Morgunblaðið - 05.04.1968, Side 4

Morgunblaðið - 05.04.1968, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ," FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968 ✓ 'BILAH/SJUf 'O/ && Rauðarárstig 31 Simi 22-0-22 MÁGIMÚSAR SKIPHOLTI21 símar21190 éftir lokun simi 40381 siM11-44-44 mmm Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurour Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAUT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 Brjóstahaldarar Sokkabelti Buxnabelti, 3 gerðir Foldur s.i. Háaleitisbraut 68 Klessumálverk og rangsnúinn skáld- skapur Jóhann skrifar: Kæri Velvakan-di. Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri fyrir mig athugasemdum við grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins 31. marz sl. Þar skrifar Kr. Jóhannsson um hornfirzk- an hagleiksmann, Ragnar Ims- land. Mér fannst þessi grein mjög fróðleg og skemmtileg og er ánægjulegt þegar menn eins og Ragnar Imsland eru kynntir og þeim komið á framfæTÍ við alþjóð. Myndimar, sem grein- inni fylgdu, voru einnig til þess fallnar að vekja áhuga á þess- um unga efnismanni og verk- um hans. A'.lt var þetta þakkar vert. Kr. Jóhannsson víkur að því í greininni, að Ragnar Imsland hafi ekki aðstöðu til að gefa sig að listaverkum sínum óskiptur, því að hann þurfi að vinna fulla dagvinnu utan heim ilis, „og getur því ekki eytt miklum tíma við hugðarefni sín, og ekki eru þeir á lista- mannalaunum, sem ekki fram- leiða klessumálverk eða rang- snúinn skáldskap“, segir í greininni orðrétt. Það var þessi athugasemd greinarhöfundar, sem ég hefði gjaman viljað fá nánari skýr- ingu á. Er það hans skoðun, að engir fái listamannalaun nema þeir, sem framleiða klessumál- verk eða rangsnúinn skáld- skap? Fljótt á litið gæti maður ályktað að klessumálverk væru léleg málverk og rang- snúinn skáldskapur, lélegur skáldskapur. f framhaldi af því mætti svo álykta af orðum Kr. Jóhannssonar, að eingöngu lélegir listamenn fengju lisba- Fyrir fermingarnar Ileimamyndatökur, Correct colour á stofu, correet colour eru vönduðustu myndatökurnar á markað- inum í dag. 7 stillingar og stækkun. Einkaréttur á íslandi. Ódýrasta stofan í bænum. Pantið með fyrirvara. STJÖRNULJÓSMYNDIB, Flókagötu 45. — Sími 23414. VERNDIÐ SJÓNINA MEÐ GÓÐRI LÝSINGU NYTSAMASTA FERMINGARGJÖFIN ER LUXO 1001 Varizt eftirlíkingar. Abyrgðarskírteini fylgir hverjum lampa. mannalaun. Nú veit ég ekki hvort þetta er rétt skilið, en gjarna vildi ég, með þinni að- stoð, Velvakandi, koma þeirri fyrirspurn á framfæri við Kr. Jóhannsson, hvort það sé þetta, sem hann á við, eða eitthvað annað. Mér finnst menn eigi að tala skýrt og rökstyðja mál sitt í opiniberri umræSu. Með þökk fyrir birtinguna. Jóhann. •Ar Ekki keðjur að ástæðulausu Ingvar Jóhannsson skrif- ar: Kæri Velvakandi. Laugardaginn 30. marz kl. -úmlega 8 um kvöldið ók ég fram á tvo veghefla á kaflan- um milli Straumsvíbur og Hafnarfjarðar. Vegheflar þess- ir voru á snjókeðjum, þótt ekki væri snjókorn til á veginum. Óku þeir á fullri ferð og var slátturinn í keðjunum, sem eru engin smásmiíði, vægast sagt „ferlegur“. Hjól á vegheflum eru stærri, en á flestum öðrum farartækj- um og keðjurnar þungar eftir því. Maður skildi ætla að starfs mönnum vegagerðarinnar væri ljóst hvers konar vegaskemmd um þetta veldur og gengju á undan almenningi með góðu fordæmi og tækju keðjurnar af þegar þeirra væri ekki þörf. Það eru nógu margir samt, sem hafa gerzt skemmdarvargar á þessu sviði. Ég vil beina þeirri fyrirspurn til viðkomandi ráðamanna hvort innheimtumenn vega- gjalds og vegalögreglan geti ekkj stöðvað farartæki og kraf izt þess að keðjur séu ekki notaðar að ástæðulausu. íslendingar eiga einn (1) veg. Hamn liggur milli Hafnarfjarð- ar og Njarðvíkur. Þurfum við endilega að flýta eyðileggingu