Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1968 Gyðingumkenntum Varsjáruppþotin Zambrowski rekinn úr kommúnislaflokknum Varsjá, 18. marz, AP-NTB. AÐALMÁLGAGN pólska kommúnistaflokksins, Tryb- una Ludu, krafðist þess í for- ustugrein í gær, að fólki, sem tekið hefði þátt í eða stutt að einhverju Ieyti mótmælaað- gerðir stúdenta í landinu síð- ustu vikur, yrði vísað frá öll- um emhættum hæði í flokkn- um og stjórninni. Blaðið sagði, að á fjöldafundum um allt landið hefðu verkamenn krafizt þess, að þeim sem á- byrgð bæru á óeirðunum yrði refsað harðlega. Tryb- una Ludu hélt því fram, að pólskir Gyðingar ættu alla sök á óeirðunum síðustu dagana. í dag var Ramen Zambrowski vikið úr pólska kommúnistaflokknum, en honum er gefið að sök að hafa staðið að hraki stúdenta- óeirðunum. 1 blaðinu sagði, að þeir sem ábyrgð bæru á atburðunum undanfarið væru ekki verðugir trausts pólsku þjóðarinnar og þá yrði að svipta þegar í stað öllum trúnaðarstöðum. Blaðið bætti því við, að á fjöldafundum sín- um hefðu pólskir verkamenn lýst yfir, að þeir mundu berj- ast gegn óvinum ríkisins, og þeir styddu eindregið aðalritara flokksins, Vladislaw Gomulka. Á sunnudag var allt me'ð kyrr- um kjörum í Varsjá og £rá öðr- um landshlutum bárust engar fregnir um óeirðir, en uppþotin í Varsjá í fyrri viku náðu til margra annarra háskólaborga f Póllandi. Stúdentar við háskólann í Varsjá áttu samkvæmt áætlun að hefja skólagöngu á ný í dag, en þeir höfðu neitað að sækja fyrirlestra í nokkra daga. Þeir hyggjast ennfremur efna til fundar, þar sem viðstaddur verður fulltrúi frá miðstjórn kommúnistaflo&ksins, sem gera mun grein fyrir ástandinu. Stúd- entarnir krefjast þess, að tveir félagar þeirra, sem reknir voru úr háskólanum í janúar, verði teknir aftur, og einnig hafa þeir mikinn hug á að fá að vita hver sendi vopnaða lögreglu til há- skólanna til áð bæla niður mót- mælafundi þar fyrir hálfri ann- arri viku. Stúdentamir hafa einnig mótmælt hlutdrægum fréttaflutningi pólskra blaða og útvarps af óeirðunum. Trybuna Ludu gat Raman Zambrowskis sérstaklega á sunnudag, og sagði að hann hefði gengið fram fyrir skjöldu í stúdentaóeirðunum. Zambr- owski var mikill Stalínisti á sín- um tima, en tók upp frjálslynd- ari stefnu eftir 1956. Blaðið seg- ir, að sem blaðafulltrúi ríkisins á Stalínstímanum hefði Zambr- owski oft skotið pólskum blaða- mönnum skelk í bringu og nú væri hann reiðubúinn að skapa ótta og tortryggni á nýjan leik. Dagbláðið Zycie Warsawy, sem kommúnistaflokkurinn pólski gefur einnig út, birti í gær yfirlýsingu frá talsmanni innanríkisráðuneytisins, þar sem segir, að sýningar á leikritinu „Forfeðumir“ eftir 18. aldar skáldið Adam Mikiewics hafi verið stöðvaðar í janúar. Bann við sýningu þessa leiks olli fyrstu stúdentaóeirðunum í Var- sjá. Talsmaðurinn segir, að ýms- ir meðal áhorfenda hafi túlkað leikritið á annan veg en ætlast hefði verið til og notað ýmis til- svör leiksins sem árás á núver- andi stjórnvöld. Leikritið fjallar um þjáningar pólsku