Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 1
32 SBÐUR 53. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 2. MARZ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. - BÁTAFLOTIIMIM KOIVfST A SJO I IMOTT - neitar Eftir 6 daga landleigru hjá öllum bátaflotanum * Vestmannaeyjum, gaf fyrst á sjó í gær. Myndina tók Sigurg'eir Jónasson í gær og sýnir hún hluta af bátaflotanum, sem var þar í höfninni í landlegunni. Allur þessi floti hélt á miðin í gær og nótt, en veður var þá farið að stillast og sjór farinn að ganga niður. Foráttubrim hefur verið undanfarna daga við Eyjar og hafa grunn verið uppi í sjógangj og brot á þeim. Er óskandi að sjómenn fái frið til þess að sækja á miðin og að gæftir verði góðar. Bonn, 1. marz. — NTB HEINRICH Lúbke, forseti V- Þýzkalands hefur vísað á bug ásökunum um, að hann hafi und- irritað teikningar af fangabúðum er nazistar komu upp í heims- styrjöldinni síðari. Hefur forset- inn gefið út opinbera yfirlýsingu um þetta mál og las hana sjálfur I upp í útvarpi og sjónvarpi í dag, auk þess sem hún var birt í blöð um og hjá öðrum fréttastofnun- um. f yfirlýsingunni sagði hann, m.a., að hann gæti með engu móti munað eftir sérhverri teikn- ingu, sem hann setti nafn sitt undir á styrjaldarárunum, en staðhæfði, að arkitektafyrirtækið sem hann starfaði fyrir í Berlín á þessum árum, hefði aldrei tek- ið að sér að teikna fangabúðir útrýmingarstöðvar. Um leið og forsetinn las yfir- lýsinigu sína í útvarpinu, birti v-þýzka stjórnin aðra, þar sem lýst var yfir fullum stuðningi við forsetann. Segir þar, að fram- koma forsetans hafi verið óað- finnanleg, bæði á dögum Weim- Framhald á bls. 31. Þjóðarafkvæðagreiðsla í Grikklandi í sumar — um nýja stjórnarskrá Aþenu, 1. marz NTB FORSÆTISRÁÐHERRA Grikklands, Georg Papado- poulos skýrði frá því í dag, að einhverntíma á tímabilinu frá júní til september nk. mundi gengið til þjóðarat- kvæðagreiðslu í landinu um nýja stjórnarskrá. Papadopoulos skýr’ði frá þessu á fundi með fréttamönnum og sagði, að uppkast að stjórnar- skránni yrði birt opinberlega og frjálsar umræður um það leyfðar. Ekki vildi hann segja hvenær uppkastið yrði birt, en gaf í skyn að það yrði eftir 2 vikur. Hann fullyrti að nægur tími yrði gefinn til umræðna um þa'ð. Raunar sagði hann, að samning uppkastsins hefði taf- izt vegna hinnar misheppnuðu byltingartilraunar Konstantíns konungs í desember sl. 20 manna lögfræðinefnd hefur ann ast samningu þess. Papadopoulos skýrði ennfrem ub frá því, að stjórnin mundi skipa nefnd til þess að fjalla um breytingartillögur frá ein- staklingum og samtökum. Úr- skurðir nefndarinnar í hverju tilfelli yrði loks lagðir fyrir rík- isstjórnina til endanlegrar stað- Framhald á bls. 31. Angola: 50 uppreisnar menn felldir Lissabon, 1. marz. AP. PORTÚGÖLSKU hemaðaryfir- völdin hafa tilkynnt, að í síð- nstu viku hafj 50 uppreisnar- menn þjóðernissinna í Angola veirið feilldir, átta hafi særzt og aðrir átta verið tekniri höndum. 