hrópa „niður með ráðherrann“ — en bændur tóku lítt undir, og óeinarðlega, óvanir ærslum. Þessi ættarminn ing brennur í blóði sonarsonar- ins. Hann er ættrækinn maður og trygglyndur, og hefur sterka, talsvert sérkennilega sannfær- ing um skyldur óbrigðulla tryggða við þá, sem við eigum gott upp að unpa. Vafalaust á Þ. Th. góðar minningar um afa sinn. Krafa hans um tröllatryggð, hvað sem tautar, kemur e.t.v. hvergi ljósar fram en í ummæl- um hans um „svik“ Bjarna Jóns- sonar frá Vogi, þegar hann, á- samt mörgum öðrum flokkbræðr um, flutti vantraust á ráðherra flokksins Björn Jónsson, á þingi 1909. Þ. Th. bregður engum hinna um svik.' Hvers vegna Bjarna frá Vogi einum? Hann gerir grein fyrir því. Björn Jóns son hafði veitt Bjarna „stærsta bitling þingsögunnar", en „nú varð þessi maður til að fella vel- gerðarmann sinn“. Þegar hér var komið, var al- vitað að Birni Jónssyni var mjög tekið að hnigna, bæði andlega og líkamlega. Hann var eini ráð- herra landsins og hafði tæpast gegnt störfum í stjórnarráðinu um hálfs árs skeið, dvalið lang- dvölum utan Reykjavikur, en þó mest erlendis, sér til heilsubótar -I— en Alþingi haldið aðeins ann- að hvort ár. Flokksmenn hans, sem vantraustið fluttu, töldu með öllu ógerlegt og ábyrgðalaust að láta hann sitja áfram við völd, önnur tvö ár. En þessa skoðun mátti Bjarni frá Vogi ekki láta rugla sig, að dómi Þ. Th. Því hann hafði fengið mjög vænan bitling. Engan skal undra þó að slík- ar hugmyndir um skyldur manna til tröllatryggðar geti valdið al varlegum sjónskekkjum og marg víslega kynlegu mati. En þar við bættist hjá Þ. Th. viss tegund af frábærri hreysti. Þó að Eirík- ur Hreinn Finnbogason nefni til næsta lítils varðandi dæmi, verð- ur þó að geta þess, að hann hefur einn ritdómara, svo ég viti, bent á hreysti Þ. Th., og má merkilegt heita að enginn hinna skuli á hana minnast. Ei- ríkur Hreinn kemst svo að orði að það sé „hraustlega gert að rita stærðar bók um þetta tíma- bil, þar á meðal langan kafla um Hannes Hafstein og láta sem bók Kristjáns Albertssonar hafi aldrei komið út. Eru slík vinnu- brögð naumast viðfeldin og þá ekki síður, ef það skyldi koma í ljós, að þátturinn um Hannes Hafstein sé að einhverju leyti saminn með hliðsjón af bók Krist jáns, en ég fæ ekki betur séð en að svo sé.“ f samanburði við margt annað skiptir auðvitað minnstu þótt Þ.Th. slái eign sinni á sitthvað í bók annars manns, án þess að segja hvaðan sé hnuplað. En virða verður við Eirík Hrein, að hann hefur einn haft skarpleik til að koma auga á eitt megin- höfundareinkenni Þ. Th. — hinn fágæta hraustleik í aðferð- um og vinnubrögðum, — kjark- inn og kraftinn til að láta sér ekki fyrir brjósti brenna margt það, sem flestir myndu kveinka sér fyrir að aðhafast. V. Eins og að líkindum lætur nær þessi hreysti sínu mesta meti í kaflanum um símamálið 1905. Þar tekur Þ. Th. á öllum sér til að „svíkja“ ekki málstað afans sem hrópaði „niður með ráðherrann“. Ég þykist ekki ganga of nærri höfundarheiðri Þ. Th. þótt ég- telji, að án þess að hafa í huga tryggðina til afans verði með engu móti skilin né skýrð full- yrðing hans, að símasamningur Hannesar Hafstein við Stóra nor ræna ritsímafélagið hafi verið lakari úrlausn en loftskeytatil- boð Marconifélagsins — tilboð sem var svo gersamlega óað- genigilegt, að umlboðsimia'ðuir fé-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.