Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1968 23 Fregnir af veðurfari, afla brögðum og hrakningum Rœtt vrð tréttaritcra blaðsins víða um landið STO SEM kunnugt er skall á illveður nú fyrir helgina og er veðrabrigðanna raunar lengTa að leita aftur í síðustu viku, þótt stórviðri yrðu ekki fyrr en í vikulokin. f veðri þessu fórust 90 fjár vestur í Staðarsveit á Snæfellsnesi og segir nánar frá því í annarri frétt, bryggju tók af í Ólafsvík og hér í Reykja- vík nefndu menn þetta Pressu- ballsveður, því gestir voru ein- mitt á leið til þessa árlega fagn- aðar blaðamanna, er veðrið skall hér yfir. I.enlu margip prúðbún- ir gestir í hinum verstu hrakn- ingum en náðu þó til fagnaðar- inis að lokum. Mikið umferða- öngþveiti varð hér í höfuðborg- inni og slys, sem annars staðar er getið. Lögregla og hjálpar- sveitir voru kallaðar út og er til þess tekið hvc frábærlega þessir aðilar stóðu sig við hjálp- arstörfin. f fregnum hér á eftir segir frá færð og hrakningum manna .aflabrögðum í verkfalls- lok á SuðurJandi, Suðurnesjum og Snæfellsnesi. Þá er í þessum yfirlitsfréttuin sagt frá tveim- ur bátum sem nýlega hefir lilekkzt á, bilum, sem lentu í hrakningum víða um land og truflunum á síma og rafmagni á Austurlandi. Hér er ekki um að ræða tœm- artdi fregnir frá þeim hállfsmán- aðartíma ,sem blöðin hafa ekki komið út. Veðrið. SIÐASTLIÐINN þriðjudag gekk vindur til norðurs eftiir talsverð- an ihlýindakafla og snjóaði þá talsvert fyrir norðan, eftir því sem Veðurstofan upplýsti í gær. Aðfaranótt föstudags setti nið ur talsverðan snjó með siuðvest- an hvassviðri sunnan lands og vestan og á íöstudag snjóaði einn ig annars staðar á landinu. Á föstudagskvöld hvessti aftur af suðaustri og bætti enn á snjó- inn, en aldrei orðið svo hlýtt að hann hafi tekið upp að neinu ráði. Framundan virðist vera norð- austan átt og bjart veður og frost sunnanlands, en áfram- hald á snjókomu eða éljagangi norðanlands. lærð á vegum. Samkvæmt upplsýingum Vega gerðar ríkisins er snjór með mesta móti á vegakerfi lands- ins. Vegirnir umhverfis Reykja- vík eru mjög illa farnir vegna vanhirðu verkfallstímabilsins og fyrir það var viðgerð á skemmd um vegna flóða ekki lokið. Ekki verður unnt að hefla vegina fyrr en þiðnar, en allt er nú gaddfreðið. Mikil ófærð hefur verið víða um landið síðan aðfaranótt sunnudags, þó að einhverjir fjallabílar hafi ef til vill komizt leiðar sinnar. Allar vélar Vega- gerðarinnar voru komnar af stað á sjötta tímanum í gær til þess að ýta snjó af vegunum og lagfæra þá. Sæmileg færð var um Árnes- og Rangárvallasýslur, en í báð- um Skaftafellssýslum var hin mesta ófærð. Sæmilegt færi var upp í Borgarfjörð um Hvalfjörð og um Snæfeiisnes, nem.a á fjall vegum þar, en vonazt er til, að unnt verði að opna þá í dag, ef veður leyfir. Einnig á að ryðja snjó af veginum um Bröttu- brekku í dag og verður þá vænt- anlega fært alla leið til Króks- fjarðarness. Á Vestfjörðum hefur verið siæmt veður að undanförnu og er þar allir vegir ófærir. Holta- vörðuheiði og Öxnadalsiheiði eru báðar ófærar, en í dag á að ryðja snjó af vegunum og verður þá leiðin Reykjavík—Akureyri fær. Einnig á að freista þess að ryðja af veginum norður til Hólma- víkur og sömuleiðis vegiina milli Akureyrar og Húsavíkur og Ak- ureyrar og Ðalvíkur. Á Norðausturlandi og á Aust- urlandi eriu mikil snjóþyngsli, en í gær var þó verið að ryðja snjó af veginum um Fagradal og verð ur þá fært niður á Reyðarfjörð frá