Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.03.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARZ 19«« - ÞÓRARINN Framh. af bls. 12 frá því fyrsta hafa verið andvíg- ur því. Er þá komið að aðalgalla lands- prófsfyrirkomulagsins að dómi St. St., en það er verkefnavalið og matið á úrlausnunum. Eins og áður var frá skýrt gætti nokkurrar óánægju með verkefna- val í' lesgreinum landsprófsins á fyrstu árum þess. Verður því ekki neitað að spurningar voru stundum næsta handahófs kenndar og sparða týningslegar, sumar hverjar. Eink- um bar á þessu framan af meðan verkefnin voru sniðin eftir gagn- fræðaprófsverkefnum menntaskól- anna eða þau höfð til hliðsjónar. Raunar verður landprófsnefnd ekki áfellst fyrir það, þar sem höfuðtilgangur þessa prófs var að velja' nemendur inn 1 menntaskól- ana, og kennarar þeirra höfðu helzt efast um hæfni annarra en sjálfra sín til þess að annast þetta val. Þar að auki var engin reynsla hérlend, til um slík landspróf og því ekki eðlilegt að gerð yrði rót- tæk bylting á þeim prófum, sem tíðkast höfðu og enginn fundið neitt að. Á siðari árum hefur veruleg eðl- dsbreyting orðið á verkefnavali nefndarinnar, einkum lesgreinun- um. Nú höfða spumingarnar meira til almennrar greindar nemandans og skilnings hans á viðfangsefn- inu en til utanaðbókarlærdóms. Að sjálfsögðu verður ekki hjá því komist á svona prófi að kanna hvemig nemandanum hefur tekizt að tileinka sér námsefnið í heild, og hversu fær hann er að greina þar aðalatriði frá aukaatriðum. Einnig getur verið forvitnilegt að komast að einhverju leyti í raun um, hve mikilli athygli, vand virkni og námkvæmni nemandinn hefur beitt við nám sitt, því allt eru þetta æskilegir eiginleikar verð andi menntamönnum. Ég tel að undanfarin ár hafi alls þessa verið gætt í hóflegum hlutföllum, og getur hver sem vill sannfærast um þetta með saman- burð á verkefnum til landsprófs frá fyrstu tíð. Af því að St. St. gerir galla landsprófsins að höfuð röksemdum sínum fyrir niðurfelling þess, verð ur ekki hjá því komist að taka t.d. próf í einni námsgrein, til að sýna hvernig spurningum er þar háttað og hvernig ætlast er til að svörin við þeim verði. Bið ég lesendur jafnframt að hafa í huga það sem St. St. segir um prófið almennt, og hvort já eða nei mund duga sem fullgild svör eins og greinarhöf. lætur í veðri vaka. Svo sem kunnugt er, annast sér- stök nefnd, landsprófsnefnd, um próf þetta að öllu leyti, semur svörin og vinnur úr úrlausnum nemenda, og úrskurðar endanlega um rétt þeirra til framhaldsnáms í sérskóla eða menntaskóla. Ráð- herra, sem skipar nefnd þessa vel ur að sjálfsögðu í hana hina fær- ustu menn, hvern á sín sérsviði. Hafa sumir landsprófsnefndar manna setið í henni allt frá upp- hafi. Á hverju hausti leggur nefndin fyrir skólana námsefni það, sem krafist verður til prófsins og hef- ur hín síðari ár látið fylgja með leiðbeiningar um, á hvað skuli lögð áherzla í kennslunni. Sem sýnis- hom set ég hér leiðbeiningar, er fylgdu með námsefni í landafræði til landsprófe árið 1963. „Megin áherzla verður á það lögð í prófinu í landafræði að komast að þek' ingu nemenda í höfuðatriðum landaskipunar, landslags og lofslags og áhrif- um þeirra á mannlífið á jörð- inni, auk nokkurrar þekkingar á jarðeðlisfræði. Afmarkaðar spurn ingar verða helmingur prófsins og tvær ritgerðir að helmingi, önnur um efni úr landafræði ts- lands