Morgunblaðið - 26.03.1968, Side 4

Morgunblaðið - 26.03.1968, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 196« Get bætt við mig nemendum « ökukennslu. ÞÓRIR HERSVEINSSON Sími 19893. Rauðarárstlg 31 Simi 22-0-22 MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 símar21190 i eftir lokun slmi 40381 1-44-44 Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Simi 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. ÞEKKIRÐU MERKIÐ? D.12 EINSTEFNUMERKI Þetta merki gefur til kynna, að ekiS sé inn á einstefnuaksturs- götu, og að akstursstefnan sé í þá átt, sem örin vísar. Merkið er einnig algengt við innakstur á bilastæði, eða þar sem lagðar hafa verið sérstakar götur með- fram íbúðarblokkum, vegna inn- aksturs á sérstök biiastæði þeirra. Ókunnugum er sérstak- tega bent á að fara eftir siíkum leiðbeiningum f stað þess að reyna að smjúga stytztu leið, I skjóli þess, að lögreglan sjái ekki tfl þeirra. HFRAMKVÆMDA- NEFND HÆGRI UMFERÐAR Sænska endur- varpið „Útvarpshlustandi'* skrif- ar: „Kæri Velvakaradi! Nú hafa Svíar fengið Víet- nam á heilann, og þótti víst engum mikið. En hefur Ríkis- útvairpið fengið Svíþjóð á heilann? Mér þykir það meira en títili furðu gegna, að út- varpið skuli telja það helztu heÍTnsviðburðina dag etftir dag, hvað sænskir póhtíkusar hugsa um stríðið í Víetnam. Rakið er sem aðaltfrétt og mjög ná- kvæmlega, hvað sænskir þing- menn segja um málið. Hverj- um kemuT betta við hér uppi á íslandi? Væri ekki nær að rekja álirt þeirra, sem nær búa í Víetnam, t. d. þjóðþinganna á Filippseyjum, í Singapore, í Malasíu, í Indónesíu, í Suður- Víetnam, í Laos, í Síam, í Japan, á Formósu, í Suður- Kóreu, í Ástralíu, í Nýja-Sjá- landi o. s. frv.? Þótt vinstri sósíalistunum, sem vinna við fréttastofuna NTR, þyki gam- an að ihnjóða í Bandaríkjamenn og bera Svía fyrir sig, þá er ástæðulaust fyrir okkar Ríkis- útvarp að lepja þann kjafta- og rógvaðal upp endalaust. Er Víetnam í Lapplandi? Um daginn var fluttur einn len/gsti fréttaauki, sem heyrzt hefur með kvöldtfrétt- um, og var sagt, að hann væri frá Svíþjóð, eöa nánar tiltek- ið Stokkhólmi .En fjallaði hann um sænsk máietfni? Nei, hann fjallaði um Víetnam! Er Víetnam þá norður í Lapp- landi eða kannske suður á Skáni? Ég held Svíum væri nær að hugsa um sín fáfæku mínoritet eða minnihlutabrot, eins og Lappa, Tatara, Finna og Eistlendinga, áður en þeir fara að siðbæta annað fólk. Og hvað um þjóðarmorðin handan Eystrasalts? Ætla Svíar að horfa á þau þegjandi alla sína daga? Eða skmmast þeir sín kannske fyrir hlut sinn að mál inu (endursenda flóttamenn, sem Östen Undén sendi í af- tö'kuklefa sovézku leynilögregl unnar), svo að breiða á yfir vonda samvizku með afskipt- um af Víetnam-málinu? Og hvern styðja þeir austur þar? Morðingjasveitir eins arðvitug asta einræðisríkis, sem saga Austurlanda kann frá greina! Kosningar hafa aldrei verið haldnar í Norður-Víetnam, en á það minnast Svíar ekki og vilja helzt gleyma frjálsum kosningum ,sem tvíveigis hafa verið haldnar í Suður-Víetnam. Morðingjasveitir norðanmanna og Víetkong hafa mörg undan- farin ár myrt þúsxmdir sak- lausra borgaxa og rænt öðrum eins fjölda. Það þykir ekki fréttnæmt. Það þykir heldur ekki í frásögur færandi, þótt kommúnistar Ihafi um Langt árabil iðkað það að sprengja full samkomufhús í lotft upp, láta sprengjur reka eftir skipa- skurðum og ám, gert sprengju- og skotárásir á skip og bíla en svo ætla Svíar að rifna af vandlætingu etf svarað er með loftánásum á herbækistöðvar norðanmanna! Nei, góðir menn. Hlífið okk- ur við þessum langlokxrfrétt- um atf skoðunum