Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUK 19. MARZ 13TO Dæmdur til að greiöa 15 milljónir króna — vegna vantalinnar framleiðslu FIMMTA marz sJ. var kveð- inn upp í Sakadómi dómur í máli ákæruvaldsins geg'n Þor- steini Þorsteinssyni, forstjóra, Nönnugötu 8, hér í borg. Var hann dæmdur til að greiffa 20 þús. kr. sekt, kr. 14.790.097.47 til Ríkissjóðs fslands, kr. 277.200.00 til Styrktarsjóðs fatl- aðra og alian sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun til ríkis sjóðs kr. 50.000.00 og málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns kr. 50.000.00, Loks var ákærður ævi langt sviptur leyfisbréfum til iðju og töllvorugerðar. Tildrög máls þessa voru þau, að á árunum 1901—1964 ra.k álkærður Lakkrísgerðina Póló í Kóipavogi. Sambvæmt lögum bar honum að greiða til ríkis- sjóðs kr. 41.58 af hverju kg. a)f sælgæti, sem hann fram- leiddi óg auk þess kir. 3.00 til Styrktarsjóðs fatlaðra. Ákærð- ur taldi sjálfur frarn til tolis og kvað framleiðslu sína á pessum árum hafa numið 18900 kg. og grerddi samkvæmt því kr. 785.862.00, en ákæruvaldið áleit, að hann hefði vantalið fram- leiðslu sína um 169382 kg. og af þvi magni hefði hann átt að greiða kr. 7.042.903.56. Krafðist ákæruvaldið þess, að hann yrði dæmidur til að greiða gjald þetta þrefalt samkvæmt 7. gr. laga nr. 60 frá 1939, eða krónur 211.128.710.68. Rannsókn máls þessa fyrir Sakadómi, sem var mjög um- fangsmikill, hófst í maímánuði árið 1965, og er þetta fyrsta málið, sem rannsóknardeild rík- isskattstjóra (svonefnd skatta- lögregla) kærði til Sakadóms. Mun ekki fyrr hér á landi hafa verið dæmd jafnihá fjárkrafa í opinberu máli. Ármann Kristinsson sakadóm- ari kvað upp dóminn í málinu. Byrjað að losa tvö ohuskip Komizt verður hjá olíu- vandræðum MEÐAN á verkfallinu stóð fékkst eftir Ianga stöðvun losað eitt rússneska olíuskipið 14. og 15. marz, en þá voru olíubirgðir til upphitunar þrotnar. Annað rússneskt olíuskip hefur beðið síðan 6. marz og verður losað í dag. Þriðja skipfð, sem kom í gær, verður einnig losað strax og var vonast til að tlmi vinnist til að binda bæði skipin í gærkvöldi fyrir myrkur, að því er Árni Þorsteinsson hjá Olíufélaginu upplýsti. Fjórða rússneska skipið var svo að lesta gasolíufarm í gær og er væntanlegt efitir hálf- an mánuð hingað, en þá verða birgðir af farmi fyrsta skipsins um það bil að ver’ða búnar. Virð- ast því olíuvandamálin leysast. En víða úti um land er að verða lítið um olíu, þar eð ekki mátti flytja þangað olíu og bátar að verða olíulausir. Olíuskipið „Mikli október" lá í Reykjavíkurhöfn með 13 þús- und tonn af gasolíu, en það er olía til upphitunar. Hefði skipið farið án þess áð undanþága fengist til að losa það, hefði ver- ið orðið olíulaust áður en verk- falli lauk og vandræði lengi á eftir, því þetta eru hálfs mánaða birgðir fyrir landið af þessari olíu. Losaði skipið í geyma i Ör- firisey og Laugarnesi 1. og 15. marz og sigldi að morgni 16. marz. En byrjað var áð afgreiða úr geymunum samkvæmt undan þágum verkalýðsfélaganna. Þann 6. marz kom rússneska skipið Friedrich Engels með 5000 tonn af bifireiðabenzíni og 6000 tonn af gasolíu til upphitunar og fyrir bátaflotann. Hefur skipið beðið, en í gær kl. 5 átti að fara að binda það og losa í Laugarnesi og Skerjafirði. Kl. 7 í gær kom svo olíuskip- ið Yelsk með 11 þúsund tonn af fluel-olíu, sem er eingöngu notuð til upphitunar í stórhýs- um, verksmiðjum og af gufu- kyntu togurunum. Var ætlunin áð reyna líka að binda skipið í gærkvöldi, ef birta entist, en bæði olíuskipin þurftu aðstoð Magna til að komast upp að. Og 16. marz lestaði fjórða olíu skipið, Stanislav, 11 þús. tonn af gasolíu í Batu við Svartahaf, og lagði af stað til íslands og kem- ut væntanlega að hálfum mán- uði liðnum. Dodge Weapon Óska eftir að kaupa Dodge Weapon með 4ra cl. dieselvél og góðu húsi. Skipti á nýlegum jeppa koma til greina. IJppl. í síma 18714 eða 13227. Bifreiðakaupendur Dodge Coronet 2ja dyra árg. 1966 til sölu. Bíllinn er sjálfskiptur með V8 vél og vökvastýri. Mjög glæsílegur og vel með farinn bíll. Til sýnis í sýningarsal okkar. VÖKULL H.F., Hringbraut 121. Sími 10600. Páll Ísólfsson hylltur ÁRSHÁTÓD