en hin um erlent efni. Ó- hjákvæmilegt er, að einkunna- gjöf fari að nokkru eftir 'ram- setningu ... “ Nokkru lengri eru bessar leið- beiningar bótt hér verði ekki rakt- ar, m.a. ábendingar til kennara um að þeir kenni nemendum að raða efni ritgerðanna í ákveðna röð, svo framsetningin verði ekki rugl ingsleg eða óskipuleg. — Nemend- tir skyldu varaðir við óþarfa mála lengingum og útúrdúrum, sem ekki koma efninu við. Og hvernig varð svo landspróf- ið i landafræði vorið 1963? Fyrst voru nemendur beðnir um að merkja inn á íslandskort, sem fylgdi með, bá ?' staði, sem taldir eru upp í veðurlýsingum í sam- bandi við veðurfréttir útvarpsins. Þess var látið getið að þótt allir þessir staðir væru ekki nefndir í landafræðibókum, myndi athugull nemandi geta gert sér nokkurn veginn grein fyrir, hvar þeir væru á landinu. Næst skyldi gerð grein fyrir sjáv arstrairmum við strendur íslands og áhrifum þeirra á veðurfar og atvinnuvegi. Þessar tvær spuming- ar giltu tæðlega einn þriðja af spurningahluta prófsins. Þá skyldu nemendur telja upp lönd þau, sem að Austurríki liggja og höfuðborgir þeirra, fimm fljót sem eiga upptök sín í Alpafjöllum og áttu nemendur að greina frá um hvaða önd þau rynnu og hvert þau féllu. Næst skyldi gera grein fyrir atvinnuvegum á Ítalíu og telja upp slavnesku þjóðirnar í Evrópu og hvaða trúarbrögð væri ríkjandi hjá hverri. Þá skyldu talin upp ríki þau, er liggja að Afganistan með höfuð- borgum, þrjár ár í Austur— Ind- landi. Næst kom að því að nemend- ur skyldu gera grein fyrir lofts- lagi í Japan, telja upp fjögurstöðu vötn í Afríku og gera grein fyrir loftslagi í Japan, telja upp fjögur stöðuvötn í Afriku og gera grein fyrir árstíðaskiptunum. Vægi þess- ara spurninga var misjafnt. frá 3 til 12 atriði. Er þá komið að siðusut spum- ingunni, er gilti 2 atr. en hún var á þessa 'eið.“ Hvað er klukkan eft- þegar hún er 7 á mánudagsmorgni ir beltatíma í Bangkok (102 a.l.). í San Fransisko (122 v.l.)? Eins áður segir giltu þessar spurningar helming prófsins. Hinn helminginn giltu ritgerðimar tvær að jöfnu, en þær voru um Kanada og Suð-austur fsland og fylgdi því ritgerðarefni sérkórt. Bið ég lesendur að bera saman þá mynd af landsprófinu, sem hér er brugðið upp, og þá sem St. St. lýsir í grein sinni. Hræddur er ég um að jáið eittt eða neiið, myndi lítið duga til viðhlítandi svar. Og óvenjulegur mætti sá páfagaukur vera, sem gæti staðið sig vel á svona prófi. Ekki fæ ég heldur séð að svona próf gefi „einungis mynd af þulu- lærdómi nemendans, en á enga lund verði síð, hver er raunveru- legur skilningur hans eða þroski, eins og höf. kemst að orði í grein sinni. Annan höfuðgalla landsprófsfyr- irkomulagsins telur St.St, vera þann að kennslan verði þurr og beinagrindarleg, og kennarar sem búi undir svör við tilteknum spurn ingum, en gefi sé ekki tóm til að gæða kennsluna lííi eða per- sónuleika. Ég hef heyrt fleiri kenn ara halda svipuðu fram, að þeir telji sig þvingaða í kennslu sinni og ófrjálsari, sem ætla má að or- sakist af því, að þeir fá ekki sjálf- ir að ráða verkefnavali til prófs. Þessa skoðun hef ég aldrei get- að skilið. Á prófi, sem þessu hlýt- ur að vera spurt um staðreyndir úr námsefninu, og leitað eftir hlut- lægum skilningi nemandans á því og hvernig þeir greini á milli aðal og aukaatriða. Það er að sjálf- sögðu á valdi kennarans, hvernig hann fer að því að fá nemendur til að