þjóðarinn- ar undir rússneskri keisarastjóm. — Pólska Rithöfundasambandið hafði fyrr mótmælt banninu við sýningum leiksins. Rithöfundarn ir kröfðust þess ennfremur, að slakað væri á hömlunum á menn ingarlífi í Póllandi. Fyrrv. leiðtogi pólskra komm- únista, Roman Zambrowski, sem studdi Gomulka til valda 1956, var í dag rekinn úr kommún- istaflokknum og vikið úr emb- ætti varaformanns ríkisendur- skoðunarinnar. Zambrowski er 59 ára gamall Gyðingur, en sam- kvæmt frásögnum pólskra blaða á sonur hans að hafa skipulagt stúdentaóeirðirnar. Zambrowski var á sínum tíma foringi kommúnistalei'ðtoga, sem beittu sér fyrir lýðræðislegum endurbótum ■ í Póllandi og tóku upp stefnu óháðari stjórninni í Kreml. í Krakow neita stúdentar' enn að mæta í háskólanum og stend- ur herlögreglan þar vörð á stræt um úti. Kvöldvaka hjá Ferðafélaginu FERÐAFÉLAG íslands efnir ti'l kvöl'd'völku í Sigtúni miðvilku- daigin.n 20. þ.im. kl. 8.30. Fu'nidarefni er að þ’essu sinni sem hér s'egir: Dr. Sigurður Þónarinssion ræðár um Lakagíga og sýnir stku'ggamyndir. Garðar Pálsson, slkipherra, sýnir og sikýrir litskuglgamyndir. Oig að venjiu er kaffidrýkkja oig dans. Torfi Hjartarson. 1 Sáttafundir stóðu í 180 klst — Síðasti sáttafundur stóð í 46 klst. — Rætt við Torfa Hjartars., sáttasemjara ríkisins, um gang samningaviðræðna SAMKOMULAG það í vinnudeilunni, sem tókst í gærmorgun, byggist að verulegu leyti á miðlunar- tillögu, sem sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, lagði til við deiluaðila h. 11. marz sl. Samningar tók ust eftir að síðasti sátta- fundur hafði staðið sam- fleytt í um 46 klukkutíma. Morgunhlaðið sneri sér í gær til Torfa Hjartarson- ar, sáttasemjara ríkisins, og innti hann eftir gangi deilunnar og spurði hann jafnframt almennt um störf sáttasemjara. Torfi Hjartarson sagði: — Málið kom til mín í lok febrúarmánaðar og var fyrsti sáttafundur haldinn 28. febrú- ar. Síðan hafa verið haldnir fundir á hverjum degi og 1 hafa þeir staði’ð nálægt 180 klukkustundir samtals — sá síðasti í 46 klukkustundir. — Á tímabili töldu ýmsir tilgangslítið að halda sátta- fundum áfram, en þér hélduð samt daglega fundi. — Það er varla hægt að segja, að slitnað hafi upp úr samningaviðræðum, sagði sáttasemjari, en hins vegar var afar erfitt um samtöl á tímabili. Það má segja, að málamiðlunartillagan, sem var borin fram hinn 11. marz sl. hafi hjálpað vi'ðræðunum af stað aftur. Um hana hefur síðan verið rætt, og hún sam- þykkt með nokkrum breyt- ingum. — Hvernig hafa þessar samningaviðræður farið fram, miðað við aðrar samningavið- ræður, sem þér hafi'ð átt hlut að? — Þetta hafa verið ósköp vinsamlegar viðræður, og ein- faldar að því leyti, að hér hefur aðeins verið rætt um eitt atriði, greiðslu verðlags- uppbótar á laun. — Hafið þér samráð við aðra um samningu mi'ðlunar- tillögu á borð við þá, sem fram var borin hinn 11. marz sl? — Slík tillaga er samin á eigin ábyrgð, eftir því sem ég hef talið vænlegast miðað við aðstöðuna. — Er ekki starf sáttasemj- ara