Egilsstöðum og einnig eitt- hvað um Hérað. Á Suðausturlandi er mikil ó- færð og snjór. Aðeims er fær't frá Hornafirði um Nesin yfir í Suðursveit, en bæði Almanna- skarð og Lónsheiði eru ófær. Ófærð vegna stórhríðar . Borgarnesi, 18. marz. Óveðrið, sem gerði hér um helg na og fyrir hana, olli sam- göngutruflunum, einkum veður- hæðin og sortinn, Aldrei festi snjó svo beiniínis skapaðist ó- færð af þeim sökum ,a.m.k. ekki í l'ágisveitum Borgarfjarðar. Ýmsir vegfarendur lentu í erfið leikum á föstudaginn, urðu að yfirgefa bíla sína og gista þai sem þeir náðu fvrst til bæja. Áætlunarbíilinn ,sem lagði upp frá Reykjavík á föstudag og ætlaði hingað, varð að snúa við og náði hann tii Reykjavíkur aftur. Bílar tepptust í Hvalfirði og einhver brögð urðu að því, að þeir lentu út af vegum vegna blindhríðar. Ekki urðu slys á mönnuim. Þá mun og hafa orðið tafsamt fyrir sjúkrabíl, sem vair á leið með sjúkling ofan úr Reyk holtsdal og niður á Akranes. Greiðfært er hér nú um allar lágsveitir . Verkfallið var lítil áhrif far- ið að hafa hér í Borgarfirði, enda hér engir í verkfalli og mjólkin unnin er barst til mjólkurbúsins í Borgarnesi. —• Hörður. Afli glæðist í Ólafsvík. Ólafsvík, 18 .marz. Afli báta héðan hefir verið frekar tregur það sem af er ver- tíð. Þó hefir hann heldur glæðzt síðustu daga. Tið hefir verið mjög erfið á vertíðinini og land- legur tíðair. Heildarafli 18 báta frá áramótum er orðinn 2314 lestir í 517 sjóferðum, en var á sama tíma í fyrra 2190 lestir í 316 sjóferðum. Aflahæstu bátar eru nú: Lár- us Sveinsson 261 lest í 35 róðr- um ,Sveinbjörn Jakobsson 222 lestir í 32 TÓðrum, Guðbjörg 115 34, Halldór Jónsson 215 í 33, Jón á Stapa 173 5 30, Kristjón Jóns- son 170 í 35 og Valafell II 168 iesíir í 24 róðrum. — Hinrik. Ógæftir í Stykkishólmi. Stykkishólmi, 18 marz. Kerlingarskarð er ófært í dag og vegna óveðurs fé 11 áætlunar- ferðin niður í gær ,en á morgun verðuT vegunnn vfir fjallið mokaður og verður þá bílfært suður. Það má segja, að stöðugar ó- gæftir hafi verið frá áramótum og mjiig sjaldan gefið á sjó. Bát- ar eru nú hættir við línu, nokkr ir þegar farnir á net og aðrir að taka netin. Hefir Mtill friður verið það sem af er með netin, en þó virðist afli hafa heldur glæðzt og mætti búast við sæmi- legum afla ef gæftir yrðu. —- Fréttaritari. Færð góð í Húnavatnssýslum. Stað, Hrútafirði. Holtavörðubeiði er ófær bíi- um í dag. Þrír jeppar gerðu tii- 'raun til að komast suðuir yfir heiðina. en snéru við. Fjórir bíl- ar fóiu yfir heiðina í gær og nut.u þeir aðstoðar jarðýtu. Aðr- ir bílar fóu ekki yfir heiðina. Héðan er gott færi allt norður á Blönduósi og er snjólaust á vegum. Ungmennafélagið Grettir í Mið firði ætlaði að hafa frumsýningu á Skugga-Sveini á laugardag, en það er jafnframt 40 ára afmælis- sýning félagsins. Þeirri sýningu var frestað þar til í giær, að hún var haldin í Ásbyrgi 1 Miðtfirði fyrir fullu húsi og á að vera önnur sýning í kvöld og er upp- sel't á hama. — M. G. Bílum livolfdi. Bæ, Höfðaströnd, 18. mairz. Hér eru ekki veruleg snjó- þyngisli, en harðindi og gengur á með hríðarbyijum og frost hafa verið mikil. Nýlokið er skoðun á heyforða og ástandi búpenings. Ástandið er betra en búist var við, þótt einstakir bændur séu knappir með hey ,þá virðist heildarhey- fengur nægur I héraðinu. Hross eru al’lvel haldin a.m.k. hér í Úthéraði . Til sjávarins hefiir gengið illa vegna gæftaleysis og hefir því verið lítið róið til fiskjar. Héð- an frá Hofsósi nær