tileinka sér þessar staðreynd ir eða öðlast skilning á þeim. Get ur hann vissulega gætt þá kennslu lífi og persónuleika. En birtist líf- ið og persónuleikinn í því að far- ið sé á hundavaði yfir námsefnið og nemendur látnir komast upp með losaraleg vinnubrögð kýs ég heldur sparðatýnsluna sem æski- legri grundvöll undir vísindalegt framhaldsnám. Ég hef kennt allar námsgreinar undir landspróf, nema íslenzku, stærðfræði og eðlisfræði og aldrei fundið til neinnar þvingunar í þvi sambandi. Hitt fullyrði , ég, að kennsla mín batnaði að mun við tilkomu landsprófs, undirbúningur undir tíma meiri og vandaðri. Sömu sögu hygg ég að samkenn- arar mínir við Alþýðuskólann á Eiðum hafi að segja. Mér fannst landsprófið bæta kennsluna í öllum bekkjum skólans. Þeð er nú nokkuð líkt með okk- ur kennaranna og nemendurna, að við þurfum á aðhaldi að halda og það skapar vissa vinnugleði og starfsáhuga að fá starf sitt metið á hlutlægan hátt, án bess að allt of langur tími líði á milli sáningar og uppskeru. IV. Eins og fyrr segir, setur St. St. fram í grein sinni ákveðnar til- lögur um það fyrirkomulag, sem koma mætti í stað landsprófe, yrði það lagt niður. Að þessu leyti sker hann sig úr öllum öðrum, sem lát- ið hafa við það sitja að fordæma það og heimta það afnumið. Tillögur St. St. eru í stuttu máli þessar. Landsprófið verði áfram í íslenzkum stíl, ólesinni stærðfræði og dönsku eða ensku. Lágmarkseinkunn verði hin sama og nú er til að standast prófið. Ekki verður séð hvort höf. á við miðskólaprófið í heild. lágmarks- einkunn 5, eða einkunnina 6, sem er lágmarkseinkunn til að komast inn í menntask. eða sérsk. Eins verður ekki séð, hvort þáð eiga að vera þessar þrjár greinar, sem landspróf á að taka í, sem skera eiga úr um lágmarkseinkunnina eða þær allar. Önnur próf eiga héraðs— ög gagnfræðaskólarnir að annast og telur höf. að þeim sé vel til þess treystandi, því það myndi verða hverjum skóla metnaðarmál að senda frá sér sem bezt undirbúna nemendur. Ef skólarnir vanræktu skyldu sína í þessum efnum myndu beir bíða við það álist- hnekki, sem erfitt yrði að vinna bug á, nema með samvizkulegu starfi. Nokkuð skýtur traust þetta á skólunum skökku við það sem höf. segir fyrr í grein sinni að kennar- ar þessara sömu skóla falli fyrir þeirri freistingu að berja inn í nemendur sina svör við smáatrið- um, sem litlu máli skipta um kunn áttu nemandans. Með þessu móti, segir greinar- höf. yrði aðgangur að þessu und- irbúningsprófi greiðari en nú er, því ýmsir skólar muni af ótta við landsprófið draga úr því að sumir nemenda þeirra þreyti það. Segist St. St. vita dæmi um það að með þessum hætti hafi að óþörfu verið brugðið fæti fyrir menn, sem betur hefðu haldið áfram námi en ekki. Grein sinni lýkur svo höf. með þeirri staðhæfinug að afnám Lands prófs í núverandi mynd væri spor í þá átt að greiða æskulýð lands- ins braut til framhaldsnáms. Hér hefur verið lýst á úrbóta- tillögum St. St. og þótt svo gæti Virzt við fyrstu yfirsýn að þær hafi ýmislegt til síns máls, tel ég að þær séu, að fenginni reynslu, mjög svo varhugaverðar, og skulu þær því athugaðar lítið eitt nánar. Höfundur leggur til að aðeins þrjár greinar verið teknar til landsprófs, eins og áður segir þótt ekki verði séð, hvort þær einar verði látnar ráðá úrslitum á prófinu, eða eink- unnir úr þeim greinum taldar með einkunnum þeim í öðrum lands- prófsgreinum, sem skólarnir gefa. Virðist hið síðarnefnda líklegra, þar sem ætlunin er með þessum til lögum að bæta úr núverandi ástandi sem torveldar unglingum framhaldsnám, að dómi höfundar. Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir að menntaskólarnir eða kennaraskólinn myndu samþykkja lækkun á núverandi lágmarkseink- unn til inngöngu, hlyti sú „auð- veldun" til framhaldsnáms að kyggjast á því að skólarnir yrðu örlátari á einkunnagjafir en núver- andi landsprófsnefnd. Mikil fjölgun þeirra, sem með- skólaprófið veitti rétt til inngöngu í menntaskóla og sérskóla, jafn- framt lækkuðum kröfum til al- mennrar kunnáttu mun .óhjá- kvæmilega leiða til þess, að þessÞ misrétti sem lýst hefur verið hér að framan, og landsprófið leið- rétti á sínum tíma. Það er alveg fráleitt að halda, að þessir fram- haldskólar, sem búa eiga nemend- ur sína undir framhaldsnám í há- skóla, muni treysta hinum ýmsu skólum betur til að velj sér nem endur en hlutlaus nefnd háskóla- genginna manna, sérfróðra, hver á sínu sviði. Sízt setur á mér, að gera lítið úr hæfni starfsbræðra minna héra og gagnfræðaskólakennarana til þess að velja nemendur í mennta- og kennaraskóla og þar með til- vonandi uppfræðara þjóðarinnar, menntamenn hennar, embættis- menn og leiðtoga, en þó segir mér hugur um að einginn þeirra kysi sér til handa eða skóla slnum rétt- indi til slíks. Og þó svo ólíklega færi, er ég ekki sannfærður um að mat þeirra yrði nokkuð betur þokkað eða þakkað, en núverandi landsprófsfyrirkomulag. í landi kunningsskaparins er oft gott að geta skotið sér á bak við kalda útreikninga með því að „telja saman punkta", og í því er fólginn viss móralskur styrkur að eiga yfir höfði sér hlutlaust yfir- mat. Færi nú svo, að landsprófsgrein- arnar þrjár, sem St. St. stingur upp á, yrðu einar látnar ráða úr- slitum um rétt til inngöngu í æðri skóla, þá hlyti afleiðingin af því fyrirkomulagi verða sú, að einmitt vegna „metnaðar" skólanna og kappi að koma sínu fólki áleiðis, að aðaláherzlan yrði lögð á þessar greinar, og þeim ætlaður rífleg- astur tíminn á stundaskránum. Steíndór er að vísu bjartsýnn á þennan metnað, er ætti fyrst og fremst að birtast í því að vand- aður yrði undirbúningurinn í þeim greinum sem ekki væru teknar til landsprófs, a.m.k. vandaðri en nú er. En mér er spurn, hver kannar þann undirbúning?? í eðlisfræði og sögu yrði það gert og væntanlega í því tungumáli, sem ekki væri tekið til landsprófeins, því þessar greinar eru kenndar áfram til stúdentsprófs. En hver kannar þekkingu nemendanna í hinum lesgreinunum? Enginn, því þessi próf eru lokapróf. 1 þeim á að koma í ljós öll sú þekking, sem verðandi stúdent hefur til brunns að bera, í grasafræði, al- mennri dýrafræði, líkams— og heilsufræði og landafræði. Og nú skýt ég máli mínu til stúdenta og spyr, hvort þeir hafi sligast undan byrði þekkingar í þessum greinum við stúdentspróf eða eftir það. Landafræði og náttúrufræði eru, svo sem kunnugt er, undirstöðu- greinar margvíslegra raunvísinda, og það í ríkara mæli nú en nokkru sinni áður. Það mun almennt viður kennt að það verði einmitt á þess um sviðum raunvísinda, sem ís- lendingar í framtíðinni, byggi efna hag sinn á, þekkingunni á auð- lindum landsins hina margum- ræddu hagþróun. Það kemur því úr hörðustu átt að einn kunnasti nátturufræðingur landsins, skuli eiga uppástungu að því að gera þessar greinar að enn meiri hornrekum í