Morgunblaðið - 04.04.1968, Page 24

Morgunblaðið - 04.04.1968, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRlL 1968 Vatnsbyssan niín er eldvarpa í daíj. Ég i'yllti hana með brennsluolíu. hans þreytandi gönguför, og hann hafði mestan áhuga á að fá gott þak yfir sitt höfuð og sinna manna. Þess vegna tók hann feginshendi tilboð Mehelys um að mega nota aðalbygging- una fyrir bækistöð sína. Þrátt fyrir alla þessa vinsemd, heimtaði hann samt öll vopn af- hent. Þetta hafði Mehely séð fyrir. Hann fór með yfirforingj- ann, sem var ofursti, inn í skúr einn. Þar lágu í skipulegri röð eins fimmtíu byssur, stórar og smáar, af öllum tegundum og ár- göngum, allt frá fornlegum sol- dátabyssum til nýtízku sjálf- virkra skotvopna. Dagurinn leið, án þess að neitt sérstakt skeði. f Hagnony voru ekki nema fá hús tekin af Rúss- unum og aðeins þremur konum, sem höfðu verið þeir klaufar að láta finna sig úti á akri, var nauðgað. Ofurstinn og herráð hans fékk inni í aðalbygging- unni, en óbreyttir liðsmenn höfð ust við í hesthúsum og hlöðum. Mehely og kona hans tóku að róast. Rökkrið féll á, en þá fannst þýzki Lugerinn. Það komst aldrei upp, hvort Mehely hefði af ásettu ráði falið skammbyss- una eða bara hreinlega gleymt henni, þegar vopnunum var safn að saman. Höfuðsmaður einn fann hana í skúffu í herbergi húsbóndans. Qfurstinn, sem var Ukrainu- maður og siðaður, var helzt á því að taka gilda skýringu Me- helys, að hann hefði gleymt byssunni, og láta það gott heita. En þegar hér var komið, var málið þegar komið í hendur NKVD—foringjans í herráðinu, og hann heimtaði, að Mehely væri skotinn. Og ofurstinn hafði barizt alltof lengi við Þýzkar- ana og var alltof þreyttur nú 29 orðið, til þess að nenna að berj- ast við NKVD. Hann fór af stað í óhreina frakkanum sínum, náði í skriðdreka, sem framhjá fór og hélt áfram og ofurseldu örlög gestgjafa síns í hendur NKVD. Úti í húsagarðinum var Me- hely stillt upp við háa, hvít- kalkaða hesthúsvegginn og skot- inn af hóp dáta, sem höfðu ver- ið kallaðir saman í snatri, hálf- klæddir og meira eða minna drukknir. Frú Mehely, sem hálftíma áð- ur hafði stýrt kvöldverðarboði, sem hefði getað líkzt sáttaveizlu Rússa og Ungverja, gat í fyrst- unni ekki gert sér ljósa þessa bláköldu alvöru þess, sem fram fór. Eftir að Ýjfurstinn var far- inn, voru örlög rrvanns hennar rædd fram og aftur á rússnesku, sem hún skildi ekki. Hún eyddi dýrmætum mínútum í að ná sér í túlk og komst ekki út í hús- garðinn fyrr en á því andartaki, er dátarnir höfðu hafið byssur sínar á loft. Hún þaut á NKVD — manninn, en um seinan. í sama vetfangi skipaði hann að skjóta. Þegar hún sá manninn sinn hníga niður, hljóp hún æp- andi til hans. Þá skaut einn skot- glaður dáti í bakið á henni. Hún datt í ræsið milli hest- húss og hlöðu og lá þar kyrr og með fullri meðvitund, þrátt Skolphreinsun Losa um stífluð niðurfallsrör. Niðursetningu á brunnum. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsun að verki löknu. Sími 23146. fyrir sárið. Kúlan hlaut að hafa lent í hryggnum, því að fæturn- ir voru dofnir, svo að hún gat aLls ekki hreift þá. Hún fann engan sársauka, en skalf bara af kulda, enda var hitinn við frostmark. Hún æpti á hjálp, en enginn heyrði til hennar, því að heimilisfólkið var löngu búið að forða sér út í skóg, eða hafði falið sig í varnarbyrginu. Nokkrum klukkustundum síð- ar fann einn dátinn hana. Hann var tatari, eins og allir hinir — villtur og ósiðaður, eins og hin- ir, svo að jafnvel foringjarnir voru hræddir við þá. Þegar þeir fundu konur, sem gátu ekki flú ið, skeyttu þeir ekki um, hvort þær voru sjúkar, særðar eða deyjandi, heldur svöluðu þeir þá girnd sinni, alveg á sama hátt og þeir slökktu þorsta sinn í fyrsta vatnsbóli, sem þeir fundu. Þegar morguninn kom, var hún enn lifandi, þótt ótrúlegt kunni að virðast. En þá gat hún ekki nema getið sér til um, hversu margir lúsugir girndarfullir skrokkar höfðu verið í snert- ingu við hana. Ein þjónustu- stúlkan hennar, sem hafði verið í felum bak við einhverjar krær í hlöðunni, hafði gert upp hug- ann og brölt út til hennar, og lagað á henni fötin. Hún hafði líka þerrað andlit hennar og gef ið henni eitthvað að drekka. Nokkru seinna hafði