Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1968
— Rekstrarútgjöld
Framihaid af bls. 32
halla, sem sýnilega yrði á fjár-
lögum ársins 1968, miðað við þau
fyrirheit sem ríkisstjórnin var
búin að gefa útgerðinni og fisk-
vinnslustöðvum um viðbótarað-
stoð á þessu ári. Gerði ég þar
grein fyrir því, að til þess að
jafna hallann, sem yrði hjá rík-
issjóði vegna þeirrar aðstoðar og
vegna lækkunar tolltekna, yrðu
af ríkisstjórnarinnar hendi gerð-
ar sérstakar ráðstafanir til þess
að draga úr ríkisútgjöidum, jafn
framt því sem ákveðið var að
hækka verð á áfengi og tóbaki.
Ætlað er að sú ráðstöfun gefi í
tekjur um 40 millj. kr., en til
þess' að jafna metin að öðru
leyti þurfti nálægt 200 millj. kr.,
sem varð að nást með sparnaði
annars vegar, og einnig með öðr-
um ráðstöfunum, annað hvort
nýrri tekjuöflun, eða þá hliðar-
ráðstöfunum með einhverju öðr-
um hætti til að lækka útgjöld
fjár'.aga.
138 milj. kr. útgjaldalækkun.
Ráðherra sagði, að það frum-
varp sem nú hefði verið lagt
fram gerði ráð fyrir -138 millj.
kr. útgjaldalækkun ríkissjóðs.
Þessi lækkun mundi ekki að
fullu skila sér á þessu ári vegna
þess að ýmsir liðir, sem ættu
að lækka eru þess eðlis, að eng
inn leið er að koma þeim sparn
aði við samstundis, t.d. þar sem
um er að ræða að fækka starfs-
mönnum, verður það ekki gert
nema með vissum fyrirvara.
Það meginsjónarmið hefuT ver
ið haft í huga við þennan niður-
skurð fjárlagaútgjalda, að leit-
ast við að binda hann fyrst og
fremst við rekstrarútgjöld ríkis-
sjóðs, án þess þó að hagga í
neinum verulegum mæli þeirri
löggjöf, sem í gildi er um al-
menna þjónustu ríkisins við borg
arana. Það er leitast við að
ganga ekki inn á svið fjárfest-
ingaframkvæmda, þannig, að það
er að mjög litlu leyti í þessu
frumvarpi um að ræða niður-
skurð þeirra framkvæmda. Þær
fjárveitingar, sem lagt er til að
fella niður, og varða fjárfest-
ingar, eru fyrst og fremst fjár-
veitingar til framkvæmda, sem
ekki hefur verið byrjað á.
33% af heildarútgjöldum ríkis-
sjóðs.
Við samningu fjárlaga fyrir
árið 1968 var lögð áherzla á það
að reyna að halda öllum út-
gjaldaliðum í lágmarki og það
hefur því, enda þótt hér sé ekki
nema um 3 að ræða af heild-
arútgjöldum ríkissjóðs, reynst
torvelt að framkvæma þennan
niðurskurð, með það sjónarmið í
huga, sem ég hef rakið. Liggur
í augum uppi, að ef það hefði
verið auðvelt verk hefði átt að
vera búið að framkvæma slíke
lækkun. Það hefur verið reynt
að velja þessa liði þannig, að
þetta kæmi 1 rauninni sem við-
ast niður. Það eru margir út-
gjaldaliðir, sem valdir hafa ver-
ið, til þess að reyna að hafa þar
nokkurt samræmi í og skera ekki
meira niður en svo, að það væri
ekki hægt að segja, að teflt
væri í hættu neinni nauð-
synlegri framkvæmd á vegum
ríkisins.
2 millj. kr. lækkun til stjórnar-
ráðs og ráðherra.