íslenzkum skól um en nú er, er vissulega ekki á það bætandi. Máltækið segir, smekkurinn, sem kemst í ker, heiminn lengi á eftir ber. Fái unglingar ekki áhuga fyr ir náttúrufræðum í barna og ungl- ingaskólum, er tæplega við því að búast að þeir verði brennandi af áhuga, þegar að því kemur að velja sér háskólanám. V. Það kemur fram 1 grein St St. eins og raunar flestra þeirra, sem áfellast landsprófið og vilja það afnumið, að það sé óeðlilegur þröskuldur á leið unglinga tilfram haldsnáms. Þessi hindrun valdi svo því að stúdentaviðkoman verði of lítil, og framtíð þjóðarinnar þar með stefnt í voða. Þetta eru þeirra aðalrök fyrir niðurfellingu lands- prófsins, skulu þau athuguð lítið eitt nánar. Árið áður en fræðslulögin gengu í gildi og fyrsta landsprófið var þrey tt, 1945, byrj uðu nám í Mennta skólanum í Reykjavtk þessir 25, drottins útvöldu ,er stóðust inn- stökuprófið, og áður hafa verið nefndir. í menntaskólanum á Akur eyri voru þeir 39 unglingarnir, sem settust í fyrsta bekk. Samtals í báðum menntaskólunum 64. eða 2,7% af aldurflokki (2340). Við þessa tölu ber að athuga, að nokkrir unglingar bættust við í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík. Komu þeir úr gagn- fræðaskóla Reykvíkinga, Ágústs- skólanum svokallaða, eftir inntöku próf í bekkinn. Þá komu nokkr ir unglingar úr héraðs- og gagn fræðaskólum inn í annan bekk Akureyrarskólans eins og áður seg ir, einnig í þriðja bekk, en þá eft- ir inntökupróf. Svo sem kunnugt er voru Menntaskólarnir þá 6 ára skólar, þar af voru tveir neðstu bekkir- nir kallaðir gagnfræðadeild. Árið 1946, fyrsta ár landsprófs- ins, voru það 111 unglingar, sem öðlast rétt til inngöngu í mennta- skólana, eða 4,18% af aldursflokki, 2654. Af þessum 595 unglingum hefja 575 nám í menntaskóla, eða sem næst 15,5 af hundraði aldursflokk- sins. Útskrifaðir stúdentar 1945 voru 115, tæp 5% af aldursflokki. Sam- bærilegar tölur frá árinu 1965 eru 515 útskrifaðir stúdentar, tæp 9.5% af aldursflokki en 11.7% af aldurs- flokki 1967. Til glöggvunar og samanburð- ar má geta þess að af aldurs- flokki 1965 eru danskir stúdentar orðnir 10%. Við þennan samanburð er það að sjálfsögðu að athuga að danski stúdentahópurinn er miklu stærri og hundraðshlutasveiflna gætir þar því minna en á okkar fámennahóp Af þessum tölum má sjá að landsprófið var og varð hvatning en ekki þröskuldur til langskóla- náms. Enn ber það að athuga, að það eru fleiri leiðir til stúdentsprófs en landsprófsleiðin. Bæði inn í Verzlunarskóla íslands ogKenn- araskólann geta unglingar komizt án landsprófs, en báðir þessir skól- ar útskrifa stúdenta svo sem kunnugt er. Svo virðist sem víðar séu ljón á vegi námfúsra unglinga til há- skólaprófs en landsprófið eitt. Við athugun á stúdentsprófi á árunum 1958—1966 kemiu- í ljós að það er aðeiins 60% menntaskóla nemendanna, sem komast klakk- laust til stúdentsprófs, þ.e. ná því eftir fjögra ára nám. Þessi tala hækkar upp í 80% eftir endurtekn- ar oróftilraunir . Ekki er úr vegi að hafa þéssar tölur í huga, þegar rætt er um það að draga úr al- mennum námskröfum til ihntöku i menntaskólana, sem mér virðist eina leiðin til að auðvelda ungl- ingum inngöngu þangað. Þegar talað var um Ijón á vegi til háskólaprófs var það met til- liti til þeirrar furðulegu staðreynd ar að eins 35% af stúdentum þeim, sem innritast I Háskólann ljúka prófi Ég leyfi mér að nefna þetta furðulega