Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBliAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 19OT IMAGNÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 | eftir lokun slmi 40381 ” Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748 SigurSur Jónsson. BÍLALEIGAM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. SMIK miBWNI j~7==*BUJkirrcAM LntÆMLÚff& RAUOAFlARSTlG 31 SlMI 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR H.F. Einholti 6. Áprentuðu líroböndin Allir litír. Allar breiddir. Statív, stór og lítil. Kar! M. Karlsson & Ca. Karl Jónass. . Karl M. Karlss. Melg. 29. . Kóp. . Sími 41772. Skuldobrél Ef þér viljið selja eða kaupa ríkistryggð eða fasteigna- tryggð skuldabréf þá talið við okkur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasalan Austurstræti 14, sími 16223 Heima 12469. 'k Fjarstæða að flýta klukkunni í landi miðnætursólarinn- ar G. skrifar: Langt seilist löggjafinn í einkalíf manna, er hann vill ráða klukkunni. Rétt má hún ekki vera, heldur vitlaus að lög um. Slíkt kann að vera afsak- anlegt í stríði eða á öðrum ó- venjulegum tímum, en alls ekki við eðlilegar aðstæður. Hafa flest lönd þegar hætt slíku hringli og sett tímatal sitt eins og vera ber. Ef við flýtum klukkunni um eina klukkustund allt árið, leng ist um vikur sá tími, er við verð um að klæðast og ganga til vinnu eða í skóla í myrkri að vetri. Með því er lögð aukin byrði á þá, sem byrja daginn snemma, verkamenn, bændur, sumt skólafólk o. fl., og er vetrarskammdegið þó nægilega þungbært fyrir. Samtílnis eru hin björtu og hlýju sumarkvöld stytt. Þeir, sem vilja sjá mið- nætursólina, verða að bíða klukkustund fram yfir mið- nætti. Einu haldbæru rökin fyrir því að flýta klukkunni, er lenging símatíma við Evrópu. En hvað um Ameríku, sem skiptir við okkur í vaxandi mæli? Síma- tími þangað er mun naumari og styttist þó enn frekar við breyt- inguna. Mesti umferðarháski er í skammdeginu á morgnana, þegar allir eru á hraðri ferð í vinnu eða skóla. Látum klukk- una vera rétta og förum á fæt- ur í björtu. G. Landsins heill er hjá þeim ungu Frá Bótólfi hefur Velvak- anda borizt eftirfarandi bréf: Nú er mikið ritað og rætt um fræðslu og skólamál. Aug- ljóst er að margir mætir kenn- arar bera fram viturlegar og góðar tillögur, sem verða mættu til giftudrjúgra áhrifa á hið ó- mótaða og viðkvæma sálarlíf bernskunnar og lítt þroskaða unglinga. Þeir fræðendur sem af þekkingu og góðvild leggja sig fram og beita sínum áhrif- um til þess að leiðbeina þeim ungu inn á veg góðleika og manngöfgi eiga miklar þakkir sikilið. Gi’Eturikt þjóðfélag byggist fyrst og fremst á góð- um heilsteyptum einstaklingum. f þessu sambandi dettur manni í hug hversu hættulegt og ófar- sælt það hlýtur að vera ef til kennslustarfa veljast þeir menn sem ekki eru starfinu vaxnir. Ef þá t.d. vantar skilning á við kvæmni og veikleika barnslund arinnar, Ef þá brestur þolgæði og góðleik til þess að umbera það sem ófullkomið kann að vera hjá nemandanum. Mun vera til nú á þessum tímum að kennarar beiti valdi sínu á harðneskjulegan hátt t.d. ef þeir ergjast yfir tregum náms- gáfum eða óhlýðni nemenda að þeir hárreiti þá eða klípi, dragi þá um gólf eða niður stiga á hendi eða fæti? ÓWklegt er að slikt eigi sér stað en ef svo skyldi vera vildi ég benda kenn ara á að draga sig inn í skel sína og blygðast sín. Hversu hörmulegar afleiðingar gæti slíkt haft á hina viðkvæmu sál barnsins. „Það verður á bók þess svo varlega að skrifa“. — Barn sem yrði fyrir slíku á- falli myndi fyllast andúð og van trausti á mönnunum og því væri opin leið til afbrota og ó- farsældar. „Það er gróðri mesta mein ef Maí sverfur að, en ekki er betra andans kal ef æskan bíður það“. Út frá þessum hug leiðingum vil ég bera fram þá spurningu: Hafa æðstu stjórn- endur fræðslumála eftirlit í skólum um námstilhögun, hæfni kennara og framkomu þeirra gagnvart nemendunum? Hér virðist vera um svo þýðingar- mikil mál að ræða að fyllsta á stæða sé að sinna því af svo mikilli kostgæfni og áhuga og trúmennsku sem kostur er. — „Landsins heill er hjá þeim