1 átökunum misstu Portúgaiir 11 menn, segir í tilkynningunni. Stoðo pundsins óhagstæð í gæi London, 1. marz NTB—Reuter VERÐGILDI sterlingspundsins var í gær lægra en nokkru sinni síðan gengi þess var fellt í nóv- ember. Orsökin mun vera nýtt gullæði í kauphöllinni. Meðal kauphallarsérfræðinga er sú skoðun almenn, a'ð eftirspurn eftir gulli sé merki um almenna vantrú á pappírsgjaldm. og auk þess eru sögusagnir á kreiki um, að Bandaríkin hafi í hyggju að takmarka gullsölu. Staða sterl- ingspundsins í gær var 2 dollarar og 40,04 cent. Englandsbanki tók þá í taumana og keypti mikið af gjaldeyri til að stö'ðva þróun- Rúmenar farnir heim frá Búdapest — Getgátur um að íleiri sendinefndir Pólsku rithöfundasamtökin gagn rýna ritskoðun stjórnarvaldanna fari að dæmi þeirra Búdapest, 1. marb NTB Rauter. RÚMENSKA sendinefndin á al- þjóðaráðstefnu kommúnista í Búdapest hélt heimleiðis í gær morgun, eftir að harðar orða- sennur urðu á fundinum í fyrra- dag milli Rúmena og Sýrlend- inga og sagt var frá í blaðinu í gær. Háttsettir kommúnistaforingj- a:r í Búdapest fylgdu rúmensku fulKirúunum til flugvallarins. Stjórnmálasérfræ’ðingar telja, að þetta muni sennilega vebða til þess, að ráðstefnan standi mun skemmri tíma en upphaflega hafi verið áætlað. Þá eru ýmsir þeirrara skoðunar, að fleiri sendinefndir kunni að fara að dæmi Rúmena og halda brott af ráðstefnunni í mótmælaskyni. Sýrlenzki fulltrúinn Khaled Bagdas hafði gagnrýnt Rúmena harðlega fyrir að hafa ekki stutt Araba í júnístyrjöldinni, en Rúmenía er eina Austur-Evrópu Framhald á bls. 31. Varsjá, 1. marz NTB. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Varsjá, að á fundi hjá pólsku rithöfunda- samtökunum, hafi með leyni- legri atkvæðagreiðslu verið samþykkt ályktun, þar sem stefna pólsku ríkisstjórnar- innar í menningarmálum og hin opinbera ritskoðun er gagnrýnd harðlega. Til fundairins var boðað mjög skyndilega eftir að stjórnin hafði bannað, að flutt yrði leikritið „Dziady“, sem Adam Mickiewiczi skrif- aði árið 1832. Harðar umræð- ur urðu á fundinum og fóir svo, að þar voru bornar fram til atkvæðagreiðslu tvær yfir lýsingar, önnur af fylgjend- um stjórnarinnar í samtök- unum, hin af aðilum óháðum kommúnistaflokknum . í yfirlýsingu stjórnarsinna voru rakin þau rök, sem stjórnin færði fyrir banninu gegn því að leikritið yrði fliutt, en við atkvæðagreiðslu um þá yfirlýsingu, var hún felld með meira en hundrað atkvæða mun. Hin yfirlýsing- in með gagnrýninni á stefnu stjórnarinnar var samiþykkt með ámóta meirihluta at- kvæða. Þeir, sem að þeirri yfirlýs- ingu stóðu, kröfðust þess, að hún yrði birt í blöðum, en það hefur ekki verið gert enn. í gærkveldi héldu rit- höfundasamtökin aftur fund og þá söfnuðust úti fyrir fundarstaðnum nefndir frá ýmsum stamtökum og flokkn um, sem fordæmdu gagnrýni hinna óháðu og lýstu stuðn- ingi við stjórnina. Reyndi fólk þetta að komast inn í fundarsalinn en var vísað frá. Þegar fundarmenn yfir- gáfu húsið seint í gærkveldi, neituðu þeir að ræða við vest ræniu fréttamennina, sem sátu þar fyrir þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.