Morgunblaðið - 04.04.1968, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.04.1968, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1968 13 — Undir íslenzkum Framhald af bls. 10. irlestrahalds um handritamálið og önnur íslenzk menningamál af ýmsum samtökum, og fyrir fáum árum ferðaðist hann um og flutti erindi í skólum víðs vegar um Noreg í boði menntamála- ráðuneýtisins norska. Bjarni hefur lengstum búið í smábænum Ry á Austur-Jót- landi, og á hann þar hús, sem hann hefur að miklu leyti byggt sjálfur. Kona hans er vel mennt- uð, tók stúdentspróf, las uppeld- isfræði við háskóla og lauk síð- an kennaraprófi, — og um skeið greiddi hún fyrir störfum Bjarna í þágu þjóðar sinnar með því að stunda kennslu í skólum. En áð- ur en langt leið, veiktist hún af illkynjuðum og langvarandi sjúk dómi ,og þar eð þá var svo kom- ið ,að þau hjón höfðu eignazt þrjú börn, má nærri geta, að heimilisástæður og afkoma muni hafa verið meira en lítið erfið, þótt Bjarni léti það ekki hamla sér frá að vinna handritamálinu allt það gagn, sem hann mátti og komu þar greinilega í ljós hin sömu skapeinkenni og snemma bar á hjá honum, dirfska, skapþungi, kapp og seigla. Bjarni hefur notið nokkurs stuðnings héðan að heiman af opinberu fé til starfa sinna, og á síðastliðnu vori, voru honum veitt allrausnarleg heiðurslaun. Hjá miklum þorra íslenzkra stjórnmálamanna er starf hans vel metið ,og íslenzk alþýða hef- ur á honum miklar mætur. Þá hefur og fyrrverandi sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, Stef- án Jóhann Stefánsson, farið um hann eftirfarandi orðum í síð- ara bindi ævisögu sinnar: „Ekki má heldur gleyma Bjarna M. Gíslasyni rithöfundi, sem fyrr og síðar lagði málstað okkar dyggilegt lið og hafði einn ig til brunns að bera yfirgrips- mikla þekkingu á handritamál- inu. Lét hann oft óspart frá sér heyra bæði í ræðu og riti, og var mér stuðningur hans, áhugi og dugnaður ómetanlegur". Þessi orð eru órækur vitnis- burður og efast ég ekki um, að Bjarni M. Gíslason hafi kunnað að meta hann. En hjá íslenzkum fræðimönnum hefur verið mjög hljótt um Bjarna, og hefur það vakið hneyksli margra hér á landi og þá ekki síður í Dan- mörku meðal vina hans og sam- starfsmanna, sem gerzt vita, hve mikils virði starf hans hefur ver- ið hinum íslenzka málstað, enda er það ekki óalgengt, að lærðir íslendingar líti niður á lýðhá- skólamenn og menningu og hafi enga hugmynd um, hvað danska þjóðin og einnig við eigum þeim að þakka, bæði fyrr og síðar — og þá einkum í handritamálinu. Mér er nær að halda, að það væri að þjóðarvilja, að Bjarna Gíslasyni, sem nú er sextugur, væri boðið hingað heim á vori komanda og honum sýndur auk- inn sómi. Ég hef nýlega séð mynd af Bjarna, þar sem hann situr í skrifstofu sinni — og á veggnum á bak við hann og yfir höfði hans er íslenzkur fáni. Strax og ég sá þessa mynd, flaug mér í hug, að hún væri mjög táknræn um starf og stríð Bjarna og ást hans á þjóð sinni og landi og ís- lenzkum menningarerfðum. Und- ir íslenzkum fána hefur hann háð baráttu sína til framgangs hjartfólgnasta máli íslenzku þjóð arinnar síðan sjálfstæðisbarátt- unni lauk. Og margir munu þeir verða meðal íslendinga, sem pieð mér óska honum og fjölskyldu hans allra heilla — og