Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐUR RÚSSAR DRAGA SAMAN LIÐ Á LANDAMÆRUM TÉKKÓSLÓVAKÍU Pólverjar hefta ferðir vestrœnna diplómata kommúnistaleiðtoga í Moskvu Varsjá og Moskvu, 9. maí. — AP-NTB FERÐAMENN sem komu til Varsjár í dag sögðu að þeir hefðu orðið varir við sovézka liðsflutninga í suður- og vest- urátt að landamærum Tékkóslóvakíu. Orðrómur var á kreiki um það í Varsjá í kvöld, að hersveitirnar væru þegar komn- ar að tékknesku landamærunum, en ekki hefur tekizt að fá það staðfest. Umferð var með eðlilegum hætti fyrir sunn- an Varsjá í kvöld, en hún var stöðvuð í dag. Nokkrum vestrænum dipló- mötum var bannað að aka um sveitir Póllands í dag. Tveir brezkir hermálafulltrúar sögðu, að þeir hefðu greinilega séð til ferða sovézkra hersveita fyrir sunnan borgina Krakow, sem er í um 60 km fjarlægð frá tékk- nesku landamærrunum, og voru þær á leið í vesturátt. Kunnugir í Póllandi útiloka ekki þann möguleika, að sovézku hersveitirnar muni einhvern næstu daga taka þátt í heræf- ingum í Tékkóslóvakíu. Her- sveitir frá aðildarríkjum Var- sjárbandalagsins áttu að taka þátt í slíkum heræfingum fyrr Morðvopnið: „HI-STANDARD “ skammbyssa, 22 cal. I»essi byssa tekur níu skot og voru fimm eftir í henni, þegar hún fannst fyrir utan Tómasarhaga 25. — Nýlokið leynifundi á þessu ári, en þeim var frestað. I Moskvu hefur ekkert verið minnzt opinberlega á orðróminn um þessa liðsflutninga, og starfs- menn sovézka utanríkisráðuneyt isins fengust ekki til að láta hafa neitt eftir sér um málið. 1 gær héldu leiðtogar kommúnista- flokka fimm Austur-Evrópu- ríkja ieynilegan fund í Moskvu án þátttöku Tékka, og er talið víst að sá fundur hafi verið kallaður saman vegna viðræðna þeirra sem helzti leiðtogi tékk- neska kommúnistaflokksins, Al- exander Dubcek, átti við sov- ézka ráðamenn um helgina. I dag gerði málgagn pólska kommúnistaflokksins einhverja svæsnustu árásina sem gerð hef- ur verið á tékkneska kommún- ista, síðan frjálsræðisþróunin hófst í Tékkóslóvakíu. Hvatti blaðið til þess að valdi yrði beitt tii þess að berja niður ut- anaðkomandi, andsósíalísk öfl í stjórnmálum Tékkóslóvakíu. Framih. á bls. 21 Viet Cong sækir borgar Saigons Sótt inn í borgina úr þremur áttum Ástandið jafnalvarlegt og í febrúar Saigon, 9. maí — NTB-AP ORRUSTAN um Saigon, sem hófst á sunnudaginn með stór- sókn Viet Cong, blossaði skyndi lega upp að nýju í dag, enda þótt Bandaríkjamönnum og Suð ur-Vietnömum hafi tekizt að halda skæruliðum í skefjum undanfarna fjóra daga. Ástand- ið í dag virtist engu síður al- varlegt en í janúar og febrrúar, þegar Viet Cong gerði Tet-sókn sína. Skæruliði, sem tekinn var til fanga í morgun, segir, að Viet Cong hafi fyrirskipað þessa nýju árás vegna viðræðnanna, sem hefjast í París á morgun, að því er heimildir í Saigon herma. Viet Cong heldur nú uppi ár- ásum á Saigon úr þremur áttum og sækir til miðborgarinnar. „Eg hef víst myrt mann — sagði Gunnar Frederiksen, sem skaut Jóhann * Gíslason, deildarstjóra F.l. við næturvörðinn JÓHANN Gíslason, deildar- stjóri flugrekstrardeildar Flugfélags íslands og yfir- maður tæknideildar, var skotinn til bana að heimili sínu í Reykjavík í fyrrinótt. Jóhann var 43 ára, kvæntur og fjögurra barna faðir. Banamaður Jóhanns var Gunnar V. Frederiksen, fyrr- um flugstjóri hjá F.