Ráðherra vék síðan að ein-
stökum liðum frumvarpsins. 1.
grein tillögunnar er um að
lækka kostnað við stjórnarráð
og veizlur ráðherra um 2 millj.
kr. Það er gert ráð fyrir, að
þetta verði í ýmsum greinum,
bæði í sambandi við ferðakostn-
að, nefndarkostnað, risnu og
ýmsan tilkostnað ráðuneyta. Af
hálfu ríkisstjórnarinnar hefur
verið ákveðið að beita allri hugs
anlegri takmörkun við ferðalög
á þessu ári, á vegum ríkisins og
við risnukostnaðinn, þannig að
ég tel ótvírætt mega fullyrða
það, að hægt sé að koma við
þessum spamaði.
Framlag til byggingar stjórnar-
ráðshús fellt niður.
í annan stað er lagt til að
fella niður framlag til byggingar
sjóðs stjórnarráðshúss. Það er
framkvæmd, sem vissulega er
hin brýnasta, en er samkynja
þeim framkvæmdum, sem ég gat
um áðan, eða ein þeirra, sem
ekki er byrjað á, heldur verið
að safna í sjóð og eins og á-
statt er núna, þykir rétt að fella
niður þetta framlag.
4 millj. kr. lækkun til Viðeyjar-
stofu.
Þriðja tillagan er um að lækka
10 millj. kr. framlag, sem ákveð-
ið er í fjárlögum til Viðeyjar-
stofu um 4 millj. kr. Það hefur
komið í ljós við yfirma tá endur
gjaldi fyrir Viðeyjarstofu, það
hefur verið lækkað mjög veru-
lega eða um 3 millj. kr., þannig
að óhætt er að gera ráð fyrir,
að þetta fé geti sparast með því
móti þó, að ekki verði lagt í
það, sem ætlunin var, að hefja
viðgerð á Viðeyjarstofu á þessu
ári. Leiðir þetta til þess, að
þeim framkvæmdum verður að
fresta.
Frestað að skipa tvo prófessora.
Lagt er til að fresta skipun
í tvö prófessorsembætti við Há-
skóla íslands, í lögfræði og nú-
tímasagnfræði, sem fjárveiting-
ar eru nú í fjárlögum til að
taka upp, og er lagt til, að skip-
un í þessi embætti verði frest-
að, þar til Alþingi ákveður ann
að. Einnig eru gerðar tillögur
um ráðstafanir til þess að draga
úr skólakostnaði á grundvelli
þeirra áætlana sem gerðar hafa
verið í sambandi við nýju skóla-
kostnaðarlögin, sem hafa í för
með sér útgjaldaauka fyrir ríkis
sjóð. Gert er ráð fyrir, að gerð-
ar verði sérstakar ráðstafanir
ti‘l að koma við aukinni hag-
kvæmi og aðhaldi í notkun hinn
ar nýju löggjafar, og er óhætt
að gera róð fyrir sparnaði á
þessum lið, án þess að þurfi að
skerða þjónustu skólanna, eða
draga úr kennslu í þeim.
Dregið úr lánveitingum geymdra
fjárveitinga.
Gert er ráð fyrir því að lækka
framlag til skólabygginga um 5
millj. kr. sem á að gerast með
þeim hætti, að nota ekki að fullu
heimildir til þess að lána fé, sem
varið hefur verið til undirbún-
ings einstakra skólafram-
kvæmda. Sú heimild hefur verið
notuð undanfarin ár, og lánað
milli skólabygginga. Þannig var
t.d. á árinu 1967 lánað samtals
16,8 millj. kr. af geymdum fjár-
veitingum þess árs vegna skóla,
sem ekki var byrjað á. Hér er
því ekki um að ræða niðurskurð
á neinum framlögum til þeirra
skóla, sem eru í byggingu, held-
ur aðeins skerðing á heimild-
inni til þess að lána af því fé,
sem varið er til skóla sem eru
á byrjunarstigi. Þrátt fyrir þessa
ráðstöfun verður um 16 millj. kr.
hærri upphæð varið til skóla-
bygginga á árinu 1968 en 1967.
