Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1968 21 Aukið frjálsræði og pólitískt umrót — Hershöfðingi flýr til Bandoríkjanna og annar fremur sjálfsmorð — Novotny forseti niðurbrotinn maður og verður væntanlega sviptur embætti ÞESS verður væntanlega ekki langt að bíffa að Antonin Nov- otny forseti Tékkóslóvakíu taki sér langt frí frá störfum „af heilsufarsástæðum'* og verði neyddur til að segja af sér. Að undanfömu hafa farið fram harð ar umræffur í 67 deildum Komm- inistaflokks Tékkóstóvakíu milli andstæðinga og stuðnings- manna Novotnys, og þótt for- setinn eigi enn talsvert miklu fylgi að fagna hafa frjálslyndir menn undir forystu hins nýja flokksritara, Alexanders Dub- ecks, nú töglin og halgdimar í flokknum. Á sunnudaginn gekk nefnd manna úr kommúnistaflokknum fylktu liði til forsetahallarinnar í Prag til þess að krefjastþess að Antonin Novotny verði stefnu sína á fundi, en sendinefndinni var skýrt frá því að forsetinn væri veikur og gæti ekki rætt við hana. Daginn áður hafði rit- höfundasamband Tékkóslóvakíu skorað á Novotny að segja af sér. Áskorunin var rædd áfundi í kommúnistaflokknum á sunnu- dagsmorgun og hlaut nær ein- róma stuðning. Það var á þessum fundi að ákveðið var að senda nefnd á fund Novotnys til að skora á hann að mæta og gera grein fyrir þeirri stefnu, sem fylgthef ur verið á undanförnum 15 ár- um. Nefndinni var sagt, að for- setinn hefði legið fyrir í nokkra daga, og samkvæmt öðrum frétt um er hann nú niðurbrotinn mað ur eftir hinar hörðu árásir, sem hann hefur orðið fyrir. Sagt er, að síðasta von hans um að halda embætti sínu hafi orðið að engu þegar Vladimar Janko hershöfð ingi, aðstoðarvarnamálaráðherra framdi sjálfsmorð á fimmtudag- inn. Nokkrum dögum áður hafði verið frá því skýrt, að annar hershöfðingi, Jan Sejna, hefði flúið til Bandaríkjanna, ogsjálfs morð Jankos bendir til þess að hann hafi verið viðriðinn ennþá alvarlegri mál en Sejna. Byltingartilraun Ástæðan sem verður notuð til að reka Novotny úr embætti, er að miklu leyti sú, að hann og stuðningsmenn hans hafi haldið hjálpað honum til þess að kom- ast úr landi. Óstaðfestar fréttir herma að sonur Novotnys, sem var góður vinur Sejna, hafi ver- ið handtekinn, gefið að sök að hafa stundað brasksölu með bíla. Jan Sejna hershöfðingi varyf- irmaður stjórnmáladeildar innan ríkisráðuneytisins og reyndi með hjálp annarra stuðningsmanna Novotnys forseta í innanríkis- ráðuneytinu og varnamálaráðu- neytinu að gera byltingu til að koma í veg fyrir valdatöku Du- becks í janúar. Sejna kallaði út skriðdrekafylki og skipaði þvi að sækja til Prag, en hershöfð- ingjar, sem hliðhollir voru Du- beck, komust á snoðir um sam- særið og kæfðu byltinguna í fæðingunni. Skömmu síðar var yfirmaður leynilögreglunnar Mir oslav Mamula, sviptur embætti. Snemma í þessum mánuði flutt Sejna hershöfðingi til Banda- ríkjanna ásamt syni sínum og ungri konu og hafði meðferðis fjölmörg leyniskjöl, sem áreið- anlegar heimildir herma að séu einhver mesti hvalreki sem rek- ið hafi á fjörur Bandaríkja- manna, því að þar er að finna flest það sem þá fýsir að vita um málefni Tékkóslóvakíu og varnir Varsjábandalagsins. Þess vegna virðast Bandaríkjamenn ófúsir á að verða við kröfu Du- becks um að Sejna verði fram- seldur, en hershöfðinginn hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Bandaríkjamenn eru nú í þeirri undarlegu aðstöðu, að þeir halda hlífiskildi yfir illræmdum stalín ista. Herinn hefur legið undir þung um ásökunum vegna Sejna-máls ins, og landvarnaráðherrann, Lomsky hershöfðingi, hefur neyðzt til að koma fram í sjón- varpi til að bera til baka að herinn beri ábyrgðina á flótta Sejna og að viðbúnaður hafiver ið fyrirskipaður vegna valda- baráttunnar sem átti sér stað í janúar. Stuðningsmenn Dubeck í hernum og varnamálaráðuneyt inu hafa opinberlega krafizt þess að Novotny