Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNJBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1968 j i t I 1. september: „Jæja, gott og vel, þá borðaði ég bara með henni í gærkvöld. Hversvegna? Ég gæti gefið þér tíu skýring- ar og jafnvel hundrað, en ég vil það bara ekki“. 2. september. Farðu varlega og gerðu henni ekkert, því að þá fer ég bara frá þér, og þú sérð mig ekki framar. Nemetz leit á kápuna á bók- inni, sem neðst var. „2. marz 1952“ stóð þar skrifað. Innihald- ið var svipað því, sem stóð í 16 bókinni frá 1956, en að því þó frátöldu, að eitthvert dularfullt x kom fyrir öðru hvoru undir einhverri dagsetningu, oftast skrifað með rauðu, og skreytt ýmiskonar krumsprangi. Það var sýnilegt, að allt frá árinu 1952 hafði frúin gætt þess að skrifa allt, sem læknirinn sagði við hana. Blaðsíðurnar líkt ust mest hlutverkahefti, nema hvað bendiorðin vantaði. En engu að síður virtist það auð- sætt, að þessi stuttu svör læknis- ins væru svör við löngum skammaromsum frúarinnar. Nemetz tók bækurnar, kvaddi Lillu og fór. Árangurinn af tím- anum sem hann hafði eytt í þetta, var að vísu ekki mikill, en þó dálítill. Hægt og hægt virt- ist einkaiíf Zoltan Halmys vera að taka á sig mynd. Enda þótt sunnudagur væri, fann hann samt Irene Lestak við skrifborðið sitt, prjónandi. — Ja, við tvö. Skyldu nokkr- ir verri fábjánar vera til? fnæsti hún, er hún sá Nemetz ganga inn í skrifstofu sína. — Að koma hér á sunnudegi. Vegna þess eins, að maður hefur engan stað að fara á. Enginn til að heimsækja. Og ekki einusinni hundur að fara með út að ganga. — Það skuluð þér tala um, hvað sjálfa yður snertir, sagði Nemetz. — Svo vill til, að ég hef fullt af stöðum, sem ég get farið á, ef ég vildi. Hvað er um Kaldy? Fékk hann þetta leyfi hjá dr. Hommer? Irene lagði frá sér prjónana. — Eigum við ekki að vera hrein skilin. Þér gerðuð alls ekki ráð fyrir, að dr. Hommer væri nokk ursstaðar að finna. Sízt hann. Nei. Dr. Hommer hefur vit á að fara án þess að skilja eftir nokk- urt heimilisfang. En ef ég væri spurð, segði ég, að hann væri nú í Vín, og væri heiðraður af Könunum sem mesta frelsishetja. Já, skárri er það nú frelsishetj- an! Nemetz yppti öxlum. — Svo virðist sem ekki aðeins rotturn- ar, heldur mýsnar líka, séu að yfirgefa hið sökkvandi skip. En sjáið þér nú til. Þá getum við sent Kaldy yfir i safnið. Hann er nokkuð sniðugur ungur mað- ur. Hann er vís til að finna lík- ið af frú Halmy. Þessar nýju grafir eru sennilega ekki sér- lega djúpar. Og einhver hlýtur að vita, hvar hún hefur verið grafin. Irene leit á hann, full efa- semda. — Já, en við erum í byltingu, fjandinn hafi það. Líkin eru lát- in liggja dögum saman, af því að enginn fæst til að jarða þau. Og svo viljið þér láta grafa upp heilt bílhlass, bara til þess að vita, frá hvaða hlið frú Halmy hefur verið skotin. Nei, reynið þér nú að vera svolítið skynsam- ur. Ef satt skal segja, þá grun- ar mig stundum, að heilinn í yð- ur hafi orðið fyrir einhverjum skemmdum vegna þess, að þér hafið verið oflengi í embættinu. Nemetz lét þetta fara inn um annað eyrað og út um hitt. Hann settist smásnuggandi á bekk and spænis skrifborðinu hennar. Ef hann átti að vera alveg hrein- skilinn, varð hann að játa, að í þessu Halmymáli hafði hann rennt hausnum í múrvegg. Þetta var nú í sjálfu sér ekkert merki- legur sorgaratburður, þar eð mál ið var allt sprottið af augnabliks tortryggni hjá honum og þar sem enginn annar vissi af því, var hægur hjá að þurka það út. Hann þurfti ekki annað en telja sjálfum sér trú um, að þetta Halmymál hefði aldrei verið til. Byltingin geisaði. Og hvað mun- aði um einu líkinu fleira eða færra? — Nokkuð n"tt? spurði hann. — Ekki annað en lausafregnir. Koller sakamálafulltrúi fullyrð- ir, að AVOmaður með hlaðna skammbyssu standi bak við Nagy forsætisráðherra, hvenær sem hann heldur ræðu í útvarp- ið. Hinsvegar hafa Rússarnir dregið sig í hlé á svæðinu kring um þinghúsið, og það ku vera ráðagerðir um, að þeir hafi sig algjörlega burt úr miðborginni. Allar kionur þeirra og börn hafa verið flutt burt. En svo breytti hún allt í einu rödd. — Ég hef nú alltaf verið svartsýn. En nú — ef þetta er virkilega satt — ég á við, að þá getur maður far- ið að lifa eins og almennileg með virkuni viðarkols fjölfiltei Gæðaframleiðsla frá Philip Morris SKREFI A UNDAN Phiiip Morrts manneskja — ef það bara er þá satt. Hún þagnaði, og líklega af hræðslu við, að hún ætlaði að fara að gráta. — Mig furðar á yður, Irene, sagði