Breyting á námsstjórakerfinu.
Þá er gert ráð fyrir því, að
veruleg breyting verði gerð á
námsstjórakerfinu. Oft hefur
komið fram sú hugmynd, að
réttara væri að fella það skipu-
lag algerlega niður. Það kemur
í ljós, að ekki er fært að gera
það, sökum þess að halda verð-
ur uppi eftirliti með fram-
kvæmd skólakostnaðarlaganna.
Hinsvegar er nú gert ráð fyrir
að endurskoða þetta skipulag og
er talið að með því, ásamt fækk-
un námsstjóra, muni vera hægt
að spara um 2 millj. kr. á árs-
grundvelli.
Þá er í frumvarpinu lagt til
að gera mjög víðtækar skipu-
lagsbreytingar á fræðslustjóra-
embættinu og yfirstjórn skóla-
kerfisins. Er gert ráð fyrir að
fræðslumálastjóraembættið verði
sameinað menntamálaráðuneyt-
inu og þeir embættismenn, sem
tengdir eru fræðslumálaskrifstof
unni, svo sem íþróttafulltrúi,
bókafulltrúi og sv. fr. verði
framvegis starfsmenn mennta-
málaráðuneytinsins. Ekki er á
þessu stigi hægt að gera sér
grein fyrir, hvaða sparnað þetta
kann að hafa í för með sér, en
sé að koma við betri vinnubrögð
!það þykir ótvírætt, að hægt
um og hagnýta betur starfs-
krafta, þannig að það getur leitt
til beins sparnaðar.
Framlag til Kennaraskólans
lækkað um 1 millj. kr.
Gert er ráð fyrir að lækka
framlag til Kennaraskólans um
1 millj. kr., sem stafar af því
að samþykkt var fyrir mörgum
árum að kaupa bókasafn til
þess skóla. Gerður var ákveð-
inn samningur um það, og gert
ráð fyrir að verja þyrfti 1 millj.
kr. til greiðslu á þessu ári. Þyk-
ir hinsvegar sýnt nú, að auðið
verði að fresta því til næsta
árs, og fella þá fjárveitingu nið-
ur í ár.
Lækkuð fjárveiting til endur-
bóta á Þingvöllum.
Á þessu þingi var tekin upp
í fyrsta sinn framlag til bygg-
ingarsjóðs safnahúss, sem er mik
ið fyrirtæki og mjög nauð-
synlegt. En um það giklir hið
sama og áður er um getið, að
fella niður fjárveitingar til bygg
inga þar sem verið er að safna
í sjóði. Einnig er gert ráð fyr-
ir að fjárveit n,g til endurbóta
og lagfæringa á Þingvöllum
verði lækkuð um 500 þús. kr.
Lækkað framlag til lögreglu-
stjómar á Keflavíkurflugvelli.
Þá er gert ráð fyrir að lækka
framlag til lögreglustjórnar á
Keflavíkurflugvelli um 2 millj.
kr. Það mál hefur oft verið rætt
á Alþingi og hefur verið í at-
hugun að undanförnu. Er talið,
að með endurskipulagningu á
þessari starfsemi muni verða auð
ið að spara 2 millj. kr. á árs-
grundvelli, og hafa raunar ver-
ið gerðar ráðstafanir nú þegar
til þess að framkvæma þann
sparnað.
3 millj. kr. lækku tnil utanríkis-
þjónustunnar.
í sambandi við utanríkisþjón-
ustuna er gert ráð fyrir að
lækka útgjöld um 3. millj. kr.