ungu“. Gætið ungra og við- kvæmra blóma að þau ekki fölni né frjósi í hel í hretviðr- um lífsins. Bótólfur. -jÉf Landspróí', skóla- búningar og glæpa- myndir Landsprófsnemandi, sem kallar sig „Landsprýfing", skrif ar: Kæri Velvakandi! Ég vil með þessu bréfi gera grein fyrir afstöðu minni til mála sem varða okkur ungling ana og hafa verið rædd í dálk um þínum undanfarnar vikur. í fyrsta lagi: a) Landspróf má ekki leggja niður, heldur ætti frekar að minnka námsefnin, t.d. í landa- fræði og náttúrufræði. Stærð- fræðinni mætti skipta betur nið ur á tvö fyrstu ár í gagnfræða skóla, þannig að bókin Tölur og mengi væri kennd í öðrum bekk, en farið yfir hana í lands prófi. í eðlisfræði þyrfti fyrst og fremst að semja nýja kennslubók, því að ómögulegt er að fá nokkurn skilning á eðl isfræð með því að lesa bókina sem nú er kennd, o. fl. b) f vor á að taka upp nýtt fyrirkomulag á landsprófi. Próf in eiga að standa yfir í einn mánuð með 4ra—5 daga bili milli prófa. Vil ég hér nota tækifærið og þakka landsprófs nefnd fyrir þessa breytingu, sem án efa á eftir að reynazt vel. í öðru lagi: Sú skoðun hefur komið fram að skólabúningar séu nauðsynlegir. Ég tel það al gjöra fásinnu, og engan grund völl fyrir þeim skoðunum að við stúlkurnar getum ekki kom ið í sömu flíkunum 2 daga í röð. Að vísu viljum við aðeins ganga í „smant" flötutm, etn' að skipta daglega, minna má nú gagn gera! Ástæðan fyrir því að við erum alltaf eftir nýjustu tízku í skólanum er augljós, því að skólinn er bezti staðurinn til að „sverma" fyrir strákun- um! Eða hvað viljið þið, kæru foreldrar meina?! í þriðja lagi: Margir hafa lýst vanþóknun sinni á hinni bráðsnjöllu mynd „Blúndur og blásýrur". Áhyggjufullar mæð- ur hafa talað um andlega spill ingu, kallað myndina viðbjóðs- legan óþverra! Þess vegna vil ég spyrja þessar „áhyggjufullu mæður“: Af hverju slökkvið þið ekki á sjónvarpstækjunum ykk- ar úr því að börnin ykkar mega efoki sjó fyrirbærið morð, fyrr en þau hafa náð fermingar- aldri?“ „Af hverju mega ís- lenzk börn ekki horfa á „morð myndir“ (um gamanmynd er að ræða) fyrr en þau eru orðin 11—12 ára?“. „Ef þau mega ekki sjá myndir af þessu tagi, af hverju sendið þið þá „áhyggju fullu mæður" börnin á Roy Rog ers, Frankenstein o. fl. álíka myndir?“. í fjórða og síðasta lagi vil ég beina orðum mínum til ísl. sjón varpsins. Vinsamlegast hættið að sýna þessar ástarmyndir — (Love story) á sunnudögum, þær eru ekkert nema kjaftæði, þó að þær eigi að sýna „þjóð- félagsvandamál“. Útvegið ykk- ur heldur lögfræðingamyndir (Perry Mason). Það sem hefur algjörlega vantað í ísl. sjón- varpið eru hryllingsmyndir en úr því mætti bæta með því að sýna þættina „The Alfred Hitch cok Hour“. í staðinn mæti sleppa Djeims Bondunum — (Templar og Bragðarefunum). Með kveðju og von um birt- ingu. 16 ára Landsprýfingnr. NÝK0MIÐ Hreinsiefnið f. postulín er komið aftur. Ath. að þetta er eina efnið sem nota ætti á postulín, hreinsar vel án þess að skemma glerjunginn. J. Þorláksson og Horámann hf. Pitmnn School ol English Árlegir sumarskólar í London, Oxford, Edinborg. Árangursrík enskunámskeið, þar sem sérstök áherzla er lögð á að auka getu nemenda til að skilja enskt talmál og tala ensku fullkomlega. I.ondon (Unversity CoIIege) 3. júlí til 30. júlí og 31. júlí — 27. ágúst. Oxford — 31. júlí til 27. ágúst. Edinborg 12. ágúst til 6. september. (meðan alþjóðahátiðin stendur yfir). Útvegum öllum nemendum húsnæði. Lengri námskeið eru einnig haldin í Lundúna- skólanum árið um kring . Allar upplýsingar og ókeypis bæklingur frá T. Steven, principal. THE PITMAN SCIIOOI. OF ENGLISH. 46 Goodge Street, London W. 1. Viðurkenndur af brezka menningarsambandinu. — Solstrand bademotel Ulvik i Hardanger og Hotel jarl, Voss óska eftir eftirfarandi þjónustufólki yfir sumar- tímann frá 15. maí tii 25. september: Þjónustustúlkur, eldhússtúlkur, stofustúlkur, gangastúlkur. Vinnuleyfi útveguð. Fargjöld greidd. Nokkur ensku- og þýzkukunnátta nauðsynleg. Skriflegar umsóknir, ásamt mynd sendist til, Hotel Jarl, Voss, Norge

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.