þá ekki sízt þesS, að honum auðnist að sjá handritin flytjast heim og að enn reynist andleg orka hans svo sterk og frjó, að hann megi taka þar upp þráðinn á ný, sem hann sleppti honum 1951, þá er hann tók þá ákvörðun að helga hand- ritamálinu alla sína orku og seiglu. Guðmundur Gíslason Hagalín. ÁRIÐ 1931 kom ungur maður til mín í skrifstofu Morgunblaðs- ins, bjartleitur og með mikið gló- bjart og hrokkið hár. Hann bauð af sér góðan þokka, var einarð- legur og staðfestulegur á svip. Hann kvaðst heita Bjarni M. Gíslason og vera Barðstrending- ur að ætt. Og erindið var það að vita hvort ég vildi taka í Lesbók kvæði eftir sig. Við tókum tal saman og hann sagði mér nokkuð af högum sín- um. Hann kvaðst engrar mennt- unar hafa notið nema barnaskóla fræðslu, því að hann hefði orð- ið að vinna fyrir sér frá ferm- ingu og síðan oftast verið á sjón um, og nú á togara hér syðra. Honum var sjómennskan í blóð borin eins og mörgum Vestfirð- ingum á þeim árum, en þótt hon- um líkaði starf sitt vel, þá hugs- aði hann samt hærra: hann lang- aði til að verða skáld. Kvaðst hann eiga efni í dálitla ljóða- bók, en langaði til þess að kynna kvæði sín og vita hvernig þeim yrði tekið, áður en hann gæfi út bók. Þess vegna langaði hann til að fá birt kvæði í Lesbók. Það fór nú svo, að þetta ár og hið næsta birtust allmörg kvæði hans í Lesbók, og haust- ið 1933 gaf ísafoldarprentsmiðjá út ljóðabók hans, sem hann nefndi „Ég ýti úr vör“. Og svo ýtti Bjarni úr vör í öðrum skilningi. Hann sagði mér, að seinustu árin hefði sér tekist að safna dálitlu fé, og nú ætlaði hann að verja því til þess að afla sér þeirrar menntunar, sem hann hefði svo sorglega far- ið á mis við, hann langaði til þess að kynnast annara þjóða háttum og menningu, og þess vegna væri afráðið að hann færi í danskan lýðháskóla, og reyndi svo síðan að brjóta sér braut sem rithöfunudr og skáld í Dan mörku. Svo fðr hann utan og var tvo vetur í lýðskóla á Als og síðan tvo vetur í Askov. Hin hollu áhrif lýðháskólanna höfðu úrslita þýðingu fyrir framtíð hans. Hann kynntist fjölda ágætra lýð skólamanna, sem báru í brjósti hugsjón réttlætis og siðmenning- ar. Hann hreifst með þeim, og vann sér skjótt mikið álit meðal þeirra. Og þegar lýðskólamenn irnir tóku þá ákvörðun að beita sér. fyrir því að íslendingar fengi aftur handrit sín fráDan- mörk, því að þeir ættu siðferði- lega rétt til þess, hvað sem laga- legum rétti liði, þá varð Bjarni þar fremstur í flokki. Rit hans um handritamálið, „De íslandske Haandskrifter stadig aktuelle" og „Danmark—Island", bera af öðru því, er skrifað hefir verið um samskifti þjóðanna, hógvær, margfróð, og rökrétt. Enda kné- setti Bjarni þar dönsku háskóla- prófessorana, sem mest börðust gegn afhendingu handritanna. Leiðir forsjónarinnar eru ó- rannsakanlegar. Hver mundi hafa trúað þyí, þá er hinn ungi sjómaður brauzt í því að sigla til Danmerkur til þess að afla sér þar menntunar, svo að hann gæti orðið skáld, að hann mundi skila þjóðirvni svo dýrlegum og ógleymanlegum óði sem Bjarni hefir gert? Fyrir það á hann lofgróna þökk. Áður en Bjarni „ýtti úr vör“ orkti hann kvæði um vestfirsk- an afreksmann, sjómann sem skeytti ekki um hættur, þegar bjarga þurfti. Seinasta erindið getur verið niðurlag