á þessu ári. Oft hafa komið fram
raddir á Alþingi um að endur-
skipuleggja þyrfti utanríkiisþjón
ustuna, og auk þess verið rætt
um að leggja niður ákveðin
sendiráð. Það var ætlunin af
hálfu ríkisstjómarinnar að fram
kvæma sparnað í utanríkisþjón-
ustunni með því að leggja niður
tvö sendiráð, í Noregi og Sví-
þjóð. Hinsvegar þykir aldrei við
hlítandi að ákveða að leggja nið-
ur sendiráð nema hafa um það
samstarf við þá þjóð, sem tekið
hefur verið upp samband með
þessum hætti. Ríkisstjómin leit-
aði því eftir því við þessar tvær
þjóðir, hvort þær hefðu nokkuð
við það að athuga, að sendiráð-
in yrðu lögð niður. Kom fram
hjá þeim óánægja með þessa fyr
irhuguðu ráðstöfun, og lögðu
þær áherzlu á, að reynt yrði að
komast hjá því, að þetta yrði
gert. Þótti því ekki fært að taka
þá ákvörðun að leggja þessi
sendiráð niður.
Gert er ráð fyrir því að koma
við fyrirhugaðum sparnaði í sam
bandi við utanríkisþjónustuna
með breyttu skipulagi, og á þessu
stigi er það fyrst og fremst fyr-
irhugað að kalla heim 5 sendi-
ráðsritara, sem leiðir eðlilega til
þess að meira starf legst á þá,
sem eftir verða í sendiráðunum.
Hver starfsmaður í utanríkis-
þjónustunni er mjög kostnaðar-
samur fyrir ríkissjóð. Auk launa
þeirra kemur til staðaruppbót,
og lætur nærri að greiða þurfi
frá 400 til um 700 þúsund á
mann.
Framlag til nýbýla fellt niður.
13. liður tillögunnar er um að
lækka framlög á þessu ári til
landnáms rikisins. Með því á-
standi sem skapast hefur í fram
leiðslu og sölu búvara, er óhætt
að fulljrrða, að það sé ekki í
þágu landbúnaðarins að halda
uppi óskertri starfsemi é sviði
nýbýlabygginga ,eða stofnun
nýrra býla, og er því á eng-
an hátt óeðlilegt, að þegar spara
þarf ríkisútgjöld séu gerðar ráð
stafanir til að lækka þessi út-
gjöld. Er því lagt til að fram-
lög til þessara mála verði lækk-
uð á þessu ári og næsta ári
um 7,5 millj. kr.
Fiskmat ríkisins endurskipulagt.
Að undanförnu hefur farið
fram endurskoðun á gildandi
löggjöf um fiskmat ríkisins,
ferskfiskeftirlit og síldarmat rík
isins. Þetta eru allt stofnanir,
sem gegna mjög hliðstæðri starf-
semi og er i rauninni mjög æski
legt að taka upp miklu nánari
samvinnu eða samræmingu þessa
mats. Er nú gert ráð fyrir að
framkvæmd matsins verði endur
skoðuð og endurskipulögð, þann
ig að ekki sé um neinn tví-
verknað að ræða í því efni, og
yfirstjórn þess sé sem samræmd-
ust. Er stefnt að því að þetta
geti leitt af sér um 4 millj. kr.
sparnað á ári.
Lækkað framlag til aflatrygg
ingasjóðs.
í lögum um aflatryggingasjóð
sjávarútvegsins er gert ráð fyr-
ir því, að ríkisframlag sé helm-
ingur á móti framlagi frá sjáv-
arútveginum sjálfum. Við athug-
un á fjárhag sjóðsinis og fjár-
hagsáætlun fyrir þetta ár, þyk-
ir sýnt að fjárreiður sjóðsins séu
góðar, að unnt sé að skera nið-
ur framlag til sjóðsins, þann-
ig að framlag ríkissjóðs á þessu
ári verði aðeins þriðjungur á
móti framlagi sjávarútvegsins.
Mun þetta lækka framlag ríkis-
sjóðs um 11 millj. kr.
Fellt niður framlag til fiskveiða
sjóðs.