Nemetz hlæjandi. — Og ég, sem hélt, að þér yrðuð síðust manna til þess að fá þjóðernis- dellu. Irene yppti öxlum. — Já, vit- leysa. Ég man alveg, hvað ég varð fegin, þegar Rússarnir gerðu enda á stjórn Horthys og kumpána hans, 1945. Og nú yrði ég hundrað sinnum fegnari, ef þessi sami skríll kæmi aftur og ræki Rússana burt. — Þér eruð kostuleg mann- eskja. Nemetz hristi höfuðið. — En nú skulum við ná í hann Kaldy. Svo sendi ég hann að safninu til þess að grafa frú Halmy upp aftur. Klukkustund síðar kom Kaldy aftur. Hann sagði, að um tuttugu lík væru grafin á blettinum fyr- ir framan Þjóðminjasafnið. Gröf in var talsvert djúp, enda vél- grafin. Þessvegna var ekki hægt að opna hana fyrr en bylting- unni væri lokið, og hægt væri að flytja líkin í grafir til fram- búðar. Nemetz smábölvaði og lét I Kaldy fara. Myrkrið seig niður yfir borg- ina, þar sem hundruð manna og kvenna stóðu á verði milli hálf hruninna húsa, eftir fimm sólar- hringa bardaga. Allt var kyrrt, en allt öðruvísi kyrrt en vant er að vera á sunnudögum. Það hvein ekki í neinum sporvögn- um, væMi ekki í neinum bílhiorn um, enginn hófadynur og vopn- in ósýnilega hersins, sem beið átekta, allt þetta gerði kyrrðina ennþá þyngri, eins og hún lagð- ist nú yfir allt og alla. Nemetz sat hreyfingarlaus og hlustaði á hjartsláttinn í sjálf- um sér. Honum fannst hann hrað ari en eðlilegt mætti telja. Hann fann til hans um allan skrokk- inn og bak við augun. — f únlið unum og öklanum, sem voru allt af dálítið bólgnir eftir allt göngulagið síðustu daga — og jafnvel í fingurgómunum. Honum varð hugsað til aðvörunar, sem læknirinn hans hafði gefið hon- um fyrir mörgum mánuðum: Ekk ert áfengi, kvenfólk eða geðs- hræringar og enga næturvinnu — með öðrum orðum: hættu að vera til og vefðu þig í bómull arumbúðir. Kvenfólk ... nei, það var nú ekkert vandamál. Svo var fyrir að þakka örinu, sem lá frá vinstra eyranu og yfir vinstri Þriðjudagur 19. marz: Hrúturinn 20. marz — 20. apr. Dagurinn ætti að færa þér lang- þráða umbun erfiðis undanfarnar vikur. Varaðu þig á kunningj- um, sem meiri áhuga hafa á peningum þinum en velfamaði. Nautið. 21. apríl — 20. maí. Samband þitt við kunningja og vini verður ekki upp á það allra bezta, þar sem ýmsir hillast til að hneykslast á framkomu þinni. Skeyttu ekki um það. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Þú verður að taka mikilvæga ákvörðun í dag og skalt hvergi hika. Þó ættirðu að íhuga málið vel og rasa ekki um ráð fram. Farðu snemma i rúmið. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Þér er eindregið ráðið frá að gera nokkra bindandi samninga í dag. Láttu allt slíkt bíða, þar sem nauðsynlegt er að ganga frá ýmsum atriðum, áður en heppi- leg lokaniðurstaða fæst. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Dagurinn verður hinn ánægjuleg- asti og ekki ósennilegt, að þér áskotnist nokkurt fé í dag. Kvöldið skaltu nota til lesturs eða ritstarfa og láttu engan trufla þig við verk þín. Jómfrúin. 23. ágúst — 22. sept. Þighungrar í skilning og vin- áttu og skalt ekki gefast upp. Allt útlit er fyrir, að betri og gleðilegri tímar séu í nánd. Leggðu ekki of hart að þér við vinnu. Vogin. 23. sept. — 22. okt. Nú er þjóðráð að endurskipuleggja allan fjárhag heimilisins og taka ákvarðanir sem beinast að sparnaði í ýmsum málum. Þótt þú sért gjafmildur og rausnar- legur að eðlisfari má það ekki fara út í öfgar. Drekinn. 23. okt. — 21 nóv. Þú hefur mikla þörf fyrir róman- tík og ert dreyminn að eðlisfari. Reyndu að líta raunsæjum augum á tilveruna og láttu ekki blekkjast af fögrum orðum kunn- ingja, sem engin alvara er með orð sin. Bogmaðurinn. 22. nóv.— 21. des. Annríki verður mikið í dag og það á vel við þig, þar sem þú ert hvíldur eftir rólega helgi. Þú skalt ekki gera mikil innkaup í dag og láttu ekki freistast til að kaupa hluti, sem þú getur verið án. Steingeitin. 22. des,—19. jan. Peningar og vinátta er ekki endi- lega það sama og fer ekki vel saman í dag. Vertu gætinn og íhug- ull í peningamálum og lánaðu engum fé í dag. Vatnsberinn. 20. jan. —18. febr. Þér verður gert boð í dag, sem þú heldur við fyrstu sýn að sé hagstætt en þó skaltu bíða með að taka ákvörðun. Ekki er allt sem sýnisit — og það á við vini þína líka. Fiskarnir. 19. febr. — 20. marz. Fáðu vini þínum verk að vinna, sem hann hefur lengi skorazt undan. í kvöld skaltu bjóða ætt- ingjum þínum heim og njóta kvöldsins í ró og næði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.