hans? Ytri-Njarðvík, 1. apríl 1968. Ingvar Jóhannsson, Hlíðarvegi 3. YtTÍ-Njarðvík. ★ Kornastærð ofan- íburðar sé tekin til athugunar Hafnarmaður segir í bréfi á þessa leið: Kæri Velvakandi. Ég skrifa þér eins og allir aðrir sem vantar útrás. Það var um hægri-umferð og fleira sem ég vildi tala. Þá er það fyrst ánægja mín með skiptingu blindhæða. En það er fleira í ástandi vsganna, sem athuga þarf og tel ég þar hvað brýn- ast að ekki séu skildar eftir grjótrastir á vegi þegar heflað er. Sumpart stafar þetta af kunn áttuleysi þeirra manna, sem með heflana fara, sem bezt sést á því að bera saman Hafna- veginn þegar íslenzkir Aðal- verktakar láta hefla, því að þá sést varla steinn á veginum. Svo skulum við líta á veginn þegar vegagerðin hefur látið hefla hann. Það er ekki nóg með það að þá séu grjótrastir á veginum. sem skemma bæði dekk og stýrisenda, heldur eru svo stórir steinar að fólksbílar, fljóta ekki yfir þá langt inni á akbrautinni. Mér virðist það lágmarks- krafa okkar til vegagerðarinn- ar að hún kenni sínum mönn- um viðhlítandi yinnubrögð. — Skaðabótaskylda Vegagerðar- innar mun vera mjög takmörk- uð og er þar kannski orsökin. Til þess vildi ég mælast af Hægri-umferðarnefnd að hún taka þetta til athugunar og jafnvel beiti sér fyrir lagasetn- ingu um kornastærð ofaníburð ar, er mér þá efst í huga veg- urinn, sem vegagerðin lagði í gegnum þorpið í Höfnunum, en sá vegur er svo stórgrýttur að hann er illfær bílum, já Guð hjálpi drengjunum með hjólin sín. Að lokum skal þess getið að ég er ekki sérstaklega hrifinn af hægri umferð, en breytingin verður til frambúðar. Höfnum, 15. marz 1968. Hafnamaður. + „Engill horfðu heim“ Ég varð furðu lostin við lest- ur fréttagreinar, er birtist i dagblaðinu Vísi þ. 1. apríl sl. og greindi frá hópi drengja á aldrinum 13—16 ára, sem 1 næstum heilt ár hafa haft að- setur í nýbygginu Iðnskólans. Þar hafa þeir andað að sér þynni til þess að komast „1 rús“. en slíkt athæfi er, eins og segir í greininni, stór- hættulegt andlegri og líkam- legri heilsu þeirra, er það stunda, og getur jafnvel leitt til dauða. f lok greinarinnar stendur orðrétt: „Bæði lög- regla og fulltrúar barnavernd- arnefndaT hafa margoft rætt við drengina og foreldra þeirra, en árangur þeirra viðræðna virðist hafa orðið næsta lítill, því að þeir hafa flestir sótt alltaf í sama farið- aftur. Úr- ræði eru næsta fá, því að heim- ili fyrir svona drengi er ekkert, nema ef vera skyldi vistheim- ili drengja í Breiðuvík, sem ávallt er fullskipað og tekur ekki nema 16—17 pilta.** Milli línanna má lesa úrræða leysið og uppgjöfina. Við fs- lendingar þykjumst vera ákaf- lega góðir. Við fordæmum styrjaldir, lýsum sambúð okk- ar með undirokuðum blökku- mönnum, söfnum fé handa bágstöddu fólki úti í heimi o. s.frv.. en svo gerst annað eins og þetta við okkar eigin bæj- ardyr án þess að gerðar séu nokkrar raunhæfar aðgerðir til hjálpar hinum bágstöddu drengjum og aðstandendum þeirra, sem sýnilega standa ráðalausir gagnvart vandanum. Frá mínu sjónarmiði séð er það skýlaus skylda rikis og borgar að gera nú þegar ráð- stafanir til þess að koma fyrr- nefndum drengjum undir lækn ishendi og eftirlit. Hér koma ekki að gagni tuttugu ára boMa leggingar eða lanffar skeggræð ur á Alþingi. Hér er börf skiótra aðgerða, svo að hiálp- in komi ekk; of seint. Það hlýt- ur að vera hægt að kaupa eða leigia hús og koma upp heim- ili fyrir þessa drengi. f annað eins hefur nú verið ráðizt. Að tala um kreopu og sparnað i sambandi við þetta er tómt mál því að bað er einmitt soarnað- ur í því fólginn að hiáloa drengjunum til >ess að verða að nvtum bjóðfélagsbegnum f stað þess að sjá þeim fyrir hæl um, þegaT þeir eru orðnir að aumingjum til líkama og sálar. Sigríður Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.