Lagt er til að fella niður fram
lag til Fiskveiðasjóðs Islands, en
eins og kunnugt er var ein af
þeim ráðstöfunum sem ríkis-
stjórnin samþykkti að beita sér
fyrir varðandi aðstoð við báta-
útveginn var að leggja fram fé
til þess að greiða árgjöld af lán-
um til fiskveiðasjóðs. Mun þetta
bæta fjárhag sjóðsins verulega
á þessu ári og með hliðsjón af
þessu þykir auðið að fella nið-
ur sérstakt framlag til sjóðsins
á þessu ári.
4,5 millj. kr. lækkun til orku-
sjóðs.
Þá er lagt til að lækka fram-
lög til orkustofnunar og orku-
sjóðs um 4,5 millj. kr. Fram-
lög til þessara stofnanna eru i
fjárlögum 53,6 millj. kr. Er tal-
ið auðið að lækka framlagið um
þessa upphæð án þess að skerða
verulega þá þjónustu sem stofn-
anirnar veita.
6.8 millj. kr. lækkun til lög.
gæzlu.
19. liður tillögunnar fjallar um
að lækka framlag til löggæzlu
um 6,8 millj. kr., og er þá mið-
að við að löggæzlukostnaðurinn
lækki um 5%. Þessi kostnaður er
sem hefur mjög aukizt og hækk-
einn af þeim þáttum fjárlaga
að ár frá ári. Hér er vitanlega
um mikið nauðsynjamál að ræða,
en eigi að síður ber brýna nauð
syn til að rannsaka hvort ekki
sé hægt að koma við betri hag-
nýtingu starfsliðs og fjármuna
og er unnið að því á vegum
dómsmálaráðuneytisins og fjár-
málaráðuneytisins í samvinnu
við Samband ísl. sveitarfélaga,
hvernig hægt sé að gera skipu-
lagsbreytingu á þessum málum,
þaúnig að það gæti leitt til um
rædds sparnaðar.
Lækkað framlag til fangahúsa.
Þá er lagt til að lækka fram-
lag til fangahúsa, ríkisfangelsa
og vinnuhæla um 1 millj. 360
þús. kr. Það liggur fyrir að ef
ráðist verður í byggingu ríkis-
fangelsis verður um mikið mann
virki að ræða, og mun það ekki
hafa nein afgerandi áhrif á gang
þeirra byggingamála, þótt fram-
lag þetta sé fellt niður.
Lán til H-breytingar.
Lagt er til að taka út úr
fjárlögum 18,4 millj. kr. vegna
framkvæmda laga um hægri um-
ferð. Þykir eðlilegt að taka
þennan lið út og leitast við að
fá lán til þess að mæta þessum
útgjöldum og verði það lán síð-
an endurgreitt af þvi gjaldi, sem
lagt er á bifreiðar í sambandj
við öflun fjár til að mæta k .stn
aði við hægri umferð.
3 millj. kr. lækkun til aimanna-
varna.
Undanfarin ár hefur tölu-
verðu fé verið varið til almanna
varna, og hefur verið lögt á-
herzla á að koma upp nauðsyn-
legri birgðastöð. Hefur nú tek-
izt að koma upp töluverðum
birgðum og þykir því fært að
fella niður fjárveitingar til stofn
unarinnar að verulegu leyti, eða
um 3 millj. kr. Stendur þá eft-
ir tæpl. 1 millj. kr. fjárveit-
ing.
Aðrar lækkanir.
Þá rakti ráðherra aðrar lækk
anir er frumvarpið gerir ráð fyr
ir.
Lagt er til að fella niður fram
lag ríkissjóðs vegna eyðingar
meindýra, og verði það framveg
is mál sveitarfélaganna.
Lagt er til að fella niður tvö
prestsembætti, á Keflavíkurflug-
velli og í Danmörku.
Lagt er til að Póstur og sími
verði að öllu leyti látinn yfir-
taka kostnað við framkvæmd
laga um skyldusparnað og or-
lofslaga.
Lagt er til að framlag til rík-
isábyrgðasjóðs verði lækkað um
10 millj. kr., á þeirri forsendu
að líkur eru á að skil við sjóð-
:nn verði betri en áður vegna
viðbótaraðstoðar sem ríkissjóður
hefur veitt sjávarútveginum.