verði látinn segja af sér. Aukiff frjálslyndi Þó að íhaldssöm öfl í tékkó- slóvakíska kommúnistaflokknum biðu ósigur þegar Dubeck var geti ekki sagt listamönnum fyrir verkum. Einn harðvítugasti and stæðingur menntamanna, ritstjór inn Jiri Hajek, var einnig settur af. Þetta var upphaf aukins frjáls ræðis, og síðan hefur ritskoðun í raun og veru verið aflétt. Prjálsar umræður fara nú fram í útvarpi og sjónvarpi og áfund um, sem ýmsir aðilar boða til, einkum stúdentar. Blöðin hafa óspart gagnrýnt menn í valda- stöðum og valdníðslu, sem hefur viðgengizt, og tekið upp hanzk- ann fyrir menn, sem fallið hafa í ónáð. Nýlega fóru 3.000 stú- dentar hópgöngu að leiði Jan Masaryks fv. utanríkisráðherra, sem lézt með vofeilegum hætti fyrir 20 árum, og á fjölmennum fundi sem stúdentar og ungir verkamenn héldu nýlega í Prag var ógnarstjórn gömlu kommún- istanna gagnrýnd og krafizt auk ins lýðræðis. hefur þannig mjög verið gagn- rýnt, og stuðningsmenn Dubecks hafa heitið því að skerða það og koma á auknu lýðræði. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum telja stuðningsmenn Dubecksjaf vel koma til greina að auka vald þingsins á kostnað flokksins, og meðlimur í miðstjórn kommún- istaflokksins hefur lagt til að heimilt verði að bera fram á þingi tillögur um vantraust á stjórnina. Samtök stúdenta hafa lýst því yfir, að þau hafi í hyggju að bjóða fram í næstu kosning- um, sem fram eiga að fara í haust. Blöðin hafa krafizt þess, að þingið verði algerlega leyst undan eftirliti flokksins. Ólíklegt er, að kosningimum í haust verði kjósendum gefinn kostur á að velja á milli fram- bjóðenda kommúnista og and- stæðinga þeirra, en hugsanlegt er að ýmsir þjóðfélagáhópar fái aukin áhrif á val frambjóðenda Alexander Dubeck, leiðtogi Ko mmúnistaflokks Tékkóslóvakíu, sovézka kommwnistaflokksins. skipaður aðalritari í janúar í stað Novotnys eru þau þó enn mjög voldug, bæði innan flokks ins og embættismannastjómar- innar. Vegna hinna miklu áhrifa íhaldssamra afla var Novotny leyft að halda forsetaembættinu, sem er að vísu valdalítið. Du- beck er 46 ára gamall og frá Slóvakíu. Þar hefur andstaðan gegn Novotny verið hörðust, og Slóvakar hafa löngum kvartað um ofríki af hálfu Tékka. Það sem veldur Dubeck nú kvað mestum erfiðleikum er versnandi sambúð Tékka og Slóvaka. Dubeck hóf stjómarferil sinn með því að láta undan kröfum menntamanna, sem staðið hafa í fararbroddi í andstöðunni gegn Novotny. Útgáfa aðalmálgagns menntamanna, bókmenntatíma- rits, hafði verið stöðvun að fyrir mælum Novotnys, en Dubeck leyfði útgáfu á nýju tímariti, sem er að miklu leyti laust við eftir- lit af hálfu flokksins. Jiri Hend rych, höfuðandstæðingur mennt amanna, sem stjórnaði hugmynd afræðilegum málefnum flokksins og hafði á hendi eftirlit með menntun og listum, var sviptur embætti og frjálslyndari maður, Josef Spacek, skipaður í hans stað. Spaecek hefur lýst því yfir, að kommúnistaflokkurinn Nafn Novotnys ber oft á góma í þessari gagnrýni og hann er meðal annars sakaður um að hafa stjórnað hinum blóðugu hreinsunum á Stalínstímanum. Tékkum er enn í fersku minni Slansky-réttarhöldin frægu þeg- ar margir saklausir menn voru dæmdir til dauða eða langrar fangelsisvistar fyrir „njósnir" eða samstarf við „zíonista". Ein sterkasta krafan, sem fram hef- ur komið, er sú, að atburðir sem þessir endurtaki sig ekki, en að óbreyttu ástandi sé það engan veginn öruggt, að hinum seku verði refsað og áð þeir sem dæmdir voru saklausir fái fulla uppreisn æru. Hlutverk flokksins Umræðurnar hafa ekki aðeins snúist um fortíðina heldur hefur allt stjórnarkerfið í Tékkóslóv- akíu verið í brennideplinum. Verkalýðsfélög hafa krafizt þess að flokkurinn hætti öllum af- skiptum af málefnum þeirra og leiðtogar verkalýðssambandsins hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja ekki í verki stefnu