sænskra stjóm málamanna á Víetnam-málinu. Það er nóg að þær séu lesnar í sænska útvarpinu. Annað eiga þær ekkert erindi, enda hefur enginn lifandi maðxir áhuga á þeim utan Svíþjóðar, varla einu sinni norskix og danskir kommúnistar. Grímumenn „Miðbæjarmaður“ skrif- ar: „Velvakandi góður: Er maður skyldugur til þess að heilsa grímuklæddu fólki? Ég er mikið á ferli í Mið- bænum og „paa Hat“ við marga rnenn; þ.e. ég kannast við marga og heilsa þeim. En oft er það, að fólk heilsar mér, sem ég ber engin kennsl á, og tek ég þá stundum undir kveðju þess á síðasta axigna- bliki, en stundum ekki. Það er manni svo lagt út til merki- legheita. En hvernig skyldi standa á því, að ég þekki ekki kunningja míma? Það er af því, að þeir eru eiginlega grímuklæddir: 1. Menn, sem hafa látið sér vaxa alskegg. 2. Fólk með sólgleraugu. 3. Menn í úlpu með aðreimaða heftu, svo að rétt gritíir í augu, nef og efri vör. Nú hef ég tekið upp reglu kunningja min/s, sem segir, að vilji fólk d-ulbúa sig, sé sjálf- sagt að virða það og heilsa því alls ekki. Mér finnst þetta ágæt regla og sendi þér hana. Velvakandi minn, ef þú vildir koma henni áleiðis til fleiri. Þinn Miðbæjarmaður". 'Ar ,»Húrra fyrir silfur- meraímönnum" Þanniig er fyrirsögn á bréfi, sem Þórey Jónsdóttir á Akranesi sendir. Það er svona: „Kæri Velvakandi! Tilefni þessa bréfs er tak- markalaus aðdáun min á bók- menntasmekk þeirra manna, sem úthlutuðu .silfurbikkj- unni“ í ár. Meðan við eigum slka „smekkmenn", er minn- ingin ekki á flæðiskeri stödd á voru ísaköldu landi. En hvers vegna er greyið svona þrælsligað og grindhor- að í þokabót? (Ég meina sko I^kkjuna). Er hún kannski með hrossa- sótt eða eitthvað svoleiðis? Eða á þetta að vera táknrænt? Svo er það þetta með „kímni- gáfuna" hans Guðbergs . . . Þið vitið þessa sérstæðu, sem talað var um við afhendingu verðlaxxnanna. Satt, var orðið. Sérstæð er hún óneitanlega. Svo sérstæð, að ég efast um, að maðurinn eigi marga „þjáningarbræður" á því sviði, þ.e.a.s. sem ganga lausir. En hvað með það? Til ham- ingju með drógina! Hver veit nema Eyjólfxxr hressist. Horbikkjima höndlað fékk, — hún er taiin mikið þing. En kímnigáfa kappans hékk á klámi, bulli og svívirðing. Að síðustu ferfalt húrra fyrir þeim silfurmerarmönn- um! Þórey Jónsdóttir Akranesi. ★ Poppkornaþefur í bíósölum „Bíó-Bárður“ skritfar: „Velvakandi góður: Vertu nú svo vænn, að koma því á framfæri við bá, sem ráða kvik myndahúsunum, að þeir banni poppkornaneyzlu við kvik- myndasýningar. Fnykurinn af þessum pönnxisteikta maís er svo ferlegur, að manni slær fyrir brjóst. Satt bézt að segja, þá líkist hann mest vissri teg- und af ólykt, sem mannslík- aminn framleiðir, og ekki þykir hæía að nefna á prenti. Ég er ekki einn um það, að þessi viðbjóðslega fýla eyði- leggi fyrir manni heila bíóferð, þegar maður er svo ólheppinn að hafa við hliðina bíóigest, sem bryður þetta hröngl upp úr skrjáfandi pokum alla sýn- inguna, en upp úr honum gýs síðan ógeðslegur þefur, að hraustustu mönnum verður óglatt. Bannið þennan tortúr! Bíó-Bárður“. Iðnaðar- geymslu- og skrifstofuhúsnæði til leigu. Sanngjörn leiga. Góð bílastæði. Uppl. 1 síma 40159. GREHSáSVEO 22-24 SIMAR/30280-322GZ UTAVER NYTT - NYTT Franskur veggdúkur sem er mjög góð hita- og hljóðeinangrun. Veggefni er kemur í stað máln- ingar á eldhxis, ganga, forstofur og böð. Dönsku ruggu- stolarnir -x Fermingargjöfin í ár er þessi ruggustóll. Fást í öllum regnbogans litum. Með rósóttu creton í baki og setu eða köflóttu eftir eigin vali. »i -U4 jMl qaar>cx <J Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.