Lagt er til að framlag til ríkis
bifreiða verði lækkað um 1 millj.
kr.
Lagt er til að framlag til vita-
bygginga verði lækkað um 560
þús. kr. sem felst í því að frest-
að verður að koma upp radió-
sendistöð á einum stað.
Lagt er til að framlag til
Ferðaskrifstofu ríkisins verði
lagt niður. Framlag til hennar
hefur verið tvíþætt, annars veg-
ar til landkynningar 500 þús.
kr., og hinsvegar til að greiða
rekstrarhalla 400 þús. kr. Þyk-
ir eðlilegt að skrifstofan geti ver
ið rekin hallalaust, sem aðrir
ferðaskrifstofur í landinu.
Lántökuheimildir.
Auk áðurgreindra lækkanna á
útgjöldum fjárlaga er lagt til að
fjármagnað verði innan fram-
kvæmdaáætlunar með lántökum
kostnaður við byggingafram-
kvæmdir við þrjá menntaskóla
og ríkisspítalana. í sambandi við
fjárlagaundirbúning í haust
voru tekin inn í fjárlög allmörg
framlög, sem áður hafa verið
veitt með lánum á undanförnum
árum. Byggðist þetta á því að
menn þóttust sjá fram á, að
mjög þröngt yrði á lánsmark-
aði á árinu 1968. Miðað við þær
erfiðu aðstæður sem nú blasa
við hefur verið horfið að því
ráði að reyna, engu að síður,
að standa undir þessum tilteknu
framkvæmdum með lántökum,
er hér leitað heimilda til þess,
annars vegar að fella fjárveit-
mgar úr fjáriögum ,og hins veg-
ar að afla megi lána til fram-
kvæmdanna .
Draga verður úr útgjöldum rík-
isins.
Að lokum sagði fjármálaráð-
herra: Þó að hér sé fyrst og
fremst miðað við eitt ár um
þessar sparnaðaraðgerðir, liggur
það alveg ljóst fyrir, að það
verður ekki auðvelt að koma
saman fjárlögum fyrir árið 1969,
án þess að haldið verði áfram
athugunum á því, á hvem hátt
verður hægt að sporna gegn
hækkun ríkisútgjalda og draga
beinlínis úr útgjöldum ríkisins á
ýmsum sviðum. Ég er hins veg-
ar hræddur um það, að þá verði
ekki hjá því komizt að ganga
lengra en hér er gert, skerða
ýmis konar löggjöf, sem veitir
borgurunum þjónustu og er það
að sjálfsögðu allt meira og um-
fangsmeira vandamál heldur en
auðið hafði verið að fást við á
þessu stigi. Að þessu mun hins
vegar verða unnið og hefur rik-
isstjórninni í athugun ýmsar hlið
ar þess máls, með það í huga
að búa sig sem bezt undir það
að mæta þeim vanda, sem við
stöndum andspænis við af
greiðslu næstu fjárlaga.
Er fjármálaráðherra hafði lok
ið máli sínu tóku til máls Hall-
dór E. Sigurðsson, Geir Gunn-
arsson og Magnús Kjartanss., en
frumvarpinu var síðan visað til
2. umræðu og fjárhagsnefndar
deildarinnar.
Loðdýrafrum-
varpið til ríkis-
stjórnarinnar
FRUMVARPINU um loðdýra-
rækt, „minkafrumvarpinu“,
hefur verið vísað til ríkis-
stjórnarinnar, en meiri hluti
landbúnaðarnefndar neðri
deildar hafði lagt svo til. Við
atkvæðagreiðslu í deildinni
var viðhaft nafnakall og
greiddu þá 21 þingmaður at-
kvæði með áðumefndri máls-
meðferð, 13 voru á móti, en 6
voru fjarstaddir atkvæða-
greiðsluna.