erfitt? — Það getur stundum orðið nokkuð erfitt, en yfirleitt taka þátt í deilunum margir ágætir menn, sem gott er að vera með og kynnast. — Hva'ð hafið þér lengi ver ið sáttasemjari, Torfi? — Ég hef verið sáttasemj- ari síðan 1945. — Felur þetta starf í sér mikla vinnu milli þess sem vinnudeilur eru háðar? — Þegar vinnudeilur standa yfir, fer meiri tími í það en sáttafundirnir sjálfir, en þess á milli er stundum leitað til mín um fyrirspurn- ir varandi ákvæði samninga, en það er ekki mikið. Um 90 fjár fórst í Staðarsveit í óveörinu Ólafsvík, 18. marz. ÓVEÐRIÐ, sem gekk yfir Snæfellsnes nú fyrir helgina, skall á í Staðarsveit laust fyr- ir miðjan dag á laugardag. Um hádegið á laugardag hafði hóndinn í Lísudal, Guð- mundur Jónasson, sett fé sitt út í hezta veðri og var það á beit. Um kl. 3 xk’all s’kyndiileg.a á norðan veður mieð milkilli snjó- korniu og Skaifrenininigi. Fóru þá Guðmundur og bróðir 'hans, Har- aí'diur, að huga að fénu. Fundu þeir eftir langa leit 14 kindur, sem boiminar vioru út í Lfsuvatn, sem er neðan við bæin'n. Björg- uðu þeir fénu upp úr vatinimu, sem var einm krapi. Fóru þeir s'íðan að lieita að hinu fénu, en alls var þarna úti 145 fjrár, sem Guðimiundur átti. Eklki fumdu þeiir fleira af fénu þá um dag- inn, oig 'áttu þeir fullt í fangi mieð að bjarga s'jállfuim sér til bæjar. Þegar eftir var u>m km leið til bæjar varð Guðmumdur að slkilja bróður sinn eftir, en kiomst sjlál'fuT heim oig var þá 'Orð'inn þrelkað*ur. Var s'íðan far- ið að leita Haraldar ag fannsit ihanm skamm't friá bænum. HJatfði hamn lagt upp nokkru eftir að iþeir bræður slki’Mu og fiylgt .símaiínu til bæjarims. Bræðurn- ir niáðu sér niolkikurn veginn, en eru þó þrékaðir enn. í gær var svo haldáð á'fram að leita fjárins og funduist alDs 77 ikinduT, en 20 þeirra hafa þegar drepiist þrá'tt fyrir góða aðMynn ingu og læknislyf. Talið er nú óls'en'nilieig't að fleira fé finmist lífs, og hefir bónidinn þvi misst al'lis um 90 fj’ár og segir það sig sjlálft að h'ér er um mikið fj(ár- 'hiagstjón að ræða og er enn ekki útséð utm það hve mikið það kann að verða, því suirwt af fénu er enn í milkilli hættu, il'la farið ■og mijög hrakið. — Hinrilk. - GULLIÐ Framlhal'd af bls. 1 yfirlýsin.gu, sem William M. Mart in, aðalbankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna las upp fyrir hönd bankastjóranna að loknum fundi þeirra sagði m. a., að héðan í frá myndj Alþjóðagullsjóðurinn ekki selja gu.ll til gjaldeyrisyfirvalda í neinu landi í stað þess gulls, sem þau seldu á frjálsum mark- aði. Fundurinn var haldinn að beiðni Bandaríkjanna og sátu hann bankastjórar seðlabanka sjö ríkja, Belgíu, Vestur-Þýzkalands, ítalíu, Hollands, Sviss, Bretlands og Bandaríkjanna. Ásóknin í gullið, sem hefur neytt Bandaríkin og Bretland til þess að grípa til ákveðinna að- gerða í því skyni að vernda doll- arann, á rót sína að rekja til gengisfalls pundsins í nóvember sl. Fall pundsins vegna aðgerða spákaupmanna var mikið áfall fyrir traustið á peningakerfi heims, en það