Du- becks. Gagnrýnin hefur haft þau áhrif, að þrír úr hópi æðstu leiðtoga verkalýðssambandsins hafa verið sviptir embættum. Hlutverk kommúnistaflokksins og Leonid Brezhnev, aðalritari og að fleiri en einn frambjóð- andi verði í kjöri í hverju kjör- dæmi. Fyrir nokkrum dögum bárust þær fréttir að meirihluti flokksdeilda kommúnistaflokks- ins hefði samþykkt að framvegis skuli trúnaðarmenn flokksins kosnir leynilegri kosningu, og mun þetta óefað hafa í för með sér víðtæk mannaskipti. Lögreglan biffur afsökunar Kröfur um aukin mannréttindi hafa leitt til þess, að innan- rikisráðuneytið í Prag hefur lof að að endurskoða reglur um starf og valdssvið lögreglunnar. Ráðuneytið hefur beðið stúdenta afsökunar á framferði lögregl- unnar í átökum við stúdenta í október í haust. Lögreglumönn um hefur verið gert skylt að bera númer svo að þeir verði auðþekkjanlegir. f viðtali við vestur-þýzka sjónvarpið um helg ina sagði tékkneskur ráðherra Josef SmrkovSky, að Tékkar ætluðu sér að verða öðrum þjóð um til fyrirmyndar í því að virða grundvallarmannréttindi. Jafnframt boðaði hann að tékk- neskum borgurum yrði leyft að ferðast að vild til útlanda og sagði að samskipti við erlend ríki yrðu aukin. Jafnframt hefur Alexander Du Jan Sejna hershöfffingi beck boðað að dregið verði úr skriffinsku og frjálsræði aukið í atvinnulífinu, en talið er að eindregnustu stuðningsmenn hans séu skrifstofumenn og ung- ir tæknimenntaðir menn. Pró- fessor Ota Sika, hinn kunni hag- fræðingur sem á heiðurinn af þeim umbótum er gerðar hafa verið í efnahagsmálum Tékkó- slóvakíu, lét nýlega svo ummælt í tékkneska sjónvarpinu, að um bæturnar gætu því aðeins bor- ið árangur að öllum gömlum í- haldsmönnum yrði sópað burt úr öllum ráðuneytum. Stuðningsmenn Novotnys hafa ekki setið auðum höndum og hafa heimsótt verksmiðjur til þess að afla hunum stuðnings, Þeir hafa haldið því fram, að menntamenn séu að taka stjórn mála í sínar hendur og að um- bætur þær, sem gerðar hafa ver ið í efnahagsmálunum, hafi í för með sér kjaraskerðingu fyr ir verkamenn. Martin Vaculik, leiðtogi Pragdeildar kommun- istaflokksins, hefur gefið ískyn að hann muni styðja Novotnys og var svo viss um að forsetinn nyti mikils fylgis í flokkn- um, að hann skoraði á hann að fara fram á traustsyfirlýsingu þingsins. Mikiivægur fundur. Þessi gagnsókn stalínistana virðist þó hafa farið út um þúf- ur, og síðan Janko fyrirfór sér á fimmtudaginn hafa stuðnings menn Dubecks aftur hert á sókn inni gegn Novotny og stuðnings- mönnum hans. Einn af helztu kennisetningarmönnum flokks- ins, Zdenek Mlynar, sagði á fimmutdaginn að víkja yrði öll- um gömlum íhaldsmönnum úr á- hrifastöðum, þar sem þeir ógn- uðu pólitísku jafnvægi í land- inu. Mlynar krafðist þess, að hin nýja umbótastefna Dubecks yrði birt þegar í stað þannig að strax yrði hafizt handa um að koma á auknu frjálslyndi í þjóðfélags- og menningarmálum. Á laugardaginn kom Dubeck síðan opinberlega fram í fyrsta skipti í þessum mánuði og skyrði frá því, að á fundi sem hald- inn yrði í miðstjórn kommunista flokksins 28. marz yrði fjallað um hina nýju stefnuskrá og skipt um menn ' nokkrum vanda miklurn embættum í flokknum og stjórninni. Valdabaráttan er þannig að færast á lokastig, sem tímis því sem margt hefur verið gert til að mæta kröfum um auk ið frjálsræði, og sýnt er að meira verður gert í þá átt á næstunni. Nú þegar hefur verið gengið svo langt í átt til aukins frjálsræðis, að ekki verður hægt að snúa við. Afleiðingarnar, sem þróun mála í Tékkóslóvakíu get ur haft annars staðar í Austur Evrópu, eru ófyrirsjáanlegar Rússar eru áhyggjufullir, ekki sízt vegna þess, að fyrirsjáan- legt ér að næsta skrefið verður sjálfstæðari stefna í utanríkis- málum. Þannig er ekki ólíklegt að stjórnmálasamband verði tek ið upp við Bonnstjórnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.