einn for- inginn hætt sér út milli bygg- inganna. Hann var ungur með rjóðar krakkakinnar og mjúkt ljóst hár næstum hvitt. Hann kunni ekki annað en rússnesku og þegar frú Mehely kallaði á hann, hélt hann fyrst, að hún ætlaði að biðja hann um hjálp. En til þess að móðga ekki NKVD—foringjann, lét hann hana liggja þar sem hún var komin. En rödd hennar var svo biðjandi, að hann stanzaði loks og laut yfir hana. Þá gerði hún honum skiljanlegt með bending- um, að hún bæði hann að skjóta sig. Foringinn var kornungur, en hafði engu að síður lifað þrjár styrjaldir, sem voru enn grimm- ari en stórslátrunin, sem kennd er við Djengis Kahn. Hann hafði veitt mörgum hestum og öðrum skeppnum liknardauðann og jafnvel nokkrum sínum mönnum til þess að forða því, að þeir yrðu fyrir hefndarverkum óvin- anna og því veitti honum ekki erfitt að verða við ósk þess arar konu. Hann hafði lifað svo margar skelfingar, að hann var eldri að reynslu en árum. Hann vissi, að lífi frú Mehely var lokið, og að dauðinn yrði henni frelsun. Hann laut niður, greip skammbyssuna hélt hendi yfir augu hennar og skaut hana í höfuðið. Vinsælar fermingargjafir Skíðaútbúnaður Skautar frá kr. 770.— Útivistartöskur Svefnpokar Tjöld Ferðagastæki Veiðistangasett Instamatic Ijósm. vélar Sjónaukar o. fl. VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER. VERZLIÐ ÞAR SEM HAGKVÆMAST ER. Laugavegi 13. PÓLÝFÓNKÓRINN Messa í H-moll eftir Johan Sebastian Baeh FLYTJENDUR: Guftfínna D. Ólafsdóttir, sópran Ann Collins, alto Friftbjörn G. Jónsson, tenór Halldór Vilhelmsson, bassi Einleikarar: Einar G. Sveinbjörnsson, fiftla David Evans, flauta Kristján Stephensen, 1. óbó Bernhard Brown, 1. trompet Kammerhljómsveit Pólýfónkórinn. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Frumflutningur á íslandi í Kristskirkju, Landakoti, þriðjud. 9. apríl kl. 8.30 e.h. Endurtekið í Þjóðleikhúsinu á skírdag kl. 8.30 e.h. og á föstudaginn langa kl. 4 e.h. — Missið ekki af þessum tónlistarviðburði, og tryggið yður miða í tíma. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Þjóðleik- húsinu. ÁLECG ALLRA VAL HANCIÁLECC - RÚLLUPYLSA - SPECIPYLSA MALAKOFF - ROAST BEEF - SKENKA - BACON KINDAKÆFA - LIFRARKÆFA _ OSTUR MARINERUÐ SÍLD - KRYDDSILD - SÍLDARRÚLLUR Laugalæk 2 sími 3 50 20 Hrúturinn 21. marz — 19. april. Láttu ekki óvænt deiluefni á vinnustað koma þér úr jafnvægi. Notaðu kímnigáfu þma til að hjálpa þér fyrir erfiðan hjalla. Nautzð 20 apríl — 20. maí. AIL konar geðhrif gera vart við sig í dag og skaltu ekki taika þau allt of hátíðlega. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Þér býðst stórgott tækifæri í dag og skaltu grípa það tveim höndum því að óvist að annað eins kostaboð verði þér gert á næstunni. Krabbirn 21. júní — 22. júlí. Þú ssttir ekki að espa nágránna þína með undarlegri hegðun. Reynau að hafa vald yfir duttlungasemi þinni. Ljónié 23. júlí — 22. ágúst. Það fer ekki allt ems og þú hafðir vonast eftir í dag, og hætt við að þér gangi erfiðlega að fá því framgengt, sem þú óskar helzt. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Samband við ættingjana hefur skánað verulega og skyldirðu átta þig á, að það er ekki þér einum að þakka. Vogin 23. september — 22. október. Ekki er ósennilegt að þú fáir peninga senda langt að í dag. Gleymdu ekki að sýna þakklæti þitt. Drekum 23 október — 21. nóvember. Þú .-kalt sýna gætni í öllum aðgerðum í dag og bíða með það, sem þú ert í vafa um frekar en landa síðar i vandræðum. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Haitu fast við áform þín sem þú hefur gert að undanförnu og láítu engan hafa áhrif á þig þótt hann þykist vita betur. Steint eitin 22. desember — 19. janúar. Látcu starfið ganga fyrir öllu, þó að freistingin sé sterk að slaka á kröfunum sem þú gerir til sjálfs þíns. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Einhver smámisskilningur ætti ekki að koma þér úr jafnvægi að öllu jöfnu, en þar sem þú ert óvenju viðkvæmur I dag kann svo að fara að þú látir það hafa of mikií áhrif á þig. Fiskarnir 19. FEBRUAR. — 20. marz. Takfu ekki allt eins og sjálfsagðan hlut 1 dag, þá er hætt við þú verðir fyrir einhverjum vonbrigðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.