einn bátur þegar gefuir. Frá Sauðárkróki hefur ekki verið róið, en verið er að búa út einn bát, sem er nýkeyptur er þangað. Byrjað er að bera lítilsháttar á inflúenzu, en ástand af þeim sökum er ekki alvarlegt. Færðin er sæmileg, þótt mik- inn hríðarbyl gerði í fyrrakvöld. Bílar sem þá voru á ferð lentu í miklum erfiðleikum, fóru útaf og sumir á hliðina og jafnvel á hvolf, en engin slys urðu á mönn urn. —- Björn. Lítið um vörur á Raufarhöfn. Kópaskeri, 18. marz. Segja má að veturinn hér hafi verið einkar siæmur, látlausar umhleypingar og tíð veðrabrigði og harðindi. Snemma í vetur gerði svellalög. sem hafa haldizt utan hvað kom góð hláka í byrj- un marz, en stóð stutt. Nú í síð- ustu viku gerði óveður á ný, en þó er sæmileg færð hér innan héraðs, innan við Kópasker. Al- gerlega er nú ótfært til Raufar- hafnar ,en akbrautin er víða nið urgrafin á þessari leið og verð- ur því fljótt ófær. - GULLIÐ Framhald af bls. 2 Sl. föstudag voru forvextir í Bandaríkjunum hækkaðir úr 4% í 5%, en með þeirri ráðstöfun er vonazt til, að fjánmagn erlendis fré til Bandaríkjianna fari vax- andi og minnki þannig greiðslu- halla þeirra við útlönd. Ráðstöfun Alþjóðagullsjóðsins hefur þegar orðið til þess, að ann að verð og hærra hefur skapazt á hinum frjálsa gullmarkaði út um heim. Þannig komst únsan af gulli upp í 44.36 dollara á gullmarkaðinum í París sl. föstu dag, en Englandsbanki tilkynnti þegar eftir ákvörðun gullsjóðsins, að gullmarkaðinum i London yrði lokað til 1. apríl n. k., en það er mesti gullmarkaður heims. Lítil áhrif á gjaldeyrismál fslendinga. Vegna framangreindrar fréttar sneri Morgunblaðið sér til Jóhann esar Nordals seðlabankastjóra og spurði hann um álit hans á frétt þessari og áhrifum hennar. Hann sagði, að það værj sitt álit, að með þessari ákvörðun hefði v-erið stigið mikilvægt skref í þá átt að koma á trausti á ný á gjaldeyris- mörkuðum heimsins, en þar hef- ur skapazt mikill órói að undan- förnu vegna spákaupmennsku varðandi hugsanlega hækkun á gullverði. Hatfa þjóðbankar þeirra landa, sem standa að gullsjóðn- um, sem stutt hefur viðskipti á gulímarkaðinum, ákveðið að -hætta að kaupa og selja gull á frjálsum markaði, en þeir munu halda áfram að verzla með gull sín á milli á óbreyttu verði. Einnig munu þeir halda áfram gullviðskiptum við þjóðbanka annarra ríkja, sem fallast á að fylgja sömu stefnu í þessu máli. Þetta þýðir með öðrum orðum að þessir þjóðbankar hætti að styðja gullmarkaðinn, svo að vænta má, að þar myndist annað verð en gildir í viðskiptum milli selðabanka. Hins vegar er að sjáltflsögðu stefnt að því, að þetta ástand standi aðeins í nofekurn tíma eða þangað til tekizt h'eflur að leysa þau gj'aldeyrisimiál, er nú er við að glíma, en þá standa vonir til þess að spákaupmennska með gull hætti að nýju. Mikilvægt skref í þessa átt er, að hið nýja kerfi yfirdráttarréttinda, sem samþykkt var að koma upp á síð ast ársfundi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, komi til framkvæmda. Verður það væntanlega á næsta ár,i, en með því verður til nýr alþjóðlegur gjaldmiðill, sem ætti að draga verulega úr eftirspurn eftir gulli. Þessi ákvörðun hefur lítil bein áhrif á okkar gjialdeyrismál. Hins vegar skiptir það fslendinga mjög mi'klu máli, að það takizt að koma í veg fyrir öngþveiti í al- þjóðajaldeyrismálum, þar sem slíkt gæti hatft í för með sér stór- kostlegan samdrátt viðskipta og myndi það koma sérstaklega niður é þjóðum eins og íslend- ingum, sem