þessara fáu orða: En fleiri eru afrek þessa manns, allsstaðar þess nesið sýnir merkin, að hann hefir unnið hreysti- verkin enginn þó að honum færði krans. Hver vill nú af íslands ungu sveinum aftur kveikja líf á berum steinum, sem nú vitna um dáð og hreysti hans? Árni Óla. DANSKIR lýðháskólamenn vilja bera fram þakkir og hyllingu til skáldsins og baráttumannsins Bjarna Gíslasonar, sem verður sextugur í dag. Skáldagáfuna fékk hann í vöggugjöf, en barátta hans alla ævi fyrir auknum rétti íslands á vettvangi Norðurlandanna — ekki hvað sízt Danmerkur — þar með talinn heimflutningur handritanna til íslands — er í beinum tengslum við þann sam- norræna anda, sem hann kynnt- ist á lýðháskólum. Hann horfir vítt yfir og lætur margt til sín taka: Dani í Suður—Slesvig, og allsherjar vakningu meðal Finna, Færeyinga og Norðmanna. Hann stendur sterkum fótum í sögu þjóðar sinnar og skáldskap hef- ur hann barizt fyrir allar Norð- urlandaþ j óðirnar. Án þeirra tengsla, sem hefur þannig orðið til milli Bjarna Gíslasonar og danskra lýðhá- skóla og án þeirra bóka, sem Bjarni Gíslason hefur ritað, er óhætt að fullyrða að tæpast hefði verið unnt að fá meirihluta dönsku þjóðarinnar til að fylkja sér um afhendingu handritanna. Islenzka þjóðin hefur þakkað honum og skerfur hans má aldrei gleymast meðal landa hans. Með þessum línum vjl ég senda honum kveðju og hylla mikinn norrænan og alþýðlegan baráttumann. Snöghöj lýðháskólanum í marz 1968 Poul Engberg. — IMIIVIIR — Vornámskeið Skóli fyrir fullorðna: 22. apríl — 30. maí. Tveir tímar í senn tvisvar í viku. Námskeiðið er 24 tímar alls. Enska — Danska — Þýzka — Franska — Spánska ítalska — Sænska — íslenzka fyrir útlendinga. Aðstoð við próf: Stærðfræði 16. — 27. apríl Danska 16. — 23. apríl „fslenzka" 30. apríl — 11. maí Eðlisfræði 30. apríl — 16. maí Enska 4. maí — 19. maí T’vær stundir í senn, 14 stundir alls í hverju fagi. Athugið: stundaskrá okkar er í samræmi við próf- töflu landsprófs. Námskeið fyrir unglinga sem ætla til Englands 6. — 31. maí, tveir tímar í senn annan hvern dag 24 stundir alls. Öllum unglingum heimil þátttaka, hvort sem þeir fara út á vegum Mímis eða ekki. Skólagjald í öllum flokkum greiðist við innritun. MÁLASKÓLIIMIM XÚMIR Brautarholti 4 — Sími 1 000 4 kl. 1—7. spilakvOld Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður í kvöld fimmtudaginn 4. apríl kl. 20.30 í Sjálfstæðis- húsinu. Ath. að þetta er síðasta spilakvöld vetrarins. Góð kvöldverðlaun. — Kaffiveitingar. N E F N D I N . Skrifstofustúlka óskast Stórt verzlunarfyrirtæki í Miðbænum óskar eftir skrifstofustúlku til vélritunarstarfa, simavörzlu o.fl. Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins merktar: SSS — 8827“ fyriv 7. þ.m. HarÍtiÍarkutiip I M N I IJ T I BÍLSKIJRS $mi- 'Utikutiir h. □. RÁNARGÖTU 12. SÍMI 19669 VILHJALMSSON BÓTAGREIÐSLUR almannatrygginganna í Reykjavík Vegna páskahátíðarinnar hefjast greiðslur bóta almannatrygg- inganna í aprílmánuði sem hér segir: Föstudaginn 5. og laugardaginn 6. verður eingöngu greiddur ellilífeyrir. Greiðslur annarra bóta þó ekki fjölskyldubóta, hefjast mánudaginn 8. apríl. Greiöslur fjölskyldubóta befjast þriðjudaginn 76. apríl TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.