Dómkórsins var haldin að Hótel Loftleiðum á sunnudag fyrir rúmri viku. Var þar margt til skemmtun- ar og sungu einsöngvarar kórsins m.a. lög eftir Pái ís- ólfsson, sem nýhættur er sem organisti í Dómkirkjunni. — Var þetta fyrsta árshátíðin, sem hann sat eftir að hafa látið af embætti og þá jafn- framt fyrsta árshátíð hins nýskipaða organista, Ragnars Björnssonar. Páll Ísólfsson var margoft hylltur á árshátíðinni og m. a. söng dóttir hans, Þuríður, lög hans, en hún er einsöngv- ari kórsins. Á myndunum, sem fylgja hér eru talið frá vinstri, á stærri myndinni: Séra Jón Auðuns, dómprófast ur, og kona hans, Dagný Auð- uns; Páll tsólfsson og kona hans, Sigrún Eiríksdóttir; séra Óskar J. Þorláksson og kona hans, Elísabet Árna- dóttir; Ragnar Björnsson og kona hans, Sigrún Björnsdótt- ir; Friðrik Eyfjörð, Margrét Eggertsdóttir og Björg Bjarna dóttir, en þrjú þau síðast- nefndu eru í stjórn Dómkórs- ins. Á minni myndinni er Páll isólfsson ásamt konu sinni, Sigrúnu Eiriksdóttur (í mið- ið) og dóttur sinni, Þuriði. Stórskemmdir á hafnar- garðinum í Olafsvík Ólafsvík, 18. marz. Á LAUGARDAGINN, 16. marz sl., um hádegisbilið gerði hér í Ólafsvík aftaka- veður á NA. Skall veðrið mjög skyndilega á og rótaði sjó upp á skömmum tíma, enda var þung vestanalda fyrir. Allir bátar héðan voru á sjó þennan dag og fóru þeir að tín- ast að landi upp úr miðjum degi, og voru áð koma að landi fram undir kl. 7.00 um kvöldið. Þá kom Guðbjörg síðastur báta inn. Var þá innsigling í höfnina orðin tvísýn vegna brotsjóa, enda stóð þá á háflæði. Gekk sjór látlaust yfir norðurgarð hafnarinnar. Um þetta leyti kom einnig mb. Lár- us Finnsson. Sneri hann frá, hélt út í Rifshöfn og gekk það ferða- lag að óskum. Um þetta leyti gengu sjóir látlaust yfir norður- garðinn. Hann er þannig byggð- ur á kafla, að trébryggja er sett innan á hann til breikkunar svo hægt sé að aka eftir honum og er landáð úr bátum við hann. Ennfremur er það útskipunar- bryggja staðarins. í einu ólaginu sópaði sjórinn fyrrnefndri tré- bryggju burt í einu vetfangi á um 60 m lönigum kafla. Enginn bátur var bundinn við garðinn um þetta leyti. Sjór gekk einnig yfir hinn nýja suðurgarð og komu skörð í hann, en hann er byggður úr grjóti. Eins og fyrr segir fór tré- RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA’SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 bryggjan við norðurgarðinn og er hann því ónothæfur þar til viðgerð hefur farið fram. Er ó- víst að viðgerð verði fram- kvæmd fyrr en í vor. Er hér því um mjög mikinn skaða að ræða. Beint tjón nemur um 1—114 milljón króna, fyrir utan að eng- in útskipun, eða uppskipun get- ur farið þarna fram. Þetta mun skapa ýmsa erfiðleika fyrir fyr- irtæki staðarins og minnkandi tekjur fyrir höfnina. Ekkert tjón varð á bátum í höfninni í þessu óveðri og er ekki að efa að hin nýja lenging á norðurgarðinum, sem gerð var á sí’ðasta ári, svo og hin nýja bátabryggja hér inni í höfninni, hafa stórbætt alla aðstöðu bát- anna hér. í aftökum sem þessum er þeim því borgið. MIÐVIKUDAGINN 20. matz munu Heimdellingar í V.f. efna til fundar í Himinbjörg- um, félagsheimili Heimdall- ar, þar sem ræða á stefnu Bandaríkjamanna í Víetnam. Frummælendur verða Árni Aðalvatnsleiðslan í fiskvinnslu fyrirtækin liggur í strandvegin- um efitir fjöruborði hafnarinnar og gróf sjórinn undan leiðslunni í götunni og braut hana sundur. Var þetta um flóðið á sunnu- dagsmongun. Vatnslaust var hér á staðnum meðan á viðgerð stóð, en fullt lag komst á upp úr há- degi samdægurs. Snjókoma hefur verið mjög mikil og er hér alhvítt. Fróðár- hefði er ófær eins og er, en veg- urinn yfir hana mun verða mok- aður á morgun. Vegir á láglendi eru færir milli staða hér á norð- anverðu Snæfellsnesi, en erfilrt mun fyrir Jökul. Nokkrar trufl- anir hafa orðið vegna snjó- skriðna, sem fallið hafa á Ennis- veg og Búlandshöfiðaveg, en þeir eru nú færir. — Hinrik. Árnason, Þorsteinn Pálsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son. Fundurinn hafði áður verið boðaður í kvöld, e>n vérður frestað til annars kvölds og hefst kl. 20:30. Ámi Þorsteinn Vilhjálmur Heimdellingar í V.l.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.