mjög eru háðar út- flutningi og utanr.kisviðskiptum. í vetur hefi’ hins vegar nokk- uð verið sótt af búðarvarningi frá Raufarhöfn hingað til Kópa- skers og bændur á Sléttu kaupa megn'ð af varningi sínum hér þar með talinn fóðurbæti. Nokkuð hefir borið á vöru- skorti nú síðustu daga á Rauf- arhöfn. Stafar það af því að litlar vörubirgðir voru þar fyrir svo og vegna verkfalls'ihs. Þá má geta um vandræði með mjólkurflutninga til Raufarhafn ar, en mjólk kemur frá Húsavík. Fyrir fjórum dögum komu bílar h'ngað frá Húsavík með mjólk og ælluðu til Raufarhafnar, en festust á leiðinni út í Leirhöfn og snéru við til Kópaskers og skildu mjólkina etftir hér. í dag var svo væntanleg jarðýta frá Rau'farhöfn með sleða til að sækja mjólkina. Gæftaleysi hefir verið á Rauf- arhöfn og lítill afli þegar gefið hefi-r á sjó. Atvinnuhortfur eru þar með lélegasta móti. Frysti- Fraimthald á bls. 31 — Kristjdn Eldjdrn Framhald af bls. 32 ingu frá minni hendi varð- andi framboð“. Þá spurði Morgunblaðið hvort slík yfirlýsing væri væntanleg á næstunni. Gunn- ar Thoroddsen svaraði: „Yfir- lýsing frá mér um málið kem ur áður en langt um líður og í síðasta lagi fyrir páska“. Þess má geta, að kjör florseta íslands skal fara fram sunnu- daginn 30. jún-í n.k., og verður að skila framboðum til forseta- kjörs í hendiur dómismálaráðu- neytinu ásamt samþykki forseta efnis, nægilegri tölu meðmæl- enda og vottorðum yfirkjör- stjórna um að þeir séu á kjör- skná eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Forsetaefni skal hafa með- mæli minnst 1500 kosninga- bærra manna en mest þrjú þús- und og skiptast eftir lanidshlut- um, eins og nánar er skýrt frá annars staðar í blaðinu í dag. í samtalinu við Kristján Eld- jiárn, var hann ennifremur spurð ur að því, hverjir stæðu að framboði hans, og svaraði hainn fréttamanni Morgunblaðsins á þessa leið: „Mjög margir menn hafa komið að máli við mig síð- an fréttist að forsetakosningar ættu að verða í vor og látið í ljós þá ósk, að ég gæfi kost á mér til framfooðs í forsetakosn- ingum, og eru þessir menn úr ýmsum þjóðfélagsstéttum og landstolutum og, að ég held, úr öllum stjórnmálaflokkum. Ég hef hugleitt mál þetta og niður- staðan hefur orðið sú, að ég hef ákveðið að verða við þessum óskum“. Við spurðum Kristján Eldjám næst hvort nokkrar aðrar ástæð ur en að framan greinir, lægju til þess að hann héfði orðið við þessum tilmælum. „Nei, nema hvað ég hetf reynt að gera mér grein fyrir eðli þessa máls og vegið og metið með sjálfum mér. hvað gera skyldi og hef síðan tekið þessa ákvörðun", sagði Kristján Eldjárn. Þá var hann spurður að þvi, hvort hann hefði miklar vonir um að sigra í væntanlegum for- setaikosningum. Hann svaraði: „Ég hetf ekki haft neina möguleika til að kanna það nákvæmlega, hvaða horfur eru á að ég sigri í kosn- ingunum, en ég hygg að sigur- lí'kur mínar í bili að minnsta kosti séu það miklar að ég geri mig ánægðan með þær. eins og á stendur og áður en lengra er komið“. Að lokum spurðum við Krist- ján Eldjlárn, þjóðminjavörð, þessarar spurningar: „Teljið þér að kosningaibará'ttan verði hörð“. Og hann svaraði: „Ég get ekki gert mér grein fyrir því, hvort kosningabarátt- an verður hörð eða hvernig henni verður yfirleitt hagað, en það er að sjiálfsögðu einlæg von mín að það verði drengileg bar- átta, enda sé ég enga ástæðu til að svo megi ekki verða“. í trjágarði eftir hina miklu snjóko-mu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.