í. Þórður Björnsson, yfirsakadómari, tjáði Morgunblaðinu í gær, að Gunnar Frederiksen hefði við yfirheyrslu játað verkn- aðinn og borið við hatri á Jóhanni heitnum. Gunnar var úrskurðaður í 10 vikna gæzluvarðhald. Málsatvik eru þau, að klukk- an 04:35 í fyrrinótt var hringt til lögreglunnar og sagt, að vopnaður maður væri að brjót- ast inn í hús númer 25 við Tóm- asarhaga. Lögreglumenn fóru þegar á staðinn, en er þeir komu þangað, lá Jóhann Gíslason í blóði sínu í íbúð sinni á efri hæð hússins. Hafði hann hlotið fjögur skotsár, tvö í andlit, eitt framanvert á hægri öxl og eitt við vinstra. herðablað. Var Jó- hann með lífsmarki og var hann strax fluttur í Slysavarðstof- una, en lézt í sömu svifum og þangað var komið. Fjölskylda Jóhanns vaknaði, þegar brotizt var inn í íbúðina, og fór Jóhann fram í forstofu til að athuga, hvað væri á seyði. Skipti engum togum að Gunnar skaut úr skammbyssu að Jóhanni og særði hann alls fjór- um sinnum, en ekki er vitað hvort hann hlaut öll skotsárin strax eða síðar í átökum þeirra, sem lauk í eldhúsinu. Þar reif Gunnar sig lausan og flúði út úr íbúðinni. Fyrir utan húsið fleygði hann skammbyssunni frá sér og ók vestur Tómasarhaga í bíl sínum. Kona Jóhanns og þrjú elztu börnin urðu vitni að atburðinum og báru kennsl á árásarmann- inn. Gátu þau skýrt lögreglunni frá nafni hans, en einnig fannst hattur merktur Gunnari í eld- húsinu. Við rannsókn á staðnum fannst ein byssukúlan í vegg í forstof- unni. Lögreglan hóf þegar leit að Gunnari Frederiksen, en skömmu síðar, klukkan 04:49, hringdi Helgi Kristinsson næt- urvörður FlugféHagsins, í lög- regluna og tilkynnti henni, að hjá sér í flugafgreiðslunni væri Gunnar Frederiksen, sem segðist hafa myrt mann skömmu áður. Lögreglan ók þegar út á flug- völl, en þegar hún kom þangað, flúði Gunnar úr afgreiðslusaln- um og inn í geymsluherbergi. Þar stakk hann litlum vasahníf í brjóst sér vinstra megin, en hlaut aðeins skrámu af. Lögreglan handtók Gunnar í geymsluherberginu og veitti hann enga mótspyrnu. Sagði Gunnar lögregluþjónunum, að hann hefði hatað Jóhann Gísla- son, vegna þess að hann hefði komið sér úr flugstjórastöðu hjá Jóhann Gíslason. F.í. Kvaðst Gunnar hafa setið að drykkju með kunningjum sínum fyrr um nóttina og þeir ekið sér heim. Þar kvaðst hann hafa tekið fram skammbyssuna og síðan ekið í eigin bíl til heim- ilis Jóhanns, brotið rúðuna í hurðinni með skammbyssuskeft- Framh. á bls. 3 Alexander Dubcek: Hann ræddi við sovézka leiðtoga um helgina. til mið- Þúsundir óttasleginna borgara hafa flúið vegna bardaganna yf- ir tvær brýr, sem liggja til mið- borgarinnar. Talið er, að Viet Congmenn hafi blandazt mann- fjöldanum, og því er óttazt, að bardagar geti blossað upp hvar sem er í borginni. Siglingar um Saigon-fljótið lögðust niður, og verzlunum í miðborginni var lokað. Rétt hjá sendiráðinu Bandaríska herstjórnin sendi hundruð fótgönguliða, skrið- dreka og þyrilvængja til borgar- innar til þess að reyna að hrinda þessari nýju árás skæruliða, en þeim virðist hafa borizt liðs- auki í nótt og vörðu aðflutnings- leiðir sínar með harðri skothríð á ýmsum stöðum. Mörg íbúðar- hús í syðstu og austustu hverf- um Saigon eyðilögðust af völd- um loftárása Bandaríkjam. o® S-Vietnama. Þetta er í fyrsta skipti sem Viet Cong hefur ráð- izt á höfuðborgina úr austurátt, og beindist sú árás að hafnar- hverfinu rétt handan við ána, sem bandaríska sendiráðið Framh. á bls. 31 Þvefirandi fylgi Wilsons — London, 9. maí — NTB — 1 NÝRRI skoðanakönnun á vegum brezka blaðsins „The Daily Mail“ kemur í ljós að nærri þrír af hverjum fjórum kjósendum i Bretlandi eru nú óánægðir með Harold Wilson forsætisráðherra og ríkisstjóm hans. Úrslit skoðanakönnunarinnar ern birt í Daily Mai‘1 í da:g, og segir þar að 71% kjósenda lýsi yfir óánægju yfir því hvernig haldið sé á stjórn landsins. í skoðanakönnun blaðsins í fyrra mánuði reyndust 70% kjósenda óánægðir. Að þessu sinni lýstu 21% kjósenda yfir samstöðu með stjórninni, en í apríl voru þessir ánægðu kjósendur 22%. f bæði skiptin töldu 8% kjósenda sig ekki geta svarað. Samkvæmt þessum niðurstöð- um ætti íhalidsflokkuTÍnn að vinna glæsiiegan kosninigasiguir, færu kosningar fram nú, og hljóta 21,6% fieiri atkvæði en Verkamannaflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.