er grundvallað á ákveðnu sambandi milli sterlings punds, dollars og gulls. Þegar pundið var lækkað í gengi, var dollarinn óvarinn fyrir spákaup- mennsku, sem jókst vegna minnk andi trausts á peningaseðlum og ótta um, að efnahagur Bandaríkj. anna kynni að fara versnandi. Fjöldi fólks efaðist um, að Banda ríkjunum yrði það kleift að halda dollaranum á núverandi gengi vegna mmnkandi gullforða og vaxandi greiðsluhalla. Afleiðing þessa varð ásóknin i gullið sem enn þá er opin.berlega á sama verði og það hefur verið í 34 ár það er 35 dollara únsan en búizt var við, að það myndi hækka mjög í verði, ef dollarmn yrði felldur. Hin miklu gullkaup, sem áttu sér stað á gullmarkað- inum í London í nóvember og desember, varð til þess, að gull- forði Bandaríkjanna og sex hinna aðildarríkjanna í Alþjóðagull- sjóðnum minnkaði um 1500 millj. dollara. Þetta gullæði var þó stöðvað með yfirlýsingu banda- rísku stjórnarinnar um það, að Bandaríkin myndu eftir sem áð- ur kaupa og selja gull á 35 doll- ara únsuna. Frekari aðgerðir til þess að efla dollarann voru kunngerðar af Johnson forseta 1. janúar sl., en Alþjóðagullsjóðnum tókst ekki stöðva gullstrauminn úr eigu op- inberra aðila til einkaaðila. f jan úar og febrúar, sem voru tiltölu- lega rólegir mánuðir miðað við það, sem áður hafði gerzt, missti AlþjóðaguUsjóðurinn til viðbót- ar 225 millj. dollara í gulli. í stað þess að fyrra gulltap hefði þá átt að vinnast upp. Síðan jókst orðrómurinn um, að gullið myndi hækka í verði, að nýju og varð það til þess að ný og ákafari ásókn í gullið hófst í byrjun þessa mánaðar. Varð þetta að skelfingarkenndu gull- æði fyrra föstudag, er gullsalan í London náði 100 tonnum. Á sunnudeginum þar á eftir ítrek- uðu meðlimaríki Alþjóðagull- sjóðsins stuðning sinn við gull- verðið, en í þetta sinn hafði það engin' álhrií. Eftir að allt hafði verið með kyrrum kjörum tvær klukkustundir á mánudagsmorg- un. hófst meiri ásókn í gullið en nokkru sinni fyrr. Framhald á bls. 23 eggja forseta- embættið niöur FRUMVARP um breytingu á stjórnskipunarlögum kom til 3. umræðu á Alþingi í gær. Tók þá til máls Pétur Bene- diktsson og ræddi nokkur at- riði stjórnarskrárinnar. Beindi hann þeirri fyrirspum til ríkisstjórnarinnar hvað liöi athugun á að koma einn- ar þingdeildarskiþulagi á í Alþingi. Þá ræddi Pétur um breytingu á kjördæmaskipun- inni, og þann misrétt sem skapast hefur varðandi mögu leika kjósenda í hinum ýmsu kjördæmum að hafa áhrif á gang þjóðmála. Að lokum ræddi svo Pétur nokkuð um forsetaembættið, og sagði þá m.a., að það væri skoðun sín, að undir þeim kringumstæðum, að forsætis- ráðherra sinnti ekki öðrum ráðuneytum en forsætisráðu- neytinu, væri engin ofætlun fyrir hann að taka jafnframt á sig þau störf sem nú vseru ætluð forseta fslands. Kvaðst Pétur ekki flytja tillógu á þessu þingi nm að embætti forseta yrði lagt niður, þar sem slíkt mál þyrfti nákvaem- an undirbúning. Nánar verður sagt frá ræðu Péturs í blaðinu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.