staðreynd, þótt menn verði að hafa í huga að nú ínn- ritast miklu fleiri stúlkur en áður og af þeim, sem innritast ljúka aðeins 7% háskólanámi. Þessi at- hugun um háskólann nær yfir árin 1950-65. VI. Engum sem einhver skil kann á námi í menntaskóla, kennaraskóla og síðar háskóla, getur látið sér detta í hug að hægt sé að stejast í fjögurra ára framhaldskóla með stúdentsprófsréttindum, án þesa að áður sé könnuð undirstöðu þekk- ing í almennum greinum, skiln- ingur og þroski til æðra náms. Þessari könnun má vafalaust haga á margvíslega vegu, en aðal- atriðið er, að hún verði ekki tor- tryggð. Það ætti að vera í lófa lagið fyrir landsprófsnefnd með ýtarlegum leiðbeiningum til skól- anna í byrjun skólaárs, að beina kensnlunni í höfuðdráttum að þeim meginatriðum hverrar náms- greinar, sem hún telur mestu varða Þetta hefur landsprófenefnd gert hin síðari ár eins og fyrr var frá skýrt Það getur enginn gengið þess dulinn að án hlutlauss yfirmats i undirstöðu greinum almennrar menntúnar, landsprófsgreinunutíi, dregur að því óðar en varir að inntökupróf verði að nýju tekin upp í menntaskóla og sérskóla og þar með gerður að engu sá megintilgangur fræðslulaganna að: „hvorki staður né fjárskortur geti orðið efnilegum nemendum Þránd ur í Götu þess náms, sem þeirhafa hæfileika ög löhgun til, eins og komist er að orði 1 niðurlagi grein argerðar þeirrar, sem skólamála- nefndin lét fylgja með frumvarpi sínu til fræðslulaga 1945. Einhvern tíma dregur að því, væntanlega, að við íslendingar verðum svo efnum búnir, hátækni- þróaðir og með yfirfullan vinnu- markað, að nauðsynlegt verðurtal ið að breyta skólakerfinu, m.a. með því að lengja skólaskylduna um 3-4 ár. Þá verður að sjálf- sögðu stofnað til margvíslegra fram haldsskóla víða um land og þar með missir landspróf núverandi gildi sitt. En beðið er eftir þessari þróun, búsetan í landinu jafn dreifð og nú er og efnahagur landsmanna misgóður, verður ekki séð að tíma bært sé að leggja það niður. Enginn þeirra, sem áfellst hefur landsprófsfyrirkomulagið hefur bent á nokkra aðra leið, sém jafn- vel, hvað þá betur, tryggir ungl- ingum landsins jafnan rétt til fram haldsnáms, og um leið menntaskól unum nægilega vel undirbúna nem endur. Helgisamkoma í Garðakirkju Á SUNNUD AGINN, æ-skulýðs- degi ÞjóSkirkjmma.r fer, fraan í Garðakirkju 'belgisa'mklomia kl. 2 eJh. lá vtegum Æslkuilýðlstfélags Garða'kirkju. Við þessa atóiöfn mun kór fermi'ngaristúliknia synigja un.dir stjórn orgjanrstans, Giuðim'und'ar Gilssion.ar, en ■s'ókn- arprestur þjónar fyrir .ailtari. Fonmaðhr æskiulýðlsfélagsinB, Eiríkur Brynjólfsson, mun fflytja á'Varp, en aðrir féla.gar nvunu flytja bæn ag lesa Ritmingarorð. .Þá mun Þórir Guðfbengi-json, skóla'stjóri t-ala, Sverrir Guð- mundission leikari lesa upp, karla k'Varfett syngja og fjöglur ung- m'enni leiika sam.an verk eftir ■Mozart, en í þessuim kvartett eru Unnur Sveinbjarniardlóttir, •Hl'ff Sigurjónsdóttir, Guðríður V. G'isladóttir oig Óla'fur Si'gur- jónsis'on. At'höfininni lýkur með ibæn og almiennum söng. Æsku- .lýðisféla'g Garðalkinkju fielur nú rúml'eg'a 100 félag'a og hefur starfað m'eð áigætum í veitur m'eð föstu'm fundum, sem hafa verið mj'öig vel sóttir, en autk þess vill félagið leggja hinu almenna sa'fnaðarstiarfi lið sitt og er þessi ■atlhöfn í Garðakirkju m.a. liður i 'þeirri viðleitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.